Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 í miðri rannsókn erfiðra sakamála: Lögreglumenn greinir á „Misskilningur eða vísvitandi ósannindi — segir Bjarki Elíasson, og sendir frá sér greinargerð BJARKI Ellasson yfírlögregluþjónn f Reykjavfk boðaði blaðamenn á sinn fund f gær; Tilefnið var ummæli Kristjáns Péturssonar deildar- stjóra á Keflavfkurflugvelii f sjónvarpsþættinum „Kastljós" s.l. föstu- dag. Ummæli Kristjáns voru efnislega á þá leið, að eftir að hann og menn hans hefðu tekið til við rannsókn spframálsins f annað sinn og unnið við hana f 3—4 vikur, hefði sá atburður gerzt, að Bjarki Elfasson tilkynnti þeim að þeir skyldu tafarlaust hætta rannsókn málsins og afhenda það Sakadómi Reykjavfkur samkvæmt fyrirmælum Baldurs Möllers ráðuneytisstjóra f Dómsmálaráðuneytingu. Sagði Kristján f sjónvarpsþættinum að hann hefði tilkynnt Bjarka það, að hann gæti ekki orðið við þessu þar sem fólk væri f haldi vegna málsins og yfirmaður hans væri lögreglustjórinn á Keflavfkurflugvelli og ætti hann að fara eftir hans fyrirmælum. I greinargerð Bjarka segir, að hér sé ekki um spframálið að ræða heldur alveg óskylt mál. Vegna ummæla Kristjáns lagði Bjarki fram eftirfarandi greinargerð á fund- inum f gært Laugardagsmorguninn 3. maí 1975, hringdi Haukur Guðmunds- son, rannsóknarlögregluþjónn í Keflavik, til Rúnars Sigurðsson- ar, lögregluþjóns í Reykjavík, og óskaði eftir að hann færi að húsi við Grettisgötu í Reykjavík, en þá skömmu áður hafði grunsamleg bifreið farið frá Keflavfkurflug- velli áleiðis til Reykjavíkur. Um nokkurt skeið hafði verið fylgst með ferðum nefndrar bifreiðar því ökumaður hennar var grunað- ur um að smygla áfengi og tóbaki Ósönn ummæli, segir ráðuneytisstjórinn Baldur Möller ráðuneytisstjóri sóknara ríkisins tók til starfa og út af Keflavíkurflugvelli og flytja það í tiltekið hús í Reykjavík. Rúnar brá strax við og fékk sér til aðstoðar Edvarð Skúlason, lög- regluþjón í Reykjavík, og fóru þeir að húsinu við Grettisgötu. Stóðst það á endum, að er þeir komu að húsinu var bifreiðin komin þar og var ökumaður að bera úr bifreiðinni inn í húsið. Lögreglumennirnir gripu þá inn 1 verknaðinn og lögðu hald á varninginn sem reyndist vera áfengi og tóbak. Haukur Guð- mundsson kom skömmu síðar á staðinn og hófst nú frumrann- sókn málsins af áðurgreindum lögreglumönnum í herbergi á 1. hæð lögreglustöðvarinnar v/- Hverfisgötu sem Haukur hafði til afnota í samband við rannsókn svonefnds „spframáls" og vann Rúnar einnig að því máli. Var þessi aðstaða og aðstoð veitt á sfnum tfma að beiðni bæjarfóget- ans í Keflavík. Sama morgun mun Kristján Pétursson, deildarstjóra toll- gæslunnar á Keflavíkurflugvelli, hafa bæst i hóp rannsóknar- manna' Framhald á bls. 34 Krlatján Pélnrsson Hraknr GnAnundsson Asgelr Frlíjdnsson Þorgelr Þorsteinsson Magnús Eggertsson Rúnar Sigurússon hafði samband við Morgunblaðið f gær og óskaði eftir þvf að eftir- farandi yfirlýsing frá honum yrði birt f blaðinu. Sagðist Baldur hafa óskað eftir þvf við sjónvarp- ið að yfirlýsingin yrði lesin þar, en þvf svarað til að hún fengi inni f næsta þætti Kastljóss. Kvaðst Baldur ekki geta beðið eft- ir þvf og raunar ckki vilja fá yfirlýsinguna þar, eins og hann komst að orði. YfirlýsingBaldurs er svohljóðandi: 1 tilefni ummæla í fréttaþættin- um „Kastljós“ í sjónvarpinu föstudaginn 6. feb. um að ég undirritaður hafi einhvern tíma í maí á s.l. ári gefið Bjarka Elías- syni yfirlögregluþjóni fyrirmæli um að stöðva eða fella niður rann- sókn á einhverju máli, sem ég kann ekki að lýsa nánar, þar sem það var ekki skýrt tilgreint og ég kannast ekki við neitt slíkt mál, vil ég hér með lýsa því yfir að þessi ummæli eru algjörlega ósönn. Jafnframt vil ég fullyrða, að frá miðju ári 1961 er embætti sak- tók við þeim verkefnum á sviði ákæru og rannsókna, er dóms- málaráðuneytið hafði áður farið með, hefur enginn dómsmálaráð- herra né heldur nokkur starfs- maður ráðuneytisins gefið slík fyrirmæli, enda væri með þvi far- ið út fyrir verkahring ráðuneytis- ins og inn á verksvið ríkissak- sóknara. 9. feb. 1976 Baldur Möller ráðuneytisstjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins. „Reiðubúinn að staðfesta ummæli mín fyrir dómi” — segir Kristján Pétursson MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Kristjáns Péturssonar deildar- stjóra við tollgæzluna á Keflavfk- urflugvelli vegna uramæla hans f „Kastljósi" og andsvara við þeim. Haukur vill ekki tjá sig — Þorgeir hafði vitneskju um málið „Eg VIL ekkert tjá mig um þetta mál á þessu stigi, “ sagði Haukur Guðmundsson rannsóknarlög- reglumaður f samtali við Morgun- blaðið. Sagði Haukur að þetta væri leiðindamál, þvf lögreglu- stjóraembættið I Reykjavfk hefði stutt sig og félaga sfna dvggilega þegar þeir unnu að rannsókn Geirfinnsmálsins og spframálsins f fyrra. Morgunblaðið reyndi að ná sam- bandi við Rúnar Sigurðsson lög- regluþjón f gærkvöldi, en það tókst ekki. Rúnar sagði m.a. í blaðaviðtali í gær, að Kristján Pétursson hefði ekki verið við- Framhald á bls. 35 Kristján hafði þetta að segja: Eftirfarandi hef ég bókað laug- ardaginn 3. maí 1975, vegna fyrir- mæla Bjarka Elíassonar þann sama dag. Þótti mér þetta vissara vegna hugsanlegra eft- irmála vegna skilaboða Bald- urs Möller: „Laugardagurinn 3. maí, 1975. Um klukkan 12,00 kom Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn til herbergis þess, sem lögreglan í Keflavfk hefur til umráða í lög- reglustöðinni i Reykjavík. Bar hann okkur, Hauki Guðmunds- syni, Rúnari Sigurðssyni og mér, þau fyrirmæli (en við vorum allir staddir á áðurnefndu herbergi — innsk. Kristjáns) frá Baldri Möll- er ráðuneytisstjóra í dómsmála- ráðuneytinu, að við ættum tafar- laust að hætta rannsókn þessa máls og afhenda það sakadómi til frekari meðferðar. Ég varð fyrst- ur fyrir svörum og kvaðst ekki geta orðið við þessum fyrirmæl- um, þar sem við værum með fólk i haldi útaf meintum tolllagabrot- um og rannsóknin næði til að minnsta kosti fjögurra lögsagnar- umdæma. Jafnframt sagði ég Bjarka, að ég myndi tala við Bald- ur Möller ráðuneytisstjóra og skýra honum frá málavöxtum svo og yfirmanni minum, lögreglu- stjóranum á Keflavíkurflugvelli. Haukur Guðmundsson sagði ekk- ert að svo stöddu, en tók síðan sömu ákvörðun og ég eftir að hafa haft samband við Valtý Sigurðs- son, fyrsta fulltrúa lögreglustjór- ans í Keflavík. Hins vegar hætti Rúnar Sigurðsson strax störfum Framhald á bls. 34 Hópferðir Férðamiöstööin hf. ö Köln Herratískusýrting Brottför 24 febrúar Verð frá: 59.900 — Frankfurt Alþjóðleg vörusýning. Brottför 21. febrúar. Verð frá: 60.500 — 15) Leipzig Alþjóðleg vörusýning Erottför 1 3. marz Paríí, Prét á Porter Féminin Kventískusýning Brottför 2. apríl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.