Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 21 Laugdœlir og líflegir áhorf- endurgerðuútafvið Víkinga VfKINGAR sóttu Laugdæli heim i laugardag og léku liðin slðari leik sinn sín ð milli I 1. deild islandsmótsins i blaki. Fyrri leikinn unnu Vlkingar 3—1, en nú sigruSu Laugdælir eins. 3—1. — ÞaS blés þó ekki byrlega I fyrstu hrinu hjð Laugdælum. Vtkingar sýndu mjög góSan leik og burstuSu Laugdæli 1 5—4. Framspil og uppspil var mjög gott og ðttu Vlkingar marga góSa skelli. auk þess sem hðvörnin var góð, sérstakleta hjð Ellasi Nlelssyni. — Stóran hlut ðttu ðhorfendur I þessum leik, og mð eiginlega segja aS þeir hafi komiS innð I næstu hrinu. Þeir hvöttu slna menn til dðSa og þaS dugSi. Vlkingar voru þó óheppnir aS vinna ekki hrinuna, eftir aS hafa haft yfir 12—10. En Torfi Rúnar og Tómas Jónsson tóku þð til sinna rðSa og Laugdælir sigruSu 15—11. ÞaS sem gerSi útslagiS voru uppgjaf- irnar hjð Vlkingum. Fimm sinnum I þessari hrinu ógiltu þeir uppgjöf og töpuSu boltanum. — ÞriSja hrina var llkt og önnur hrina. jafnt var 13—13 og glötuSu Vlkingar klaufalega boltanum og Laugdælir innsigluSu sigurinn 15—13. Anton Bjarnason, Tómas Jónsson og Haraldur Geir ðttu mestan þðtt I þessum sigri og var hðvörn Vlkings illa ð verSi gegn þeim. — Ekki mð gleyma hlut ðhorfenda sem ekki þögnuSu allan tlmann og virtust Vlkingar aS niSurlotum komnir og allt gekk þeim I óhag og stórsigur Laugdæla I slSustu hrinunni var staSreynd 15—5. — Laugdælir eiga nú mikla möguleika ð fslandsmeistaratitli, ef þeir geta stoppaS Stúdenta, en þessi M8 mætast um næstu helgi og mð segja aS þaS sé úrslitaleikur mótsins. pól. Þregttir Víkingar unnu Þróttara 3:0 VIKINGAR léku sinn annan leik i 1. deildinni í blaki á sunnudagskvöld og þá gegn Þrótti. Það var ekki að sjá á Vikingum að þeir væru þreyttir eftir ferðalag og erfiðan leik daginn áður og áttu þeir auðvelt með slakt lið Þróttar og sigruðu 3—0 Leikurinn fór fram i iþróttahúsi Hagaskólans og kunnu menn vel að meta.þetta nýja hús. — Vikingar voru sem fyrr segir mun hressari og sigruðu i fyrstu hrinunni 15—9. — Önnur hrinan var einna fjörugust og komst Þróttur í 8—5, eftir að Víkingar höfðu farið rúmlega heilhring á fimmta stiginu Síðan jöfn- uðu Víkingar 9—9 og komust i 13—9 Áður en yfir lauk hafði Þróttur náð 1 1 stigum gegn 1 5 Gestur Bárð- arson og Flias Nielsson voru mest afgerandi hjá Vikingi, sömuleiðis Ósk- ar Hallgrlmsson Guðmundur Pálsson og Valdemar Jónasson voru skástir hjá Þrótti og hvildi raunar allt á þeirra herðum eins og oft áður. Þeir þurftu oft að vinna úr slæmu uppspili og mistókst þeim því oftar en ella, en þeir áttu einnig glæsilega skelli inná milli Víkingar byrjuðu siðustu hrinuna ekki vel, tvær fyrstu uppgjafirnar i net, en siðan kafsigldu þeir Þróttara 15—2 urðu úrslitatölur f síðustu hrinunni. ÍS vann IIFB 3:0 í ðanfnm leik fS og UMFB léku á sunnudagskvöld t 1. deildinni t blaki. Stúdentar unnu góðan sigur I frekar daufum leik, 3—0. f fyrstu hrinu urðu úrslit 15—6, en t annarri hrinu veittu Tungnamenn meiri mótstöðu og höfðu yfir 6—5 og 7—6, en Stúdentar sigu framúr og sigruðu 15—10. Stðasta hrinan var auðveld fyrir Stúdenta og sigruðu þeir 15—3. — Það eina sem gladdi augað f leik UMFB var hve menn fórnuðu sér I lágvörn og sýndu þeir skemmtilega tilburði. En það sem verra var, það vantaði alveg að skella og laumuðu þeir að þvl er manni fannst leikinn út I gegn, að vlsu stundum með góðum árangri en þessi sóknaraðferð þykir heldur einhæf. — Stúdentar voru sterkir að vanda og er gaman að sjá að þeir eru farnir að hlaupa oftar en bara við uppgjöf. Að vfsu var það með misjöfnum árangri f þessum leik, en það kemur. pöl. 23 ára gamall bóndi úr Hrútafirðinum vann skjöldinn ÞROSTEINN Sigurjónsson, 23 ára gamall bóndi úr Hrútafirði, bar sigur úr býtum í Skjaldar- glímu Ármanns, sem glfmd var á sunnudaginn. Lagði Þor- steinn alla sína keppinauta og hlaut 5 vinninga. Var Þorsteinn áberandi sterkasti glfmumað- urinn sem þátt tók f glfmunni, en að þessu sinni mættu nokkr- ir af beztu glfmumönnum okk- ar ekki til leiks vegna meiðsla og af öðrum ástæðum. Þetta var 64. Skjaldarglíman en 77. Armannsglíman síðan Glímufélagið Ármann fór að gangast fyrir árlegu glimumóti árið 1889. Sem fyrr segir hlaut Þorsteinn 5 vinninga. Hann keppir fyrir Vikverja. Næstur honum kom Guðmundur Ölafs- son Armanni með 4 vinninga, tapaði aðeins fyrir Þorsteini í átakamikilli glímu. Guðmundur Freyr Halldórsson Ármanni hlaut 3 vinninga og voru brögð hans áberandi fallegust. Guðni Sigfússon Armanni hlaut 2 vinninga, Rögnvaldur Ólafsson KR 1 vinning en Elías Árna- son KR. hlaut engan vinning. Rögnvaldur meiddist i glímu sinni við Þorstein og varð að flytja hann á slysadeildina. Þorsteinn Sigurjónsson vakti mikla athygli fyrir tveimur ár- um siðan er hann sigraði í bikar — glímunni það ár, nánast óþekktur glimumaður. Siðan hefur lítið borið á honum þar til nú að hann kemur aftur fram á sjónarsviðið og hreppir fyrstu verðlaun. „Ég er búsettur úti á landi, stunda búskap að Reykjum í Hrútafirði og þar í sveitinni er glíma ekki iðkuð,“ sagði Þor- steinn við blaðamann Morgun- blaðsins eftir keppnina. „Ég er hinsvegar að ljúka við Iðnskól- ann, er að læra húsasmiði og verð þvi í Reykjavik fram á vor. Ég ætla að æfa glímu með Vík- verja þennan tima og taka þátt í glimumótum i vetur en eftir það mun ég líklega sáralítið koma nálægt glimu," sagði Þor- steinn að lokum. Yrði það skaði fyrir glímu- íþróttina, því Þorsteinn er einn albezti og skemmtilegasti glímumaður okkar um þessar mundir. Góð bvrjun, en svo búið hjá Fylki og ÍR vann 21:13 fR-INGAR létu þaS ekki henda sig aS missa stig t leik stnum viS Fylki I 2. deildinni t handknattleik á sunnudaginn. Þó svo aS Fylkis- liSiS byrjaSi hressilega og hefSi yfir framan af, þá kom fljótlega aS þvt aS ÍR-ingarnir tóku völdin I leiknum og unnu sannfærandi sigur 21:13. ÍR-liSiS er engan veginn eins sterkt um þessar mundir og þaS var er Ágúst Svavarsson lék meS þvt fyrr f vetur. Hins vegar er þaS sennilega nógu sterkt til aS sigra I 2. deildinni og svo sannarlega á MSiS fullt erindi I 1. deildina og gæti jafnvel gert stóra hluti þar. Eftir slæma byrjun f leiknum viS Fylki tóku leikmenn liSsins á honum stóra slnum og breyttu stöSunni 4:4 I 9:5 og má segja aS þar meS hafi veriS gert út um leikinn. f leikhléi var staSan 10:6. f FylkisliSinu eru margir góSir punktar, en herzlumuninn vantar til aS liSiS verSi virkilega sterkt. ÞaS ætti þó alls ekki aS þurfa aS vera i fallbaráttunni f 2. deildinni. Beztu menn Fylkis I leiknum gegn fR voru þeir Stefán Hjálmarsson og Einar Ágústsson, en þaS verSur þó aS segjast aS ekki kemur eins mikiS út úr þeim stSarnefnda og hann hefur burSi til aS fram- kvæma. Af fR-ingunum voru þeir beztir GuSjón Marteinsson, Brynjólfur Markússon og Gunnlaugur Hjálmarsson, aS ógleymdum Jens markverSi Einarssyni. MÖRK ÍR: Vilhjálmur 6, Brynjólfur 6, GuSjón 3, HörSur H. 4, Gunn- laugur 1, SigurSur 1. MÖRK FYLKIS: Stefán 5, Steinar 3, Einar Á. 2, Einar E. 1. Halldór I.Kristinnl. -áij. Vilhjálmur Sigurgeirsson hefur prjónað sig skemmtilega i gegnum vörn Fylkis og skoraði sfðan. Þór tryggði sig endan- r legameð sigri gegn IBK Þórsarar hafa að öllum likindum tryggt sér áframhaldandi setu I 2. deildinni t handboltanum, með sigri yfir Keflvikingum norður á Akureyri á laugardag Sigur Þórs var nokkuð öruggur 20 mörk gegn 16, eftir að staðan I hálfleik hafði verið 1 2 mörk gegn 9 Keflvikinga Leikurinn gat ekki hafist á réttum tima þar sem dómararnir voru ökomnir að sunnan. Keflvikingar höfðu hins vegar komið daginn áður. Þegar Ijóst var að fyrsta vél til Akureyrar kæmi um kl 1 6 30 var ákveðið að leikurinn hæfist kl 17 Dómararnir höfðu hins vegar ekki átt pantað far fyrr en með þriðju vél, og urðu leikmenn beggja liða ásáttir um að fá heimamenn til að hlaupa i skarðið, þar sem ekki þótti fært að snúa áhorfendum frá öðru sinni Framan af var leikurinn ærið jafn. Jafnt var á öllum tölum upp í 8 gegn 8, en þá tóku Þórsarar svo- litinn sprett og skoruðu fjögur mörk gegn einu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, og leiddu þvi með 12 gegn 9 i leikhléi sem fyrr getur. Þetta bil tókst Keflvíkingunum aldrei að minnka og Þórsararnir sigruðu með 20 mörkum gegn 1 6. leikinn dæmdu Hörður Hilmars- son og Sigbjörn Gunnarsson. Maður leiksins var Þorbjörn Jens- sön, Þór. Sigb. G. „Ekki langbeztir en vinnum samt” GUNNLAUGUR Hjálmarsson fékk fyrir leik ÍR við Fylki á sunnudaginn afhentan blómvönd og vasa frá fé- lagi sínu til minja um að hann lék þá sinn 300. meistaraflokksleik fyrir ÍR. Þá fékk Brynjólfur Markússon blóm fyrir 200 leiki og Bjarni Hákonarson fyrir 100. Að loknum leiknum við Fylki tókum við kapp- ann Gunnlaug Hjálmarsson tali og spurðum hann hvort ÍR-liðið væri ekki öruggt með að sigra t 2. deild- inni — Það er náttúrlega ekkert öruggt i þessu, svaraði Gunnlaugur — Við vorum með áberandi bezta liðið í haust, en meiðsli, breytingar og taugaslappleiki leikmanna upp á siðkastið hefur gert það að verkum að við erum ef til vill ekki langbeztir lengur, en eigum við ekki að segja að við séum nógu góðir til að vinna samt Gunnlaugur leikur nú sitt 23. keppnistfmabil með meistaraflokki — lék sinn fyrsta meistaraflokksleik 15 ára. Auk þess að hafa yfir 300 leiki að baki með meistaraflokki ÍR, hefur hann einnig leikið yfir 100 leiki með Fram. Aðspurður sagðist hann ekki hafa nein áform um að hætta I slagnum og stefndi að þvl að ná þvt takmarki að leika aldarfjórð- ung, eða 25 ár með meistaraflokki -áij. Litlar varnir og því mikið afmörkum erKA vann ÍBK Þa8 var mikiS markaregn t leik KA og ÍBK t Skemmunni á Akureyri á sunnudag. Þegar upp var staðið höfðu verið skoruð alls 55 mörk og hafði KA gert 30 af þeim, og komu þvt 25 I hlut Keflvtkinga. KA hafði undirtökin t leiknum. Náðu forystu þegar t upphafi, og aðeins tvfvegis tókst Keflvtkingum að jafna, 2 gegn 2 og 3 gegn 3. í leikhléi hafSi KA skorað 17 mörk en gestirnir 13. Siðari hálfleikurinn var öllu jafnari þó svo aS Keflvtkingarnir kæmust aldrei nær KA en þannig að fjögur mörk skildu liSin. Það er annars nokkuð einkennilegt með KA Iiðið, sem hefir yfir ágætis mannskap að ráða, að leiki liðið gegn sterkum liðum stendur vörnin sig með ágætum, en séu mótherjamir af lakari toganum er öll barátta tiðsmanna i lágmarki. KeflavikurliðiS hefir ekki yfir sterkum mannskap að ráða. Hins vegar hafa þeir hirt stig af sér miklu sterkari liðum, eins og til dæmis ÍR á dögunum. Það er fyrst og fremst baráttan I liðinu sem hefir fært þvi þau stig sem liðið hefir fengið. Sú barátta var ekki fyrir hendi f leiknum gegn KA. Maður leiksins var Ifnumaðurinn snjalli, Þorleifur Ananfasson KA. Leikinn dæmdu Örn Guðmundsson og Theodór Guðmundsson og tókst það með ágætum. Mörk KA: Þorleifur 11, Halldór 9 (4v), Hörður 3. Ármann 2. Jóhann, Haraldur, Hermann, Ástþór og Jón Emil eitt mark hver. Mörk ÍBK: Guðmundur 7, Helgi 6. Þorsteinn 5 (2v), Grétar, Sigurður og Sævar 2 hver og Einar eitt mark. Sigb. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.