Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 Hundrað ára í dag: Gísli Björnsson húsasmiður Rvík i Skóla- fólk Morgun- blaðinu J6n Kristján Sigurðsson, nem andi I 4. bekk Gagnfræðaskól- ans við Laugalæk, sem var í starfsfræðslu hjá Morgunblað- inu, skrifar eftir farandi frétt: „Ingólfur Arnarson" kemur fánum skrýddur til landsins. Hefur starfað á sama skipinu í nœr 30 ár Togarinn Ingólfur Arnarson R.E. 201 var aflahæstur stóru togaranna á s.l. ári eins og fram hefur komið í fréttum. Afla- verðmæti skipsins nam samtals 97 milljónum, en skipið var ekki á veiðum þrjá mánuði af árinu vegna togaraverkfallsins. Skipstjórinn á Ingólfi Arnar- syni er Sigurjón Stefánsson og 1. stýrimaður er Grímur Jónsson, en hann hefur stjórn- að síðustu veiðiferðum skipsins i forföllum Sigurjóns. Ingólfur Arnarson var smíðaður í Pasa- jes á Spáni árið 1973, en kom til Islands snemma á árinu 1974. Skipið hefur reynzt mjög vel og er gott sjóskip. Ingólfur Arnar- son kom úr veiðiferð þriðjudag- inn 3. þ.m. með 150 tonn af góðum fiski. Skipið var að veið- um fyrir Vesturlandi, á Eld- eyjarbankanum og Jökul- tungunni. Skipið var á veiðum í 14 daga og má því segja að þetta hafi verið ágætur afli, sem skip- ið kom með, þvf að afli togar- anna hefur verið heldur tregur upp á síðkastið. Til gamans má geta þsss, að Grímur Jónsson hefur verið á báðum skipunum sem borið hafa nafn Ingólfs Arnarsonar, síðutogaranum Ingólfi Arnar- syni, sem jafnframt var fyrsti nýsköpunartogarinn og kom hingað til lands 1947, og á skut- togaranum frá 1974. Sjötugur: Jóhann Rafnsson Stykkishólmi Það var í sumar, ég hafði átt mörg erindi í bæinn. Veðrið var með eindæmum gott loksins i þessari rigningartíð. Og nú var ég stödd niðri á Tryggvagötu að loknum öllum erindum, i þessu yndislega veðri nennti ég ekki heim til að stússa. Bezt að skokka inn á Hverfisgötu til Gisla, hugsa ég. Þegar ég sé svo hilla undir Hverfisgötu 86, sé ég að maður er byrjaður að mála vesturgaflinn á húsinu, þar er bróðursonur Gísla vinar míns, Helgi Hóseasson, að dytta að húsi frænda síns. Hann Iætur það ekki aftra sér eftir fullan vinnudag að rétta frænda sínum hjálparhönd einu sinni ennþá. Og nú skal gleðja Gísla fyrir' veturnætur og mála húsið allt að utan. Er við höfðum heils- azt, gerir Helgi þá skemmtilegu athugasemd, að húshliðar ætti hann eftir að mála fimm, sú fimmta snúi upp. (nefnilega þakið). Nokkrum vikum selnna átti ég aftur bæjarferð, þá var Helgi búinn að mála þær allar fimm hliðar hússins. Helgi á fáa sína líka. „Ég geri þetta aðeins fyrir Gísla,“ segir hann i látleysi sínu. Það er allt of sumt. Ég er að smá glettast við þá frændur, og segí einu sinni ennþá við Gisla það sem ég hefi verið að segja undanfarin ár: Þú getur ekki verið þekktur fyrir að verða ekki 100 ára úr þessu. Gísli hlær og segist svo sem geta það, hann hafi verið að keppa við hana Vélsmíð- aðar skeif- ur á Hellu Hellu 6. febrúar FYRIR nokkru var hafin hér á Hellu framleiðsla á skeifum. Vélarnar, sem notaðar eru við þessa framleiðslu, voru áður i Kópavogi, og er þetta því eini staðurinn á landinu þar sem skeifur eru vélsmíðaðar. Fram- leiddar eru allar gerðir af skeif- um, það er skaflaskeifur, hnalla- járn og flatjárn og sjö stærðir af hverri gerð. Nú fer sá tími í hönd, sem hestamenn þurfa hvað mest á skeifum að halda. Síðan fram- leiðslan hófst hefur hún gengið vel. Eigandi fyrirtækisins er Jónas Guðmundsson, Hellu. Halldóru sína Bjarnadóttur á Blönduósi. Og nú er svo komið, að Gisli Björnsson stendur við það að verða 100 ára nú í dag, 10. febrúar 1976. Léttur í spori, ennþá lagleg- ur og lesandi gleraugnalaust blöð og bækur, aðeins heyrnin svolítið farin að dofna. Gísli Björnsson, húsasmiður, er fæddur 10. febrúar 1876 að Höskuldsstaðaseli í Breiðdal i Suður-Múlasýslu'. Foreldrar hans voru Björn Eiríksson, bóndi, og kona hans, Kristin Marteins- dóttir. Þau höfðu byrjað búskap að Þorgrímsstöðum í Breiðdal, en flutzt að Höskuldsstaðaseli í sama dal síðar, þar sem börn þeirra munu flest hafa fæðzt. Ekki hefur mér tekizt að fá haldgóðar upplýsingar um þau, en nefni þau sem ég hefi hitt á ferðum mínum til Breiðdals. Man ég Martein og Guðrúnu, sem lá mjög mörg ár, kreppt af völdum Iiðagigtar. Hún vann fjarskalega fallegar hannyrðir svona rúm- Iiggjandi. Þau munu hvorugt hafa gifzt og voru barnlaus og létust bæði á Ilöskuidsstaðaseli, Marteinn á tíræðisaldri. Þá man ég Baldvin vel, enda heimsótti hann okkur hjónin oft, og fór í smá ferðalög með okkur. Hann var kvæntur og átti börn, en þessi fjölskylda er nú öll látin. Baldvin var maður mjög skemmtilegur og einstakt ljúfmenni. Þá var það Einar kaupfélagsstjóri á Breið- dalsvík, kona hans heitir Aðal- heiður, áttu þau son, Birgi, sem er held ég skólastjóri við skóla þeirra Breiðdælinga. Einar er látinn fyrir nokkru. Á lifi er þá auk gisla Hóseas trésmiður, sem mun hafa orðið 90 ára í haust. Hann og kona hans, Ingibjörg, búa í skjóli sonar sfns, Helga hér í Reykjavík, börn þeirra eru fjög- ur. Meðal barna þeirra er Ragn- hildur núverandi húsfreyja í Höskuldsstaðaseli og séra Kristinn Hóseasson, prestur að Heydölum í Breiódal, og halda þannig tryggð ennþá við heima- byggð ættar sinnar. Gisli Björnsson fluttist til Reykjavikur 1897 og mun fljót- lega hafa snúið sér að trésmíði eða húsasmíði, sem varð hans ævi- starf. Var hann eftirsóttur smiður sakir heiðarleika, reglusemi og vandvirkni í hvívetna. Meðal merkra bygginga sem Gisli vann við voru Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar myndhöggvara, og Kristkirkjan i Landakoti og margt fleira. Gísli kvæntist Guðrúnu Þor- láksdóttur Schram 28. des. 1902, mikilhæfri ágætiskonu. Hófu þau búskap í Jónasarhúsi í svonefnd- um Hliðarhúsum eða Vesturgötu 24 hér í Reykjavík. Gísli hóf fljót- lega að reisa þeim hús ásamt uppeldisbróður konu sinnar, Gísla Kristjánssyni, og er það húsið Hverfisgata 86. Gisli Kristjánsson kvæntist síðar Styr- gerði Jóhannesdóttur. Þetta fólk bjó saman í húsi þessu i hálfa öld. Þau voru tengdaforeldrar mínir og eiga orðið margt barnabarna. Þau eru bæði látin fyrir mörgum árum. En Guðrún Þ. Schram, kona Gísla Björnssonar, lézt á brúðkaupsdegi þeirra hjóna fyrir 25 árum. Var það Gisla þungur missir, enda Guðrún frábær kvenkostur, skynsöm og skemmtin. Elsku vinur, nú hefur þú lifað hundrað heiðarleg og heiðvirð ár, kannski er það merkilegast, kannski er það undrið, sem gefur manni nokkrar vonir í vetrarþunglyndi nútímans. Von- andi höldum við áfram að finna samvizkusamlega og heiðarlega menn af þinni gerð, þá verða vor- dagar framundan. Gísli minn, beztu óskir þér til handa nú og ævinlega. Innilegar kveðjur frá börnum okkar í Grindavík og Vinarborg, svo og frá eiginmanni minum óg mér. Sigrfður Björnsdóttir. Það er ekki meira en svo að maður átti sig á hversu hratt tím- inn líður. Oft gengur erfiðlega að trúa aldri samferðamanna, sér staklega þegar maður mætir þeim svo að segja daglega, ungum í fasi, áhugasömum um velferð bæjarfélagsins, hugsandi og ræð- andi framfara- og framtíðarmál þess byggðarlags sem þeir unna. Er ég lít i manntalið og sé að Jóhann, vinur minn, Rafnsson á 70 ára að baki þá þarf ég tima til að átta mig á því hye „hratt flýgur stund“. Enn er hann léttur i lund, léttur á fæti, sami fróðleiks- maðurinn, minnugi og vinsam- legi, og hann var þegar ég fyrst kynntist honum við komu mína i Stykkishölm i febrúar 1942. Jó- hann er Hólmari í raun og sann- leika. Þegar málefni Stykkis- hólms eru annars vegar og hægt að vinna að heill byggðarlagsins þá er hann óðara kominn í þær raðir sem hann telur líklegastar til að vinna að framgangi málsins. Málefnin eru honum allt. Snemma tók hann virkan þátt I baráttu verkafólksyfir bættum kjörum. Og hann gerði meira. Honum varð strax ljóst að verka- maðurinn hefur engin efni á að eyða fé sínu í áfengi og önnur eiturefni og lífsafkoma hans byggist á að fara vel með efni og heilsu. Því var það að hann gekk fljótt í raðir bindindismanna og þar hefir hann staðið stöðugur, verið fyMrmynd. Enda hefir reynslan sýnt honum, eins og öðrum, að það er enginn gróði, nema síður sé, að vera í vinfengi við Bakkus. Það sem ýtir mannin- um niður á við. Hann hefir því unnið Góðtemplarareglunni vel og dyggilega, verið þar ráðhollur félagi. Einnig hefur hann stutt skógræktarfélagið og ungmenna- félagið svo að eitthvað sé nefnt. En Hólmurinn er honum efst I huga. Gamlir og góðir borgarar lifs og Iiðnir skipa þar virðulegan sess. Minningar liðinna ára eru vitar í straumi daglegs lífs. Hann hefur sýnt sérstakan dugnað við að koma hér á fót byggðasafni og er vert að minnast þess að hann hefir komið upp stóru og myndar- legu safni ljósmynda af mönnum hér við Breiðafjörð, allt frá því Ijósmyndun hófst hér á landi á öldinni sem leið. Hefur hann, hvar sem hann hefir getað náð myndum frá fyrri tímum, ekki látið þær sér úr greipum ganga. Þannig vinna áhugamenn og góðir drengir. Það sem að mínum dómi ein- kennir Jóhann mest er góðvild hans og hlýja til samferðamanna sinna. Það þykir öllum fengur að eiga hann að vini, koma heim til hans eða fá hann heim og njóta fróðleiks, leiðbeininga og vin- semdar. Hann hefur alltaf nægan tíma til umræðna um mál sem auðga anda og sál, lyfta mönnum. Þá skal því ekki gleymt hversu vel hann kann að meta skoplegar hliðar mannlffsins, hversu hann með glettni og gáska getur komið fólki í gott skap. Þar er græsku- leysið og gamansemin efst. Þær eru ekki fáar gamanvísurn- ar sem fluttar hafa verið i Hólminum í tíð Jóhanns og ekki hafa þær farið fyrir ofan garð og neðan hjá honum. % Jóhann er fæddur í Grundarfirði 10. febr. 1906. Þar bjuggu þá for- eldrar hans, Guðrún Gfsladóttir og Rafn Július. Ekki var hann lengi í foreldrahúsum því að barn að aldri fluttist hann til Stykkis- hólms til Mariu og Arna P. Jóns- sonar kaupmanns en þau gengu honum í foreldra stað. Þar átti Jóhann góða æsku á öndvegis- heimili og dregur hann ekki dul á það þegar á er minnst enda þau hjón þekkt að manndáð. Jóhanni þykir vænt um staðinn þar sem flest spor hans hafa legið og hann hefur alið aldur sinn. Það Framhald á bls. 35 fKwgtniÞIitfeib Blaðburðarfólk óskast AUSTURBÆR: Óðinsgata, VESTURBÆR: Nesvegur 40—82 Hagamelur Tjarnargata hærri tölur UTHVERFI: Blesugróf Logaland UPPL. I SIMA 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.