Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 33 VELVAKANDI ^Velvakandi svarar í slma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. § Vélsleðarall Þ. R. skrifar: Hvað eftir annað hef ég heyrt fréttamenn sjónvarps tala um snjósleða og nú nýlega var í Morgunblaðinu talað um snjó- sleða-rallý. I auglýsingu í sama blaði, sem beint var til snjósleða- eigenda, voru auglýstir vagnar fyrir snjósleða. Af þessu má sjá að þetta snjósleðanafn er nokkuð algengt orðið. Er ekki hugtaka- ruglingur á ferðinni? Eru ekki allir sleðar snjósleðar, eða farar- tæki sem. renna á snjó? Krakkar tala um sklðasleða og magasleða, hundasleða, hestasleða og jafnvel seglsleða þekkjum við að minnsta kosti af afspurn, en allt eru þetta snjósleðar. Eftir því sem næst verður komist er átt við vélsleða, þegar talað er um snjósleða. Væri ekki rökréttara að nota vélsleða- nafnið? I dálkum Velvakanda stingur einhver viðskiptavina hans upp á þvl að nota orðið rall i stað rallý. Þá má vel vera að orðið rall eigi við íþróttina — um það er mér ekki kunnugt. Yrði farið yfir þessar uppástungur tel ég að íþróttin ætti að heita vélsleðarall, en ekki snjósleðarall. 0 Einabunu á vélsleðanum Ur þvl vélsleða ber á góma, er rétt að nota tækifærið og minna snjósleðadýrkendur á að siik farartæki eru illa séð i eða við skíðabrekkur, þó þau séu góð til síns brúks. Enda hreinn óþarfi að valda með þeim slysahættu og eyðileggja skiðabrekkurnar, þvi þessi farartæki komast á fleygi- ferð á aðrar slóðir. Ökumenn þeirra geta allt eins leikið sér út um heiðar, þar sem þeir eru ekki skiðafólki til ama með hávaða og látum. Sumir segja að pabbarnir hafi bara ekkert gaman af því að leika sér á þessum leikföngum sínum, ef þeir ekki séu að sýna konum og börnum listir sfnar og láta horfa á sig á dýrgripnum. En slikt hlýtur að mega leysa með því að fara með fjölskylduna eina bunu áður en þeim er plantað niður I sklðabrekkurnar. Ef sleðarnir eru innan um skíða- fólkið eða neðan við brekkurnar, býður það upp á hættu, þegar það kemur niður. Auk þess eru menn gjarnan að reyna að klífa brekk- urnar á þessum farartækjum og mynda holur, sem skiðafólk lend- ir svo i. Raunar er I Bláfjöllum bannað að vera á vélsleðum við og I skiðabrekkunum og flestir hlýða þvi. Þó eru örfáir menn, sem ekki geta sætf sig við að fá ekki að vera á sleðunum einmitt þar, öllum til ama. • Spjall um snjó og krakka Við kvörtum yfir fannfergi hér i vetur. Víðar er snjór en hjá okkur, eins og sjá má af Spjalli hennar Karolinu Gunnarsson í blaði Vestur-Islendinga Lögbergi Heimskringlu. Töluverður snjór virðist hafa verið í Winnipeg í janúar eftir því að dæma. Carolina, sem er ritstjóri Lög- bergs Heimskringlu, er alltaf hressileg i spjalli sínu. Hún segir: „Þegar ég lagði af stað í vinn- una i rökkrinu I morgun, sá ég þrjá svarta hnoðra uppi á toppi á háu fjalli, sem er allt búið til úr snjó, og hækkaði svo mikið í nótt að nú nær það stóru trjánum við strætið alveg upp að mitti. Hann kann það, hann Þorri gamli, að hlaða snjófjöll. Áður en ég vissi af hafði einn hnoðrinn flögrað eða fokið upp í tré og sat þar á grein eins og fugl. Hvaða fugl getur þetta verið? hugsaði ég. Ætli hann sé frosinn og geti ekki látið heyra i sér. En svo öskraði þetta allt I einu svo hátt og vel að það hlaut að hafa heyrst langar leiðir, og mér heyrðist á hljóðinu að þarna væri einhverskonar manneskja. Mér varð svo bilt við, að loksins glað- vaknaði ég og fór að hlaupa yfir strætið, en þá fauk af mér hattur- inn. Hnoðrarnir tveir sem eftir voru uppi á fjalli, veltu sér niður og fóru í eltingarleik við hattinn minn. Annar þeirra náði honum, steig ofan á hann svo hann þyti ekki aftur út I veður og vind, tók hann svo og kom með hann til mín undir handleggnum, dustaði af honum snjóinn og fékk.mér hann. Þá sá ég að þetta voru krakkar. „Af hverju eruð þið ekki að flýta ykkur I skólann?“ sagði ég eins og hver önnur óþakklát kerl- ingar ótukt. — Blessuð börnin sögðu ekki orð, bara fóru að leika boltaleik með vettlingunum sín- um berhent í kuldanum. Ég skammaðist min allan daginn og gat ekki um annað hugsað en krakkana nú á dögum, hvað þeir eru kurteisir og góðir í sér. „Þetta er besta fólk,“ sagði ég við einhvern. „Krakkar eru ekki fólk,“ sagði þessi svokallaða manneskja. „Þetta er bara hnoðað saman úr óhemju krafti, fjöri og óþekkt, veltur ofan á stræti úr trjám og snjósköflum til að tefja fyrir körunum manns þegar maður er að flýta sér í vinnuna." Þeim er allt bannað nú á dög- um, greyunum litlu, hugsaði ég, en gaman væri samt að vera krakki og byrja daginn í fullu fjöri, fyrst maður má ekki láta það eftir sér að lúra fram á morgun og taka tíma til að safna f jörinu. Svo leyfa líka krakkar sér að hafa gaman af lifinu hvað sem fólkið segir. C. G. “ • Sólá kyndilmessu Við erum líklega ekki búin að bita úr nálinni með snjóinn, ef marka má gömlu visuna, sem seg- ir að skini sólin á kyndilmessu, þá verði mikið fannfergi. Því 2. febrúar, á kyndilmessu, skein sólin glatt hér í Reykjavík. svafst. Þá vissi ég að allt var um seinan. Kærleikurinn var ekki til lengur. Allt var um seinan. Allt nema dauðinn... 14. kafli. Parsons var í dökkum fötum. Svarta hðlstauið hans var áreiðan- lega ekki nýtt og það glansaði eins og hann hefði strokið yfir það með straujárni. Hann hafði saumað svartan sorgarlepp við- vaningslega á aðra ermina. — Okkur langar til að fá leyfi til að rannsaka húsið einu sinni enn, sagði Burden. — Ég vona þér hafið ekkert á móti því að lána okkur lykilinn. — Ykkur er velkomið að gera það, sagði Parsons. — Presturinn hefur boðið mér í hádegismat. Ég kem ekki fyrr en seinna i dag heim. Hann fór að taka af borðinu eftir morgunverðinn og gekk frá öllu af hinni mestu hirðusemi. Burden sá hann taka blaðið, sópa brauðmylsnunni á það og henda þvi I ruslið. — Ég ætla að selja húsið eins fijótt og ég mögulega get, sagði hann. HÖGNI HREKKVÍSI 5SKUM EFTIR SAMBANDI /IÐ AÐILA SEM VILJA rAKA AÐ SÉR SÖLU Á 3EZT SELDU HÚSTJALDA- i/ÓGNUM f SKANDINAVfU'. >krifið eða hringið strax. DOMBICAMP % )K 4571 GREVINGE DENMARK EL. 3 45 93 00 TELEX 441 51 PLÖTUJÁRN Höfum fyrirliggjandi plötujárn i þykktunum 3(4,5og6mm. Klippum nidur eftir máli ef óskad er. Sendum um allt land STÁLVER HF FUNHÖFÐA17 REYKJAVÍK SÍMI 83444. álnavöru markaður ( GLÆSIBÆ Bútarnir eru komnir KLASSISK TÓNLIST á hljómplötum og cassettum, eftir öll beztu tónskáld veraldar Verö á hljómplötum kr. 820 og kr. 1.515.- Verð á cassettum frá kr. 1.280.- Ath. mjög fjölbreytt úrval heimilistæki sf jjaíriarstræti 3 - 20455. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.