Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 fltargmiftbifeUt Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80 Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Síðustu daga, eða frá því að brezki flotinn kom á ný inn í íslenzka fiskveiðilögsögu, hafa talsverðar umraeður orðið um það, hvort slíta bæri stjórn- málasambandi við Breta þegar í stað vegna hinnar nýju flota- íhlutunar. Margir virðast líta svo á, að yfirlýsing ríkisstjórn- arinnar um slit stjórnmálasam- bands frá því í janúarmánuði eigi við um þær aðstæður sem nú hafa skapazt. Ástæða er því til að staldra við þessa spurningu. Þegar ríkisstjórnin gaf út yfir- lýsingu sína i janúarmánuði kvað hún augljóst, að ítrekaðar ásiglingar brezkra freigátna á íslenzk varðskip mundu leiða til slita á stjórnmálasambandi. Slík ásigling hafði átt sér stað áður en yfirlýsingin var gefin út og einnig daginn eftir að hún var gefin út. Þá var þvi lýst yfir, að endanleg ákvörðun um slit á stjórnmálasambandi yrði ekki tekin fyrr en sjópróf hefðu farið fram og sérstök sérfræðinga- nefnd fjallað um niðurstöður sjóprófa. Þegar það hafði gerzt, lýsti ríkisstjórnin yfir þvi, að stjórnmálasambandi yrði slitið við Breta innan tiltekins tima, ef brezki flotinn hefði ekki horf- ið úr íslenzkri fiskveiðilögsögu innan þeirra tímamarka. í kjölfar þessara yfirlýsinga og aðgerða ríkisstjórnarinnar hvarf brezki flotinn á brott, við- ræður hófust, sem báru ekki árangur og nú hefur brezki flot- inn komið inn í íslenzka fisk- veiðilögsögu á ný. Ástæða ertil að undirstrika, að hvorki 1 958, í maí 1973 eða í nóvember og desember 1975 var flotaíhlut- un í sjálfu sér talin forsenda slita á stjórnmálasambandi við Breta. Það voru fyrst og fremst ásiglingar brezkra freigátna á íslenzk varðskip, sem leiddu til yfirlýsinga um slit á stjórnmála- sambandi, bæði haustið 1973 og í janúar 1976. Augljóst er, að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í janúarmánuði síðastliðnum getur ekki sjálfkrafa átt við ástandið nú af þeirri einföldu ástæðu, að hún þjónaði ákveðnum tilgangi á tilteknum tíma og atburðarásin hefur ver- ið svo hröð, að við þær aðstæð- ur sem nú ríkja, hlýtur ríkis- stjórnin að þurfa að taka nýjar sjálfstæðar ákvarðanir, óháðar hinum fyrri um þessi efni. Mið- að við fyrri þorskastríð ætti flotaihlutunin ein út af fyrir sig því ekki að teljast forsenda fyrir slitum á stjórnmálasambandi. Hins vegar kann ásiglingin á Tý á dögunum að vekja upp þá spurningu, hvort þar sé komin svipuð forsenda og áður hefur leitt til yfirlýsinga um slit á stjórnmálasambandi. í því efni er rétt að benda á, að sjópróf hafa enn ekki farið fram vegna þeirrar ásiglingar og sér- fræðinganefnd hefur því ekki yfirfarið gögn sjóprófa, þannig að þegar af þeirri ástæðu sýnist ekki vera hægt að krefjast slíkr- ar ákvörðunar nú á þessari stundu. Einnig er ástæða til að benda á, að í janúarmánuði taldi ríkisstjórnin að ítrekaðar, þ.e. margendurteknar, ásigl- ingar á íslenzk varðskip hlytu að leiða til slita á stjórnmála- sambandi, en eftir flotaíhlutun Breta hina nýju er margendur- teknum ásiglingum ekki enn til að dreifa, hvað svo sem verður þegar frá líður. Þegar menn ræða slit á stjórnmálasambandi, er ástæða til að vega kosti þess og galla út frá hagsmunum íslendinga í fiskveiðideilunni. Hvaða mark- miðum náum viðfram með slit- um á stjórnmálasambandi við núverandi aðstæður? Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, sagði réttilega ! umræðum á Alþingi i gær, að Bretar mundu ekki hætta að veiða smáfiskinn á íslandsmiðum, þótt við slítum stjórnmálasambandi og í þessari einu setningu utanríkis- ráðherra felst auðvitað kjarni málsins. Við náum ekki fram aukinni friðun á íslandsmiðum með slitum á stjórnmálasam- bandi en það er markmið okkar með útfærslunni og öllum þeim aðgerðum, sem í kjölfar hennar hafa fylgt. Við höfum tvívegis reynslu af því að yfirlýsing um væntanleg slit á stjórnmála- sambandi hefur verið áhrifarfk ásamt stuðningi frá Atlants- hafsbandalaginu. Haustið 1973 og nú fyrir nokkrum vik- um hvarf brezki flotinn á braut úr íslenzkri fiskveiðilögsögu eft- ir slíka yfirlýsingu og atbeina Atlantshafsbandalagsins. Mun- urinn er hins vegar sá að í fyrra tilvikinu leiddu viðræður til samninga en í síðara tilvikinu náðist ekki samkomulag í kjöl- far slíkra viðræðna. Ef fs- lendingar slíta stjórnmálasam- bandi við Breta mundi það að sjálfsögðu vekja mikla athygli en hefur það einhver áhrif? Líklegra er, að hótun um slit á stjórnmálasambandi sé áhrifa- meiri en framkvæmdin sjálf. Líklegt er, að þær fjölmörgu þjóðir innan Atlantshafsbanda- lagsins, sem nú beita áhrifum sínum gagnvart Bretum, mundu fella slíkar aðgerðir nið- ur og líta svo á, að í kjöfar á slitum stjórnmálasambands milli þjóðanna væri tilgangs- laust að reyna að koma á mála- miðlun fyrr en eftir alllangan tíma. Þá hljótum við einnig að spyrja hvernig fara mundi um önnur samskipti okkar við Breta, ef við slítum stjórnmála- sambandi við þá. Ef á annað borð yrði gripið til slíkra að- gerða gætum við varla verið þekktir fyrir annað en fylgja þeim eftir með þeim hætti að skera á öll tengsl og samskipti við Bretland. í því mundi felast að við mundum skipa íslenzkum námsmönnum, sem í Bretlandi eru við nám, að koma heim, enda gætu þeir varla þegið gistivináttu og kennslu í brezkum skólum eftir slíkan atburð í samskiptum þjóðanna. Þá mundum við væntanlega leggja niður allt áætlunarflug milli íslands og Bretlands og ferðir íslenzkra flutningaskipa þangað mundu væntanlega stöðvast Enn- fremur mundum við væntan- lega taka fyrir öll viðskipti við Bretland, ferðalög almennings til Bretlands, ferðir sjúklinga til lækninga í Bretlandi og yfirleitt mundum við skera á öll hugsanleg tengsl milli íslands og Bretlands, enda mundi það eitt vera okkur samboðið ef á annað borð væri gripið til slita á stjórnmálasambandi. Þegar við höfum þetta í huga hljótum við að spyrja okkur sjálf, hvort allt þetta mundi þjóna hagsmun- um okkar í landhelgismálinu. í þingræðu í gær lýsti Lúðvík Jósepsson þeirri skoðun sinni, að þegar í stað ætti að slíta stjórnmálasambandi við Breta en jafnframt sagði hann, að við þyrftum að stórauka áróður okkar á aðþjóðavettvangi. Slit á stjórnmálasambandi mundi að sjálfsögðu leiða til lokunar íslenzka sendiráðsins í London en það hefur verið ein helzta miðstöð upplýsingastarfsemi okkar í Bretlandi og þar hefur verið haldið svo á þeim málum, að við höfum unnið verulega sigra í upplýsingastríðinu svo- nefnda. Augljóst má vera, að slit á stjórnmálasambandi mundi torvelda okkur mjög nýja sókn í upplýsingastríðinu, sérstaklega á brezkum vett- vangi, þar sem það skiptir kannski langmestu máli. Þegar á allt þetta er litið sýnist full ástæða til þess að ríkisstjórnin athugi vel sinn gang áður en hún stígur það skref að slíta stjórnmálasam- bandi við Breta. Meiri.ástæða sýnist til þess að gefa þeim öflum, sem nú eru að verki í þágu íslenzkra hagsmuna, tækifæri til þess að ná einhverj- um árangri. Menn taki eftir því, að landheigisdeila íslendinga hefur nú síðustu daga verið rædd af ýmsum helztu ráða- mönnum hins vestræna heims. Dr. Joseph Luns mun ræða hana við Ford, Bandaríkja- forseta, og Kissinger, utanríkis- ráðherra í dag og Helmut Schmidt, kanslari Vestur- Þýzkalands, ræddi hana við Harold Wilson, forsætisráð- herra Breta. Það sýnist fremur vera í þágu íslenzkra hags- muna nú að gefa þeim öflum, sem þarna eru að verki, tæki- færi til þess að ná árangri. Árið 1973 varaði Morgun- blaðið við, að við rösuðum um ráð fram og slitum stjórnmála- sambandi við Breta. Þá var vinstri stjórn. Enn sem komið er, hefur Morgunblaðið sömu skoðun, enda fara skoðanir Morgunblaðsins ekki eftir því hverjir sitja í stjórn og hverjir ekki. Þar sitja hagsmunir ís- lands einir í fyrirrúmi. Á að slíta stjómmálasambandi? Hamfarirnar í Guatemala: „Mörg þorp hafa bu rrl kazt ú t af yi irl jorðin .u” GUATEMALA-borg 9. febr. Reuter. AP. „MÖRG þorp og bæir virðast hafa þurrkazt gersamlega út af yfir- borði jarðar I miShluta Guatemala og annars staðar blasa við ömur- legar rústir og eitt og eitt hus í stangli sem virðist hafa staðizt skjálftana. Hvarvetna sáum við leifar af brúm sem brotnaS höfSu og hruniS og vegir höfSu hreinlega horfiS. V(8a I þorpum sem hjálparsveitir höfSu komizt til sáum vi8 langar biSraSir fólks hungraS og slasaS. Fólk gengur um eins og I dái og leitar a8 ættingjum sinum, neySin og sorg- in og eySileggingin er slik a8 henni ver8ur ekki me8 orSum lýst. . Þannig segir fréttamaður Reuters Antonio Monzon frá ferð, sem hann fór um helztu hluta Guatemala I gær ásamt varnarmálaráðherra landsins Lucas Garcia, sem er yfirmaður hjálparstarfsins I landinu Hann segir að þar sem þv! hafi verið við komið hafi verið komið upp bráðabirgðabúðum fyrir fólk en tugir þúsunda hafi orðið að sofa úti undir beru lofti f köldu veðri og tíundi hver maður hafi lltið sem ekkert fengið að borða slðan á miðvikudag. Frétta- maðurinn segir að hvar sem þeir komu hafi ótti fólks við annan jarð- skjálfta og jafnvel enn harðari verið rikjandi og enda þótt sumir gætu hafzt við I húsarústum þyrðu þeir það ekki vegna þess að þeir óttuðust frekari náttúruhamfarir. Sérfræðingar hafa ekki treyst sér til að kveða upp úr með það, að ekki komi fleiri skjálftar, þar sem ókyrrð hefur verið síðan á miðvikudag, enda þótt fæstir þeir kippir hafi verið umtalsverðir I samanburði við þann skjálfta sem kom á miðvikudaginn. Enda þótt ástandið I höfuð- borginni hafa skánað verulega og sæmileg skípan sé að komast á matvæladreifingu og hjúkrunarmál er þó mjög ömurlegt ástand I fátækrahverfum borgarinnar þar sem kofar og hreysi Ibúa hafa ger- eyðilagzt og fólkið hefur varla að neinu að hverfa. Ungur bllstjóri sagði Reuters-fréttamanni að hann vonaðist til að geta byggt upp fátæk- legt hús fjölskyldu sinnar, en nokkrir mánuðir kynnu að llða þar til efni yrðu næg til þess Hann sagði að hann og fjölskyldan væru þó mörgum öðrum heppnari, þar sem þau hefðu öll sloppið ómeidd og þeim hefði tekizt að bjarga nokkru af fátæklegum eigum sínum og hann gæti stundað vinnu sína. Læknar, sem vinna að hjálpar- störfunum, segja að þjáningar fólks- ins séu ægilegar. Margir hafa legið klemmdir undir húsarústum I tvo sólarhringa þar til tókst að bjarga þeim meira og minna limlestum. Hundruð þúsunda manna hafi hvorki bragðað vott né þurrt slðan á miðvikudag og vonleysi og ótti hafi verið I þann veginn að grlpa fólkið heljartaki Þar sem svo virðist að hjálparstarfið sé vel skipulagt og allt virðist gert sem I mannlegu valdi stendur til að bregða við skjótt sjáist þess þó merki að fólkið sé ekki jafn örvæntingarfullt og útlit var fyrir Myndin er frá höfuðborg Guatemala og tekin daginn eftir jarSskjðlftann mikla. Hún gefur nokkra mynd af eyBilegginaunni I borainni Gomul kona og nokkur ung böm sem hafa orðið að hafast vi8 úti undir beru lofti slðan jarSskjálftarnir ur8u. Vonleysið á andlitum fólksins leynir sár ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.