Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 Einar Ágústsson, utanríkisráðherra: Vinstri stjóm hótaði aldrei úrsiign úr NATO eða lokun vamarstöðvar — í síðasta þorskastríði ÁKVÖRÐUN um sljórnmáiaslit við Breta verður tekin að höfðu samráði við þingflokka og utan- ríkismálanefnd, en kunnugt er, að aðalritari Atlantshafsbanda- lagsins og ýmsar þjóðir innan þess leggja nú áherzlu á að vinna að lausn málsins þessa dagana, sagði forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, á fundi sameinaðs þings í gær. Forsætisráð- herra gat þess i upphafi máls síns, að stjórnar- andstöðuflokkar hefðu spurst um það hjá skrif- stofustjóra Al- þingis fyrir há- degi i dag (þ.e. gær), hvort vænta mætti yfirlýsinga frá ríkis- stjórninni um stöðu landhelgis- málsins og hugsanlegar stjórnar- ákvarðanir þar um, ella færu þeir fram á að gera fyrirspurn þar um, utan dagskrár. Af því tilefni teldi hann rétt að ítreka það, sem hér að framan var eftir honum haft. Forsætisráðherra rakti ftarlega athurðarás í landhelgisdeilunni undanfarið, viðhrögð okkar á hverjum tíma, m.a. innan vé- banda Atlantshafsbandalagsins. Rétt þætti, vegna aðgerða fasta- ráðs Atlantshafsbandalagsins, og þrýstings á Breta á þeim vett- vangi, að sjá hverju fram færi í málinu, en V-Þjóðverjar og fleiri þjóðir hefðu nú forgöngu, af eigin frumkvæði, að hafa áhrif á af- stöðu Breta. Ekki þætti rétt að torvelda þá viðleitni, sem nú væri uppi af þessu tagi á neinn hátt. Stjórnmálaslit og fleiri aðgerðir, sem um væru rætt, hlypu ekki frá okkur, og væru tiltæk eftir sem áður, ef umrædd viðleitni bæri ekki tilætlaðan árangur. „VANDRÆÐA BIÐLEIKUR." Lúðvík Jósepsson (K) sagði verulegar breytingar hafa átt sér stað í land-. helgisdeilunni. Brezk herskipa- j ihlutun, veiðar á friðuðu svæði, á ásiglingar á lög- gæzluskip okk-1 ar, sem allt i hefði nú endur- tekið átt sér | stað, hefði svipt sundur möguleikum á skamm- tímasamningi við Breta. Með hliðsjón af því, sem og eindregn- um yfirlýsingum ríkisstjórnarinn- ar um stjórnmálaslit, ef herskipin kæmu á ný í landhelgi, gerðu það óhjákvæmilegt, að ríkisstjórnin stæði við orð sín þar um. Erfitt væri að tala um „torveIdun“ á aðgerðum bandalagsþjóða okkar, þótt ríkisstjórnin stæði við stjórn- málaslit, sérstaklega þegar að- gerðir hins deiluaðilans, Breta, væru hafðar í huga. Ef stjórn- málaslit bera ekki tilætlaðan árangur eigum við að tilkynna NATO um lokun herstöðvarinnar í Keflavik, og úrgöngu úr banda- laginu, ef herskipin víki ekki úr landhelgi okkar, innan tiltekins, stutts tíma. Jafnhliða þyrfti að stórefla Iandhelgisgæzluna, bæta við tiltækum skipum hér heima fyrir og Ieigja eða kaupa hrað- skeytt gæzluskip, er hefðu meiri gang en brezku freigáturnar. — Núverandi afstöðu stjórnarinnar kallaði Lúðvík „vandræða bið- leik“, sem harma bæri. SENDIHERRANN FARI EKKI TIL LONDON Benedikt Gröndal (A) sagði deiluna við Breta vera komna á nýtt og mun hættulegra stig en áður. Síðustu of- ríkisaðgerðir Breta hefðu ver- ið þess eðlis, að allir hefðu búizt við stjórnmála- slitum, í sam- ræmi við fyrri yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Hætta væri á, ef biðstaðan yrði of löng, að svo yrði litið á út í frá, að íslenzku ríkisstjórninni væri ekki alvara. Ur því slíkar yfirlýsingar vóru á annað borð gefnar, kann það að skaða okkur, ef lengur verður dregið að framfylgja þeim. Þá ræddi Benedikt um tilfærslu á sendiherrum okkar, en sendi- herra okkar í Lundúnum væri nú þaðan farinn. Lagði hann áherslu á að væntanlegur sendiherra okk- ar þar, Sigurður Bjarnason, verði alls ekki látinn fara til Bretlands, og ganga þar í gegn um allar þær brezku „serimoníur", sem mót- töku nýs sendiherra þar fylgdi, að óbreyttum aðstæðum í landhelgis- deilunni. Slíkt væri í samræmi við fordæmi frá fyrri „þorska- stríðum" og að flestu leiti eðlileg skref að endanlegum stjórnmála- slitum. Rétt væri að stíga slík skref fyrst, sem aðdraganda stjórnmálasliti ef aðstæður breyttust ekki. — Þá ræddi Benedikt og um eflingu gæzlunn- ar og nauðsyn þess, að hún gæti mætt áframhaldandi ófriði, ekki sízt er veiðiaðstæður Breta bötnuðu með vori, og ef samningarnir við V-Þjóðverja færu hugsanlega út um þúfur. GJÖRBREYTT VIÐHORF A FAUM DÖGUM Karvel I’álmason (SFV) minnti á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um stjórnmála- slit við Breta, ef herskip yrðu í landhelgi okkar eftir ákveðna tímasetningu. Rakti hann síð- an atburðarás landhelgisdeil- unnar frá því sú yfirlýsing var gefin, nú síðan her- skipin komu á ný, veiðiþjófnað á alfriðuð svæði og endurtekna ásiglingu á varðskip. Viðhorfin væru nú gjörbreytt frá því fyrir viku, er þetta mál hefði siðast verið á dagskrá í þinginu. Hann sagðist hafa skilið orð utanríkis- ráðherra á þann veg, að ítrekuð hernáðaríhlutun, kallaði á skil- yrðislaus stjórnmálaslít við Breta. Spurði hann, hvort þessi afstaða ráðherrans væri breytt. Hve lang- an frest á að gefa vinveittum Natóþjófum til að þrýstings á Breta, án þess að komi til stjórn- málaslita? Karvel taldi stjórn- málaslit nú óhjákvæmileg. Dyggðu þau ekki til þá þyrfti að beita Bandaríkjamönnum fyrir sig, sem hefði samningsbundnar kvaðir við okkur. Gera auk þess Atlantshafsbandalaginu ljósa grein fyrir því, að allar líkur bentu til þess, að meirihluti íslenzku þjóðarinnar gæti snúizt til fylgis við úrsögn úr bandalag- inu, ef NATO-skip héldu deginum lengur áfram ofbeldi i lögsögu okkar. „Þetta er sá lykill, sem við höfum til viðunandi lausnar á deilunni, okkur í hag“, sagði þing- maðurinn „ÞVINGUN", „FLARÆÐI“, — „EIÐSV'ARNIR VINIR ÓVINA ÖKKAR.“ Stefán Jónsson (K) sagði m.a., að á ráðherrastólum sætu nú „eið- svarnir vinir óvina okkar“. Þeir hefðu „þröngvað með „fláræði" upp á þjóðina „svika- samningum" við V-Þjóðverja. Herskipin hefðu verið látin skreppa út fyrir 200 mílurnar til að hægt væri að hætta við stjórnmálaslit við Brezku Nato-þjóðina — en siðan hafi þau verið kölluð til starfs og verndar veiðiþjófum á ný. Fram- koma ráðherranna öll minnti á „skopleikinn Viðræður aumingj- anna“. Hver hefði gefið ríkis- stjórninni umboð til að fela Nato að semja við Breta fyrir okkar hönd, spurði þingmaðurinn. Við þyrftum að nýta tiltæka aðstöðu til að losna undan svikasamning- um við Þjóðverja. Við ættum að ganga úr hernaðarkompaníinu og loka herstöðinni á Miðnesheiði. Og við þyrftum að fá annan mann í sæti forsætisráðherra. STJÓRNMÁLASLIT ÓHJÁKVÆMILEG — AÐ ÓBREYTTUM AÐSTÆÐUM. Einar Agústsson utanrfkisráð- herra, sagði m.a., að stjórnmála- slit við Breta væru óhjákvæmilee að sinu mati, nema aðstæður breyttust veru- lega frá því sem þær nú væru. Astæðan til þess að það hefði ekki þegar verið gert, væri aug- ljós, sjá þyrfti hvern árangur þrýstingur á Breta innan Nato hefði á gang mála. Ráðherrann sagði þegar ákveðið, að næsti sendiherra okkar í London, Sig- urður Bjarnason, færi ekki þang- að fvrst um sinn. Einar tók undir nauðsyn þesS að efla landhelgisgæzluna. Hann benti á, sem dæmi um virkni hennar, að Týr hefði klippt aftan úr þremur brezkum togurum, eft- ir ásiglingu á hann. Hann minnti og á skýlausa yfirlýsingu norska Ingólfur Jónsson. r Albræðsla, viðbótar- samningur I efri deild Alþingis í gær var afgreitt til neðri deildar frumvarp til laga um „Meðferð einkamála í héraði". 1 neðri deild var frumvarp til laga um „Framleiðsluráð landbúnaðarins“ afgreitt til 2. umræðu og nefndar. _ Þá flutti Ingólfur Jónsson nefndarálit og framsögu með nefndaráliti um viðbótarsamn- ing um Álbræðsluna í Straumsvík. Greinargerð Ingólfs var itarleg og fróðleg og verður hún birt i heiid hér í Morgunblaðinu, fyrri hluti á morgun, sá síðari á fimmtudag. Er athygli lesenda þingsíð- unnar sérstaklega vakin á þessu. sendiherrans um samstöðu með okkur og fleiri dæmi um samstöðu Natóþjóða með okkur gegn Bret- um. Utanrikisráðherra sagði: „Sam- kvæmt nýjum upplýsingum, sem ég hefi fengið, er gert ráð fyrir að hafréttarráðstefnunni kunni að ljúka á þessu ári, enda verði tveir fundir haldnir á árinu. Gert er ráð fyrir að síðari fundurinn hefj- ist 15. júlí nk. og stefnt sé að niðurstöðu um nýjar hafréttar- regtur á þeim fundi. Ég tel sjálf- sagt, ef unnt er, að reyna að forð- ast ófrið þann skamma tíma, sem virðist framundan, unz ráðstefn- unni lýkur, vonandi okkur á hag. Ofriður er í sjálfu sé'r ekkert tak- mark fyrir okkur ef aðrar leiðir reynast færar að fiskifræðilegum markmiðum okkar. Ég vildi og gjarnan benda á, að stjórnmálaslit þýða út af fyrir sig ekki stöðvun á veiðum Breta, ekki einu sinni á smáfiska drápi þeirra. Og ég vil að gefnu tilefni benda á, að vinstri stjórnin reyndi aldrei, I fvrri ófriði við Breta, að beita úrsögn úr Nató, eða hótun um lokun varnarliðs- stöðvar; þvert á móti var lögð rík áherzla á það, að hér væri um tvö aðskilin mál að ræða, landhelgi okkar og aðild að bandalaginu, og rangt væri að „verzla“ með hvort- tveggja, landhelgismál okkar eða fiskveiðihagsmuni og örvggis- hagsmuni. Við höfum fært fisk- veiðilandhelgi okkar út I 200 mll- ur og það verður ekki skipt á þeirri útfærslu og einhverju öðru,“ sagði ráðherrann. ÞINGMENN HANDJÁRNAÐIR Stefán Jónsson (K) tók enn til máls. Hann ítrekaði að þýzku- samningarnir hefðu verið þving- aðir með fláræði upp á þjóðina. Sönnun þess væri, að þingmenn stjórnarliðsins hefðu verið „hand- járnaðir“ í málinu. Framkoma ríkisstjórnarinnar væri með þeim ólíkindum og óheilindum í þessu máli öllu, „að enginn ærlegur maður“ trúi „einu einasta orði“, sem gangi fram af munm ráð- herra hennar þar um. Og fleira í álíka tóntegund, sagði þingmaður- RÆTT VIÐ FORD OG WILSON. Geir Ilallgrfmsson, forsætisráð- herra, sagði það naumast sam- boðið virðingu þings né ríkis- stjórnar að svara orðbragði af því tagi, sem Stefán Jónsson hefði viðhaft. Hins vegar myndi hann leitast við að svara fyrirspurnum og athugasemdum annarra háttvirtra þingmanna í um- ræðunni. Varðandi eflingu land- helgisgæzlu, sem Karvel Pálma- son hefði drepið á væri þess að geta, að þegar hefði verið leigð flugvél til gæzlustarfa af Flug- leiðum og aðrar tillögur hæstv. dómsmálaráðherra í þessu efni væru til athugunar hjá ríkis- stjórn, embættismönnum og land- helgisgæzlunni. Fyrirspurn Lúðvíks og Karlvels, þess efnis, hvað fælist í þrýstingi Natoþjóða á Breta, væri svarið einfalt, að þeir færu með herskip og þotur af íslenzku löggæzlusvæði létu af herskipaíhlutun hér. Varðandí tímagjöf til þessa þrýstings, sem um hefði verið spurt, væri þess að geta, að Islendingar hefðu ekki undirgengist neinn frest í þvi sambandi, heldur réði þar um ein- hliða ákvörðun þeirra. Forsætísráðherra gat þess að aðalritari Atlantshafsbandalags- ins, Josep Luns, sem dveldist í Bandaríkjunum, myndi ræða þetta deilumál, bæði við Ford, Bandaríkjaforseta, og utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og héldi síðan til Bretlands, þar sein hann myndi ræða við forsætisráðherra veg forsætis- og utanríkisráðherra Bretlands, væntanlega n.k. miðvikudag. Stjórnmálaslit við Breta hlaupa ekki frá okkur. Við höfum það vopn í bakhendinni, ef til þarf að taka, þótt siðar verði, við beitum því vopni, ef þurfa þykir. þegar það er málstað Islands hentugt og kemur málstað okkar bezt. Við högum okkar málum á þann veg, sem verður okkur að mestu gagni, bæði á vettvangi Nato og haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Krafa Alþýðubandalagsmanna nú, um beitingu Nato, kemur sannarlega úr hörðustu átt, eftir allt, sem í því máli er á undan gengið. „HALFGERÐUR NATOSINNI." Karvel Pálmason (SFV) sagðist ekki blanda sér i stóryrði, sem hér hefðu verið á borð borin. En ég tala hér sem „hálfgerður Nató- sinni“, sagði þingmaðurinn, í öllu falli er ég ekki „afgerandi málsvari þess, að við séum ekki aðilar að Atlantshafsbandalag- inu.“ Ég tel hins vegar að sem aðilar að bandalaginu eigum við kröfu á því að önnur aðildarþjóð haldi ekki uppi herskipaíhlutun innan íslenzks lögsagnarsvæðis. Við eigum kröfu á, að bandalagið komi i veg fyrir slíkt ofríki og yfirgang. En gott var að fá fram þá ítrekuðu afstöðu utanríkisráð- herra, að ekki væri hægt að komast hjá stjórnmálaslitum við Breta, nema að gjörbreyttum aðstæðum. GOÐGA AÐ SVARA EKKI STEFÁNI JONSSYNI. Jónas Arnason (K) sagði það ósvinnu, hvern ráðherra hefði afgreitt háttvirtan þingmann Stefán Jónsson. Þetta var megin- inntak ræðu hans. Stefán Jónsson talaði tæpitungulaust og „fyrir munn þjóðarinnar." MÖTINATÖ — MEÐ ÞRYSTINGI ÞESS. Lúðvlk Jósepsson (K) kvað biðleik stjórnarinnar bæði rangan og hættulegan. Vitnaði hann til brezks ráðherra, sem hefði sagt, að þeim (Bretum) hefði tekizt enn sem komið væri að forða því að íslendingar gripu til stjórn- málaslita. (Hér greip forsætis- ráðherra fram í og sagði „Það var formaður stjórnarandstöðunnar, sem þetta sagði) „Það er sami rassinn undir báðum“, sagði Lúðvik, „stjórn og stjórnarand- stöðu“ (og átti að sjálfsögðu við þessi fyrirbæri í Bretlandi) Þá sagði Lúðvík að afstaða Alþýðubandalagsins til Atlants- hafsbandalagsins, varð.tndi þetta mál, hefði verið mistúlkuð. Alþýðubandalagið væri ein- dregið andvígt Natóaðild. En aðildin væri engu að siður staðreynd, sem taka yrði tillit til og nýta bæri. AÐ MÉR FJARSTÖDDUM Einar Ágústsson, utanríkis- ráðherra endurtók, að vinstri stjórnin hefði hvorki beitt úrsögn úr Nató eða lokun herstöðvar, eða hótunum i því efni. Hér hefði verið látið liggja að því gagn- stæða. Hann hefði verið utanríkis- ráðherra þá eins og nú, og ef slíkt hefði gerzt, hefði það verið að sér fjárstöddum. Ég man eftir sjón- varpsþætti nú í vetur, sem við Lúðvík tókum báðir þátt í. Þar tók Lúðvík enn undir það, að land- helgismálið og aðild að Nató væri aðskilin, sé óskyld mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.