Morgunblaðið - 13.02.1976, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976
Umræður á Alþingi:
Niðurfelling söluskatts
á brennsluolíu skipa
— með eða án tekjutaps ríkissjóðs
FRUMVARP um gjald á gas- og '
brennsluolfur var afgreitt frá
neðri deild til efri deildar 1 gær.
Ólafur G. Einarsson (S) gerði
grein fyrir afstöðu fjárhags- og
viðskiptanefndar deildarinnar,
sem mælti með samþykkt frum-
varpsins, með smávægilegum
orðalagsbreytingum. Meginatriði
frumvarpsins sagði Ólafur vera,
að lagt yrði sérstakt gjald á gas-
og brennsluolíur, kr. 1.33 á hvert
kg, sem gerði mögulegt að aflétta
söluskatti af gasolíu til fiskiskipa,
án þess að umtalsvert tekjutap
yrði hjá rikissjóði, en hann hefði
gefið um 580 m.kr. á ári. Æskileg-
ast hefði verið að afnema sölu-
skattinn, án sérstakrar skattlagn-
ingar sem þessarar, en staða ríkis-
sjóðs væri einfaldlega þann veg,
að slíkt hefði ekki verið réttlætan-
legt. Því hefði sú leið verið valin
að jafna þeim söluskatti, eðe
tekjutapi vegna niðurfellingai
hans, niður á alla notendur
gasolíu og svartolíu.
Samkvæmt hinu nýja frum-
varpi, ef að lögum yrði, myndi
verð á gasolíu til fiskiskipa og
húshitunar verða kr. 25,30 pr.
iftra, en að óbreyttum lögum og
ákvörðunum verðlagsnefndar kr.
25.75 eða 45 aurum hærri.
Lúðvfk Jósepsson (k) mælti
fyrir minnihlutaáliti, sem hann
Iagði fram ásamt Gylfa Þ. Gfsla-
syni (A). Þar er lagt til að frum-
varpið verði fellt. Er i áiitinu bent
á heimild fjármálaráðherra í eldri
lögum til að fella niður söluskatt
af brennsluolium til skipa, sem
hefði mátt nýta. Rangt væri hins
vegar að þeirra mati að taka upp
nýja skattlagningu til að bæta
upp hugsanlegt tekjutap ríkis-
sjóðs.
OlafurG.
Einarsson
Þórarlnn
Þórarinsson
Framsóknarflokksins, en frum-
varpið þyrfti að skoða i tengslum
við annað stjórnarfrumvarp, sem
lægi fyrir efri deild, varðandi
verð á olíu til húshitunar (niður-
greiðslur). I báðum þingflokkum
stjórnarinnar væru uppi raddir
um frekari skoðun málsins, en
rétt væri, að frumvarpið fengi af-
greiðslu til efri deildar og yrði
þar skoðað í nefnd, ásamt hinu
frumvarpinu.
Karvel Pálmason (SFV) sagði
m.a., að ef hér væri ekki
ágreiningur milli stjórnai'flokk-
anna á ferð, þá væri það þó a.m.k.
ágreiningur milli almennra þing-
manna í þingflokkum stjórnar-
innar og hennar. Hann sagði þing-
menn SFV myndu greiða atkvæði
gegn þessu frumvarpi með þing-
mönnum Alþýðubandalags og
Alþýðuflokks.
Mál þetta var afgreitt frá neðri
deild til efri deildar með
stuðningi þingmanna stjórnar-
flokkanna.
Lúðvlk
Jósepsson
Karvel
Pálmason.
Þórarinn Þórarinsson (F) sagði
mál þetta ekki útrætt í þingflokki
Minnihlutaálit:
Viðbótarsamningur um ál-
verið og stækkun þess
Hér á þingsiðu Mbl. hefur ítar-
lega verið fjallað um frumvarp til
laga um viðaukasamning milli
rikisstjórnar fslands og Swiss
Aluminum Ltd. — Framsaga
Ingólfs Jónssonar(S) fyrir meiri
hlutaáliti iðnaðarnefndar neðri
deildar, sem mælir með samþykkt
frumvarpsins, var birt í heild hér
i blaðinu, tviskipt, í fyrradag og
gær.
VilborgHarðardóttir (K) mælti
í gær fyrir áliti minnihluta
iðnaðarnefndar, sem hún skipar
ein, sem er andvígur frumvarp-
inu. Gagnrýnir Vilborg alla máls-
meðferð, sem hafi verið flausturs-
leg og hvergi nærri nógu grund-
uð.
önnur gagnrýnisatriði Vilborg-
ar á álsamninga, fyrr og síðar, eru
þessi:
1) Á móti framleiðslugjaldi frá
álverinu, sem numið hefði um 617
m. kr. á árunum 1970—1975,
kæmi 718 m. kr. skattinneign
þess, vegna meingallaðra samn-
ingsákvæða. 2) Hækkun á raf-
orkuverði úr 3.0 f 3.5 millj. sé
óveruleg og í engu samræmi við
hækkun framleiðslukostnaðar á
raforku. 3) Mengunarvarnir séu
ófullnægjandi og ekki nægilega
frá ákvæðum
þar um gengið f
fiðbótarsamn-
ingnum. 4) Al-
bræðslan sé
ekki háð ís-
lenzkri lögsögu
og sé þar engin
breyting á í við-
bótarsamningn-
um. 5) Akvæði- vilborg Harðar
um raforkuvið- dóttir.
skipti séu óvið-
unandi, ekki einungis varðandi
verð, heldur afhendingarskilmála
orkunnar, og séu ákvæði þar um
mun harðari en t.d. í Akvæði þar
ákvæðum um orkusölu til fyrir-
hugaðrar járnblendiverksmiðju.
Bentsen
hættir
við forseta-
framboð
Austin, Texas, 11. febrúar
AP.
LLOYD Bentsen öldungadeildar-
þingmaður demókrata frá Texas
dró í dag til baka framboð sitt sem
forsetaefni demókrata. Sagði
Bentsen, að hann teldi framboðið
ekki þjóna neinum tilgangi og
myndi nú helga sig að ná endur-
kjöri til öldungadeildarinnar.
Bentsen er annar demókratinn,
sem hættir við framboð, hinn var
Terry Sanford frá N-Carolina.
Alls eru þá eftir 10 frambjóðend-
ur.
Ráðherra í sviðs-
ljósi líðandi stundar
SVIPMYND: Sjávarútvegsráð-
herra Matlhías Bjarnason,
kemur til þings. Sjávarútvegs-
ráðherra er mjög í sviðsljósi
þessa dagana. Þvi veldur e.t.v.
fyrst og fremst landheigis-
deilan, sem snertir embætti
hans sérstaklega, þó að hún
heyri jafnframt undir aðra ráð-
herra, ekki sízt utanrikisráð-
herra, Einar Agústsson, og
dómsmálaráðherra, Ólaf
Jóhannesson, sem æðsta yfir-
mann landhelgisgæzlunnar, og
raunar rikisstjórnina sem
heild.
Ennfremur stjómarfrum-
vörp um skerðingu svonefnds
sjóðakerfis sjávarútvegs, sem
m.a. gera ráð fyrir niður-
fellingu hins umdeilda olíu-
sjóðs og skerðingu stofnfjár-
sjóðs, sem færa tæpa fjóra
milljarða króna frá fjárráðstöf-
un sjóðakerfis til fiskverðs-
hækkunar. Þessi frumvörp eru
þó háð samkomulagi aðiia i
sjávarútvegi um hlutaskipta-
reglur. Þá er og mjög á dagskrá
almennings væntanleg laga-
setning um nýtingu hinnar
nýju fiskveiðilandhelgi og
stjórnun veiða og vinnslu, með
hliðsjón af ástandi fiskstofna
okkar.
Alþingi í gær:
Sá veldur
miklu sem
upphafinu
veldur
I FYRRADAG voru tvö
stjórnarfrumvörp: útflutnings-
gjald á sjávarafurðir og stofn-
fjársjóð fiskiskipa, sem vinda
verulega ofan af svokölluðu
sjóðakerfi sjávarútvegs, og
færa tæpa fjóra milljarða
króna frá fjárráðstöfun þess til
hækkunar fiskverðs, afgreidd
frá neðri til efri deildar
Alþingis, aldrei þessu vant
með samstöðu stjórnarsinna og
stjórnarandstöðu.
í gær var síðan frumvarp um
gjald á gas- og brennsluolíur,
sem gerir kleift, að afnema
söluskatt á brennsluolíur fiski-
skipa, án verulegs tekjutaps
fyrir fjárvana rikissjóð,
afgreitt frá neðri til efri
deildar. 1 því máli var stjórnar-
andstaðan aftur komin i and-
stöðu. Hún vildi að vísu fella
niður söluskattinn — en án
þess að ríkissjóði yrði bættur
skaðinn (sjá frásögn af
umræðum hér á siðunni).
öll þessi mál komu og á dag-
skrá efri deildar í gær Urðu
þar talsverðar umræður um
þau. Einkum var deilt um
hvort gjald það á loðnu-
afurðir, sem Lúðvik Jósepsson
kom á fyrir nokkrum árum til
verðlækkunar á oliu til fiski-
skipa, væru upphaf hins
umdeilda oliusjóðs eða ekki.
Jón Ármann Héðinsson hélt
fram höfundarrétti Lúðvíks í
sérstöku nefndaráliti, en
Stefán Jónsson hvað Jón rang-
feðra olíusjóðinn, sem ekki
hefði komið undir fyrr en í tið
núverandi ríkisstjórnar.
Síðdegisfundur var haldinn i
efri deild í gær, þar sem þessi
þrju mál voru á dagskrá og
voru þau öll afgreidd sem lög
frá Alþingi. Verður skýrt frá
afgreiðslu þeirra þar litillega á
þingsiðu á morgun. Rétt er að
Itreka hér það skilyrði, sem
sjávarútvegsráðherra sagði
óhjákvæmilegt varðandi niður-
fellingu olíusjóðsins og skerð-
ingu stófnfjársjóðsins, að hags-
munaaðilar í sjávarútvegi
kæmu sér saman um nýjar
hlutaskiptareglur.
— Vörður í
hálfa öld
Framhald af bls. 19
Efnt hefur verið til sérstakra ráðstefna um
ýmis mál, svo sem ýmsa þætti borgar-
mála, og stundum hefur Vörður efnt til
barnaskemmtana, auk jólatrésskemmtan-
anna
Spilakvöldin, sem Vörður hefur ýmist
efnt til einn sér eða i samvinnu við önnur
félög sjálfstæðismanna, hafa verið ákaf-
lega vel sótt Þar hafa framámenn i
flokknum flutt ávörp kvikmyndir verið
sýndar, ýmiss konar skemmtiatriði flutt
o.s.frv. Þá hafa sumarferðalögin verið
mjög vinsæl. Farið er til ýmissa merkis-
og sögustaða við leiðsögn kunnugra og
fróðra manna, og oftast hlýtt á ræðu
forustumanns i helzta áfangastaðnum.
SKIPULAGSBREYTINGAR
Á VERÐI — HELZTU
STARFSÞÆTTIR FÉLAGSINS
j DAG
1973 voru gerðar þær skipulagsbreyt-
ingar á Verði. að Landsmálafélagið Vörð-
ur var gert að sambandi félaga sjálf
stæðismanna i hverfum Reykjavíkur.
Þróun undanfarinna ára og áratuga, þ e
stækkun Reykjavlkur og stofnun hverfa-
samtaka i hverfum Reykjavlkur kallaði á
nauðsynlegar skipulagsbreytingar á
félagsstarfseminni í Reykjavik Nauð-
synlegt var að gefa hverfasamtök-
unum aukin réttindi. þannig að þau
mættu styrkjast til aukinnar starf-
semi meðal sjálfstæðisfólks í hverf-
um Reykjavikur Sú leið var valin, a-
Vörður var gerður að samgandsfélagi
eins og fyrr segir og þannig lagt á
herðar Varðar að hafa forustu um
ýmsa sameiginlega félagslega starf-
semi, svo sem stóra fundi, ráðstefnur
o.fl samhliða þvi að samræma og sam-
hæfa störf hverfafélaganna, er stofnuð
voru í janúar 1974 i 1 1 hverfum Reykja-
vikur. Fyrrgreindar skipulagsbreytingar
höfðu það i för með sér, að í stjórn Varðar
tóku sæti fulltrúar hverfafélaganna en
formaður og sex meðstjórnendur eru
kjörnir að aðalfundi Varðar
í dag stendur félagsstarfsemi Varðar
traustum fótum. Starfsemin markast aðal
lega af funda- og ráðstefnuhaldi, útgáfu-
starfsemi, skemmti- og spilakvöldum,
ferðalögum o fl o.fl.
Stærstu verkefnin, sem framundan eru
I starfinu I dag, eru ráðstefna Varðar um
verðbólgu laugardaginn 21. febrúar að
Hótel Loftleiðum, undirbúningur 50 ára
afmælishátlðar að Hótel Sögu 9 aprll
n.k og útgáfa 50 ára afmælisrits, sem
mjög vandað verður til að efni og útliti.
Ennfremur fer fram stöðug fundastarf-
semi á vegum hinna einstöku hverfa-
félaga um ýmsa þætti borgarmála og
þjóðmála