Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 - Luns fer beint til London Framhald af bls. 1 eftir fundinn „Við höfum aldrei viljað milli- göngu,“ sagði Einar, „því við höf- um talið að ef við getum ekki leyst þetta mál á tvíhliða grund- velli sé það enn síður hægt fyrir milligöngu annarra. Þetta var bæði skoðun fyrrverandi ríkis- stjórnar sem ég átti aðild að og núverandi ríkisstjórnar. Hins vegar er ekki rétt að útiloka neitt, þvi þessi deila getur komizt á það stig að ástæða sé til að ræðast við um þriðja mann, en hitt hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar hingað til.“ I samtali við Morgunblaðið sagði blaðafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins að hann gæti ekkert látið uppi um viðræð- ur Luns og Siscos, en endurtók afstöðu ráðuneytisins til deilunn- ar, að Bandaríkjamenn hefðu áhyggjur af henni og vonuðust til að Islendingar og Bretar gætu leyst hana á viðunandi hátt. Þá náði Mbl. einnig samband við tals- mann Fords Bandaríkjaforseta I Hvíta húsinu, en hann sagðist ekkert geta sagt um málið, við- ræðufundur Fords og Luns yrði á morgun. FASTARAÐ nato Fastaráð Atlantshafsbandalags- ins kom saman til fundar í Briissel í dag til að fjalla um fiskveiðideiluna og lýsti ráðið ein- dregnum stuðningi við tilraunir Josefs Luns til að miðla málum í deilunni og koma viðræðum á á ný. Sagði talsmaður NATO, að það væri von bandalagsþjóðanna að samningaviðræður gætu hafizt hið fyrsta, en tók fram, að Luns væri ekki í hlutverki sáttasemj- ara, heldur hefði NATO falið hon- um að beita stöðu sinni til að reyna að koma á samkomulagi. Heimildir innan NATO hermdu að hugsanlegt væri að hann færi frá Lundúnum til Reykjavíkur, en það færi eftir niðurstöðum viðræðna hans við brezka ráða- menn. TALSMAÐUR BREZKA UTANRlKISRAÐUNEYTISINS Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins sagði I kvöld, að brezkir ráðamenn myndu skýra Luns frá þeim aðgerðum, sem þeir hefðu þegar gert í umleitun- um til að ná samningum. Sagði talsmaðurinn að þrátt fyrir það að brezka stjórnin hefði stigið þetta skref að fá Luns til að miðla málum væru brezkir ráðamenn efins um að fslenzka ríkisstjórnin gæti gert samkomulag. Herma heimildir innan brezku ríkisstjórnarinnar, að Bretar telji að það sé svo mikill pólitískur þrýstingur gegn samkomulagi á Islandi að mjög ólíklegt sé að hægt verði að þoka málunum eitt- hvað í samkomulagsátt. TOGARMENN VARA VI» Talsmenn sambands brezkra togaraeigenda vöruðu í dag brezku stjórnina við því, að ákvörðun brezku stjórnarinnar um að fresta viðræðum við Norð- Hafréttarráðstefnan: Líkur á úr- slítum í haust „ÞAÐ ER ekki endanlega búið að ákveða sfðari fund Hafréttarráð- stefnunnar á þessu ári. Fyrri fundurinn hefst í New York 15. marz n.k. og áætlað er að honum Ijúki 7. maí,“ sagði Hans G. And- ersen sendiherra, hafréttarsér- fræðingur rfkisstjórnarinnar, 1 samtali við Mbl.,“ en hins vegar virðist eftir viðræður bak við tjöldin síðustu vikur að samstaða muni nást um að sfðari fundurinn hefjist 15. júlí n.k. og standi fram f september f haust.“ Hans kvað reiknað með ef þessi áætlun stenzt að úrslit fáist í öll- um málum Hafréttarráðstefnunn- ar og þá yrðu undirskriftir annað- hvort í árslok eða í kring um nýárið næsta. menn um landhelgismál gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir brezka togarasjómenn. Væru Norðmenn að verða mjög óþreyju- fullir eftir viðræðum, sem hefði verið frestað um óákveðinn tíma er islenzka samninganefndin kom til Lundúna á dögunum, en þá átti Roy Hattersley aðstoðarutanríkis- ráðherra að vera kominn til Nor- egs til viðræðna við Jens Even- sen, hafréttarmálaráðherra Norð- manna. Austin Laing framkvæmdastjóri samtaka tog- araeigenda sagði að brezka stjórn- in yrði að gera ráðstafanir nú þegar til samninga við Norðmenn, því að ef ekki yrði samið áður en Norðmenn gripu til sinna ráða myndu Bretar standa mjög illa að vigi. Talsmaður brezku stjórnarinn- ar sagði i svari við þessu í kvöld, að brezka stjórnin gæti ekki geng- ið til ákveðinna samninga við Norðmenn, þar sem Efnahags- bandalagið í heild hefði ekki tek- ið endanlega ákvörðun um sam- eiginlega stefnu. Þó er talið vist, að næstu daga verði tekin ákvörð- un um að EBE-þjóðirnar standi saman að 200 mílna efnahagslög- sögu á hafréttarráðstefnunni, sem hefst í New York í næsta mánuði. Á fundi utanríkisráð- herra bandalagsins í dag var lögð fram itarleg skýrsla um þetta mál, en engin ákvörðun tekin. FÆREYINGAR AHYGGJUFULLIR Paul Olsen formaður fiskimála- nefndar færeyska Lögþingsins, sagði i dag að Færeyingar hefðu miklar áhyggjur af því að þorska- stríð Breta og Islendinga myndi hafa í för með sér að fleiri skip sæktu á mið Færeyinga og fremdu þar landhelgisbrot. Sagði hann að á undanförnum mánuð- um hefðu Færeyingar orðið varir við fleiri slík brot en nokkru sinni fyrr. Sagði Olsen, að Færeyingar hefðu áhyggjur af því að erlend veiðiskip myndu ekki virða frið- unarsvæðið, sem tekur gildi 15. þessa mánaðar norður af Færeyj- um, en samkomulag varð um að friða þessa svæði á siðasta fundi N-Atlantshafsfiskveiði nefndarinnar. Sagði Olsen, að Færeyingar myndu herða lög- gæzlu sína eftir mætti og reyna að sjá um hana án þess að þurfa að leita aðstoðar hjá Dönum. 1 kvöld var sýndur í brezka sjónvarpinu umræðuþátturinn Panorama og þar var í um 25 minútur fjallað um þorskastriðið og hvort Bretar þyrftu svo mikið á þorskinum að halda. Voru þarna fuiltrúar fiskkaupenda, togarasjó- menn, forvigismenn samtaka Fish and Chips-kaupmanna, þingmenn og Roy Hattersley. Að sögn Helga Ágústssonar, sendiráðsritara is- lenzka sendiráðsins í London, sem fer með málefni sendiráðsins þar til Sigurður Bjarnason hefur tek- ið við af Nfels P. Sigurðssyni, gaf þátturinn sem endra nær ekkert svigrúm til djúpra skoðanaskipta, en menn hefðu fjallað þarna um möguleikana á því að láta ufsa, kolmunna eða makríl koma i stað- inn fyrir þorskinn og síðan hefði Hattersley í lokin farið með sömu rulluna og hann alltaf gerði í mál- flutningi sínum, að hér væri um brot á alþjóðalögum að ræða og s. frv. — Reiðubúinn Framhald af bls. 3 samkvæmt fyrirmælum Bjarka. Ekki náðist samband við Baldur Möller, enda tjáð að hann væri farinn úr borginni. Ennfremur ræddi ég við Magnús Eggertsson yfirlögregluþjón rannsóknarlög- reglunnar i Reykjavík og varð að samkomulagi að hann mundi ræða við viðkomandi lögregluyfir- völd á Suðurnesjum um frekara framhald rannsóknarinnar." Bókað klukkan 13,40. Kristján Pétursson (sign) Hauktn1 Guðmyndsson (sign.) Fyrir nokkrum dögum síðan hafði ég samband við Ásgeir Friðjónsson dómara í ávana- og fíkniefnum, en hann var setu- dómari í téðu máli. Hann upp- lýsti að hafa sjálfur skýrt mála- vexti i téðu máli fyrir Baldri Möller ráðuneytisstjóra og þeir orðið sammála um að umboðs- skráin gilti ekki fyrir þetta mál. Af því loknu tilkynnti hann lögreglustjóranum Sigurjóni Sigurðssyni niðurstöður þessar og í framhaldi af þvi tilkynnti Bjarki mér, Rúnari og Hauki framangreindar niðurstöður sem ég hef bókað. Þetta er ég reiðubúinn að staðfesta hvar og hvenær sem er fvrir dómi. Það vekur furðu mína, ef lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigurjón Sigurðsson, hefur gef- ið Bjarka Elíassyni yfir- lögregluþjóni þau fyrirmæli frá sér að rannsókn skyldi tafar- laust afhent sakadómi, þar sem rannsókn þessa máls fór sam- timis fram i eftirtöldum lögsagnarumdæmum, Kefla- víkurflugvelli, Keflavík . og Gullbringusýslu, Hafnarfirði og Reykjavík. Ennfremur vor- um við ennþá að vinna að ýms- um öðrum þáttum tolllaga- brota, óskylt þessu máli (spíra- málinu). Jafnathugulum, nákvæmum og reyndum embættismanni og lögreglu- stjóranum I Reykjavik hlýtur að hafa verið kunnugt um af- stöðu Baldurs Möllers ráðu- neytisstjóra í téðu máli, enda voru fyrirmæli sögð frá Baldri Möller, en ekki Sigurjóni Sigurðssyni. Þessi ummæli mín hafa þegar verið staðfest af Hauki Guð mundssyni og samkvæmt frétt Vísis mánudaginn 9. febrúar hefur Rúnar Sigurðsson einnig skýrt eins frá staðreyndum þessa máls. Fleiri lögreglumönnum i Reykjavík er væntanlega kunn- ugt um þetta mál. Mér þykir mjög miður að jafn vandaðan og heiðarlegan starfsmann og Bjarka Elíasson skuli hafa mis- minnt svo hörmulega um at- burðarás umræddan dag sem raun ber vitni. — Sakaður um mútuþægni Framhald af bls. 1 að tilgangur rannsóknarinnar væri að fá fram staðreyndirnar í málinu. Hann sagði að Bern- harð prins væri sjálfur hlynnt- ur því að rannsóknin færi fram. Lítill stjórnarandstöðu- flokkur, Sósíalistíski friðar- sinnaflokkurinn, hefur krafizt þess að prinsinum verði vikið úr starfi eftirlitsmanns her- aflans ef hann reynist vera sá maður sem Kotchian forstjóri átti við. Mál er aðeins hægt að höfða gegn Bernharð prins ef Júlíana drottning undirritar sérstaka tilskipun sem felur í sér breytingu á hollenzkum lögum. Slíkt ætti sér enga hlið- stæðu í Hollandi þar sem Öraníuætt hefur setið á konungsstóli sfðan 1815. Talið er víst að rannsóknin muni koma af stað hörðum deilum um hlutverk komung- dæmisins. Bernharð prins nýtur virðingar fyrir hlutverk sitt í baráttunni gegn nazistum á stríðsárunum, en málið getur rýrt álit konungsfjölskyld- unnar að sögn embættismanna í Haag. — 15 Bretar Framhald af bls. 36 the Foreign Office) eftir fund Harold Wilsons forsætisráð- herra Breta og Helmuth Schmith, kanslara V-Þýskalands, þar sem fiskveiðideila Islands og Bretlands var rædd, segir: „að Bretar virði þau friðunar- svæði sem ákveðin voru með sam- komulagi Islendinga og Breta frá 13. nóvember 1973". Þetta er alrangt þar sem Hval- bakssvæðið suð-austur af Islandi var skv. samkomulaginu frá 13. nóvember 1973 friðað í janúar og febrúar og merkt sem hólf D. Breskir togarar hafa veitt í þessu hólfi bæði í janúar og febrúar áþessu ári. Hinn 12. janúar voru t.d. 38 breskir togarar að veiðum á Hval- bakssvæðinu og 1. febrúar s.l. voru á sama svæði 30 breskir togarar. — Misskilningur Framhald af bls. 3 Skömmu fyrir hádegi umrædd- an laugardag er frumrannsókn og yfirheyrslur höfðu farið fram, mátti vænta að nauðsyn væri á fleiri handtökum og húsrann- sóknum f sambandi við mál þetta. Mun Kristján þá hafa farið þess á leit við Asgeir Friðjónsson, dóm- ara, sem skipaður hafði verið sér- stakur rannsóknardómari 1 svo- nefndu „spíramáli" að hann tæki við framhaldsrannsókn máls þessa. Ásgeir taldi að þetta mál félli ekki undir þá umboðsskrá sem skipun hans 1 rannsóknar- dómarastöðuna tók til og tjáði Kristjáni það. I framhaldi af þessu gekk Ásgeir á fund lög- reglustjóra og var ég þar við- staddur og greindi frá málavöxt- um, og féllst lögreglustjóri á það, að eðlilegt væri að vísa málinu á þessu stigi til rannsóknarlögregl- unnar og sakadóms Reykjavíkur. Öskaði hann þá eftir því við mig að ég hefði samband við Magnús Eggertsson, yfirlögregluþjón rannsóknarlögreglunnar, sem taldi eðlilegt að þeir tækju við málinu eins og komið var, og kvaðst hann reiðubúinn að taka við gögnum í málinu strax og kvaðst sjálfur mundu bíða eftir þeim og skipa mann til rannsókn- arinnar. 1 framhaldi af þessu fór ég til þeirra Hauks og Rúnars og bað þá að ganga sem fyrst frá gögnum f málinu og koma þeim til Magnúsar Eggertssonar sem biði eftir þeim. Kváðust þeir mundu gera svo. Það skal tekið fram að Kristján Pétursson, deildarstjóri var ekki viðstaddur er ég færði þeim Hauki og Rúnari umrædd skilaboð. Þar með lauk mínum afskiptum af máli þessu það sinn. Kemur þá að framhaldi þessa máls, sem hefst með því að fimmtudaginn 5. febrúar um kl. 12.40 hringir Baldur Óskarsson hjá sjónvarpinu heim til mín og spyr mig, hvort ég kannist við að hafa í svonefndu „spíramáli" komið með þau skilaboð eða fyrir- mæli frá Baldri Möller, ráðu- neytisstjóra, að Kristján Péturs- son o.fl. ættu að hætta rannsókn málsins og afhenda hana Saka- dómi Reykjavíkur. Þetta hafi átt að vera seint 1 janúar eða byrjun febrúar 1975. Ég tjáði Baldri Óskarssyni að þessi fullyrðing væri alger þvættingur og ætti ekki við nein rök að styðjast, enda hefði ég aldrei komið nálægt rannsókn svonefnds „splramáls" og aldrei borið rannsóknarmönn- um þess máls nein skilaboð hvorki I því máli né öðrum frá Baldri Möller. Þar sem mér fannst þessi framburður Kristjáns Péturssonar I þessum Kastljósþætti sem Baldur Óskars- son vísaði til svo furðulegur hringdi ég síðdegis til Hauks Guðmundssonar, sem þá var staddur við störf I fangelsinu við Síðumúla og greindi honum frá spurningu Baldurs og fullyrðingu Kristjáns og spurði hann hvort hann kannaðist við þetta atvik. Hann sagði að hér gætti nokkurs misskilnings hjá Kristjáni eða Baldri, því hér væri átt við smygl- mál sem upp kom á s.l. vori. Ég kannaðist strax við það mál og mundi vel afskipti mín af því eins og ég hef greint frá hér að framan. Ég spurði Hauk hvort hann teldi að ég hafi komið með skilaboðin um að fá rannsóknar- lögreglunni í Reykjavík málið í hendur frá Baldri Möller. ráðu- neytisstjóra, og taldi hann svo vera. Ég benti honum þá á að ég myndi málsatvik þessi mjög vel og gæti fullyrt að ég hefði aldrei rætt þetta mál við Baldur Möller hvorki fyrr né síðar, hvað þá flutt einhver skilaboð frá honum. Ekki virtist Haukur sannfærast við þetta og lauk svo okkar tali að ég kvaðst mundu rannsaka málið nánar. Næst talaði ég við Rúnar Sigurðsson og spurði hann hvort hann myndi eftir umræddu atviki og kvað hann svo vera. Fékk ég Rúnar til að skýra lögreglustjóra frá málavöxtum að mér viðstödd- um og kom framburður hans I einu og öllu heim og saman við það sem ég mundi best og réttast m.a. það að Kristján Pétursson var ekki viðstaddur er ég talaði við Hauk og Rúnar og nafn Baldurs Möller var aldrei nefnt í þessu sambandi. 1 framhaldi af þessu hringdi ég til Baldurs Óskarssonar frá sjónvarpinu og greindi honum frá því að mis- skilnings mundi gæta I full- yrðingu Kristjáns um að ég hefði borið honum skilaboð frá Baldri Möller í einu eða öðru sambandi, þvl ég hefði aldrei rætt við hann, þ.e. Kristján, neitt I tengslum við þessi mál. Hins vegar hefði ég einu sinni rætt við Hauk og Rúnar I sambandi við smyglmál sem tengt var Keflavíkurflugvelli og aðilum IReykjavíkog hefði sú rannsókn farið fram I upphafi I Reykjavík, en er frumrannsókn var lokið, hefði ég haft samband við Magnús Eggertsson, yfirlög- regluþjón rannsóknarlögreglu, sem samkv. réttarvenju hefði átt að halda rannsókn áfram og sam- þykkt það. Hins vegar hefði ég frétt I dag (5/2) að Kristján hefði ekki fellt sig við þessa ákvörðun og fengið Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóra á Keflavíkurflug- velli, til að hringja I Magnús Eggertsson og fá hann til að heimilda að Kristján og Haukur héldu rannsókn áfram og Magnús fallist á það. Um framhald þessa máls er mér alls ókunnugt en aldrei hefi ég heyrt að það hafi verið I nokkrum tengslum við svo- nefnd Klúbbmál, Geirfinnsmál eða spíramál, heldur hafi hér verið um venjulegt smyglmál að ræða án nokkurra tengsla við um- rædd mál. Reykjavik 7. 2. 1976 Bjarki Ellasson yfirlögregluþjónn. A blaðamannafundinum I gær voru auk Bjarka þeir Ásgeir Friðjónsson og Magnús Eggerts- son, en nöfn þeirra beggja koma fram I greinargerð Bjarka. Stað- festu þeir það sem þar kemur fram. Ásgeir Friðjónsson sagði að hann hefði talið málið fyrir utan sitt verksvið sem umboðsdómara þegar það kom upp á sinum tlma. Hefði hann til öryggis haft sam- band við Baldur Möller ráðu- neytisstjóra, sem samdi umboðs- bréf það sem Ásgeir vann eftir I málinu, og hefði það einnig verið hans skoðun að hann ætti ekki að taka það að sér og væri það við- komandi sakadómaraembætti að halda áfram rannsókn málsins. Til skýringar skal hér tekið fram, að þeir Kristján Pétursson, Hauk- ur Guðmundsson og Rúnar Sigurðsson störfuðu með Ásgeiri að rannsókn spíramálanna. Asgeir sagði á fundinum I gær, að spíramál þessi hefðu reyndar verið 7 mál, lítið eða ekkert tengd innbyrðis. Sagði Ásgeir að við rannsóknina hefðu engin atriði komið fram sem tengdu þessi spiramál við Klúbbmálið né Geir- finnsmálið og sagði Ásgeir að hann teldi rangt að tengja þessi mál eins mikið saman og gert hefði verið I umræðu um þau. Sagði Ásgeir að lokum, að hann minntist ekki neinna fullyrðinga um stöðvunina á rannsókn þessa máls af munni Kristjáns og félaga hans þann tlma sem þeir hefðu unnið undir hans stjórn I fyrra- vor. Bjarki Eliasson sagði að fráleitt væri að tala um skilaboð um stöðvun málsins. Frumrannsókn hefði verið lokið og þarna hefði aðeins farið fram umræða um hvert ætti að vera framhald rann- sóknarinnar. Hefði þeirri umræðu lokið á einum laugar- dagseftirmiðdegi. Niðurstaðan hefði orðið sú, að þeir Kristján og Haukur hefðu haldið áfram rann- sókninni og hún ekki gengið verr en það, að málið hefði verið af- greitt frá embætti lögreglu- stjórans á Keflavíkurflugvelli tveimur mánuðum eftir að það kom upp. „Þarna er þvl um að ræða misskilning eða misminni hjá umræddum lögreglumönnum eða vlsvitandi ósannindi," sagði Bjarki Éííasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.