Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 32. tbl. 63. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Luns fer beint til London eftir fundinn með Ford og Kissinger Josef Luns með Sisco aðstoðarutanrfkisráðherra Banda- rfkjanna á fundi þeirra á sunnudag. London, Washington og Brtissel 9. febrúar AP — Reuter. MIKIL fundahöld eru framundan og hafa verið yfir helgina hjá Josef Luns, framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, vegna fiskveiðideilu Breta og Islendinga. Framkvæmdastjórinn, sem er á ferð f Bandarfkjunum, hefur verið f stöðugu sambandi við brezka og fslenzka ráðamenn og hefur hann þegið boð brezku stjórnarinnar um að koma til London á miðviku- dag til viðræðna um landhelgismálið. Luns ræddi landhelgismálið á sunnudag við Joseph Sisco að- stoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna og i dag við David Rums- feld varnarmálaráðherra, en fyrirhuguðum fundi hans með Ford forseta og Kissinger utan- ríkisráðherra var frestað til morguns, þriðjudag, þar sem Kissinger var við sjúkrabeð konu sinnar í Boston, en hún gekkst um helgina undir stóra skurðaðgerð vegna magasárs. Var Kissinger væntanlegur til Washington seint í gærkvöldi. I samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Einar Ágústsson utanríkisráðherra að hann hefði rætt við Luns í síma frá Washington og hefði Luns þá skýrt sér frá viðræðunum við Sisco svo og símtölum við sendi- herra Breta og Þjóðverja í Washington og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandarfkj- anna. Þá tjáði Luns Einari einnig, að hann myndi fljúga beint til Lundúna að loknum fundi sínum með Ford forseta og Kissinger utanríkisráðherra á þriðjudag og ræða þar málið við Wilson og fleiri ráðherra. Sagði Einar Ágústsson að hann hefði beðið Harold Kröyer sendi- herra í Washington að fylgjast með málinu eins og unnt væri. Eins og fram kom i fréttum eftir fund Wilsons og Schmidts kanslara Vestur-Þýzkalands, sagði Schmidt að hann vildi verða milligöngumaður í d^ilunni, en Wilson gæti hugsað sér milli- göngu þriðja aðila. Morgunblaðið spurði Einar Agústsson að þvi hvort hann væri hlynntur þvi að milligöngumaður yrði fenginn i deilunni. Framhald á bls. 34 Guatemala: Tala látinna hefur margfaldazt Guatemala-borg 9. febr. Reuter. FORYSTUMENN erlendra hjálp- arsamtaka sem vinna að björgun- arstörfum í Guatemala, töldu ( dag einsýnt að tala látinna gæti farið f fimmtfu þúsund. Vfða hafa heil þorp þurrkazt gersamlega út og óttazt er að svkurakrar lands ins séu meira og minna eyðilagð- ir. Opinberar tölur um látna eru um þrettán þúsund, slasaðir um þrjátfu þús- und og vitað er að milli 3—400 þúsund manns hafa misst heim- ili sfn. Enn er ekki vitað hvernig ástandið er f fjölda mörgum þorp- um og bæjum, þar sem hjálpar- sveitir hafa enn ekki komizt til allra staða á jarðskjálftasvæðinu. Hermenn og björgunarsveitar- menn hafa reynt eftir föngum að halda uppi lögum og reglu i höf- uðborginni, en þar er eymd fólks ólýsanleg að sögn fréttamanna. Vitað er að hermenn skutu fimm menn til bana, er þeir voru staðn- ir að því að stela matvælum. I höfuðborginni leggur nályktina um allt og mikill ótti er manna á meðal um að hættulegar farsóttir komi upp. Þá er hræðsla um að annar jarðskjálfti fylgi í kjölfar- ið, en það gerðist í landinu árið 1917 og var síðari skjálftinn jafn- vel sterkari en hinn fyrri. Stjórnvöld hafa reynt eftir föngum að koma upp matvæla- dreifistöðum og veita læknishjálp þeim mörgu, sem slasaðir eru og sjúkir, en allt hefur þetta gengið mjög hægt vegna þess hve erfitt hefur verið um vik víða úti um landið að athafna sig. Stjórnvöld hafa hvatt fólk til að sýna itrustu stillingu og með þvi móti einu muni takast að sinna þörfum þeirra, sem eiga um sárt að binda. Engu að síður hefur siðasta sólar- hring hvað eftir annað komið til átaka og slagsmála þar sem mat- vælum er úthlutað og talsmenn Rauða krossins hafa sagt að óvandaðir menn fari inn á heimili Framhald á bls. 35 Sjá grein bls 14 Bernharð Hollands- prins: Sakað- ur um mútu- þægni Haag, 9. febrúar Reuter Hollenzka stjórnin kom sam- an f dag ti) að skipa óháða nefnd til að rannsaka ásakanir um að Bernharð prins eigin- maður Hollandsdrottningar, hafi þegið 1.1 milljón dollara i mútufé frá bandarfska flug- vélafyrirtækinu Lockheed. Bernharð prins er æðsti yfir- maður hollenzka heraflans og var í stjórn hollenzka flugvéla- fyritækisins Fokker þegar það smíðaði Starfighter-þotur með leyfi Lockheed á árunum eftir 1960. Joop de Uyl forsætisráð- herra segir, að stjórn sín hafi komizt aó þeirri niðurstöðu, að Bernharð prins hafi verið sá háttsetti Hollendingur sem forstjóri Lockheed, A.C. Kotchian, minntist á í vitna- leiðslum i einni nefnd öldungadeildarinnar í siðustu viku. De Uyl sagði að fyrirhuguð rannsókn merkti ekki að Bern- harð prins hafði gert sig sekan um ámælisverðan verknað. Sjálfur hefur prinsinn neitað ásökununum. Forsætisráðherrann sagði, Framhald á bls. 34 Sjá frásagnir frá V'etrar- olympíulcikununi bls 15—22. „Með nokkrum góðvílja manna má hugsanlega finna sáttaleið” „ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ skilur fyllilega nauðsyn þess að fínna lausn á fiskveiðideilu Breta og tslendinga, sem lslend- ingar geta sætt sig við og ég vona að með nokkrum góðvilja manna verði hugsanlega hægt að finna fullnægjandi sáttaleið, en ég hef enga fullvissu fyrir þvf,“ sagði Jósef Luns framkvæmda- stjóri Atlantshafsabandalagsins f sfmtali við Morgunblaðið undir miðnættið f nótt frá Washington. Aðspurður um viðræður sfnar f Washington sagði framkvæmdastjórinn. „Ég hef átt miklar viðræður við bandaríska ráðherra og em- bættismenn í gær og dag. Eg ræddi lengi við Joseph Sisco f gær svo og háttsetta embættis- menn í utanríkisráðuneytinu. Þá ræddi ég einnig við sendi- herra Bretlands í Washington og sendiherra V-Þýzkalands, sem færði mér skilaboð frá Helmut Schmidt kanslara V- Þýzkalands. Einnig skýrði ég — sagði Jósef Luns í samtali við Mbl. sendiherra tslands frá viðræðum. A morgun mun ég snæða hádegisverð með Henry Kissinger og eiga annan langan fund með Joseph Sisco. Síðar um daginn á ég svo fund með Ford forseta í Hvíta húsinu og á þeim fundi verða einnig Henry Kissinger og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra sem ég ræddi við í dag ásamt háttsett- um embættismönnum utan- ríkisráðuneytisins. Að þeim fundum loknum mun ég fljúga beint til Lundúna til viðræðna við brezku ríkisstjórnina, en hún hefur skýrt mér frá þvi að hún vildi mjög gjarnan að ég kannaði möguleikana á að draga úr spennu hins alvarlega ástands, en brezka stjórnin vill eyða þessari spennu. — Teljið þér möguleika á að hægt sé að komast að jákvæðri niðurstöðu? — Með nokkrum góðvilja Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.