Morgunblaðið - 07.03.1976, Page 24

Morgunblaðið - 07.03.1976, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 fUtogtmÞIftfribí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Er forysta hins vestræna heims að bregðast? Þessi spurning verður stöðugt áleitnari og kemur margt til. Hin síðarí ár hefur hin svo- nefnda slökunarstefna ráðið ríkjum i samskiptum austurs og vesturs Hún varð eins konar framhald af austurstefnu Willy Brandts, þáverandi kanslara V- Þýzkalands, sem leiddi til þess, að samskipti V-Þýzkalands og A-Evrópuríkja komust í eðli- legra horf en verið hafði frá stríðslokum. Eins og venjulega í samskiptum lýðræðisríkja við einræðisríki gengu vestræn lýð- ræðisríki til viðræðna við Sovét- ríkin um bætta sambúð með jákvæðu hugarfari og án þess að annað byggi undir. Á Vesturlöndum bundu menn miklar vonir við slökunarstefn- una svonefndu og væntu þess, að hún mundi leiða til þess, að unnt yrði að draga mjög veru- lega úr vígbúnaði og verja þeim fjármunum, sem til hans hafa gengið, til annarra við- fangsefna. Þau voru reiðubúin til þess að teygja sig býsna langt til móts við kröfur Sovét- ríkjanna til að tryggja viðun- andi sambúð ríkja í austri og vestri. Siðustu mánuði hefur það smátt og smátt verið að koma í Ijós, hvers vænta má af hálfu Sovétrikjanna í þessum efnum. Og því miður virðist komið i Ijós, að spádómar mestu svart- sýnismanna um slökunarstefn- una hafa reynzt á rökum reistir. Um margra ára skeið nafði það verið eitt helzta baráttumál Brésneffs, torystumanns sov- ézka kommúnistaflokksins, að kölluð yrði saman Oryggis- málaráðstefna Evrópu. Eftir að það ráðstefnuhald hafði staðið um hríð lagði hann mikla áherzlu á, að ráðstefnunni lyki með fundi æðstu manna. Það var gert í Helsinki á sl. sumri.' Þar undirrituðu æðstu menn beggja aðila yfirlýsingar, sem vonir voru bundnar við. En blekið á undirskriftunum var naumast orðið þurrt þegar Ijóst varð, að Sovétrikin ætluðu alls ekki að standa við gerða samn- inga. Slík viðbrögð einræðis- ríkis eru raunar alþekkt og er skemmst að minnast starfs- aðferða Adolfs Hitlers í þeim efnum. Leonid Brésneff sver sig greinilega i ætt við Hitler. Hann stendur einungis við það, sem honum sýnist, og „túlkar" annað sér i hag. Eftir að Ijóst var orðið hvaða meðferð Helsinkiyfirlýsingin hlaut af hálfu sovézkra stjórn- valda, vöknuðu mjög sterkar efasemdir meðal Vesturlanda- búa um raunverulegan hug Sovétmanna og vilja til bættrar sambúðar. ihlutun Sovétrikj- anna og Kúbumanna í borgara- styrjöldinni i Angóla feykti endanlega burt öllum vonum um, að i Moskvu væri raun- verulegur vilji til þess að koma á bættri sambúð milli austurs og vesturs. Sovétrikin hafa sýnt i verki, að i þeirra huga hefur slökunarstefnan verið tæki til þess að svæfa vestræn ríki á verðinum, telja þeim trú um, að óhætt væri að draga úr vörnum sínum og varnarsam- starfi. Og enginn vafi er á því, að Sovétmenn hafa náð veruleg- um árangri i þessum efnum. f V-Evrópu hafa verið upp stöð- ugar kröfur um, að dregið verði stórlega úr fjárframlögum til landvarna á þeirri forsendu, að Evrópuríkjum stafi ekki lengur hætta af útþenslustefnu Sovét- rikjanna. Jafnvel í Bandaríkj- unum hafa menn haldið að sér höndum. Raddir, sem heyrast hér á íslandi, um að við eigum að segja okkur úr Atlantshafs- bandalaginu og loka varnar- stöðinni á Keflavíkurflugvelli vegna landhelgisdeilunnar við Breta eru undir sömu svæf- ingaráhrifum hinnar „sovézku slökunarstefnu". Þessi stefna hefur nú runnið sitt skeið á enda. Hún er dauð. Framundan er nýtt tímabil í samskiptum austurs og vest- urs, sem af hálfu Vesturlanda- búa mun mótast af meiri tor- tryggni i garð Sovétrikjanna en verið hefur hin siðustu ár. Stjórnmálaleiðtogar í V-Evrópu rísa upp og vekja á ný athygli á hættunni úr austri og fá ófagrar kveðjur frá Moskvu. En — sú spurning vaknar hvort forysta hins vestræna heims er nógu sterk á þessum tímamótum í samskiptum austurs og vest- urs. Undir forystu repúblikana og eftir ófarir i Víetnam og Watergate-hneykslið, virðist einangrunarstefna siga á í Bandaríkjunum. Er uppgjöfin í Angóla ekki merki um þverr- andi siðferðisstyrk og viljastyrk hins vestræna heims? Hinn mikli sovézki rithöfundur, Alex- ander Solzhenitsyn, kann að hafa meira til sins máls, þegar hann hefur aðvarað Vestur- landabúa sterklega á undan- förnum misserum við fyrir- ætlunum Sovétstjórnarinnar, en við höfum ef til vill haldið. Solzhenitsyn þekkir ráðamenn í Sovétríkjunum af eigin raun og hann hefur varað okkur við. Mao, formaður i Kína, þekkir Sovétstjórnina af eigin raun og hann hefur varað okkur við. En höfum við hlustað? Og hafa leiðtogar hins vestræna heims vísað okkur veg? Við erum á hættulegum vegamótum. Einræðisöflin í austri hafa ekkert breytzt. Þann lærdóm getum við dregið af atburðun- um í Angóla. Þess vegna verð- um við að vakna — og standa betur á verðinum en við höfum gert um skeið. Um allan hinn frjálsa vestræna heim þarf að heyrast ný rödd, kveða við nýjan tón, sem minnir okkur á, að frelsið, sjálfstæðið og sjálfs- ákvörðunarréttur þjóða verður aldrei of dýru verði keypt, að milljónirnar, sem Iétu lifið í baráttunni gegn einræðisseggj- um Hitlers létu ekki lífið til einskis. í Moskvu hafa alltaf setið heimsvaldasinnar og einræðisseggir og þeir sitja þar enn. Þess vegna hljóta vestræn lýðræðisriki að efla varnir sínar, styrkja samtök sín og standa vörð um það frelsi, sem svo fáum er gefið í okkar heimi Er forysta hins vestræna heims að bregðast ? Rey ki aví kurbréf ►Laugardagur 6. marz< Þeir fara fjöld Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur, sem nú er nýlátinn, var merkur samtíðarmaður og setti svip á þjóðlíf okkar. Hans er sakn- að af mörgum, enda átti hann í fari sínu þann menningararf sem Islendingar eru hvað stoltastir af. Hann var andvígur þeim stjórn- málaskoðunum sem Morgunblað- ið telur að duga muni þjóðinni bezt, en andspænis dauðanum er slikur ágreiningur lítils virði og afstæður í síbreytilegum heimi. Þegar Sverrir Kristjánsson varð sextugur, skrifaði annar rit- stjóri Mbl. grein um hann og komst þá m.a. svo að orði — og er við hæfi að kveðja hann með þeim orðum, sem um hann voru höfð lifandi: „Við vorum saman í Kaupmannahöfn nítjándu aldar. Eg hafði ekki þekkt hann fyrr en fundum okkar bar þar saman. Eg hafði heyrt að hann væri kommúnisti af guðs náð og gætti þess vandlega að * einkaleyfi kommúnista á kenningum Stalíns lægju ekki á glámbekk. Og hann hafði gaman af að berjast við vindmyll- ur í líki .jslenzks auðvaids". Hann átti sem sagt allsæmilegan húmor í pokahorninu. En stundum kárnaði gamanið. Hann skrifaði margt um gamla manninn frá Grúzíu, sumt af gá- leysi. Og sumt skrifaði hann af rómantískri léttúð. Hann átti sér fasta aðdáendur og nokkurt klapplið. Hann stillti sér upp á sviðinu og hneigði sig. Þessari hlið kynntist ég einnig vel, þegar við hittumst aftur eftir Kaup- mannahafnardvölina. Það var ekki í Bankastræti, heldur Bak- arabrekkunni. Eða heima hjá Þór- bergi. Eða í Þjóðviljanum. Mér fannst stundum að hann hefði skilið eftir manneskjuna í gömlu Hafnarkránni, þar sem ég las hon- um eitthvað af ljóðum fyrstu bók- ar minnar. En svo hef ég hitt hann á góðri stund, þá hef ég rekizt á mann- eskjuna í honum. Hann er sem betur fer ekki einungis uppstopp- aður fugl í pólitisku náttúrugripa- safni samtíðarinnar. A góðum stundum hefur hann ekki þurft neitt klapplið og því ástæðulaust að stilla sér upp á sviðinu — raunar engin þörf að vera annað en nítjándu aldar rómantíkus, í hæsta lagi samtíðarmaður Marx, fróður, góðviljaður, skemmtileg- ur. Umfram allt nitjándu aldar maður. Það er sjaldgæfur eigin- leiki. En Sverrir Kristjánsson á hann í ríkum mæli þegar hann er — hann sjálfur. Allt sem hann hefur bezt skrif- að er sprottið úr þessari tilfinn- ingu, sem er djúp og sönn“. Kjarasamning- arnir Forseti Alþýðusambandsins lýsti yfir því eftir að samningar höfðu tekizt um síðustu heigi, að hann teldi ekki, að hér væri um að ræða verðbólgusamninga. Björn Jónsson benti einnig á að ekki hefði verið farið að óskum verkalýðssamtakanna um að nýj- ar leiðir yrðu reyndar í samning- um þessum og af þeim sökum hefðu kaupgjaldshækkanir orðið meiri en ella hefði orðið. Laun- þegasamtökin hefðu reynt að vinna upp þá kjaraskerðingu, sem orðið hefur að undanförnu, og miðað kröfur sínar við það, að verðlagshækkanir þær sem eru yfirvofandi, verði ekki til þess að veikja kaupmátt launa með þeim hætti sem reyndin hefur á orðið undanfarna mánuði. Allir viður- kenna að kjaraskerðingar hafa orðið og kaupmáttur launa minnkað og því væri það fagnað- arefni ef atvinnuvegirnir gætu borið þær launahækkanir sem nauðsynlegar voru taldar til að koma i veg fyrir frekari kjara- skerðingar. En margir draga í efa, að svo verði og fullyrða að samningarnir séu verðbólgusamn- ingar, a.m.k. verðbólguhvetjandi og gætu haft í för með sér at- vinnuleysi vegna a.m.k. 30% út- gjaldaaukningar atvinnufyrir- tækja á næsta ári. Björn Jónsson taldi að launþegasamtökin hefðu ekki verið í sókn í þessum samn- ingaviðræðum og á honum mátti skilja að árangur þeirra væri ekki meiri en svo, að í hæsta lagi megi búast við að hinir nýju samningar geti mætt þeim verðhækkunum sem spáð er að verða muni á þessu ári. Jón Bergs, formaður Vinnuveit- endasambands Islands,sagði aftur á móti að atvinnurekendur væru að sjálfsögðu kvíðnir yfir því, hvernig þcim tekst að reka fyrir- tæki sín með því aukna álagi, sem fylgir í kjölfar samninganna g gerði ráð fyrir, að hluti af þ m kjarabótum, sem um var sannð, færi út í verðlagið. Það sé óhjá- kvæmilegt, ef einhver von em; að vera til þess; að atvinnufyrin vr- in geti borið sig. Þeir sem t.am. reka blöð með siauknum tilkostn- aði vita að þessi orð formanns Vinnuveitendasambandsins eru ekki sögð út í bláinn. U Svo var að skilja á forseta Al- þýðusambandsins að með þessum nýgerðu kjarasamningum yrði unnt á hægja á verðbólguþró- uninni hér á landi á þessu ári um að minnsta kosti heiming, ef mið- að væri við þá 50% verðbólgu- aukningu, sem varð, þegar hún var hvað mest fyrir rúmu ári. Er þess að vænta að útlitið verði ekki verra en forseti Alþýðusambands Islands gerir ráð fyrir, en helzt þyrftum við að minnka verðbólg- una enn meir til að ná þeim árangri, sem ríkisstjórnin stefn- ir að og nauðsynlegur er, ef þjóðfélagið á að fá þá kjölfestu aftur sem mokað var burtu með kjarasamníngunum á vinstri stjórnar árunum, en þeir voru blekkingin einber og ein helzta forsenda þess hvernig komið var, þegar núverandi ríkisstjórn tók við þrotabúinu. Sú 25%—30% verðbólguaukning á ársgrund- velli sem nú er spáð er allt of mikilj hvað þá ef allt fer í sama farið og við getum ekki haldið okkur á floti með erlendum lán- tökum, eins og gert hefur verið til að komast hjá hruni. Þess mágeta að tvo til þrjá mánuði i kringum síðustu áramót var verðbólgan komin niður í 1% á mánaðar- grundvelli, eins og bent hefur verið á hér i Reykjavíkurbréfi, en þá verður einnig að hafa í huga, að ýmsum verðhækkunum hefur verið frestað og vegna verðstöðv- unar segir þetta eina prósent ekki allasöguna. Jafnvel þótt við hefð- um getað haldið einnar prósent verðbólguaukningu á þessu ári hefði verðbólgan orðið um 12% á ársgrundvelli, en nú má búast við 20%—25% verðbólguaukningu, 1) A það hofur oft verið bent hér I hlaðinu að verðlagseftirlit leysir engan vanda heldur sé frjáls samkeppni á markaðinum lögmál vörugæða, framboðs og eftirspurnar beztu verzlunarha*ttir. Verðstöðvun á daghlöð er t.d. hefting á ritfrelsi. þótt kjarasamningar valdi ekki meiru en 7%—10% af þeirri hækkun, . en f nágrannalöndum eins og Vestur-Þýzkalandi þykir slík verðbólguþróun allt of mikil, eins og kunnugt er; Þjóðverjum hefur tekizt að halda verðbólg- unni undir 6% á ársgrundvelli. Ekkert atvinnu- leysi hér Hér í blaðinu hefur nýlegabirzt tafla um atvinnuleysi og verð- bólguþróun í ýmsum nálægum MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 19?6 25 Sigurbjörn Einarsson biskup: Mörg er sú neyð, sem minnir svo á sig sjálf, að orð eða bend- ingar auka þar engu við. Sliks eru dæmi bæði nær og fjær. Þar fyrir er ekki vist, að jákvæð íhlutun komi af sjálfu sér. Oft er þörfin svo stórvaxin, að mönnum fallast hendur, þótt hjálpa vildu. Þá kemur það fyrir, að menn venjist nábýli við mannlega neyð svo að þeir hætti að sjá hana. Enn er það ekki óalgengt, að menn loki skynfærum sínum fyrir ömur- legum staðreyndum til þess að raska ekki ró sinni i einkaheimi sérhyggju og síngirni. Hjálparstofnun kirkjunnac-á erindi við einstaklinginn, hvernig sem háttað er um af- stöðu hans í þessu sambandi. Sú neyð, sem er meiri en svo, að þú sjáir nein úrræði til þess að létta hana, getur í fyrsta lagi minnt á eitthvað nærtækt, sem þér mætti vera unnt að bæta úr. I öðru lagi gæti verið hægt að þoka stóru vandamáli í rétt horf, ef margir legðu saman. Og séu meinsemdir f kringum okkur, sem dyljast sakir vana, þá þarf að vakna og láta til sín taka. Við þurfum einnig á því að haida, að stjakað sé við okkur, þegar við gerumst sátt við það að okkur sé sjálfum. borgið, þótt aðrir verði undir og liði. Hjálparstofnun kirkjunnar er ætlað að vera opið auga, sem sér mannlega neyð og vekur athygli á henni. Og Hjálpar- stofnun kirkjunnar er ætlað að vera hönd til hjálpar, sem sækir sér styrk og föng í útrétt- ar hendur hjálpfúsra einstakl- inga og beinir góðvild þeirra í þann farveg, að hún komist með virkum hætti til skila, nái til þeirra, sem nauðstaddir eru og þurfandi. Hjálparstofnun kirkjunnar biður ekki um lið- veizlu nema af því, að hún býður fram liðveizlu um það, að Opin augu — „höndin ein og ein“ geti í traustum tengslum við aðrar látið eitthvað um sig muna i baráttunni við böl og bölvalda, sem þjá og þjaka mennina. Hjálparstofnun kirkjunnar er ekki einangraður aðilji. I fyrsta lagi er hún starfstæki kristinnar kirkju á Islandi, með söfnuði landsins að baki sér. Hún er barn þeirrar kristnu frumvitundar, að bróðir eða systir í nauð eigi kröfu til lið- veizlu og líknar. I öðru lagi er Hjálparstofnunin hlekkur í al- þjóðlegri festi kristinnar hjálpar- og liknarstarfsemi, sem nýtur öruggrar forustu og býr við hið traustasta og virkasta skipulag. I þriðja lagi vill Hjálparstofnun kirkjunnar eiga náið samstarf við öll hjálparsamtök innanlands, taka undir með þeim í viðleitni þeirratil þess að vekja almenn- ing til vitundar um þarfir oln- Sigurbjörn EiiParsson biskup hönd til bogabarna og styrkja slík sam- tök til aðgerða. Fórnarvika á föstu er fastur þáttur i starfsemi Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Föstutíminn hefur á öllum öldum ver- Æskulýðs- og fórnarvika 1976 Guö þarfnast Jnnna handa! ið helgaður umhugsun um fórnina miklu, þegar Guð birti það f krossi Jesú Krists, hvern- ig hann líður með þjáðum og fyrir seka, þeim til liknar og bjargar. Þegar fylgzt er með krossferli Krists verður spurn- ingin af vörum hans jafnan nærgöngul: Hvað gerir þú? Þetta gerði ég fyrir þig. Hvað gerir þú fyrir mig? Og sé hlustað og spurt á móti, kemur hjálpar alltaf sama svar frá honum: Viljir þú eitthvað fyrir mig gera, þá beindu þeim vilja til minnstu bræðra minna. Þar er ég, þar líð ég, þar bið ég eftir þér og þinni hjálparhendi. Tvennt er efst i huga á þessari fórnarviku. Hið fyrra er það, að Hjálparstofnunin þarf fleiri fasta styrktarmenn. Hún hefur notið mikillar tiltrúar, sem komið hefur fram í þvi, hve drengilega menn hafa brugðizt við, þegar hún hefur höfðað til almennings um fram- lög, einkum þegar hörmungar hafa dunið yfir, innanlands eða utan. En þó að skyndihjálp í slíkum tilvikum sé ein hin brýnasta nauðsyn og köllun, þá er ekki síður mikilvægt að geta byggt upp hjálparstarf sam- kvæmt áætlun til lengri tima Verkefni á því sviði eru ótelj- andi erlendis og einnig innan- lands í samstarfi við líknar- málasamtök. En Hjálparstofn- unin getur ekki með æskilegu móti látið til sín taka um slik hlutverk nema hún geti byggt á einhverjum föstum tekjum. Þess vegna þarf hún að eiga visan árlegan stuðning frá álit- legum hópi manna. Prestar þjóðkirkjunnar bundust sín í milli samtökum um þetta á sin- um tíma og hafa látið tiltekinn hundraðshluta launa sinna renna til Hjálparstofnunar- innar. Fleiri stéttir og einstakl- ingar þyrftu að fylgja þessu fordæmi. Hið siðara, sem er í fyrirrúmi á þessari fórnarviku, er þörfin á aðstoð við þroskaheft börn. Hjálparstofnunin vill að þessu sinni sérstaklega vekja athygli á þeim sjálfboðasamtökum, sem hafa gengið fram fyrir skjöldu til þess að bæta aðstöðu þessara barna og létta undir með aðstandendum þeirra. Hér eins og á mörgum öðrum svið- um, þarf fyrst að koma vakning og eindregin íhlutun frjálsra samtaka, er hafi að baki fórn- fýsi góðra manna. Þá munu opinberar aðgerðir koma á móti ogtil gagnsmuna fyrr eðasiðar. Flestir, sem þessar linur lesa, munu vera þakklátir fyrir að vera minntir á að þeir hafa tækifæri til þess að rétta hönd til hjálpar. Hversu mikið að vöxtum það er, sem þeir geta látið úr lófa rakna, skiptir ekki eins miklu máli og hitt, að hlýj- an i barmi komist til skila með handtaki, sem uppörvar og styrkir sameiginlega viðleitni margra til þess að gera ofurlítið bjartara i dimmum heimi. Allsnægtaborðið, mvnd eftir Erró löndum og er hún einkar athyglis- verð og að sumu leyti mjög hag- stæð fyrir okkur Islendinga. Yfir- leitt sýnir þessi tafla, sem unnin er upp úr upplýsingum OECD og vestur-þýzka stórblaðsins Siid- deutsche Zeitung, að atvinnuleysi er minnst þar sem verðbólga er mest. Þannig hefur atvinnuleysi m.a. verið haldið niðri á Islandi með erlendum lántökum og miklu fjárstreymi út i atvinnulffið, en að sjálfsögðu er ekki unnt fyrir litið land að halda þeirri stefnu til streitu endalaust. Mun nú vera komið að rauðu striki í þeim efn- um, ef svo mætti að orði komast. Frá nóvember 1974 til nóvember 1975 var atvinnuleysi næst minnst á Islandi af þeim löndum sem upp eru talin eða 1,2%, en aðeins 0,4% i Sviss. Aftur á móti var verðbólga á Islandi á þessu timabili 43,6% en i Sviss var hún einnig minnst, eða einungis um 3%. Einna verst eru Bretar stadd- ir því að á sama tíma og atvinnu- leysið þar var tæplega 6% komst verðbólgan upp i 25,2% og verða menn að líta á örþrifaráð Breta á fiskimiðunum við Island i ljósi þessarar mjög svo neikvæðu þró- unar i Bretlandi. Við skulum vona að þeir samn- ingar, sem nú hafa verið gerðir milli aðila vinnumarkaðarins hér á landi verði ekki taldir verð- bólgusamningar og áreiðanlega er það rétt, að þessir samningar eru miklu skynsamlegri en ýmsir þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið hér á landi á undanförnum árum og þá ekki sizt þeir sem fyrr eru nefndir. Reynt hefur verið að finna nýjar leiðir til að bæta kjör þeirra verst settu, og ber sérstak- lega að fagna þeim árangri, sem náðst hefur i þeirri viðleitni laun- þegasamtakanna að tryggja líf- eyrissjóðina með kaupgjalds- tryggingu, þannig að þeir brenni ekki upp á verðbólgubáli og þeir sem við þá þurfa að styðjast, er halla tekur undan fæti, geti að minnsta kosti sæmilega við unað, en þurfi ekki að bera kvíðboga fyrir afkomu sinni hvorki nú né siðar. Aftur á móti er það rétt að samningagerðin er orðin allt of viðamikil og má í raun og veru telja það til kraftaverka, að ekki skyldi taka lengri tíma en raun bar vitni að ná samkomulagi fyrst verkfall þurfti á ann- að borð að skella á, en auðvit- að hefði verið æskilegast, að unnt hefði verið að koma i veg fyrir það og telja marg- ir, að það hefði verið hægt, ef fyrirhyggja og ráðdeild hefðu setið í fyrirrúmi. Forseti Alþýðu- sambands Islands sagði, að þegar flest hefði verið á vegum laun- þegasamtakanna í Loftleiðahótel- inu, hefðu fulltrúar þeirra verið á þriðja hundrað manns og það var enginn smáhópur manna, sem skrifaði undir samningana, þegar upp var staðið. Torfi Hjartarson, sá aldni heiðursmaður sem haft hefur forystu um kjarasamninga á undanförnum árum við mikinn og góðan orðstír benti á það í ræðu sem hann flutti, þegar samningar voru undirritaðir, hve þeir væru orðnir viðamiklir, en lagði þó þyngsta áherzlu á það heilladrjúga spor, sem nú hefði verið stigið með samþykktinni um lifeyrissjóðina Stefnum að fyrirmyndarríki Allir gera sér grein fyrir því, hve samningagerð er orðin flókin og hve margir leggja þar hönd á pióginn. Forseti Alþýðusambands Islands hefur bent á, að forysta Alþýðusambandsins hefði verið gagnrýnd fyrir að of fáir menn kæmu við sögu slíkra samninga og sjónarmið því ekki öll komizt til skila, en nú hefði verið úr þessu bætt með þátttöku miklu meiri fjölda en áður, aðal- samninganefndar baknefnda, undirnefnda o.s.fr. En það hlýtur samt að vera öllum ljóst, að þessi aðferð getur ekki dugað til fram- búðar. Enda þótt forseti Alþýðu- sambandsins legði áherzlu á að þetta væri lýðræðisleg aðferð og lýðræðið væri oft þungt i vöfum, verður að einfalda þessa samn- ingagerð, svo að unnt verði að taka skjótari ákvarðanir og finna lausnir á vandanum á skemmri tima en nú er. I raun og veru hallast áreið- anlega flestir að þvi að nauð- synlegt sé að koma á fót samn- inganefndum, sem starfa allt árið og leiðrétta það sem af- laga fer og undirbúa nýja samningagerð, áður en í óefni er komið. Rauðu strikunum er ætlað að vera einskonar mælikvarði á þróunina og er það gott og vel, en betur má, ef duga skal, og ættu aðilar að finna lausn á því með hverjum hætti unnt er að ein- falda samningagerðina og þá ekki síður að finna leiðir til að minnka hættuna á verkföllum, sem flestir telja, að séu orðin úrelt tæki í verkalýðsbaráttu í nútíma vel- ferðarríki. Er þess að vænta að samningarnir nú leiði til þess, að viðkomandi aðilar hugsi sitt mál og dragi einhvern lærdóm af samningaviðræðunum allri þjóðinni til hagsbóta — og þá að sjálfsögðu ekki sízt launþegum og þeim sem verst eru settir í þj.óð- félaginu, því að verkföll koma harðast niður á þeim. Hér í blaðinu hefur áður verið lögð á það rík áherzla, að of mikill launamismunur sé hættulegur og ósamboðinn jafnréttisþjóðfélagi eins og því, sem við lifum í, og raunar er þessi mismunur aðeins vatn á myllu öfgaafla, sem reyna að nota sér óánægju þeirra, sem njóta ekki fullkomlega góðs af þeirri velferð, sem hér hefur rikt. Þetta er íhugunarefni og nauð- synlegt að menn geri sér grein fyrir þessu, áður en það verður um seinan. Enda þótt Iáglauna- bætur hafi verið misnotaðar vegna þeirrar viðmiðunar, sem notuð hefur verið og ýmsir þeirra sem þær hafa fengið í raun og veru haft mikiu meiri tekjur en taxtarnir segja til um, t.d með margfaldri vinnu, þá er hitt engu siður rétt að leitast við eftir megni að finna þær leiðir, sem tryggja hinum verst settu i þjóð- félaginu mannsæmandi kjör og koma með þeim hætti í veg fyrir stéttaátök, sem virðast óhjá- kvæmileg í milljónaþjóðfélögum, þar sem mismunur á tekjum og aðstöðu er svo mikill, að Islend- ingar geta með engu móti gert sér það í hugarlund í raun og veru. Við stefnum ekki að sósíalistísku riki, þar sem hátekjumenn og kommisarar hafa jafnvel sér- stakar verzlanir fyrir sig og sina, heldur velferðarríki, þar sem allir hafa jafna aðstöðu og geta notið hæfileika sinna og enginn þarf að bera kvíðboga vegna aðstöðu sinnar. Við stetnum að stéttlausu ríki fámennrar þjóðar, þar sem hæfileikar, menntun og ábyrgð eiga að visu að gefa mönnum aukna möguleika í lífsbaráttunni og verka sem hvatning til aukinna dáða, en við stefnum ekki að for- réttinda-þjóðfélagi fárra út- valdra. Ohóflegur tekjumismunur er siðferðilega rangur i réttlætis- þjóðfélagi eins og því sem við lifum i, am.k. eiga allir að hafa nóg að bita og brenna og geta veitt sér það sem velferðarþjóðfé- lag okkar hefur upp á að bjóða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.