Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 13
Félag íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda 60ára „Jón forseti‘% fyrsti togarinn, sem Islendingar létu smfða, 1907. „ögri“, einn af stærri skuttogurunum. FÉLAG ísl. botnvörpuskipaeig- enda, sem er elzta atvinnu- rekendafélag landsins, varð 60 ára i gær, 9. febrúar. Hinn 18. janúar 1916 komu saman til fundar í Bárubúð nokkrir togaraútgerðarmenn og framkvæmdastjórar með það i huga að efna til stofnunar félags „meðal botnvörpuútgerðar- manna.“ Var þar kosin undirbún- ingsnefnd til að vinna að félags- stofnuninni og semja drög að lög- um fyrir væntanlegt félag. Stofn- fundur var síðan haldinn 9. febrúar. Að félagsstofnuninni stóðu eigendur 13 togara og á fundi 20.febrúar bættust í hópinn eigendur 3 togara og voru taldir til stofnenda. I þessari stuttu frásögn eru ekki tök á að rekja rækilega þróunarsögu togaraútgerðar á Is- landi né heldur sögu F.l.B. Um þau efni má vísa til yfirgripsmik- illar greinar eftir Loft heitinn Bjarnason, þáverandi formann félagsins, sem m.a. birtist í Morgunblaðinu 9. febr. 1966, er félagið varð 50 ára. Jafnframt er þetta kærkomið tækifæri til að vekja athygli á stórfróðlegri bók, Sögu íslenzkrar togaraútgerðar fram til 1917, sem Heimir Þor- leifsson, sagnfræðingur, samdi og Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf út 1974. Hér verður ekki rakinn aðdrag- andi togaraútgerðar á Islandi. Um það bil, sem áhugi manna vaknaði á því að eignast togara, án hlut- deildar erlendra manna, var við ramman reip að draga, þar sem um dýr atvinnutæki var að ræða og lánsfé lá ekki á lausu. Það var fyrst við stofnun Islandsbanka 1904, að úr raknaði, enda eignast Islendingar sitt fyrsta skip 1905, b/v Coot, 150 rúmlesta skip, og gekk útgerð þess vel, þótt eigi stæði lengi, þar sem skipið strand- aði á Keilisnesi 1908. Var Einar Þorgilsson í Hafnarfirði aðal- frumkvöðull að þeim kaupum, en fyrsti skipstjórinn var Indriði Gottsveinsson. Siðla þessa sama árs var Alli- ance h.f. stofnað. Fimm dugmiklir skútuskipstjórar snéru sér til Thors Jensens, hins þekkta og mikla athafnamanns í þvi skyni, að þeir stofnuðu hlutafélag um togaraútgerð. Varð að ráði að láta smíða skip og varð það hinn þekkti „Jón forseti", sem kom til landsins 1907. Var hann 233 rúm- lestir og fyrsti nýi togarinn, sem Islendingar eignuðust. Var talið að hann stæði um margt framar enskum togurum, var m.a. sér- stakiega styrktur fyrir siglingar í norðurhöfum. Mun strax i upp- hafi hafa verið ákveðið, að Halldór Kr. Þorsteinsson — alþekktur undir nafninu Halldór i Háteigi — yrði skipstjóri á hinu nýja skipi, enda hafði hann stundað sjómennsku á togurum, auk þess sem hann hafði verið skútuskipstjóri og einnig verið í siglingum á enskum og amerísk- um skipum. Halldór hafði og eftirlit með smíði skipsins i Glasgow i Skotlandi 1906—1907. Síðan óx þetta smátt og smátt. Eins og fyrr segir stóðu eigendur 16 skipa að stofnun F.I.B. 1916. Árið 1917 höfðu Islendingar eignast alls 26 skip, en sex höfðu þá farizt eða verið seld úr landi. Og við þetta bættist svo, að einmitt þetta ár kröfðust banda- menn í fyrri heimsstyrjöldinni þess, að 10 togarar yrðu seldir Frökkum til varnar gegn kafbáta- hernaði Þjóðverja. Að styrjöldinni lokinni hljóp nýtt lff í togaraútgerðina. A árunum 1919 til 1927 voru keyptir 44 togarar til landsins og siðan einn á ári næstu þrjú ár. Mun togaraeign landsmanna hafa þá verið mest þangað til nú. Síðan skall heimskreppan mikla á og varð hún m.a. til þess, að Islend- ingar eignuðust aðeins tvo gamla togara á árunum 1931 til 1947. Þá komu nýsköpunartogararnir til skjalanna. I fyrri áfanga var samið um smíði á 33 togurum og síðan á 10 til viðbótar, sem komu til landsins 1949 til 1951. Fimm þessara togara fórust á áratugn- um 1950—1960, en þrír keyptir i þeirra stað. Arið 1960 komu siðan til landsins fimm nýir stórir togarar og einn eldri. Voru kaup hinna nýju togara ráðin f fram- haldi af hinum mikla karfaafla, sem fékkst á mióunum við Nýfundnaland 1957 og 1958, og var stærð þeirra, vélarafl og búnaður mjög miðaður við þær veiðar. En karfaaflinn var til þurrðar genginn þegar þeir komu til landsins 1960, en þá nam flot- inn 47 skipum. Um þetta leyti brá svo mjög snöggt til verri aflabragða næstu árin, svo að kalla mátti hrun. Hverju skipinu var lagt á fætur öðru og var svo komið i ársbyrjun 1966, að 29 skip voru gerð út, en er árið var rétt rúmlega hálfnað höfðu sjö gefizt upp til viðbótar, og flotinn þá kominn i aðeins 22 skip. Eftir þetta strandaði eitt skip, en rétt í sama mund var annað tekið i notkun, og hélzt þessi tala til 1971, er þessi gömlu og fengsælu skip tóku að týna tölunni og eru aóeins fimm þau nýjustu enn í notkun, en það elzta þó 25 ára gamalt. Síðan þarf ekki að rekja togara- söguna, svo fersk er hún í minni við tilkomu tæplega 60 skut- togara, en af þeim eru 17 hinir stærstu í F.I.B. ásamt 4 af fyrr- greindum 5 siðutogurum. Fyrsti formaður F.I.B. var Thor Jensen. Hann gegndi þó ekki fpr- mennsku lengur en til 1918, enda hafði hann þá fyrir allnokkru tekið að sér störf á vegum hins opinbera vegna vistaöflunar í þágu þjóðarinnar, en hún var margvíslegum örðugleikum háð i fyrri heimsstyrjöldinni og fyrst eftir hana. I hinni fyrstu stjórn með Thor Jensen voru þeir Th. Thorsteinsson, varaformaður, Ágúst Flygenring, ritari, Jes Ziemsen, gjaldkeri og Magnús Einarsson, dýralæknir, með- stjórnandi. Síðari formenn félagsins voru Ólafur Thors 1918 til 1935, Kjartan Thors, bróðir Ólafs, frá 1935 til 1959, Loftur Bjarnason frá 1959 til 1973, en við tók af honum núverandi formaður Valdimar Indriðason á Akranesi. Með honum eiga sæti í stjórninni Marteinn Jónasson, varafor- maður, Guðmundur Jörundsson, ritari, Vilhelm Þorsteinsson, gjaldkeri og Ragnar Thorsteins- son, meðstjórnandi. Fjórir menn hafa verið gerðir heiðursfélagar F.I.B., þeir Thor Jensen, Halldór Kr. Þorsteinsson, Þórarinn Olgeirsson, ræðismaður i Grimsby og um margra áratuga skeið umboðsmaður togaranna og raunar allra islenzkra fiskiskipa í Bretlandi, og loks Loftur Bjarna- son. íslenzk útgerð á nú yfirleitt við mikla rekstrarerfiðleika að stríða. Á það e.t.v. ekki hvað sizt við stóru togarana. Á það sér ýmsar orsakir, sem ekki er tóm til að rekja hér. En það er trú og von þeirra, sem að útgerð þeirra standa, að úr muni rætast. Oft hafa verið dökkar blikur á lofti i íslenzkri togaraútgerð, en öll él styttir upp um síðir, segir mál- tækið. Það fer og vel að ljúka þessum orðum með ummælum Klemenzar Jónssonar í Reykja- víkursögu hans, sem út kom 1929, er hann segir um togaraútgerð- ina: „Það er þessari útgerð, sem bærinn á aðallega að þakka hinn mikla vöxt og viðgang, er hann hefur tekið siðustu árin, og gert hann að því sem hann er. Með hverju nýju skipi jókst atvinnan....“ Þetta má að vísu segja um marga fleiri staði og þessi saga er að gerast enn í dag. Og ómæld eru öll þau auðæfi, sem togaraútgerðin hefir fært íslenzku þjóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.