Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRtJAR 1976 23 Thatcher fékk þorsk London, 9. febrúar. AP FRtJ Margaret Thatcher, leió- toga brezka Ihaldsflokksins, var afhentur frystur þorskur þegar hún ávarpaði þing ungra fhaldsmanna og svaraði fyrir- spurnum fundarmanna f Scar- borough um helgina. Guy Harrison foringi ungra fhaldsmanna frá Hull, spurði hana hvað thaldsflokkurinn mundi gera f fiskveiðimáíum ef hann væri f rfkisstjórn og hvað henni fyndist um þorska- strfð tslendinga og Breta. Þegar Harrison spurði að þessu gengu þrfr félagar hans klæddir sjóstökkum upp á ræðupallinn með þorskinn sem gekk á milli manna á pallinum. Frú Thatcher sagði: „t svipinn stunda menn okkar lög- legar fiskveiðar og við verðum að vernda líf borgara okkar sem stunda lögleg störf.“ Hún kallaði brezka sjómenn „einhvern frábærasta hóp manna f Bretlandi" og sagði að það yrði að vernda þá. „Þeir eru trúir for- göngumenn hins frjálsa framtaks og þeir stunda störf sín við hin erfiðustu skilyrði. Við erum þakklát þeim fyrir þá björg sem þeir færa f bú.“ Hún sagði að komizt hefði verið hjá sliti á stjórnmálasam- bandi Bretlands og Islands og bætti við: „og við getum haldið áfram viðræðum um að ná ein- hvers konar samkomulagi milli þjóðanna." Hún sagði að ef ekki tækist alþjóðlegt samkomulag yrði að kanna aðrar leiðir „því það yrði afskaplega alvarlegt mál fyrir þjóðina.“ Frú Thatcher veifar þorskinum á fundi ungra íhaldsmanna. stmamynd ap Japan: Þingrannsókn í Lockheedmáli Tokyo, 9. febrúar. AP. Reuter JAPANSKA stjórnin ákvað f dag að kalla átta menn fyrir þing- nefnd til að svara ásökunum um að þeir hafi þegið greiðslur frá flugvélafyrirtækinu Lockheed. A.C. Kotchian, einn af fram- kvæmdastjórum Lockheed, sagði í vitnaleiðslum fyrir einni nefnd bandarfsku öldungadeildarinnar i síðustu viku, að fyrirtækið hefði greitt 12.3 milljónir dollara í Japan á árunum 1958 til 1975 til að auka sölu sfna þar og að talið væri að hluti upphæðarinnar hefði farið til nokkurra háttsettra embættismanna. Kotchian nafngreindi þá átta menn, sem nú hefur verið ákveðið að kalla fyrir þingnefndina í Framhald á bls. 35 Aftökurnar í Angóla: Wilson telur frétt- ina geta verið sanna London 9. febr. Reuter. AP TÖLUVERÐUR fjöldi brezkra málaliða mun hafa látið lffið á vfgvellinum f Angóla, sagði Harold Wilson á fundi í Neðri málstofunni f dag. Forsætisráð- herrann gaf einnig f skyn, að „einhver sannleikur" virtist vera f fréttum þess efnis, að fjórtán málaliðar hefðu verið teknir af lífi af félögum þeirra fyrir að reyna að komast hjá þvf að taka þátt f bardögunum. Wilson sagði, að enn hefði þó ekki tekizt að fá opinbera staðfestingu á þessari frétt, en margt benti til, að hún væri sönn. Wilson kvaðst vonast til að geta fjallað ftarlegar um málið á þingfundi á morgun. Er nú talið vfst að ríkisstjórnin muni beitt gífurlegum þrýstingi til að hún skerist í leikinn og banni að brezkir menn gerist málaliðar í Angóla. Fram að þessu munu um 150 Bretar hafa farið þangað. Aftur á móti sagði talsmaður þeirrar umboðsskrifstofu í Lond- on, sem hefur haft milligöngu um ráðningu brezkra málaliða til að berjast gegn hersveitum MPLA í Angóla, um helgina, að engarstað Framhald á bls. 35 \V/ ERLENT Gaddafi London, 9. febrúar. Reuter. Forseti Lfbýu, Muammar Gaddafi ofursti, gaf hryðjuverka- manninum Carlos eina milljón punda I verðlaun fyrir ránið á ráðherrum OPEC-landanna í Vfn f desember að sögn blaðsins Sunday Telegraph. Spánverjar fella gengið Madrid, 9. febrúar. Reuter. SPANVERJAR felldu gengi pe- setans um 10% f dag og Juan Muguel Villar Mir fjármálaráð- herra kvað það fyrsta skrefið til að leysa efnahagsvanda þjóðar- innar. Astæður gengisfellingarinnar eru greiðsluhalli upp á 2.000 milljón dollara, minnkandi straumur ferðamanna og alda pólitfskra verkfalla, sem kostaði Framhald á bls. 35 „Peningarnir voru lagðir inn á sérstakan bankareikning meðan Carlos hvfldi sig f villu við strönd- ina sem lfbýska leyniþjónustan lét honum f té,“ segir blaðið. Carlos hafði þegar fengið greiðslu frá Gaddafi ofursta fyrir árásina á aðalstöðvar OPEC í Vín og milljón pundin voru sérstök aukagreiðsla. Carlos heitir réttu nafni Illich Ramirez Sanchez og er Venezúelamaður. Gaddafi ofursti borgaði einnig einum undirmanna Carlosar, Hans Joachim Klein, 100.000 pund þar sem hann særðist alvar- lega f árásinni. Þýzkur læknir var sóttur flugleiðis til að stunda hann. Telegraph segir að Gaddafi ofursti hafi „verið frá sér numinn yfir afreki Carlosar og þeir hafi skipzt á gagnkvæmum hamingju- óskum þegar hryðjuverkamenn- irnir lentu I Tripoli". The Observer segir, að Líbýu- stjórn hafi tjáð Afrfkusérfræðing- um sínum, að Gaddafi ofursti hafi skipulagt OPEC-árásina. Schmidt í viðræðum við Wilson: Patty Hearst: Var neydd til ránsins San Fransisco 9. febrúar AP. PATRICIA Hearst kom í vitna- stúkuna í kvöld f réttarhöldunum yfir henni og lýsti hún yfir þar, að henni hefði hundrað sinnum ver- ið hótað lffláti af meðlimum Symbíónesíska frelsishersins, henni verið misþyrmt og hún geymd i öskutunnu. Sagðist hún hafa verið neydd til að taka þátt í bankaráninu, sem er aðalákæran gegn henni af hálfu ákæruvalds- ins. London 9. febrúar AP — Reuter. FISKVEIÐIDEILA tslendinga og Breta var töluvert rædd á fundum Harolds Wilsons forsætisráðherra Breta og Helmut Schmidts kanslara V-Þýzkalands á fundum leiðtoganna í London um helgina og einnig var mikið spurt um landhelgismálið á fundi, sem tvímenningarnir héldu með fréttamönnum áður en Schmidt hélt aftur til Bonn. Á fundinum sagði Wilson, að Bretar væru reiðu- búnir til að samþykkja óháðan sáttasemjara í málinu, en þá greip Schmidt fram í og sagði að V-Þjóðverjar ætluðu ekki að taka að sér sáttasemjarahlutverkið Á fundinum voru endurteknar allar fyrri yfirlýsingar brezkra ráðamanna um að Bretar hefðu af frjálsum vilja lækkað aflamagn sitt niður i 85 þúsund lestir og fækkað togurum niður í 105. Þá hefðu þeir einnig lýst þvf yfir að þeir myndu áfram virða öll friðuð svæði, sem kveðið hefði verið á um í samningum Islendinga og Breta 1973 og að þeir væru reiðu- búnir til viðræðna við Isiendinga um ný friðunarsvæði, sem lið í nýju samkomulagi. A fundinum lagði Wilson áherzlu á að Bretar vildu að allt yrði gert sem unnt væri til að koma á samningum, en vandinn væri að fá Islendinga til að samþykkja þau samkomulags- drög sem Bretar legðu fram. Sagði Schmidt, að deila Islendinga og Breta ylli Þjóðverj- um og öðrum NATO-þjóðum áhyggjum og að hann vonaðist til að tækist að leysa deiluna með samningum. Schmidt og Wilson á blaðamannafundinum. ,gVr,?rTVWd^e, Gaddafi gaf Carlos bónus V-Þjóðverjar ætla ekki að miðla málum í þorskastríðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.