Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 27 Færeyska skútan Westward Ho siglir inn til Reykjavfkurhafnar á miðju sumri 1973, en skútan hafði meðferðis þjóðargjöf Færeyinga f tilefni 1100 ára afmælisins og kom hingað beinlfnis til þess að færa frændum og vinum vinargjöf. Skútan staldraði nokkra daga I Reykjavfk áður en segl voru aftur hffð og haldið fyrir vindum heim til Færeyja. íslendingar og Færeyingar: „Frændur en ekki útlendingar” - Ummælum Kristjáns Ragnarssonar í Færeyjaútvarpi mótmælt Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi bréf frá Færeyjum sem óskað er birtingar f f blað- inu en bréfritari Elis Poulsen sem er f stjórn Félagsins Is- land-Færeyjar f Færeyjum seg- ist ekki hafa getað orða bundist eftir að hann heyrði útvarpað f Færeyjum fyrir nokkrum dög- um viðtali, sem Niels Juul Arge útvarpsstjóri þar tók við Kristján Ragnarsson, formann Landssambands fslenzkra út- vegsmanna: Það fór hrollur um mig þegar ég sat og hlustaði á viðtal sem útvarpsstjórinn hér í Færeyj- um Niels Juul Arge, átti við Kristján Ragnarsson, formann LlU. Eftir að hafa verið búsett- ur á Islandi í fjölda mörg ár og eignast þar marga góða vini og kunningja er það í syrsta skipti í viðtalinu við Kristján sem ég hef heyrt Islending kalla okkur Færeyinga útlendinga. Þegar maður hefur kynnt sig fyrir Islendingi, hefur hann alltaf sagt: Þið frændur, þegar talað er um Færeyinga og þetta hefur okkur Færeyingum þótt vinalegt og sjálfsagt, enda kem- ur engum Færeyingi í hug að tala um Islendinga sem útlend- inga. Við sjálfir köllum tslend- inga oftast frændur handan hafs, en okkur finnst þessar þjóðir standa nær hvor annarri en það að við geti átt orðið útlendingur. Þegar ég segi að Islendingar séu frændur, þá er það af þvi að saga Færeyinga og Islendinga, aðstaða, mannlff og hugsun gerir okkur að frænd- um og grönnum í garði. Það eru ekki mörg ár liðin frá þeim tíma, er Færeyingar voru kallaðir frændur af íslenzkum útgerðarmönnum. Miðað við ummæli Kristjáns Ragnarsson- ar skyldi maður ætla að það hafi verið vegna þess að þá vantaði fólk á íslenzka flotann og einnig í vinnslustöðvarnar i landi og þar hlupu hundruð Færeyinga undir bagga ekki að- eins vegna þess að ágætt var upp úr þvi að hafa, heldur einn- ig vegna tryggðar við Islend- inga í vanda. Ég vil benda Kristjáni Ragnarssyni á að slikt getur alltaf komið fyrir aftur. Maður veit aldrei hvað skeður á morgun, en Færeyingar vilja ekki vera kallaðir frændur af honum á nokkurra ára millibili. Hitt er svo að ég er alveg viss um að Kristján Ragnarsson tal- ar ekki fyrir íslenzku þjóðina, þegar hann kallar okkur út- lendinga, og þessi ummæli hans hafa sært mjög marga hér i Fær eyjum og vakið mikið umtal. Það er óþarfi að nota vitlaus orð og hugsun þótt verið sé að berjast fyrir hagsmunum sín- um. Ég vil svo óska tslendingum til hamingju með 200 milna landhelgina. Það er auðskilið að það þarf að vernda fiskstofn- ana og það er einnig nauðsyn- legt hér í Færeyjum. Það er einnig von mín að núverandi landsstjórn í Færeyjum geri þá nauðsyn að veruleika að við eignumst 200 mílna landhelgi eins og lslendingar, en þá munu „túngarðar" okkar svo sannarlega liggja saman eins og jarðir svo margra frænda og vina í sveitum tslands og byggð- um Færeyja. Það er ósk okkar Færeyinga að við fáum sérleyfi til veiða innan 200 mílnanna, hvað úr verður kemur í ljós, en það er öllum veí skiljanlegt að þrengja þarf það aflamagn, sem dregið hefur verið úr sjó við Island á umliðnum árum. Bið að heilsa öllum íslenzkum frændum og vinum Elis Poulsen. t Þakka öllum fjær og nær samúð við andlát og jarðarför eiginkonu; minnar RUTHAR HILDEGARD STEINSSON Ingimundur Steinsson. Sýning á hurðum og hurðabúnaði OPNUÐ hefur verið f sýningarsal byggingarþjónustu Arkitektafé- lags Islands sýning er nefnist „Hurðir ’76“. Eru þar sýndar all- ar gerðir hurða svo sem innihurð- ir, útihurðir, bflskúrshurðir og ái- hurðir. A sýningunni er einnig 1 hurðabúnaður svo sem lamir, húnar og bréfalúgur. Byggingaþjónusta Arkitektafé- lags tslands hefur haldið ýmsar sérsýningar undanfarin ár. Var sfðasta sýning í desember og voru á henni sýnd margs konar gólf- efni. Á sýningunni í ár eru margar tegundir hurða af öllum stærðum og gerðum. Er þetta eins konar yfirlitssýning yfir það sem til er á markaðnum. Þrettán fyrirtæki | sýna framleiðslu sina að þessu sinni. Eru tólf þeirra á Suð- Vesturlandi en eitt frá Egilsstöð- um. Ætla má að sýningin geti auðveldað húsbyggjendum og fag- mönnum að fá samfellt yfirlit yfir Björn Olafsson og Óskar Guðna- son á einum sýningarbásnum. það helzta sem á boðstólum er af hurðum og hurðabúnaði. Sýningin stendur yfir 7.—15. þ.m. frá kl. 14 til 22 daglega. Yfir 30 fulltrúar á ráðstefnu B.K.S. BINDINDISRAÐ kristinna safn- aða i Reykjavik og nágrenni hélt árlega ráðstefnu sína um bindindismál og áfengisböl síðast liðinn sunnudag, 1. febrúar, sem er bindindisdagur skóla- æskunnar. Aðalmálið á ráðstefn- unni var aðstaða drykkjusjúkra og aðstoð þeim til handa. Ræður á ráðstefnunni fluttu Jóhannes Bergsveinsson læknir og Georg Viðar, forstjóri á vist- heimili Samhjálpar. Einnig voru sýndar myndir frá sumarmóti i Noregi 1975. Njáll Þórarinsson, sem var fulltrúi BKS., sýndi myndirnar og flutti á bandi ávarp til íslendinga frá Noregi. Yfir 30 fulltrúar safnaða og samtaka sóttu ráðstefnuna. Verzlunarráð íslands mót- mælir innflutningshöftum Það voru 90 dagar en ekki 10 1 FRÉTT A blaðsíðu 2 i Mbl. á sunnudaginn var ranghermt að afbrotamaður hefði verið úr- skurðaður í 10 daga gæzluvarð- hald. Hann var úrskurðaður í 90 daga gæzluvarðhald. MORGUNBLAÐINU hefur borizt ályktun Verzlunarráðs tslands um innflutningshöft. Alyktunin er svohljóðandi: Verzlunarráð tslands mótmælir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hefta innflutning á kexi og brauðvörum með því að gera hann háðan gjaldeyrisleyfum. Ennfremur ítrekar ráðið mótmæli sín gegn hvers konar höftum og hömlum á innflutning, svo sem á litasjónvörpum. Verzlunarráð tslands telur, að þar sem þjóðin á nú við að stríða alvarlega gjaldeyriserfiðleika, megi ríkisstjórnin ekki ögra öðr- um þjóðum á þennan hátt til þess að setja innflutningshöft á íslenzkar útflutningsafurðir. Sér- staklega þegar þess er gætt hvað innflutingur á brauð- og kexvör- um er lítill, en á síðasta ári var hann innan við 0,4% heildarinn- flutnings. Auk þess verða stjórn- völd og almenningur að gera sér grein fyrir, að þótt allur brauð- og kexinnflutningur væri stöðvaður, er alls ekki þar með sagt, að af þvi leiði gjaldeyrissparnað. Eitthvað annað kaupir fólkið i staðinn, annað hvort svipaða innlenda framleiðslu eða óskyldari inn- flutningsvörur. Sannleikurinn er sá að öll framleiðsla krefst gjald- eyris, hvort sem hún er kölluð islenzk eða útlenzk. Gjaldeyris- vandamálið verður ekki leyst nema annað hvort sé gert, að sam- ræma kaupgetu almennings útflutningstekjum þjóðarinnar eða koma á höftum og miðstýrðu skömmtunarkerfi á öllum stigum þjóðfélagsins, ef kalla má slíkt úrræði lausn. Það sem mestu máli skiptir er það að með aðgerðum sinum er ríkisstjórnin að gefa i skyn, að hún kunni að vilja hverfa frá núverandi fríverzlunarstefnu og taka upp haftabúskap með mið- styrðum skömmtunarkerfum. Það er óumdeilt af öllum, sem um hagfræði rita og aðhyllast vest- rænt lýðræði, að fríverzlun hafi alla efnahagslega kosti en hafta- kerfið ókostina. Stefnubreyting hér á getur þvi ekki verið grund- uð á efnahagslegum rökum. Verzlunarráð Islands á þvi kröfur á afdráttarlausri vitneskju um hvert ríkisstjórnin stefnir í þessum efnum og væntir svars við þeirri spurningu. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför, ÁGÚSTARJÓHANNSSONAR, Hrafnistu. Innilegt þakklæti til starfsfólks og vistmanna Hrafnistu og hjúkrunarliðs Borgarspltalans Vandamenn. Eiginkona mln. t ÞÓRA J. MAGNÚSDÓTTIR, Otrateig 3 er látin. Guðmundur Jónsson. i irn.tj'Jv i[, TiVij i'r'- l rv'JuUiíti'íOtít iljtji !”i<: ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU ----------,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.