Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 Lenny er listaverk Tónabíó LENNY * ★ ★ ★ Bandarísk, frá 1974, U.A. Sýningartími 111 min. Leik- stjóri: Bob Fosse, klipping: Al- an Heim. Aðalhlutverk: Dustin Hoffman, Valerie Perrine, Jan Miner, Stanley Beck. „Bannfæring orðsins gefur þvf kraftinn og valdið." Lenny Bruce. Kvikmyndin Lenny er tví- mæialaust eitt mesta listaverk sem boðið hefur verið upp á í kvikmyndahúsí um langa tíð. Mér er ekki kunnugt um hversu ýtarlega hún eltir lista- mannsævi Lenny Bruce, hann hefur sjálfsagt verið mun mergjaðri en hér er sýnt, en sem kvikmynd er hún einstök. Háðfuglinn, grínistinn, næt- urklúbbaskemmtikrafturinn Lenny Bruce var full snemma á ferðinni, bitur og óvæginn, klúr og hvassyrt þjóðfélagsádeila hans mundi hitta beint í mark í dag, og slá í takt við tímann, en fyrir einum til tveimur áratug- um færði hún skapara sínum einungis vandræði; málaferli og fangelsisdóma. Lenny var og gallagripur að mörgu leyti, „óforskammaður" í framkomu, óábyggilegur, eilít- ið ruglaður kynferðislega, en eiturlyfjaneyzlan var þó hans versti löstur og leiddi hann að lokum til dauða árið 1966. Hann giftist eftirlifandi konu sinni árið 1952, fatafellunni „Hot“ Honey Harlow. Hún var jafnvel forfallnari eiturlyfjaneitandi en Lenny, og hjónaband þeirra var stormasamt og sorglegt. Leikstjórinn, Bob Fosse, hef- ur skapað frábæra kvikmynd um þessa harmsögu þjóðfélags- gagnrýnandans. Jafnframt því sem hann fylgir siðustu fimm- tán æviárum Lennys þá fellir hann inn í viðtöl við móður Lennys (stórkostlega vel leikin af Jan Miner), umboðsmann hans, Artie Silver (Stanley Beck) og Honey (Valerie Perr- ine). Viðtölin setja heimilda- myndarblæ á kvikmyndina og gera hana raunverulega (upp- setningin minnir á annað meist- araverk bandarískrar kvik- myndagerðar, CITIZEN KANE), sama máli gegnir svart/hvíta kvikmyndatakan sem nær fullkomlega andrúms- lofti reykmettaðra og subbu- legra annars flokks nætur- klúbba Bandarikjanna. Mörgatriða Lenny eru frá- bær að allri gerð. T.d. atriðið þegar Lenny kemur með Honey heim til sín í fyrsta sinn, atriðið í símaklefanum í Honolulu, þegar Honey utanvelta af eitur- lyfjaneyzlu, hringir í Lenny; vandræðaleg, lostafull og harm- þrungin rúmsena Honey og les- bíunnar; og ekki sizt síðasta sviðsframkoma Lenny Bruce. Það er átakanlegt atriði, Lenny er yfirkeyrður af eiturlyfja- neyzlu, en reynir hvað hann getur til þess að ná til áhorf- enda, en tapar síðustu atlög- unni . . . Það er erfitt að tiunda leik þeirra Dustin Hoffman og Perr- ine, það er einfaldlega útilokað að gera þessum hlutverkum betri skil. Ég get þó ómögulega komizt hjá því að hrósa Valerie Perrine örlítið, þvi önnur eins leikkona hefur ekki komið fram í áratugi. Bæði stórglæsi- leg, „sexy“ og virðist ekkert vera eðlilegra en að leika, hvort sem hún tjáir gleði eða sorg. Og i heild er þetta ein bezt leikna mynd sem sézt hefur langa lengi. Bandaríkjamenn virðast eiga ótakmarkaðar birgðir af úrvalsleikurum. Þá er og kvik- myndataka Bruce Surtees (son- ar hins gamalkynna Robert Surtees) áhrifarik. En það er Bob Fosse sem á mest hólið skilið, honum hefur tekizt að ná öllum endum vel saman, og með hjálp annarra mikilhæfra listamanna að skapa eina beztu mynd sem gerð hefur verið á siðari árum. S.V. Háskólabfó BAD COMPANY + + Þetta er ein af þessum mynd- um sem koma þægilega á óvart eins og oft vill verða þegar mað- ur gerir sér ekki of háar hug- myndir um gæði þeirra kvik- mynda sem maður ætlar sér að sjá. Efnisþráðurinn er all- óvenjulegur; nokkrir harðsoðn- ir sfrákakettlingar flýja her- skylduna og þrælastríðið og halda vestur á bóginn, þar sem þeir telja sig hólpna. Allt reyn- ast þetta tálvonir og endar ferðalagið í hálfgerðri martröð. BAD COMPANY er lengst af létt og með hressilegu yfir- bragði og á meðan heldur hún athygli áhorfandans. En þegar tekur að líða á myndina gerist hún full alvarleg og dramatísk og missir flugið. En þar sem þetta er byrjandaverk leikstjór- ans og formgallar f handritinu, þá verður ekki annað sagt en að ágætlega hafi tekizt til og BAD COMPANY stendur vel upp úr með meðalmennskunni. Leikur Jeff Bridges er með ágætum, þar er framtiðarleikari á ferð. S.V. Nýja bíó FLUGKAPPARNIR ★ Einhverra hluta vegna hefur undirrituðum ætíð geðjazt vel að leikaranum Cliff Robertson (THE NAKED AND THE DEAD UNDERWORLD U.S.A., CHARLY, Oscarsverðlaun in: J.W. COOP, THE GREAT NORTHFEILD MINNESOTA RAID). Hann á einkar létt með að tjá sig og framkoma hans einkennist af góðri þjálfun, er ævinlega yfirvegað- ur og þægilega afslappaður. En hér er Robertson, vínur minn, á nokkrum villigötum. ! þessari mynd, sem byggð er á sögu Steven Spielberg, nær hann sér aldrei almennilega á strik, frekar en myndin sjálf. Það skortir oftast herzlumininn á að þetta verði hin ágætasta skemmtun og er það reyndar oft framundir hlé. En í lokin dettur botninn úr, og hugmynd sem í upphafi leit ágætlega út hefur mistekizt. Því létu þeir hjá Fox ekki Spielberg stjórna myndinni? Þá hefði það örugg- lega tekizt sem þeir ætluðu sér. Þess má til gamans geta að væntanleg mynd í Laugarás- bíói, The THE GREAT WALDO PEPPER, fjallar um naðalfkt efni, munurinn er bara sá að þar er frjórra hand- rit og leikstjórnin i höndum eins mesta ævintýraskálds okk- ar tíma, Georg Roy Hill. GAMLA BIÓ WALKING TALL („Að moka flórinn“) -fc Þessi mynd naut mikilla vin- dælda í heimalandi sínu þegar hún var sýnd þar fyrir tveimur árum. Það kemur ekki á óvart eftir að maður hefur séð mynd- ina, því hún er óvenjulega hressileg, og málstaður sögu- hetjunnar er það heiðarlegur og drengilegur að ofbeldið í áhorfandanum vaknar grimmi- lega og hugsanirnar verða skelfilegar; „lemdu helvitió til óbóta“, „veittu hinum eftir- minnilega ráðningu", „dreptu þetta afstyrmi, þennan sýkil i þjóðfélaginu", og þannig fram eftir götunum. WALKING TALL fjall ar nefnilega um nokkuð sér-' staka atburði í spilltri ver- öid og þá sanna. Ungur maður Buford Pusser, kem- ur heim frá Viet Nam, gerist glímumaður um tíma, hverfur siðan til sinna bernskuslóða og hyggst yrkja landið. En mafíulýður hefur gjörspillt nagrenninu og það verður hlutverk Pussers að hreinsa til i sinni heimabyggð, en það hefst ekki átakalaust né án fórna. Það er ánægjulegt að sjá að enn eru til menn sem þora að berjast fyrir réttum málstað og láta hvorki mútur né ógnanir stöðva sig í baráttunni fyrir réttlætinu. laugarAsbió THE EIGER SANCTION („A mannaveiðum") ★★ Þrátt fyrir að T.E.S. sé hin ágætasta skemmtun og á köfl- um afbragðsgóð, þá tekst Eastwood ekki að magna upp spennu í jafnríkum mæli og I fyrri myndum sinum. Hvað bezt tekst honum upp I baráttu manns og náttúru — fjall- gönguatriðin í Monument Valley, Arizona (eftirlætisum- hverfi vestra John Fords) og í ölpunum eru bæði ægifögur og yfirþyrmandi. En Eastwood er engan veginn i formi og leikur hans langt fyrir neðan meðal- lag. Bók Trevanians, sem naut all- nokkurra vinsælda hérlendis, er fylgt þokkalega — fyrir utan endinn, en handritið er slakt á köflum og bröndurum stungið inni eftir behag. Kvikmyndatakan er oft stór- kostleg, tónlistin er góð og leik- ur þokkalegur, einkum hjá Jack Cassidy, og mikið væri gaman að fá að sjá Heidi Brúhl oftar. S.V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.