Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 36
AUGLÝSINGASÍMÍNN ER: 22480 |ti*rgwibfafeto AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 pirgmlihtik ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÍJAR 1976 Geir Hallgrímsson um slit stjórnmálasambands: Beitum því vopni þegar hentar íslenzkum málstað Bretar hætta ekki veiðum á smá- fiski þótt stjórnmálasambandi sé slitið, sagði utanríkisráðherra Vetrarvertlð er nú um það bil að komast I fullan gang um allt land og sækja sjð- menn sjóinn fast þrátt fvrir ógæftir og válynd veður. Þessa mynd tók Sigurgeir I Evjum af nokkrum hinna 70 báta sem eru gerðir út þaðan og eru stöðugt á siglingu heim og heiman. Bjarnarey er fyrir miðju, en nýi hraun- jaðarinn er lengst til hægri. Sjá frásögn af umræöum á Alþingi á bls. 12 og forystugrein á bls. 14. • u n — n — 1 umræðum utan dagskrár í sameinuðu þingi f gær sagði Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, um hugsanleg slit á stjórnmálasambandi við Breta, að þvf vopni yrði beitt, ef þurfa þætti, þegar það væri hentugt málstað tslands og kæmi málstað tslands að beztu gagni. Forsætis- ráðherra tók til máls utan dagskrár og gaf eftirfarandi yfirlýsingu fyrir hönd rfkisstjórnarinnar.: „Ákvörðun um stjórn- málaslit við Breta verður tekin að höfðu samráði við þingflokka og utanríkis- málanefnd, en kunnugt er, að aðalritari Atlantshafs- bandalagsins og ýmsar þjóðir innan þess leggja áherzlu á að vinna að lausn málsins þessa dagana.“ Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, kvaðst telja slit á stjórnmálasambandi við Breta óhjákvæmileg nema aðstæður gerbreytt- ust frá því sem nú væru en bætti því við að Bretar mundu ekki hætta að veiða smáfisk á íslandsmiðum þótt stjórnmálasambandi við þá yrði slitið. Utanríkis- ráðherra sagði enn fremur að vinstri stjórnin hefði aldrei hótað úrsögn úr Nato eða lokun varnar- stöðvar í síðasta þorska- stríði, þvert á móti hefði verið lögð áherzla á, á þeim tíma, að hér væri um tvö aðskilin mál að ræða. Forsætisráðherra sagði í ræðu sinni, að V- Þjóðverjar hefðu haft for- göngu um að fastaráð At- Framhald á hls. 35 Tap útflutningsverðmæta í verkfalli: 1300 milli. kr. á viku SJÖMENN hafa boðað til verkfalls frá 14. feb. n.k. ef samningar hafa ekki tekizt áður. Til þess að gera sér grein fyrir því verðmætatapi sem yrði ef til slíks verk- falls kæmi hefur Morgunblaðið aflað sér eftirfarandi upplýsinga hjá Hagdeild L.f.U. imiðað við að bátaflotinn verði af slíkum afla í eina viku er um að Miðað við loðnuveiðina 1974 og 1975 er dagveiðin á þessum árs- tima um 9 þús. lestir á dag og ræða 63 þús. tonn eða 217 millj. Ljósm. Leif Bryde. K1.IPPING TVS — Skipverjar á brezka togaranum Ross Karthoum horfa á varðskipið Tý renna framhjá skipi sínu. örstuttu sfðar var klippt á togvirana og varpan hvarf í hafið. 15 Bretar veiddu á friðaða svæðinu MJÖG SLÆMT veður var á miðunum útaf Austurlandi í gær og enginn brezkur togari að veiðum. Snemma í gærmorgun voru hins vegar 15 brezkir togarar á veiðum á friðaða svæðinu útaf Langanesi. 38 brezkir togarar voru við landið í gær, þrjár freigátur Junó, Lowestoft og Diomede, birgða- skipið Olwen, dráttarbátarnir Statesman og Euroman og að- stoðarskipin Hausa og Miranda. 1 fréttatilkynningu frá Land- helgisgæzlunni segir: Samkvæmt Reutersfregn sem barst til Islands á laugardag höfð eftir talsmanni breska utanríkis- ráðuneytisins (Statement from Framhald á bls. 34 Guömundur vann Hem- andes í gœr GUÐMUNDUR Sigurjónsson stórmeistari teflir um þessar mundir á 14 manna skákmóti I Torremolinos á Spáni. Guðmundur tefldi f gærkvöldi við Spánverjann Hernandesog sigraði með hvftu í 35 leikjum. Hefur Guðmundur 2‘A vinning eftir 4 umferðir. Hann gerði jafntefli f 3 fyrstu umferðun- um gegn Keene frá Bretlandi, Smetan frá Argentínu og Fragela frá Spáni. Róbert Byrne fra Banda- ríkjunum er efstur á mótinu með 3‘A vinning og Christian- sen frá Bandaríkjunum hefur 3 vinninga. Þá koma Guðmundur og Georghiu frá Rúmeníu með 2‘A vinning. Auk fyrrnefndra manna tefla á mótinu þeir Pomar, Garcia, Cioceltea, Bellon, Medina og Munoz. Guðmundur sagði f samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að þetta væri erfitt mót og hann þreyttur eftir mörg mót að undar.förnu. Kvaðst hann ekki búast við of góðum árangri að þessu sinni en hann myndi reyna að gera sitt bezta. Hann bað fyrir kveðjur heim. kr. Miðað við þetta yrði fob- tekjutap loðnubræðslnanna á viku um 600 millj. kr., en reikna má með að tekjur loðnusjómanna þessa daga séu um 100 millj. kr. Miðað við að allur togaraflotinn myndi stöðvast vegna sjómanna- verkfalls er um að ræða 23 stóra togara og um 30 minni togara, því Vestfjarðatogararnir eru út úr dæminu þar sem verkfall er ekki boðað þar, þá er um að ræða um 140 millj. kr. tap fyrir togarana á viku og fob-útflutningsverðmæti togaranna á viku er um 315 millj. kr. á viku. Tekjutap togara- sjómanna á viku er samkvæmt þessu 60--65 millj. kr. Meginvinnsla saltfisks hefur venjulega farið fram á tímabilinu frá miðjum febrúar og fram i maí. Árstekjur söltunar og herzlu eru miðað við s.l. ár 10—11 milljarðar. Miðað við að fob-verðmæti frystra afurða sé 18 milljarðar króna á ári er um að ræða 420 millj. kr. tap á viku. Ef til allsherjarverkfalis kæmi í eina viku er verðmætatap útflutningsverðmæta því tæpar 100 milljónir á dag varðandi bolfisk og um 85 milljónir kr. á dag varðandi loðnu, eða alls um 1300 millj. kr. en þá er söltun og herzlu dreift á allt árið jafnt og það er ekki raunhæft þvi megin- vinnslan á þvi hráefni fer fram á næstu vikum og mánuðum ef vinnustöðvun verður ekki, og miðað við það er tapið því enn meira í raun. 2 árekstrar tilkynntir í 1 símtali SELFOSSLÖGREGLAN fékk i gær simtal, þar sem tveir árekstr- ar voru tilkvnntir I einu. Var þetta I brekkunni fyrir neðan Skfðaskálann í Hveradölum. 1 öðru tilfellinu lentu saman tveir bílar en fjórir f hinu. Miklar skemmdir urðu á bflum en engin slys á fólki. Sjómannasamningarnir: Sjómenn ósáttir um leiðir að nýjum k j arasamningum SJÖMANNASAMNINGAR virð- ast nú eitthvað vera farnir að hreyfast að þvf er Jón Sigurðsson formaður Sjómannasambandsins, tjáði Mbl. f gær. Sáttafundur m haldinn á sunnudag og hófst hann klukkan 14 og stóð rétt fram yfir miðnætti. „Ég segi ekki að fundurinn hafi verið árangurs- laus, en ákvörðun var engin tekin. Rætt var f hvaða formi við gerðum samninga, en samkomu- lag náðist ekki um það,“ sagði Jón, sem sagði að inn f viðræðurnar hefðu spunnizt til- Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.