Morgunblaðið - 03.03.1976, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Verkstjóri óskast
Vanan verkstjóra vantar á saumastofu.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf, send-
ist blaðinu fyrir 10. marz n.k. merkt:
..verkstjóri — 3963".
Vélstjóra
og háseta
vantar á 35 lesta netabát frá
Grindavík. Upplýsinqar í síma
92 — 8234
Háseta vantar
á m.b. Bug VE.
Upplýsingar í síma 203, hringt gegnum
miðstöð Vestmannaeyja.
Reglusamur
23 ára gamall fjölskyldumaður óskar eftir
atvinnu, helzt við útkeyrzlu. Getur byrjað
strax
Upplýsingar í síma 32530.
Matsvein og
háseta vantar
á MB Sigurbjörgu KE 14 Upplýsingar í
síma 92-2 1 97 Keflavík.
Siglufjörður
Staða yfirlæknis við Sjúkrahús Siglu-
fjarðar er laus til umsóknar. Staðan veitist
frá 1 sept 1976 Þekking í skurðlækn-
ingum nauðsynleg. Umsóknir berist
stjórn Sjúkrahúss Siglufjarðar fyrir 1 . júlí
1 976 með upplýsingum um menntun og
fyrri störf.
S/úkrahússtjórn.
Laus staða
Lektorsstaða í löyfræði við lagadeild Háskóla íslands er laus til
umsóknar Fyrirhuguð aðalkennslugrein er stjórnarfarsréttur.
Laun skv launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknarfrestur er til 1 5. apríl n.k.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um ritsmíðar og
rannsóknir. svo og námsferil og störf, og skulu þær sendar
menntamálaráðuneytmu, Hverfisgötu 6, Reykjavík
Menntamálaráðuneytið,
24. febrúar 1 976.
Lausar stöður
Ráðgert er að veita á árinu 1976 nokkrar
rannsóknarstöður til 1 —3 ára við Raunvisinda
stofnun Háskólans. Til greina koma stöður við
eftirtaldar rannsóknastofur: Eðlisfræðistofu,
efnafræðistofu, jarðvisindastofu, reiknifræði-
stofu og stærðfræðistofu.
Laun skv launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi.
Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en kennsla
þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildar-
ráðs verkfræði- og raunvísindadeildar og stjórnar stofnunar- i
innar, og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennslan skuli teljast i
hluti af starfsskyldu viðkomandi starfsmanns.
Umsóknir, ásamt ýtarlegri greinargerð og skilríkjum um
menntun og vísindaleg störf, skulu hafa borist menntamála-
rAðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 31. mars n.k.
Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1—3 dómbærum
mönnum á vísmdasviði umsækjanda um menntun hans og
vísmdaíeg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi
sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðu-
neytisms
Menntamálaráðuneytið,
26. febrúar 1 976.
Skrifstofustarf
Stúlka óskast hálfan daginn (kl. 1—5) til
að annast verðútreikninga og vélritun.
Umsóknir sendist Mbl. fyrir 6. marz
merkt: ,,vön —3965".
Oskum að ráða
stúlku
til símavörzlu og annarra skrifstofustarfa.
Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 5/3
1 976 merkt: T 4962.
Skrifstofustúlka
Til að starfa við símavörzlu o.fl. óskast nú
þegar. Umsóknir með upplýsingum um
fyrri störf og menntun óskast sent Morg-
unblaðinu merkt. Skrifstofa 4961 .
Vélstjóra og
stýrimann
vantar strax á 100 tonna netabát, frá
Suðurnesjum.
Upplýsingar í síma 92-3498 og 1 1 60.
Tvítugur
ábyggilegur maður
vanur verslunar- og afgreiðslustörfum
óskar eftir fjölbreyttu og skemmtilegu
starfi. Allt kemurtil greina.
Upplýsingar i síma 51 896.
Stýrimann,
vélstjóra, kokk
og háseta
vantar á 60 tonna netabát frá Rifi.
Upplýsingar í síma 93-6657.
Skrifstofustúlka
Óskum eftir að ráða skrifstofustúlku á
aldrinum 20 — 30 ára til starfa nú þegar
eða eftir samkomulagi. Verzlunarskóla-
próf eða hliðstæð menntun æskileg.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Fr/álst Framtak h. f.
Laugavegi 178
Sjómenn
Vana menn á netaveiðar vantar á 90
tonna bát frá Vestmannaeyjum strax.
Upplýsingar í sima 1 874 og 1171.
Læknaritari
Staða læknaritara við röntgendeild spital-
ans er laus til umsóknar nú þegar. Um er
að ræða hálft starf eftir hádegi.
Umsóknareyðublöð fást afhent í starfs-
mannahaldi, upplýsingar ekki veittar i
síma. gj Jósefsspítalinn Landakoti.
Sölumaður
Fasteignasala óskar að ráða duglegan
sölumann.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf
sendist Mbl. fyrir 10. marz merkt: Sölu-
maður — 1120.
Bifreiðaréttingar
Óskum eftir að ráða menn til bifreiða-
réttinga.
Upplýsingar hjá verkstjóranum.
Egill Vilhjálmsson hf.
Laugavegi 1 18, sími 22240.
Hótelvinna í Noregi
Við óskum eftir að ráða strax
stofustúlkur
aðstoðarstúlkur
framreiðslustúlkur
Skriflegar umsóknir sendist
Bolkesjö turisthotel,
3644 Bo/kesjö
Norge
Ráðsmaður í sveit.
Ráðsmaður óskast til að sjá um rekstur
sveitabýlis, sem er í u.þ.b. 100 km
fjarlægð frá Reykjavik, frá 1. mai eða
komandi fardögum.
A búinu er sauðfé, hross og hænsni;
Aðeins kvæntur maður, reglusamur og
samvizkusamur, með reynslu i alhliða
búrekstri, kemur til greina. Reynsla i
tamningu hrossa æskileg, en ekki skil-
yrði.
Starfið getur orðið til frambúðar.
Þeir, sem áhuga hafa á starfi þessu sendi
nöfn sin, heimilisfang og símanúmer,
ásamt uppl. um fjölskyldustærð og aldur
og reynslu í bústörfum, til Morgunblaðs-
ins, merkt: „RAÐSMAÐUR — 119" fyrir
1 5. marz n.k.