Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 17 Tap í tveimur landsleikjnm við Breta Á cumarri hœð „Þeir spiluðu á næstu hæð fyrir ofan okkur og við réðum ekki við þá“. — Þessi setning hefur oft heyrst þegar Island hefur verið að Ieika iandsleiki undanfarin ár. Og vissulega er þetta rétt, þrátt fyrir að sumir hafi brosað að þessari athugasemd. En í fyrri landsleiknum gegn bretum um helgina kom vel í Ijós að þetta hafa ekki verið afsakanir einar. Nú lék ísl. landsliðið með miðherja upp á 2,03 m og 2.00 og árangurinn var fljótur að koma í ljós. Það mun sjaidgæft að nýliði í landsleik komi út sem toppmaður, en það gerði hinn hávaxni Jónas Jóhannesson. Og þann tíma sem Björn Magnússon lék með í þessum leik sýndi hann vel hvernig má nota þessa miklu hæð (2,00 m). Það ér því e.t.v. ekki undarlegt að kröfuknattleiksmenn séu bjartsýnir um þessar mundir. Unglingastarf K.K.I. sem hefur verið mjög öflugt s.l. ár undir stjórn Gunnars Gunnarssonar og Kristins Stefánssonar er þegar farið að skila sér og „risarnir" fara nú að tínast inn i stöður í Iandsliðinu ef svo fer sem horfir. Þegar Pétur Guðmundsson (2,16 m) sem nú er við nám í Banda- ríkjunum er kominn inn í liðið með þeim ungu miðherjum sem við eigum fyrir hér heima verður gaman að lifa. Það er okkar heit- asta ósk, sem störfum að málefn- um körfuknattleiks á Islandi, að þá afsaki andstæðingar okkar sig með þvi að „tslendingarnir hafi spilað á annarri hæð“ og andlit ísl. körfuknattleiksins verður þá vonandi allt í einu brosi. gk- Jón Sigurðsson kominn f gegn og sekúndubroti sfðar lá knötturinn f körfunni. Hittnin í lágmarki hjá landanum en Bretarnir unnuþó aðeins 82:76 Flestir þeir sem sáu fyrri lands- leik fslands gegn olympIuliSi Bret- landseyja munu sammála um að vltahittni (eSa óhittni) Isl. liðsins hafi orSiS þvl aS falli I þeim leik. fsl. liSiS tók 44 vltaskot I leiknum, og aðeins helmingur þeirra eða 22 nýttust. Bretarnir tóku hins vegar 32 skot og hittu I 22 eSa 60%. Hefði Isl. liðið hitt 8 vltaskotum meir I leiknum og verið með sama % hlutfall og breska liðið hefði sigur sennilega unnist I þessum leik. Og þetta er næstum grátlegt þegar til þess að hugsað að vlta- hittni Isl. landsliðsins hefur oftast undanfarin ár verið vel yfir 70%. f þessum leik léku tveir ungir nýliðar með Isl. liðinu, þeir Björn Magnússon og Jónas Jóhannes- son. og voru þeir hæstu menn liðsins. Björn er 2 metrar sléttir, Jónas 2,03 m. Það eru ár og dagar sfðan Fsl. landsliðið hefur skartað með tveggja metra menn, en I þessum leik kom glögglega I Ijós hversu mikilvægt það er að hafa sllka menn með. Það munar um hvem cm þegar komið er upp I þessa hæð, og er þá sérstaklega átt við fráköstin sem þessir risar taka. Mér er til efs, að nokkur nýliði hafi hafið feril sinn i landsliði ís- lands i körfuknattleik á jafn glæsi- legan hátt og Jónas gerði I þessum leik. Hann hélt Willie Cameron hin- um 2,08 miðherja bretanna i 8 stigum fram 1 miðjan siðari hálfleik, en þá fór Cameron af velli með 5 villur. Og flestar þeirra hafði hann fengið á sig gegn Jónasi. Og það kom fljótlega í Ijós að fjarvera Cameron hafði slæm áhrif á leik bretanna, og kom það aðallega til sökum þess að hann hafði tekið mjög mikið af fráköstum, sem er ekki slður mikilvægt en að skora körfur. — Endurtekning SfÐARI landsleikur fslendinga og Breta I körfuknattleik. sem fram fór á sunnudaginn var nánast endur- tekning á fyrri leiknum og enn á ný fóru Bretar með sigur af hólmi. Þeir skoruðu 81 stig gegn 74 stigum fslendinga. Eins og I fyrri leiknum var hittni Islenzka liðsins ekki nægi- lega góð I heildina, Bretarnir höfðu yfir stærri leikmönnum að ráða og dómararnir voru Bretunum hagstæð- ir. í leikjunum tveimur kom ýmislegt I Ijós hjá islenzka liðinu, sem er mjög ánægjulegt og sýnir framfarir hjá lið- inu Þangig var varnarleikurinn í leikn- um á sunnudaginn mjög góður, mikil barátta og vinna hvers einasta leik- manns Sóknarleikurinn var hins vegar ekki eins góður og of mikill æsingur í aðgerðum islenzka liðsins. Þó verður það að segjast að hraðaupphlaupin tókust nú mun betur en i fyrri viður- eigninni. Gangur leiksins var i stuttu máli sá að framan af leiknum var um mjög jafna baráttu að ræða, en um miðbik fyrri hálfleiksins kom afleitur kafli hjá Islenzka liðinu Staðan sem hafði verið jöfn, breyttist skyndilega i 16 stiga forskot Bretanna, 38:22. í ieikhléi var staðan 42:32 í byrjun seinni hálfleiks- ins minnkuðu islenzku leikmennirnir muninn niður i 4 stig, 44:40. En liðið náði aldrei að jafna og það sem eftir var leiksins munaði ætið 4—10 stigum á liðunum og unnu Bretarnir 81:74 eins og áður sagði Beztir i íslenzka liðinu að þessu sinni voru þeir Jón Sigurðsson, sem gerði marga stórkostlega hluti I leiknum — að vlsu mistök á milli — og var hann jafnframt stigahæstur i islenzka liðinu Jónas Jóhannesson skoraði ekki eitt einasta stig í leiknum, enda litið leikið á hann í sókninni. Hann stóð sig hins vegar stórvel i vörninni og varði átta sinnum skot Bretanna sem stefndu beint í körfuna Kristinn Jörundsson átti góðan leik, en var óheppinn með skot sin eins og flestir aðrir. Þá komst Jón Jörundsson allvel frá leiknum, sérstaklega sókninni. Stighæstir fslendinga: Jón Sigurðsson 23, Jón Jörundsson 14, Kristinn Jörundsson 1 1 Sprogis skoraði 1 7 af stigum Bret- anna og var stigahæstur þeirra Dómarar voru þeir Allan Crow og Kristbjörn Albertsson. -áij. Barátta: Það kom vel I Ijós I lok leiksins að mikillar þreytu var farið að gæta í leik isl liðsins. Ekki undarlegt þar sem liðið hafði leikið erfiðustu vörn sem hægt er að leika i boltaiþrótt, maður gegn manni og leikmennirnir sóttir fram á völl þegar þeir komu upp með boltann. Það er erfitt að stöðva marga þá sem skipa breska liðið, þar eru frá- bærir einstaklingar, og einn af farar- stjórum breska liðsins sagðist ekki hafa séð Peter Sprogis tekinn jafn vel og nú var gert. Þessi toppskorari kom út með aðeins rúmlega helm- ing þeirra stiga sem hann er vanur að skora, enda var hann greinilega fýldur við Á rétti leið: Það þarf engum blöðum um það að fletta, að körfuknattleikur er I gífurlegri snkn hér hjá okkur. Þvl til sanninda má nefna að breska liðið hefur unnið marga góða sigra áður fyrr, og vitað er að kröfuknattleikur á Bretlandseyjum er I stórkostlegri framför. Það er ekki langt siðan breska OL liðið vann sigur yfir þjóðum sem okkur hefði ekki verið talið ráðlegt að mæta. En það sem kom I Ijós í þessum leik var, að við erum jafngóðir og úrval af öllum Bretlandseyjum — heldur betri ef við náum góðum leik og höfum heilladísirnar með a m k af og til. Það er, þrátt fyrir ósigurinn ekki hægt annað en vera ánægður með þennan leik margra hluta vegna. Að vísu er ósigur alltaf ósigur, en það sem á vantaði i þessum leik voru hlutir sem vitað er að isl liðið býr yfir. Þeir sem komu best út úr þessum leik voru Njarðvikingarnir Jónas og Gunnar, svo og Jón Sigurðsson sem hefur þó oft verið betri. Jón gerði mistök i þessum leik sem henda hann ekki á hverjum degi, en hans hlutverk var erfitt Svo erfitt að hann varð að fá nudd i miðjum síðari hálfleik vegna þreytu og það segir nokkuð Ég get fullyrt að Peter Sprogis óskar sér örugglega auð- veldari andstæðings Annars á hann allt liðið hrós skilið fyrir mikla og góða baráttu. Stigahæstir: Gunnar Þorvarðs- son 18, Jón Sigurðsson og Jónas Jóhannesson 12, Kristinn og Jón Jörundssynir 1 1 hvor, Bjarni Jó- hannesson 8 Bretland: Sprogis 23, Steve Latham 16, Mclnnes 14, Cameron og Paul Philp 8 hvor Dómarar voru Hörður Tulinius og Alan Crow (skoti) og voru flestir óánægðir með þeirra störf gk— Jón Sigurðsson skorar körfu gegn Bretunum, en hvað Bjarni Jóhann- esson er að gera er ekki gott að segja. Þórir þjáli'- ar Einherja Þórir Jónsson, hinn kunni knattspyrnumaður með FH og áður með Val, mun verða þjálfari hjá Einherjum á Vopnaf irði næsta sumar. Hefur verið gengið frá samningum við Þóri. Þórir var einn bezti og ieikreyndasti knatt- spyrnumaður FH-liðsins i fyrra- sumar, og er ekki að efa að það verður FH-ingum töluverð blóð- taka að missa hann. Jafnframt verður það fengur fyrir Einherja að fá Þóri til liðs við sig, en væntanlega mun hann jafnhliða þjálfarastörfunum leika með liðinu sem er i 3. deild. Gylíj Þ. til ÍBÍ Isfirðingar hafa nú endanlega gengið frá samningum við Gylfa Þ. Glslason um þjálfun annarrrar deildar liðs þeirra I knattspymu á næsta keppnistlmabili. Var Gylfi fyrir vestan fyrir skömmu og voru þá undirritaðir samningar milli hans og ÍBÍ. Gylfi, sem var leikmaður með Selfossliðinu s.t. sumar, mun væntanlega einnig leika með liði fBf og er ekki vafi á þvl að hann mun styrkja liðið verulega. Huginn ræð- ur þjálíara HUGINN á Seyðisfirði hefur nú ráðið þjálfara fyrir næsta keppnistlmabil. Sigurður Þor- steinsson úr Stjömunni mun þjálfa alla flokka félagsins. Sigurður var meðal þeirra sem sótti knattspyrnuskóla KSl slðastliðið haust. auk þess sem hann hefur þjálfað yngri flokka Stjörnunnar undanfarin ár. Þær sögur hafa verið á kreiki að Vlk- ingurinn Diðrik Ólafsson yrði þjálfari Huginsmanna næsta sumar, en ekkert mun hafa verið hæft I þeim. Blikabingó HANDKNATTLEIKSDEILD Breiðabliks I Kópavogi byrjar I dag svokallað Blikabingó. en töl- urnar 1 þvl verða auglýstar I út- varpi og blöðum. Hafa Breiða- bliksmenn og konur gengið I hús að undanförnu og selt spjöld og sex spjalda kort til nota heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.