Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 19 Mg fékk iimflúensn og Rosi Mitter- maier vanii óvænt sinn fjrsta bransignr — EG trúi þvf ekki að ég hafi sigrað, kallaði veslur-þvzka stúlk- an Rosi Mittermaier hvað eftir annað meðan aðdáendur hennar frá heimaborg hennar, Reit-im Winkl, hlupu með hana á gull- stóli, eftir að keppni lauk í bruni kvenna á Olympíuleikunum í Innsbruck lauk á sunnudaginn. Og það þurfti engan að undra þótt þýzka stúlkan væri glöð — þctta var I fyrsta sinn sem hún vann sigur I bruni á meiri háttar móti. Á ýmsu gekk i þessari brun- keppni. Meðal þeirra sem komnir voru til keppninnar var Olympíu- sigurvegarinn í þessari grein frá leikunum í Sapporo, svissneska stúlkan Marie-Therese Nadig, og bundu Svissiendingar miklar von- ir við að henni tækist að verja titil sinn. Á æfingum í brautinni hafði Nadig líka sýnt mikla snilli, og þó einna mest í erfíðasta hluta órautarinnar. Þótti þetta benda fil' að hún væri í hinu ákjósanleg- ista formi. En ekki fer allt eins og ætlað er. i undankeppninni á laugardaginn náði Nadig aðeins sjötta bezta tímanum og það öryggi sem verið hefur yfir henni að undanförnu virtist horfið. Bezta tímanum í undankeppninni náði austurríska stúlkan Monika Kaserer, en landa hennar Brigitte Toschnig var með annan bezta tímann og Rosi Mittermaier var méð þriðja bezta tímann. Á sunnudagsmorgun þegar Nadig reis úr rekkju kom svo í ljós að hún var komin með innflú- ensu þá sem herjað hefur á marga keppendur i Innsbruek. Hún var með 39,5 stiga hita og mikla bein- verki. Eigi að síður vildi hún ólm keppa en læknir svissneska liðs- ins aftók það með öllu og hans ákvörðun varð Nadig, nauðug viljug að hlýða. Þá kom einnig í ljós að Nadig hafði orðið fyrir meiðslum á öxl við æfingarnar, en hún hafði leynt þeim af ótta við að læknirinn myndi banna sér að keppa. Uppi varð fótur og fit, þegar það spurðist, klukkustundu fyrir keppnina að Nadig yrði ekki meðal keppenda, og virtust þessi tíðindi fá einna mest á löndu hennar Bernadetta Zurbriggen, sem náð hafði fjórða bezta tímanum í undankeppninni. Þegar keppnin hófst varð strax ljóst að hún myndi verða geysi- hörð. Eftir að austurríska stúlkan Totschnig hafði farið brautina á 1:46,68 mfnútum varð þó ljóst, að þeim tíma yrði erfitt að hnekkja. — Ég vissi um tíma hennar, þegar að mér kom, sagði Rosi Mittermaier, eftir keppnina, — og að erfitt yrði að bæta hann. En þegar ég sá allt fólkið sem farið var að fagna sigri hennar fylltist ég baráttumóð og ákvað að gera allt sem ég gæti til þess að það yrði aðrir sem fögnuðu að Ieiks- lokum. Mér gekk vel þegar i upp- hafi, en ég held að það hafi samt gert gæfumuninn hvernig mér tókst við beygjurnar í miðri brautinni. Þar gerði ég engin mis- tök og komst í gegnum þær á miklum hraða, sagði Mittermaier. — Mér urðu hvergi á mistök sagði hin 21 árs Totschnig, eftir keppnina, — og ég skil varla hvernig Mitternaier gat bætt tíma minn. — Það eina sem skýrir sig- ur hennar er mikið skap og kjark- ur sem hún sýndi i brautinni. Það kom svo mjög á óvart að bronsverðlaunahafi í bruni varð tvítug stúlka frá Bandaríkjunum sem til þessa hefur ekki látið sér- lega mikið að sér kveða. Hún sagðist þó hafa verið við æfingar í Innsbruck í fyrra og þær hefðu nú komið sér til góða. Ég taldi mig ekki eiga neina möguleika á verð- launum, en hugsaði með sjálfri mér að það eina sem skipti máli væri að ná góðum tíma. Franskar stúlkur höfnuðu í fimmta og sjötta sæti, og voru það þær Daniele Debernard og Jacqueline Rouvier. Eftir keppn- ina sagði Debernard að i upphafi keppnistímabilsins hefði hún ekki verið í neinni æfingu, og þá hefði það verið sér fjarlægt að verða í fremstu röð í Innsbruck. — En þessi árangur minn hér hvetur mig til þess að standa mig í þeim stórmótum sem eftir eru í vetur, sagði Debernard. Það urðu fleiri fyrir vonbrigð- um á sunnudaginn en Nadig. Nýsjálenzka stúlkan Janet Wells sem átti möguleika á að vera framarlega í keppninni, datt og handleggsbrotnaði hálfri klukku- stundu fyrir keppnina og var þar með úr leik. Stjörnur úr brunkeppni kvenna I Innsbruck. Brigitte Totschnig frá Austurrfki er varð önnur, Rosi Mittermaier sem sigraði og Bernadette Zurbriggen frá Sviss er varð sjöunda. Averína jfiríók drottningartitilinn A SUNNUDAGINN tók sovézka stúlkan Tatiana Averina titilinn „skautadrottning Innsbruck- leikanna,“ af bandarísku stúlk- unni Sheila Young, en það nafn, var búið að gefa henni eftir gull- silfur- og bronsverðlaunin sem hún hafði unnið til i 500, 1000 og 1500 mctraskautahlaupunum. Averina sigraði í 3000 metra hlaupinu á sunnudagsmorguninn og hreppti þar með sín önnur gullverðlaun f skautahlaupi á þessum leikum. Þá hlaut hún einnig tvenn bronsverðlaun, þannig að samtals fer hún frá Innsbruck með fjóra verðlauna- peninga. 3000 metra hlaupið á sunnudag- inn sló út önnur hlaup kvenna á þessum Olylnpíuleikum hvað spennuna varðar. Snemma í hlaupinu náði hin 17 ára austur- þýzka stúlka Ines Bautzmann mjög góðum tíma 4:46,67 mín. og leit út fyrir að það myndi nægja henni til sigurs. Sá tími hafði ekki verið bættur er Averina fór í brautina um mitt hlaupið. Stikaði sovézka stúlkan stórum eftir að hún var komin af stað og á millitímum hennar mátti sjá að hún myndi bæta tíma Bautzmann verulega. Og i markið kom Averina á frábærlega góðum tíma 4:45,19 mínútum, aðeins hálfri sekúndu frá heimsmetinu í greininni og um 7 sekúndum betri tíma en Stien-Baas Kaiser frá Hollandi hafði unnið Sapporo- leikana á. Skömmu eftir að Averina hafði hlaupið fór norska húsmóðirin Korsmo f brautina, og flestum á óvart hljóp hún geysilega vel og hafði mun betri millitífna en Averina til að byrja með. Var það ekki fyrr en undír lokin sem Korsmo varð að slá svolitið af, en tími hennar 4:45,24 mín. gekk næst afreki Averinu. Undir lok keppninnar fór svo hin 15 ára gamla stúlka Mitscherlich frá Dresden i braut- ina. Hún var fljót að stinga mót- herja sinn af, og eftir 1800 metra hafði hún 4 sek. betri tíma en Lisbeth Korsmo fyrsti Norð- maðurinn sem hlýtur verðlaun I Innsbruck og er vafalaust vin- sælasta kona Noregs þessa dagana. Averina hafði náð á þeirri vega- lengd. Þegar tveir hringir voru eftir var tími þýzku stúlkunnar 3 sekúndum betri en Averinu og þegar síðasti hringurinn hófst hafði hún enn 1,5 sekúndu betri tíma. En lokahringurinn reyndist Nokkrum klukkustundum eftir að austur-þýzka sleðafólkið Det- lef Giinther og Margit Schumann tóku við gullverðlaunum I keppni á skíðasleðum stóðu þeir Mein- hard Nehmer og Bernhard Germeshausen uppi sem sigur- vegarar í keppni á tveggja manna bob-sleða. Kom þessi sigur þeirra mjög á óvart, þar sem fvrirfram var búizt við að þeir væru slakari sveit Austur-Þýzkalands og þeim gefið nafn eftir því, og kallaðir B-sveit. Mjög mikill áhugi var á bob- sleðakeppninni meðal austur- rískra áhorfenda og var ástæðan sú að Frits Sperling og Andreas Sehwab frá Austurríki höfðu for- ystu í keppninni eftir tvo fyrstu keppnisdagana. Höfðu þeir komið inn í keppnina sem varamenn og þótti frammistaða þeirra með ólíkindum. Virtist þessi velgengni fara með þá félaga á taugum og eftir þriðju umferðina féllu þeir niður í þriðja sætið, og í lokaum- ferðinni færðust þeir svo enn einu sæti neðar og misstu af verð- launum. Austur-Þjóðverjarnir tveir sem henni erfiður og í markið kom hún á 4:45,23 mín. sem færði henni silfurverðlaunin. Landa hénnar Karin Kassow sem hljóp í síðasta riðlinum náði svo einnig mjög góðum tíma 4:45,60 min. og hreppti hún fjórðasætið. hlutu gullverðlaunin eru báðir hermenn og félagar í klúbbi sem nýlega tók bob-sleðaakstur á stefnuskrá sína. Þeir félagar eru hins vegar báðir kunnir sem frjálsíþróttamenn og var Nehmer t.d. í fremstu röð hlaupara I Austur-Þýzkalandi fyrir nokkrum árum, og Germeshausen var kunnur grindahlaupari. I öðru sæti i keppninni urðu Vestur-Þjóðverjar Wolfgang Zimmerer og Manfred Schumann og fékk sá síðarnefndi þar með kærkomna afmælisgjöf, en hann varð 25 ára daginn sem keppninni lauk, og bronsverðlaunin féllu i skaut Svisslendingunum Erich Scharer og Josef Fendt. ítalir, sem hafa jafnan verið i fremstu röð í þessari grein á Olympíuleikum og hlutu gullverð- laun i Sapporo 1972, riðu ekki feitum hesti frá keppninni í Inns- bruck. Betri sveit þeirra byrjaði keppnina mjög illa og var í 10. sæti eftir tvo fyrstu dagana. Heldur tókst Itölunum að rétta hlut sinn undir lokin, en þó ekki meira en svo að þeir lentu í átt- unda sæti. B sveitin hlaut bobsleðagullið Sovézka paríð Irina Rodnina og Alexander Zaitsev urðu öruggir sigurvegarar I paralisthlaupi á skautum I Innsbruck. «3»- RODNIM OG ZAITSEV HÖFDIINOKKRA YFDUtURÐI EINS og vænta mátti unnu þau Irina Rodnina og Alexander Zaitsev frá Sovét- rfkjunum gullverðlaun i paralisthlaupi á skautum á Olympíuleikunum I Inns- bruck, en þeirri keppni lauk á sunnudag- inn. Hlotnaðist Rodninu þar með sln önn- ur Olympíugullverðlaun, en hún vann einnig þessa grein á leikunum í Sapporo 1972. Með henni keppti þá Alexei Ulanov, en Rodnina hóf að æfa og keppa með Zaitsev f fyrra. A þessi 26 ára sovézka stúlka einstæðan afreksferil að baki, þar Romy Kermer og Rolf österreich frá Austur-Þýzkalandi stóðu sig mjög vel I listhlaupinu og hrepptu silfurverðlaunin. Þau hlutu 136,35 stig. sem hún hefur auk Olympfutitlanna unnið til átta Evrópumeistaratitla og sjö heimsmeistaratitla. Þau Rodnina og Zaitsev tóku strax for- ystu i keppninni i Innsbruck og héldu henni til loka. Sýndu þau geysilega tækni og öryggi í æfingum sínum, og tæpast var unnt að greina að þeim yrði nokkru sinni á mistök. A ýmsu gekk hins vegar hjá hinum keppendunum. Irina Vorebieva og Alex- ander Vlasov virtust eiga góða möguleika á silfurverðlaununum í keppninni, þegar síðasta æfingin hófst, en þá réðu keppend- urnir dansi sínum sjálf. I þessari grein mistókst þeim hins vegar illa, Vorobieva datt tvivegis og þau hröpuðu niður i fjórða sætið. Austur-þýzka parið Kermer og ðsterreich stóðu sig hins vegar óaðfinnan- lega i síðustu æfingunum, og hrepptu silfurverðlaunin. Tai Babilonia og Randy Gardner frá Bandaríkjunum fengu beztu einkunn dómaranna í frjálsu æfingunum, en þar sem þau höfðu ekki staðiö sig eins vel i skylduæfingunum náðu þau aðeins fimmta sæti. Ails luku 14 pör keppninni i Innsbruck og þótti frammistaða þeirra mjög mismun- andi. Rodnina og Zaitsev voru nokkuð í sérflokki, eins og áður segir, en siðan komu fimm pör sem voru það jöfn að getu að hvert þeirra sem var gat skipað sér í verðlaunasæti. Var eins og oftast í jafnri keppni aðeins spurning um heppni eða óheppni sem réð röðuninni. Bronsvcrðlaunahafarnir I listhlaupi á skautum Manula Gross og Uwe Kagel- mann frá Austur-Þýzkalandi. Austur-Þjóðverjinn Hans-George Achenbach sýndi mikið örvggi I stökkkeppninni og gullverðlaunin voru hans. Helmsmeistarinn íilaiit Oljmpíutitil AUSTUR-Þjóðverjinn Hans- Georg Aschenbach sem varð heimsmeistari f skfðastökki bæði af 70 metra og 90 metra palli á heimsmeistarakeppninni I Falun f Svíþjóð f fyrra vann næsta öruggan sigur f stökki af 70 metra palli á Úlympíuleikunum f Inns- bruck á Iaugardaginn. Sýndi Aschenbach mikið öryggi I stökkum sfnum og þegar hann hafði stokkið 84,5 metra f fyrri umferðinni og hlotið fyrir það 128 stig, mátti Ijóst verða að hann þurfti aðeins að komast í gegnum seinni umferðina án verulegra óhappa, til þess að gullið yrði hans. Og það gerði Aschenbach. t seinna stökki sfnu stökk hann 82 metra og hlaut hann samtals 252,0 stig. Aschenbach sem er 24 ára liðs- foringi í austur-þýzka hernum hefur verið nær ósigrandi í skíða- stökki undanfarin ár, og sigur hans nú kom sízt á óvart. Landi hans Jochen Danneberg varð í öðru sæti. I fyrri umferðinni stökk hann 83,5 metra og í seinni umferðinni náði hann bezta stökki allra keppenda 82,5 metra og hlaut hann 246,2 stig. I þriðja sæti varð svo austur- ríkismaðurinn Karl Schnabl, sem var innilega fagnað af löndum sinum eftir keppnina. Schnabl stökk 82,5 metra i fyrra stökki sínu og 81,5 metra í seinna stökkinu. Gaf það honum 242,0 stig. Landi hans Toni Innauer, sem hefur verið mjög atkvæða- mikill í stökkmótum vetrarins varð hins vegar að gera sér að góðu að deila sjöunda sætinu með landa sínum Rudolf Wanner. Stökk þó Innauer mun lengra en sumir sem hlutu fleiri stig en hann, eða 80,5 metra og 81,0 metra. Stíll hans í stökkunum var hins vegar ekki beint áferðar- Jochen Danneberg frá Austur- Þýzkalandi hlaut silfurverðlaun f stökkkepninni. fallegur. Innauer á þó leikinn, þar sem hann þykir betri stökkvari af háum palli og má vera að þar takist honum að snúa á Aschenbach. Athygli vekur að aðeins einn Norðurlandabúi, Finninn Esko Rautionao, varð í hópi 12 beztu og hefði það einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar, þar sem Norðurlandabúar, og þá einkum Norðmenn, voru lengi vel nær ósigrandi í skíðastökki. mmm hliíiu giíl og SILFUR í 15 KM Giími Sovétmenn héldu sig við efnið í 15 kílómetra skíðagöngunni á Ólympfuleikunum í Innsbruck á sunnudaginn, er þeir hrepptu þar bæði gull-og silfurverðlaun. Finn- anuin Arto Koivisto tókst hins- vegar að koma f veg fyrir að þrír Sovétmenn stæðu á verðlauna- pallinum að göngunni lokinni, en Koivisto átti mjög góðan enda- sprett í göngunni og tryggði sér bronsverðlaunin. Sigurvegari í göngunni varð Nikolai Bajukov, 22 ára og auðvit- að hermaður eins og flestir aðrir keppendur Sovétmanna á þessum leikum. Tók hann snemma for- ystu og gekk frábærlega vel. Landi hans, Evgeni Beliaev, fylgdi honum þó lengi vel sem skuggi og Bandaríkjamaðurinn William Koch, sem svo óvænt hreppti silfurverðlaun í 30 kíló- metra göngunni á dögunum, kom þar ekki langt á eftir. Hann varð þó að gefa verulega eftir þegar á gönguna leið, og sagði eftir keppnina, að þreyta frá 30 kílö- metra göngunni hefði setið alvar- lega í sér. Enn á ný urðu Norðmenn fyrir Finninn Arto Koivisto telur að áhorfendur hafi rænt sig silfri eða gulli f göngunni og var hinn versti að keppni lokinni. miklum vonbrigðum. Skærasta stjarna þeirra á þessari vega- lengd, Ivar Formo, var lengi vel i fremstu röð, en eins og sumir aðrir varð hann heldur að slaka á undir lokin og hafnaði í sjötta sæti. Hugga Norðmenn sig nú við, að aldrei hafi það farið svo að þeir hafi ekki hlotið stig í þessari göngu og setja nú allt traust sitt á frammistöðu sinna manna í 50 kílómetra göngunni. Ólympiusigurvegarinn frá Sap- poro 1972, Sviinn Svend-Ake Lundback, var mcðal keppenda á sunnudaginn. Hann hefur æft mjögvelað undanförnu og ætlaði að verja titil sinn. En það kom fljótlega í ljós að Lundbáck hafði ekki smurt rétt og hann átti i stöðugum erfiðleikum og kom i markið langt á eftir fyrstu mönn- um. Reiöur bronsverðlaunahafi Oftast bregðast menn viS olymplu- verðlaunum af mikilli gleði, enda sllkir gripir eftirsóknarverðir og hlotnast fáum. Finninn Arto Koivisto, sem varð þriðji I 15 kiló- metra sklðagöngunni á Olymplu- leikunum I Innsbruck var þó ofsa- reiður er hann kom I mark I göng- unni. Eftir fyrstu 5 kllómetrana hafði hann forystu I göngunni, og þegar um tveir kllómetrar voru eftir, var hann mjög skammt á eftir Sovét- mönnunum, og átti enn möguleika á sigri. Þá varð hann fyrir þvl óhappi að detta, og þar með voru allir gull- draumar úr sögunni hjá honum. — Það er eins og þeir sem lögðu göngubrautina hafi aldrei komið ná- lægt sllku áður, sagði Koivisto eftir keppnina, — áhorfendur hreinlega gátu ruðst að manni, og þeir felldu mig um koll. Virtist þeim það mjög svo fyndið að sjá mig detta, en mér var enginn hlátur I huga. Það er þessum áhorfendum og skipu- leggjurcm göngunnar að kenna að ég missti af gullverðlaununum, og ég hef hugsað mér að koma ekki hingað til Austurrlkis aftur til keppni. Sovétmenn kvörtuðu einnig hástöfum yfir framkvæmd göng- unnar, og sögðu að áhorfendur hefðu stórtafið fyrir Ivan Garanin sem varð fjórði I keppninni. Áhorf- endur kostuðu hann tvlmælalaust verðlaun, með framkomu sinni, sögðu fararstjórarnir. Prinsinn áhorfandi HARALDUR Noregspnns og Sonja prinsessa voru meðal áhorfenda á 15 km göngunni á laugardaginn. en áhorfendur þá munu hafa verið um 40 þúsund. Hvort nærvera þeirra hefur haft eitthvað að segja fyrir Norð- mennina, þá náðu þeir I það minnsta betri árangri en I 30 km göngunni. Samt sagðist krón- prinsinn ekki beint vera ánægður með sina menn og bætti þvl við, að 50 km gangan væri eftir cg þá næðu Norðmenn I verðlaun — hvort það verða gullverðlaun eða ekki. ÞÓ. Innflúensa Yfirlæknir Ólympiuleikanna l Innsbruck, Dr. Ernst Raas, skyrði frá þvl á sunnudaginn, að tlundi hver keppandi leikanna hefði veikst af kvefi og infiúensu að undanförnu. Alls hefðu 124 keppendur leitað til lækna leik- anna, en það segði ekki alla sög- una. þar sem flest liðin hefðu slna eigin lækna. Dr. Raas, sagði að fyrirfram hefði verið búizt við nokkrum veikindum — slikt væri venja á vetraróiympiuieikum, en að tilfellin yrðu svona mörg hefði engan órað fyrir. Enginn kepp- enda hefur þó til þessa veikst alvarlega, en margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með að þurfa að liggja I bólinu þegar stóra stundin rann upp. eftir þrotlausar æfingar og strit undanfarin ár. Tvö dauðaslys Það getur orðið þeim dýrkeypt að feta I fótspor meistaranna I bruni, sem ekki kunna mikið fyrir sér I þeirri grein. Á föstudaginn varð dauðaslys I Patscherkofel- brautinni I Innsbruck. þar sem brun karla fór fram. 19 ára austurrlskur hermaður, George Dagn frá Koessen I Tyról. hafði verið að gæzlustörfum þar sem brunmennirnir hófu keppni slna, og fékk hann leyfi til þess að renna sér á skíðum niður, eftir að störfum hans lauk. Ofarlega ! brautinni datt pilturinn illa, sló höfðinu við og lézt á staðnum. Að sögn yfirmanna hersins I Innsbruck var piltin- um leyft að fara I sklðum á braut- ina, þar sem hann var talinn mjög góður sklðamaður. og hafði meira að segja keppt á minni háttar mótum. Þetta var annað dauðaslysið sem verður I þessari braut á stutt- um tlma. Skömmu fyrir leikana vildi tæknimaður hjá austurriska sjónvarpinu kynnast brautinni af eigin raun og lagði af stað I henni. Eftir að skammt hafði verið farið réði hann ekki við ferðina, datt illa og kom niður á bakið með þeim afleiðingum að hryggur brotnaði og hann lézt samstundis. Sjónvarps- sala Það hefur rikt sannkölluð jóla- stemmning I verzlunum þeim I Noregi sem selja litasjónvörp að undanförnu. i janúarmánuði seld- ust þannig , milli 10.000 og 12.000 litsjónvörp. Ástæða þessa mikla sjónvarpsáhuga Norðmanna eru Olympluleikarnir I Innsbruck, en búast má við þvl að öll norska þjóðin fylgist með þeim I sjónvarpinu meðan á þeim stendur. Sums staðar verður meira að segja gefið leyfi frá vinnu. þegar verið er að senda myndir fré greinum sem Norð- menn taka þátt I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.