Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 15
3WorjumWnftifr MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 15 HftrðHirl Akurnesingar komu á óvart HÖRÐUR Ragnarsson og Jóhannes Guðjónsson frá Akranesi unnu nokkuð óvæntan sigur f tvfliðaleik badmintonmóts KR sem fram fór um helgina. Sigruðu þeir þá Steinar Pedersen og Haraid Kornelfusson úr TBR f mjög skemmtilegum úrslitaleik sem fór f odd: 15—6, 12—15 og 15—3. Er greinilegt að Islands- meistararnir frá f fyrra eru nú nokkuð frá sfnu bezta, og ekki eins óvinnandi vfgi og þeir hafa löngum verið. 1 undanúrslitunum höfðu þeir Hörður og Jóhannes lagt Sigurð Haraldson og Jóhann Kjartansson að velli í jöfnum leik: 15—13 og 15—13, en Haraldur og Steinar höfðu sigrað félaga sfna úr TBR, Ottó Guðjónsson og Sigfús Ægi Árnason, 15—9 og 15—9. 1 tvfliðaleik kvenna sigruðu Lovfsa Sigurðardóttir og Hanna Lára Pálsdóttir þær Ernu Frank- lín og Svanbjörgu Pálsdóttur og þurfti oddaleik til að fá fram úrslitin. Urðu úrslit leiksins 11—15, 15—13 og 15—2 fyrir Lovísu og Hönnu Láru. Valsmenn A SUNNUDAGINN fór fram f hinu nýja Iþróttahúsi Akur- nesinga innanhússknattspyrnu- mót með þátttöku allra 1. deildar liðanna. Var keppt f tveimur riðl- um og fóru leikar svo, að Vals- menn sigruðu f öðrum riðlinum með yfirburðum, en KR-ingar unnu sigur f hinum riðlinum, höfðu þar jafnmörg stig og sigruðn Akurnesingar, en hins vegar hag- stæðara markahlutfall. t úrslitaleiknum hafði Valur betur allan leikinn og sigraði verðskuldað 4—1. Er ekki ósenni- legt að Valsmönnum takist að krækja f Islandsmeistaratitilinn f þessari fþrótt, er keppt verður f Laugardalshöllinni um næstu helgi. lslenzku keppendurnir f Alpagreinum á Olympfuleikunum f Innsbruck. Frá vinstri. Hermann Sigtryggsson, fararstjóri, Ami Öðinsson, Tómas Leifsson, Sigurður Jónsson, Haukur Jóhannsson, Steinunn Sæmundsdóttir og Jórunn Viggósdóttir. Allgóð frammistaða Islendinganna Frá Þórleifi Ólafssyni blaðamanni Mbl. i Innsbruck. ftalski skiðagarpurinn Gustavo Thoeni er I fyrsta sæti i stórsvigi karla eftir fyrri ferðina, sem farin var I Lizum i gær. Næstur á eftir honum er Good Ernst frð Sviss og landi hans Heini Hemmi er i þriðja sæti. Sviinn ungi, ingemar Stenmark, er i sjötta sæti eftir fyrri ferðina næstum 2,5 sekúndum á eftir Thoeni. Menn höfðu almennt búizt við að Sten- mark yrði fyrstur eftir fyrri ferðina, en um miðja brautina fór hann sér rólega. Annars er það ekkert nýtt, að Stenmark sé ekki fyrstur eftir fyrri umferð i svigi og stórsvigi. Hann virðist taka lifinu með ró eins og hann gerir yfirleitt, en i seinni ferð- inni kemur hann oftast eins og skrattinn úr sauðarleggnum og treð- ur sér fram fyrir alla. Fjórir fslendingar kepptu i stór- sviginu i gær og gekk þeim vonum framar miðað við að þeir voru með þeim öftustu i rásröðinni. Sigurður Jónsson er I 58. sæti með timann 1:58,46 mfn. (Timi Thoenis er 1:44,19). Sigurður hafði rásnúmer 78. Haukur Jóhannsson er i 65. sæti (rásnúmer 75). Hann fékk timann 2:01.76 min. Tómas Leifsson er i 68. sæti (rásnúmer 84), en hann kom i mark á 2:01,83 min. og Ámi Óðinsson er 74. (rásnúmer 90) hann kom i markið á 2:05,28 min. Alls tóku 100 keppendur þátt i keppninni, en 84 komust á leiðar- enda. Meðal þeirra sem féllu úr voru Norðmaðurinn Erik Haaker, landi hans Odd Sörli og Ólympiusigurveg- arinn i bruni, Franz Klammer, sem sleppti hliði og hætti keppni. Ingemar Stenmark var að þvi spurður i gær hver ástæðan væri fyrir þvi að hann hefði ekki náð betri tima i stórsviginu. Hann sagðist hafa farið varlega i miðhluta brautarinnar og ætlað sér að bæta það upp með þvi að fara hratt siðasta kaflann, en það hefði ekki dugað. — En keppn- inni lýkur ekki fyrr en á morgun, sagði Stenmark. Morgunblaðið ræddi við fslending- ana fjóra eftir að þeir höfðu lokið keppni i gær. Þeir sögðu að brautin hefði ekki verið erfið en færið hins vegar afar slæmt. Þegar þeir hefðu lagt af stað hefðu þeir orðið að skiða á grasi á köflum, þar sem þeir sem fyrstir fóru grófu brautina niður. Þá voru þeir mjög óvanir að skiða á svo hörðu færi sem var yfirleitt i braut- inni. — Við erum heldur ekki miklu betri en þetta, það er grátleg stað- reynd, sagði Haukur Jóhannsson. fslendingarnir fá betri rásnúmer i seinni ferðinni en i þeirri fyrri, þar sem röð manna ræður rásnúmeri, i seinni ferðinni. Þannig færist t.d. Sigurður Jónsson fram fyrir 20 keppendur, Haukur Jóhannsson einnig fram um 20, Tómas Leifsson færist fram um 24 og Ámi Óðinsson um 16. Glœsilegur íslenzkur sigur í júdólandskeppninni við Noreg fSLENZKA júdólandsliðið náði frá- bærum árangri I landskeppninni við Norðmenn sem fram fór 1 iþróttahúsi Kennaraháskólans á laugardaginn. Sigruðu fslendingar I 14 viðureignum af 20, Norð menn sigruðu I 5 en einni lauk með jafntefli. Þetta var þvi is- lenzkur sigur 14:5. Voru forráða- menn islenzka Júdósambandsins á einu máli um það eftir keppnina að árangur islenzka liðsins hefði farið fram úr björtustu vonum að- standenda þess. Vitað er, að Norð- menn eru sterkir um þessar mund- ir, þeir unnu t.d. Dani ekki alls fyrir löngu með 11 vinningum gegn 5, Til marks um yfirburði íslenzka liðsins I landskeppninni á laugardaginn má nefna, að A-lið okkar vann bæði A og B-lið Norð- manna en B-lið okkar vann B-lið Norðmanna og náði jöfnu gegn A-liði þeirra. Allir islenzku kepp- endurnir hlutu vinning og 10 við- ureignir unnu okkar menn á Ippon sem er algjört fall og gefur 10 stig. Norðmenn unnu aðeins eina viðureign á Ippon. Fullt hús var af áhorfendum og góð stemmning og voru islenzku keppendurnir óspart hvattir til dáða. A-lið fslands gegn A-liði Noregs 4.1 Fyrst leiddu A-lið landanna saman hesta sina og náði islenzka liðið strax góðu forskoti. Léttvigt, Jóhannes Haraldsson- Tore Betg 1.0. Jóhannes var allan tímann betri aðilinn Norðmaðurinn náði eitt sinn hættulegu bragði en Jóhannes snéri sig vel úr þvl og vann stig. Hann sigraði með 5 stig- um. Léttmillivigt, Halldór Guð- björnsson — Petter Lind 1:0. Hall- dór náði afgerandi bragði og Norð- maðurinn gaf merki um uppgjöf. „Betri útkoma en nokkur bjóst við” EYSTEINN Þorvaldsson formadur Júdósambands Islands var í sjöunda himni yfir frammistöðu sinna manna þegar Morgunhlaðiö hitti hann að máli eftir keppnina. „Ég er mjög ánægður með útkomuna, það segir sig sjálft. Allir okkar menn stóðu sig betur en nokkur þorði að vona,“ sagði Eysteinn. „Þetta ætti að sýna íslenzkum júdömönnum hvað það þýðir að æfa vel. Eg trevsti því að þeir haldi áfram að ástunda íþrótt sína eins vel og þeir hafa gert í vetur, því framundan eru mikil verkefni. Norðurlanda- mótið, Evrópumótið og loks Olympíuleikarnir. Frammistaðan á tveimur fyrrnefndu mótunum mun skera úr um það hvort íslenzkir júdómenn verða með á Ölympíuleikunum og vissulega er það stóri draumurinn,“ sagði Eysteinn að lokum. Hart barizt f landskeppni Islands og Noregs Halldór vann á Ippon, 10 stigum. Millivigt, Viðar Guðjohnsen- Karstein Hansen, 1:0. Tilþrifalltil viðureign I byrjun en siðan fór að hitna I kolunum. Norðmaðurinn reyndi bragð en Viðar sá við honum og vann glæsilega á Ippon. Léttþungavigt, GIsli Þorsteinsson- Per Steinar Ottestad 1:0. Glsli var betri aðilinn I viðureigninni og vann á 5 stigum. Þungavigt, Svavar CarlsenUohn Lysholt Petersen 0:1. Hinn kunni þungavigtarmaður Erik Haugen kom ekki til keppninnar og kom ungur júdómaður að nafni Petersen I hans stað. Svavar sótti meira I viðureign þeirra en Norðmaðurinn varðist vel. Hann náði slðan að koma einu bragði á á Svavar seint I gllmunni og vann því óvænt á 5 stigum. B-lið fslands gegn B-li8i Noregs 3:2. Léttvigt, Sigurður Pálsson-Geir Otterbeck 0:1. Norðmaðurinn var allan tlmann sterkari aðilinn og vann á Ippon, afgerandi bragði sem gaf honum 10 stig Léttmillivigt, Ómar Sigurðsson- Uli Berget 1:0. Ómar gllmdi vel en virkaði úthaldslltill Hann vann á 5 stigum en Norðmaðurinn hlaut auk þess 7 refsistig Millivigt, Kári Jakobsson-Öysten Hagen 1:0. Þessi viðureign var stutt og snaggaraleg. Kári náði afgerandi bragði eftir nokkrar sekúndur og vann glæsilega á Ippon. Léttþungavigt, Benedikt Páisson- Sven Kjensrud 1:0. Norðmaðurinn tók bragð en Benedikt snéri þvl upp I gagnsókn og náði fastataki I gólfi sem hann gat haldið I 30 sekúndur og vann þvl á Ippon. Þungavigt, Hannes Ragnarsson- Örn Terje Foss 0:1. Þetta var fjörug viðureign sem lyktaði með þvi að Norðmaðurinn hafði betur og sigr- aði á 5 stigum B-H8 Islands gegn A-liSi Noregs 2:2. Léttvigt, Sigurður Pálsson-Tore Bergl :O.Sigurður var nú allur annar en I fyrstu gllmunm Hann var allan timann betri og gerði sér litið fyrir undir lokin og skellti Norðmannin- um óvænt og sigraði á Ippon við mikinn fögnuð viðstaddra. Léttmillivigt, Ómar Sigurðsson- Petter Lind V2.V2. Þetta var allfjörug viðureign Norðmaðurinn náði þremur stigum en Ómari tókst að jafna metin á siðustu sekúndunum Jafnt þrjú stig gegn þremur. Millivigt, Kári Jakobsson-Karsten Hansen 0:1. Þetta var jöfn viðureign en Norðmaðurinn sigraði á vitastig- um sem dæmd voru á Kára fyrir að stíga út fyrir keppnisvöllinn. Léttþungavigt, Benedikt Pálsson- Per Steinar Otterstad 0 1 Norðmað- urinn sigraði á 5 stigum, en Bene- dikt náði sér aldrei vel á strik Þungavigt, Hannes Ragnarsson- John Lysholt Petersen 1:0. Þetta var óvæntur en verðskuldaður sigur Hannes náði fastataki 1 gólfi og hélt andstæðingi sínum i 30 sekúndur og sigraði á Ippon. A-lið fslands gegn B-liði Noregs 5:0. Léttvigt, Jóhannes Haraldsson- Geir Otterbeck 1:0 Jóhannes var betri aðilinn allan timann en sigraði þó heldur naumt með 3 stigum. Léttmillivigt, Halldór Guð- björnsson-Ulf Berget 1:0. Halldór var sterkari maðurinn alveg eins og ifyrri viðureign sinni og vann á 7 stigum. Millivigt, Viðar Guðjohnsen- Öysten Hagen 1:0. Viðar hafði mikla yfir burði og sigraði á Ippon. Er Viðar greinilega I mjög góðri æfingu. Léttþungavigt, Glsli Þorsteinsson- Sven Kjensrud 1:0 Gisli er einnig I mjög góðri æfingu að þvi er virðist og hann vann andstæðfng sinn snaggaralega á Ippon. Svavar Carlsen-Örn Terje Foss 1:0. Svavar kom mjög ákveðinn tii leiks eftir hið óvænta tap gegn Pe- tersen. Liðu aðeins nokkrar sekúnd- ur þar til Foss lá I gólfinu og Svavar hafði unnið á Ippon. Þetta er önnur landskeppni Is- lendinga þar sem teflt er fram 10 manna sveitum. Fyrri landskeppnin með þvl formi var við Norðmenn úti i Noregi 1974 og unnu Norðmenn þá 12:7, þannig að framfarir ís- lenzku júdómannanna eru umtals- verðar. S.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.