Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976
7
Kjarni málsins
og aðalatriði
ÞaB fer ekki milli mála
aS megintilgangur út-
færslna fiskveiSilandhelgi
okkar og markaðrar
stefnu, allt frá land-
grunnslögunum 1948. er
að ná stjórnun á veiðisókn
og aflamagni á (slands-
miðum. NiSurstöSur fiski-
fræðinga okkar, sem hlot-
iS hafa viSurkenningu
erlendra starfsbræSra
þeirra, beint eSa óbeint,
færa heim sanninn um, aS
helztu nytjafiskar okkar
hafa um árabil veriS of-
veiddir, stofnstærð þeirra
fariS ört minnkandi svo
stefnir að eyðingu þeirra,
ef ekki verSur spyrnt við
fótum. Stóraukin veiSi-
sókn, meS stærri og betur
bunum skipum, hefur af
þessum sökum ekki leitt
til aflaaukningar. heldur
rýrnunar, þrátt fyrir vax-
andi veiSi ungfisks (ókyn-
þroska). Vaxandi ung-
fiskadráp flýtir svo hrun-
Benedikt Gröndal.
hættu fiskstofnanna. Ef
ekki á að eySa þessari
undirstöSu efnahags og
afkomu þjóSarinnar á ör-
fáum árum, þarf að
minnka veiðisóknina.
vernda hrygningar og
uppeldissvæði ungfisks;
skapa skilyrði til þess aS
nytjafiskar okkar nái á ný
eðlilegri stofnstærS og
geti gefið þann hámarks-
afrakstur I þjóSarbúiS.
sem skynsamleg nýting
þeirra frekast leyfir. Þetta
er kjarni málsins, aðal-
atriðiS. sem ekki má týn-
ast I pólitisku stjórnarspili
af þvi tagi, sem róttækasti
hluti stjórnarandstöSunn-
ar setur nú á svið fyrir
þjóSina.
Framkoma
Breta
óverjandi
Framkoma Breta, veiði-
þjófnaður undir herskipa-
vernd, jafnvel á friSuSum
svæðum, er vitaskuld fyrir
neðan allar hellur, sem og
itrekaðar ásiglingar á is-
lenzk löggæzluskip. Þessi
óverjandi framkoma hefur
að sjálfsögSu vakið al-
þjóSarreiSi, sem er rétt-
mæt og skiljanleg. f skjóli
Magnús Torfi Ólafsson.
þessarar réttmætu reiSi
hafa komið fram margs
konar kröfur um viðbrögð
hérlendra stjórnvalda.
sumar eSlilegar, aSrar
ekki. ÞaS, sem viS þurfum
að spyrja okkur og gera
okkur glögga grein fyrir.
áSur en til aSgerSa er
gripiS, er, hvaSa tilgangi
þær þjóni fyrir markmiS
okkar, þ.e. minnkun veiSi-
sóknar og verndun
hryggningar og uppeldis-
svæSa.
Ólík viðhorf
stjórnar
andstöðu
Þeir sem gjörla hafa
fylgzt með umræðum á
Alþingi um fiskveiðiland-
helgi okkar, sjá verulegan
mun á málflutningi stjórn-
arandstöðuflokkanna. Þar
er sérstaða kommunista
algjör. Bæði Benedikt
Grondal, formaður
Alþýðuflokksins, og
Magnús Torfi Ólafsson,
formaður SFV vildu kanna
alla möguleika á
skammtimasamningum
við Breta, en geymdu sér
að taka endanlega af-
stöðu til þeirra, unz efnis-
atriði hugsanlegra
samninga lægju fyrir.
Þetta var hyggileg og rök-
ræn afstaða, til að fá úr
því skorið, hvort fremur
væri hægt að tryggja
betur fiskifræðileg
markmið okkar og fisk-
veiðihagsmuni með
samningum en áframhald-
andi ófriði. Þeir tóku og
báðir mið af hugsanlegum
og raunar augljósum
hættum, sem áframhald-
andi ófriður skapar á
miðum okkar, sem og
hagsmunum okkar um
framgang mála á haf-
réttarráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna.
Afstaða kommúnista
var allt önnur. Þeir vildu
hreint út ekki leita neins
konar friðsamlegrar
lausnar á fiskveiðideil
unni. Þeir héldu því blá-
kalt framað hagsmunir
okkar fælust í áfram
haldandi ófriði. Við gæt-
um sigrað Breta I krafti
afls okkar. Þá skipti ekki
máli, hvort hægt væri að
ná meiri árangri um fisk-
vernd með samningum en
ófriði hvort hægt væri að
fá viðurkenningu á
þýðingarmiklum verndar-
svæðum nú þegar eða
bægja hættu frá starfsliði
landhelgisgæzlunnar og
hugsanlegum afleiðingum
hættunnar. í þeirra aug-
um voru önnur markmið
æðri: úrsögn úr Nato og
lokun Keflavfkurstöðvar.
Hér er grundvallar-
munur I afstöðu stjórnar-
andstöðunnar, sem hafa
verður rfkt f huga. Annars
vegar ábyrg afstaða, hins
vegar pólitfskur skolla-
leikur. Annars vegar við-
leitni til að halda þjóðar-
samstöðu f stærsta hags-
munamáli þjóðarinnar,
hins vegar tilraun til hins
gagnstæða. Nauðsynlegt
er að þjóðin geri sér
glögga grein fyrir þeim
mun, sem að þessu leyti
er á afstöðu stjórnarand-
stöðunnar til landhelgis-
málsins.
Dílaviður
Dieffenbachia
Skrautleg blaðjurt frá hita-
belti Ameriku, kennd við
Dieffenbach sem var garð-
yrkjumaður við Schönbrunn-
höllina í Vínarborg. Jurtin er
sömu ættar og hin alkunna
kalla (Calla) og því stundum
nefnd köllubróðir. Blöðin eru
stór, egglaga, græn með gula
dila eða flekki. Ýmis afbrigði
eru til, sum með hvítleita bletti.
Vænlegust til ræktunar í
stofum þykir tegundin Dieffen-
bachia picta. Hún vex ört og er
auðvelt að fjölga henni. Blöðin
sitja á öflugum stöngli og getur
jurtin orðið æði stórvaxin, jafn-
vel um metri á hæð. Best þrífst
dílaviður þessi i hlýju og röku
lofti og er gott að döggva blöðin
öðru hvoru. Á sumrin er hert á
vextinum með blómaáburði.
Myndarlegust verður jurtin í
góðri birtu, en þolir þó ekki vel
sterkt sólskin. Hún getur þó
vaxið vel langt inni í stofu, en
litir verða öllu daufari i lftilli
birtu og stöngullinn renglu-
legri en ella. Hentugur jarð-
vegur er gróðurmold blandin
mómylsnu og sandi. Ef jurtin
er flutt úr gróðurhúsi þarf að
smá venja hana við hið þurra
stofuloft og döggva blöðin.
Hægt er að fjölga dílavið með
rótarsprotum og toppgræðl-
ingum eða stöngulbútum. Sé
notað stöngulstykki þarf eitt
blað að fylgja hverjum bút.
Bestar jurtir þykja koma út af
toppgræðlingum. Græðlinga má
setja í raka mold eða fyrst í
vatn. Þeir mynda auðveldlega
rætur og vaxa best í skugga,
raka og hlýju. Sumir hvolfa
plastpoka yfir græðlingana svo
að loftið verði hæfilega rakt.
Aðrir koma þeim fyrir í baðher-
berginu á meóan þeir eru að
festa rætur. Toppgræðlingum
má koma til með því að rispa
stofninn á móðurjurtinni ofar-
lega, langsum og nota til þess
beittan hníf. Binda síðan rakan
mosa utanum og vefja með
plasti til þess að halda rakanum
jöfnum. Þá myndast smám-
saman rætur og þegar þær sjást
i gegnum plastið er kominn
tími til þess að taka toppinn af
og gróðursetja.
Ef jurtin verður rengluleg
má skera ofan af henni,
greinist hún þá og verður
runnakennd. Jurtin þarf all-
mikið vatn á sumrin en minna
yfir vetrarmánuðina.
II).
Félag
járniðnaðarmanna
Félagsfundur
verður haldinn miðvikudaginn
11. febrúar 1976 kl. 8.30. e.h.
í Félagsheimili Kópavogs, niðri
Dagskrá:
Viðhorfin í samningamálum.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn
Félags járniðnaðarmanna.
7 —15. FEBRÚAR
OPIÐ 14.00—22.00
I sýningarsal okkar er
Sérsýning
á öllum gerðum hurða
og hurðaútbúnaðar
ATH. ÓKEYPIS
AÐGANGUR ^
Byggingaþjónusta Arkitekta
Grensásvegi 11
►
útsala
írtUtnu
Karlmannaföt
Fermingarföt
Drengjaföt
Stakir jakkar
Stakar buxur
Gerió góó kaup