Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 „Ég er orðinn gamall, HUNDRAÐ ára er í dag, 10. febrúar, Gísli Björns- son trésmiður. Hann byggði húsnæði sitt við Hverfisgötu 86 árið 1903 og 4, og hefur búið þar alla tíð síðan. Gísli hefur lítið breytzt siðast- liðin 40—50 árin, en hann seg- ist sjálfur vera orðinn gamall, og allt annar. En hann heyrir ekki verr en gengur og gerist og það er jafn þægilegt að tala við hann. Hann er snöggur þegar hann stendur upp úr sæti sínu, og hreyfingarnar eru mjúkar og fágaðar. Hann er hið sama snyrtimenni og alla tíð. Hann hefur lesið Morgun- blaðið gleraugnalaust frá því að fyrsta blaðið kom út, allt til þessa dags. Gísli Björnsson er fæddur á Dísarstöðum í Breiðdal, sem er bújörð i miðri þessari fallegu sveit. Hann var fimmta barnið af tíu systkinum. Foreldrar (Jísla voru Björn Eiríksson og Kristín Marteinsdóttir, sem bjuggu þá á Dísarstöðum. Þegar Gísli var tveggja ára gamail flutti fjölskyldan að (tiivki'ld.s.staðaselí. þ;ir sem Gísli ólst upp. Höskuldsstaða- sel er þriðji innsti bær í Breiðdal, þar sem dalurinn þrengist. Þar eru há fjöll beggja vegna og fagurt út- sýni. A sumrin eru þar oft rniklir hitar og gróðursæld mikil. En á vetrum oft miklir snjóar. Gísli starfaði við öll algeng sveitastörf við búreksturinn til tuttugu og eins árs aldurs, og var hann álitinn hagur til allra verka. Hugur Gisla hvarflar oft til æskustöðv- anna, i hlýju fögru sveitina á Breiðdal þar sem hann átti mörg unglingsporin. Svo til ailt frændfólk Gisla og fjölskylda hans fluttust til Ameríku á árunum 1880 til 1885, þar á meðal báðar ömmur hans, en afarnir voru þá báðir látnir. Þetta fólk var álitið mikið dugnaðar- og myndar- fólk, góðum gáfum gætt og þótti mörgum sárt að það skyldi fara og voru ömmurnar þá á sextugsaldri. Það var um 12 árum seinna, eða um 1897, að Gísli og góð- kunningi hans, Jón Magnússon (sem alinn var upp hjá séra Magnúsi i Heydölum) ráðgerðu að fara til Noregs. En þá var norskt skip s/s Brimnes, í för- um milli Noregs og Islands um Austfirðina til Reykjavíkur. En þegar til korn, hætti Jón ein- hverra hluta vegna við að fara. Jón var gjörvilegur og velgef- inn maður. Hann var bróðir Magnúsar Cambridge, sem svo var nefndur, en hann var alinn upp hjá Eiríki Magnússyni (syni séra Magnúsar Bergs- sonar í Heydölum) í Cambridge á Englandi. Gísli varð þarna fyrir nokkr- um vonbrigðum. En svo var ferðinni heitið til Reykjavíkur með s/s Brimnes. Það var haustið 1897 í október að Gísli kom til Reykjavíkur, þá tuttugu og eins og hálfu ári betur. Það var ætlunin að hitta Magnús Einarsson dýralækni (sem var frændi Gísla) til ráðlegginga og aðstoðar. En Magnús dýralækn- ir var þá i ferð á skipi með sauðfé á leið til Frakklands. Gísli komst fljótt að þvi að hann stóð einn uppi í bæ þar sem hann var algjörlega ókunnug- ur. Vetrarvinnu var yfirleitt ekki að fá á þeim tímum, og var þvi úr vanda að ráða þar sem nú leið að vetri. Hann var farinn að hugleiða að snúa aftur heim til Breiðdals, og hafði rætt möguleika á þvi við stýrimanninn á s/s Brim- nesinu. En Gisli hafðí kynnzt stýrimanni vel á leiðinni til Revkjavíkur. • Vissulega var útlitið ekki gott; og það var af hreinni til- viljun að það breyttist svo óvamt og gjörsamlega, svo að segja í einni svipan, mér í hag, sagði Gísli við góðkunningja — Vissulega var útlitið ekki gott; og það var af hreinni tilviljun að það breyttist svo óvænt og gjör- samlega, svo að segja í einni svipan, mér í hag, sagði Gísli 'ið giióKunningja sinn, sem heimsótti hann fyrir nokkrum dögum. — Ég hafði geymt koffortið mitt hjá pakkhúsmanninum hjá Bryde-verzlun. Hann var merkismaður, og Glsli Björnsson. Myndin er tekin 1 sfðustu viku ég er allt annar ” hét Árni Þórðarson, bróðir Jóns Þórðarsonar kaup- manns í Þingholtunum (nú Bankastræti). í koffortinu voru í þá daga allar eigur ungra manna. Þegar ég kom til Árna og hann fékk að vita hvernig komið var fyrir mér, benti hann mér á að fara til Jónasar Jónas- sonar trésmiðs í Hliðarhúsum, sem var að byggja hús fyrir Björn Kristjánsson þar rétt fyrir vestan í Grófinni — Vesturgötu númer 4. Arni sagði að Jónas væri mikill framtaks- maður og það gæti vel verið að hann gæti bjargað málinu. Jónas í Hlíðarhúsum tók mér strax mjög vel. Þeir voru búnir að reisa húsið og voru byrjaðir að klæða það að utan. Það er skemmst frá því að segja; Ég byrjaði að vinna við húsbygg- inguna, og ég lærði trésmíði hjá Jónasi. Varð ég heimilisfastur á Gísli Björnsson trésmiður 100 ára þessu stóra myndarheimili í næstu 6 ár. Kona Jónasar var Þuríður Markúsdóttir mikil fyrir- myndar húsmóðir. Hún hafði lært matreiðslu í Húsinu á Eyrarbakka, en Jónas lærði tré- smíði hjá Þorkeli Hreinssyni trésmið á Eyrarbakka. Þau hjón voru bæði úr Flóanum. Þau eignuðust fimm börn. Á lífi eru nú Maria Jenny, ekkja Halldórs Kristinssonar héraðs- læknis, og Ársæll kafari. Á heimilinu voru tvær vinnu- konur, Þuríður Halldórsdóttir og Steinunn, systir Ástu málara. Bróðir Þuríðar, Páll, var þar líka. Hann var skósmiður og fór til Skotlands. Þá voru lærlingar Jóhann frá Iðu í Flóa og annar sem hét Hermann. Jóhann fór til Amerfku, en Hermann lézt ungur. Svo kom Gisli Finnsson á heimilið. Þau giftu sig seinna Þuríður Halidórsdóttir og hann, og bjuggu alla sína tíð á Skólavörðustig 33. Þegar ég var að læra, var ég oft sendur út í Biskupshúsið, ef eitthvað þurfti að laga. Sveinn Hallgrímsson hafði hefilbekk úti i litlu pakkhúsi, sem stóð í túninu suðvestur við biskups- Gfsli Björnsson og Guðrún Schram. húsið. Við urðum góðir ^kunn- ingjar, og hafði éggagn og gleði af hans fróðleik og vináttu. Við Jónas urðum strax beztu vinir sem entist til siðustu stundar. Hann lézt i janúar 1915 aðeins 48 ára að aldri. Hann hafði fengið sullaveiki en því urðu margir dýravinir fyrir á þeim árum. Þegar ég hafði lokið tré- smíðanáminu fór ég snögga ferð austur í Breiðdal. Og þegar ég kom aftur til baka til Reykjavikur fór ég aftur að Hlíðarhúsum til Jónasar og Þuríðar og dvaldi þar samtals i 6 ár eins og áður er getið. Þegar Bjarnaborg (við Hverfisgötu) var byggð þótti mikið í ráðizt — þá var allt unnið f höndunum. Jónas tók að sér hluta af byggingunni. Það var þegar við vorum við þá byggingu að ég fékk augastað á lóðinni sunnan við Hverfisgöt- una, beint á móti Bjarnaborg. Þegar íslandsbanki tók til starfa rýmkaðist um bygginga- lán. Við byggðum svo húsið okkar kunningi minn og ég. Hann hét Gisli Kristjánsson, og var frá Hnausastaðakoti í Garðahreppi, sonur Kristjáns lóðs. Hann er nú löngu látinn. Við byrjuðum á húsinu 1903 og lukum því á næsta vori. Þá þurfti líka innanstokksmunina. Þetta þótti frekar stór og rúm- góð ibúð eftir því sem þá gerð- ist. En stofurnar þykja litlar núna. Gísli Björnsson kvæntist heitmey sinni, Guðrúnu Guð- finnu Schram, daginn fyrir gamlársdag 1905. Séra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur gaf þau saman í vesturstofunni i húsi þeirra á Hverfisgötu 86. Og þar var svo heimili þeirra alla tíð. Gísli hefur búið einn i ibúð sinni siðustu 25 árin. Guðrún lézt á giftingar- afmælisdegi sínum árið 1950. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. Guðrún Schram var glæsileg kona. Hún var rómuð fyrir feg- urð og myndarskap. Hún var fædd í Stuðlakoti í Reykjavík 25. desember 1876. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Guðmundsdóttir og Þorlákur Schram (hann var bróðir Ellerts Schram skipstjóra). Foreldrar Guðrúnar fóru til Ameríku, þegar hún var korn- ung. Hún var tekin i fóstur af Halldóru Þórarinsdóttur og manni hennar Kristjáni Jóns- syni lóðs í Hnausastaðakoti i Garðahreppi. Foreldrar Gísla Björnssonar létust í hárri elli á Breiðadal. Einn bróðir Gísla, Hóseas tré- smiður, býr hér i Skipasundi 48. Hann varð 90 ára i vetur á jóladag. Dóttir hans, Ragnheið- ur, er húsmóðir i Höskulds- staðaseli i Breiðdal og sonur hans, séra Kristinn Hóseasson, er prestur í Heydölum. Þegar Gísli byggði húsið sitt kom strax margt fram, sem hann seinna þurfti á að halda við húsabyggingar. Eins og áð- úr er nefnt jukust möguleikar á byggingum við opnum Islands- banka, og voru þá hafnar bygg- ingar margra húsa, sérstaklega við Grettisgötu og Njáls- götu.Fyrsti bankastjóri bank- ans, Emil Schau, var góður danskur karl. Fyrsta hús, sem bankinn lánaði til, var hús Gísla Björnssonar við Hverfis- götu 86. Schau bankastjóri gekk sjálfur með Gísla inn á Hverfisgötu og skoðaði húsið,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.