Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976
Pilturinn sem gat
breytt sér í fálka,
maur og Ijón
byssuna fyrir staf dróst ég niður á isinn,
til þess að átta mig nákvæmlega á því,
hvar ég væri staddur. Mér til mikils léttis
sá ég reykjarstrók upp yfir trjátoppana
hinum megin árinnar og sá móta fyrir
húsþaki þar milli trjánna. Ég þekkti mig
þegar. Þetta var Topphaugur, hjáleiga
frá bænum sem ég bjó á. Með miklum
erfiðismunum skreið ég um hundrað
faðma upp aflíðandi brekku, en þá sá ég
líka glampann af viðareldi gegnum
gluggann. Eg haltraði að dyrunum, lyfti
klinkunni og fór inn, eins og ég stóð, —
það sá ekki í mig fyrir snjó.
„1 Drottins almáttugs nafni, hvað er
þetta?“ sagði Berta gamla hrædd og
sleppti hangikjötsbita, sem hún var að
narta í.
„Góða kvöldið, vertu ekki hrædd, þekk-
irðu mig ekki, Berta?“ sagði ég.
„Æ, það er stúdentinn, ósköp er hann
seint á ferðinni. Það setti bara aö mér
óhug, — hann er alhvítur af snjó og
komin nótt“, svaraði Berta gamla á
Toppuhaugi og stóð upp. Ég sagði henni
frá óhappi mínu og bað hana að vekja
einhvern af strákunum og senda hann
heim til mín eftir hesti og sleða.
„Ja, er það ekki eins og ég hefi alltaf
sagt, úlfarnir hefna sín“, tautaði gamla
konan við sjálfa sig. „Þessu vildu þeir
ekki trúa, þegar þeir söfnuðu liði til þess
að veiða þá í fyrra og hann Pétur fót-
brotnaði, en nú sest það, þeir hefna sín
úlfarnir“.
„Æ já“, sagði hún og gekk að rúmi úti í
einu horninu, þar sem fjölskyldan lá og
hraut í kór. „Þeir hafa nú verið að aka
timbri allan daginn norðan úr skógum,
áumingjarnir, og gera það meðan færið
er sæmilegt. Vaknaðu Oli litli, þú verður
að sækja hest handa stúdentinum, vakn-
aðu segi ég, Óli minn“.
„Ha?“ sagði Óli gegnum nefið og sneri
sér í rúminu. Hann gat nú sofið pilturinn
sá og var ekki að láta svona smánöldur
trufla sig, og svo leið eilífðartimi, hann
geispaði,»neri augun og teygði sig allan
en inn á milli spurði hann allskonar
heimskulegra spurninga, en loksins
komst hann samt fram úr rúminu, komst
í buxur og treyju áður en hann skildi
almennilega hvað hann átti að gera. En
þegar ég lofaði að borga honum vel,
virtist allt heldur skýrast fyrir honum og
sveipaði á brott úr huga hans öllum ótta,
jafnvel við að ganga fram hjá eikinni,
þar sem Ólafur á Eskibraut hafði hengt
sig.
Meðan Berta gamla var að tala við Óla,
litaðist ég um í stofunni, sá þ'ar vefstól,
rokk og þunga tréstóla, fötur, byttur og
hálftelgd axarsköft og hænsn á priki bak
við dyrnar, gamla byssu, sem hékk uppi
undir þaki og snúrur yfir hlóðunum, þar
sem sokkar héngu til þerris, auk fjölda
annarra hluta, sem þreytandi væri að
telja upp.
Þegar Óli loksins var kominn af stað,
settist Berta gamla við eldstóna. Hún var
vel til fara, í blárri treyju og svörtu
fellingapilsi. Hún var hvasseyg, dálítið
skakkeyg og hafði mikil kinnbein, breitt
nef og gulbrúnan hörundslit. Ekki fannst
mér hún ólík galdranorn, enda var sagt
að gamla konan kynni hitt og annað fyrir
sér. Hún var líka álitin góður læknir.
Ég var dálítið hissa á því að kerling
skyldi vera á fótum ennþá, og spurði
hana, hvort hún ætti von á gestum, úr þvi
hún væri í sparifötunum.
„Ónei, ekki átti ég það nú“, svaraði
hún, „en ég skal segja stúdentinum eins
og er, að ég var uppi í Ásasókn að líta á
kerlingu, sem var eitthvað lasin, en það-
an var ég sótt til barns, sem hafði vind-
verki, og gat ég auðvitað hjálpað þeim
báðum, og ég var rétt að koma heim núna
áðan“.
„Og þegar ég hugsa mig um, þá minnir
mig að þú getir líka læknað snúna og
tognaða ökla, Berta mín“, sagði ég alvar-
legur.
„Ojá, ætli það ekki. Ekki batnaði henni
Sigríði á Norðurbænum fyrr en ég kom
og voru þó bæði læknirinn og yfirsetu-
konan búin að bjástra þetta líka litla við
fótinn á henni“, sagði hún glottandi, „og
ef stúdentinn hefir ekkert á móti því, þá
myndi ekki skaða að bera svolítið brenni-
vín á öklann“.
„Lestu bara yfir brennivíninu og
komdu með það, það gerir áreiðanlega
sitt gagn“, sagði ég og vonaðist til að
Þaö er ekki við þvl að búast að (sinn þoli fallþunga markmannsins.
Illustaðu: Hún ætlar að falla
fyrir sama kjaftæðinu og ég —
hér forðum.
Brezkur þingmaður var á
göngu um byggingu upplýs-
ingaráðuneytisins. Allt f einu
sá hann myndastyttu, sem kom
honum ókunnuglega fyrir
sjónir. Hann sncri sér að eftir-
litsmanni og sagði:
— Ég hef ekki tekið eftir
þessari myndastyttu hér fyrr.
— Það er ekki von, svaraði
eftirlitsmaðurinn. Þetta er
ekki myndastytta, þetta er
blaðamaður, sem er að bfða
eftir fréttum.
X
Nýja vinnukonan hjá skip-
stjóranum spurði, hvort hann
vildi teið sterkt.
— Nei, sagði skipstjórinn, en
þú skalt þynna það með rommi,
ekki vatni.
X
Amma var að skera brauð
handa krökkunum.
Villi: — Stækka ekki gler-
augun þfn mikið, amma mfn,
þegar þú Iftur f gegnum þau?
— Jú, barnið gott, en af
hverju spyrðu?
Villi: — Eg ætla að biðja þig
um að taka gleraugun ofan,
þegar þú sneiðir handa mér.
v
Það er ákaflega ánægjulegt að
hugsa til þess öryggis sem
maðurinn minn býr við: Svefn-
stól og sjónvarpstæki — og
hann er f öruggri vörzlu.
Gesturinn: — Kallarðu þetta
nautasteik?
Þjónninn: — Já, er nokkuð
að steikinni?
Gesturinn: — Ekki annað en
það að mér heyrðist hún
hneggja.
X
— Það er hræðilegt, hvað
krakkarnir verða óhreinir f
þessu veðri. Ég varð að þvo sex
strákum áður en ég fann son
minn.
X
Kaupstaðadrengurinn horfði
hugfanginn á, þegar bóndinn
var að mjólka kú sfna. Þegar
þvf var lokið segir drengur:
— Heyrðu manni, helltu
mjólkinni til baka og gerðu
þetta aftur.
J
Með kveðju frð hvítum gesti Jóhanna Kristjóns
43
Þú mátt trúa mér Nan, að það
er eins og það hefur alltaf verið,,
bara vinskapur. Þegar Doon og ég
vorum yngri, held ég ekki að við
höfum gert okkur grein fyrir að
það gæti byggzt á neinu öðru. Að
minnsta kosti ekki ég. Tilhugsun-
in ein vekur hjá mér andstvggð.
Doon vill líka að við séum bara
vinir, en þetta er samt dálftið
óhugnanlegt.
Jæja, svo að þið ætlið að fá
ykkur nýjan bfl eina ferðina enn.
Ég vildi óska við hefðum efni á að
fá okkur bfl en það er útilokað
eins og málum er háttað nú. Mik-
ið var slæmt að Kím þvrfti endi-
lega að fá hcttusótt þegar hann
var nýbúinn að hafa mislinga.
Það hefur sfnar skuggahliðar að
eiga börn, það hlýtur að fylgja þvf
ósköp mikið amstur og áhyggjur á
stundum. Mér sýnist ekkert
benda tfl að okkur Ron auðnist að
--r.Vi.- ...—k
eignast gleðina eða áhyggjurnar,
ég hef ekki orðið vör við nokkurn
skapaðan hlut sem benti til þess.
En eins og ég hef alltaf sagt: ef
maður býr f hamingjusömu
hjónabandi eins og við gerum
þarf maður ekki börn til að halda
þvf saman. Ég held ekki að ég sé
öfundsjúk eða afbrýðisöm. En víð
erum ánægð og mér finnst Ron
miklu glaðari og f betra jafnvægi
eftir að við fluttum hingað. Ég
mun vfst aldrei læra að skilja
hvers vegna fólk á borð við Doon
getur ekki verið ánægt með það
sem það hefur og þarf alltaf að
sækjast eftir einhverju sem er
utan seilingar.
Jæja, ég slæ botninn i þetta
núna. Nan. Það er nóg að gera hjá
mér enda þótt ég hafi ekki börn,
enda lítið af hjálpartækjum f
nýja húsinu mínu! Skilaðu
kveðju til Wil og barnanna og
beztu kveðjur frá Ron.
Vertu sjálf margblessuð. Þfn
Meg.
Hamingjusamt hjónaband? Gat
hjónaband verið hamingjusamt
sem grundvallað var á falsi og
lygi? Burden lagði bréfið frá sér
en gat ekki stillt sig og tók það
upp aftur. Wexford sagði frá sfm-
tali sfnu við lögreglustjórann f
Colorado og það birti eilítið yfir
andliti hans.
— Við getum aldrei sannað það,
sagði Burden.
— Þér getið að minnsta kosti far-
íð og sagt Drury það, Gates getur
svo ekið honum heim. Ef hann
vill höfða mál á hendur okkur
býst ég við að Douglas Quadrant
vcrði boðinn og búinn að hjálpa
honum. En það skuluð þér nú láta
ósagt og ég vil helzt ekki þurfa að
hítta hann. Ég get hreinlega ekki
þolað þessa manngerð.
Það var að byrja að birta af
degi. Himinninn var grár og
drungalegur og þó virtist vera að
létta til. Wexford reis á fætur og
teygði úr stirðum limum áður en
hann ákvað að láta hflinn eiga sig
og ganga heim til sín.
Honum fannst gott að hugsa á
þessum tfma sólarhrings. Hvergi
var sálu að sjá. Torgið virtist
subbulegra en á daginn og á
brúnni hitti hann hund sem
skokkaði áfram í einhverjum
óþekktum erindagerðum. Wex-
ford nam staðar og horfði eitt
andartak niður f gruggugt vatnið
og reyndi að greina spegilmynd
sfna. Svo hélt hann göngunni
áfram.
Framhjá húsi frú Missal, fram-
hjá litlum einbýlishúsum og
snyrtilegum raðhúsalengjum. Nú
var ekki nema spottakorn eftir. A
töflunni við kirkjuna sá hann að
hengt hafði verið upp spjald:
„Herra Ronald Parsons býður
félögunt f söfnuðinum að vera við
minningarguðþjónustu um eigin-
konu sfna, Margaret, sem dó svo
sviplega í þessari viku. Guðsþjón-
ustan verður f kirkjunni klukkan
tfu árdegis ásunnudag."
I dag myndi húsið á Tabard
Road þar sem hin látna hafði búið
vera mannlaust f fyrsta skipti síð-
an hún dó... Hugur Wexford
beindist til Ronalds Parsons og
honum varð einnig hugsað til
þess sem Burden hafði sagt:
— Við getum aldrei sannað
það.....Kröfur mínar voru hóf-
samar, Minna. Ég krafðist svo lít-
ils, aðeins fáeinar klukkustundir
í senn vildi ég fá að eiga mcð þér.
Og hvað eru fáeinar klukkustund-
ir á mælikvarða eilffðarinnar.
Ég óskaði þess eins að tala, að
skýra fyrir þér f einlægni kvöi
mfna f tfu ár, og hugarvíl. Tfm-
inn, hugsaði ég — tfminn sem á
að lækna öll sár og deyfa af hina
hvössu brodda grimmdarinnar,
tfminn — sem slævir skynjunina
— tfminn hefur gert augu hennar
mildari og eyru hcnnar næmarí.
Við sóttum heim hinn þiigla
skóg — þar sem við gengum á
árum áður, en þú hafðir gleymt
blómunum sem við tfndum þá —
Ég talaði hægt og blíðiega, ég
hélt þú værir að hugleiða orð
mfn, og loks þagnaði ég og mig
hungraði eftir blfðum viðurkenn-
ingar— og skiiningsorðum frá
þér. Mig hungraði eftir kærleika
þinum. Já, Minna. Kærieikanum.
Er það svo ægilegt, Ijótt og for-
kastanlegt.
Ég starði. Ég kom við hár þitt.
Augun voru lokuð þvf að þú stein-