Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 1
40 SIÐUR
70. tbl. 63 árg.
ÞRIÐJUDAGUR 30 MARZ 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Bretar veiddu 8.257 lestir
frá 9. febrúar til 20. marz
Frá Mike Smartt i Hull.
BREZKU togararnir á tslandsmiðum halda sér við þann aflakvóta sem
Bretar ákváðu f febrúar samkvæmt tölum sem brezka landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneytið birti f gær.
Aflinn á tfmabilinu 9. febrúar til 20. marz var alls 8.237 lestir, 484
lestum minni en kvótinn sem Bretar settu sér. Þorskaflinn var 7.649
lestir, 354 lestum minni en kvótinn sem þeir settu sér.
Árskvótinn sem Bretar settu
sér, til að sýna samkomulagsvilja
í fiskveiðideilunni að þeirra sögn,
var 100.000 lestir, þar af 85.000
lestir af þorski. Þeir ákváðu jafn-
framt að aðeins 105 brezkir
togarar ættu að stunda veiðar á
Islandsmiðum.
Austen Laing, forstjóri brezka
togarasambandsins, segir að út-
gerðarfyrirtæki hafi nákvæmt
eftirlit með aflatölum og að tölur
ráðuneytisins sýni að brezkur
sjávarútvegur haldi vel á málinu.
Hins vegar segir Laing að sjálf-
viljugar aflatakmarkanir hafi í
för með sér að aflinn sé minni en
á sama tíma í fyrra. Heildaraflinn
hefur minnkað um einn þriðja
eða 2.818 lestir miðað 'við sama
tíma i fyrra og þorskaflinn rúm-
lega það.
„Þetta getur gengið um tíma en
er hættulegt þegár fram i sækir,“
segir Laing.
Brezka togarasambandið sagði
fyrir helgina að innflutningur á
erlendum fiski bætti upp þann
af!a sem br'ezkir togarar kæmu
ekki með á land, bæði vegna deil-
unnar við Islendinga og sam-
dráttar i útveginum.
Togarasambandið sagði að
brezkir togarar gætu ekki veitt
þann fisk sem markaðurinn þyrfti
og að ekki yrðu nógu margir
togarar til að anna eftirspurninni
þegar ástandið batnaði.
I yfirlýsingu ráðuneytisins
Framhald á bls. 39
Morð fyrir
valdatökuna
Buenos Aires, 29. marz.
Reuter.
Þrfr grfmuklæddir menn
skutu háttsettan mann úr lög-
reglunni til bana f bifreið í
Buenos Aires f dag, nokkrum
klukkustundum áður en hinn
nýi forseti Argentfnu, Jorge
Videla hershöfðingi, vann
embættiseið sinn.
Með honum unnu embættis-
eiða ráðherrar stjórnar hans,
sex herforingjar og tveir
óbreyttir borgarar. Að minnsta
kosti 20 hafa fallið siðan bylt-
ingin var gerð, þar af tveir f
sjálfri byltingunni.
Jorge Videla hershöfðingi,
yfirmaður argentfnska land-
hersins og hinn nýi forseti
Argentfnu.
Beirút, 29. marz. Reuter. AP.
Suleiman Franjieh for-
seti neitaði enn að leggja
niður völd í dag þrátt fyrir
nýja sigra vinstri manna í
borgarastríðinu í Líbanon.
I Washington varaói banda-
ríska utanríkisráðuneytið enn við
þvi í dag að hernaðaríhlutun
utanaðkomandi rikja i Líbanon
gæti haft hættulegar afleiðingar.
í Kaíró sendi framkvæmdastjóri
Arababandalagsins, Mahmoud
Riad, þjóðhöfðingjum Arabaland-
anna áskorun Anwars Sadats for-
seta um tafarlausa íhlutun Araba
til að binda enda á borgarastríðið.
Kuwait hefur neitað að fallast á
áskorunina sem fæli í sér að sam-
eiginlegt arabískt herlið yrði sent
til Líbanon til að skilja kristna
menn og múhameðstrúarmenn I
sundur. Jafnframt halda flótta-
menn áfram að streyma til Kýpur
og munu nú vera um 1500, aðal-
lega kristnir.
Eftir fall Hilton-hótelsins í Bei-
rut hafa hægrisinnar misst
síðasta virkið sem þeir höfðu til
að verja leiðirnar til kristna
hverfisins í austurhluta Beirut og
hafnarinnar sem er á þeirra valdi.
Þar með er lokið margra mánaða
baráttu um hótelið þótt fjórir
falangistar verðust enn á efstu
hæðunum í dag.
Bardagar geisa enn í rústum
Regent-hótelsins sem er aðeins
400 metrum fyrir vestan aðal-
stöðvar falangista. Vinstrisinnar
reyna að flæma hægrimenn úr
verzlunarhverfinu.
Heimabær Franjiehs, Zgharta í
Norður-Líbanon, er í umsátri og
hörð stórskotaárás var gerð á bæ-
inn f dag. Vinstrisinnar sækja
hægt og bitandi fram á hrjóstrugu
Framhald á bls. 39
Símamvnd AP
STÓRSKOTAÁRÁS—Líbanskir hermenn gera stórskotaárás á stöðvar kristinna
manna skammt frá forsetahöllinni suður af Beirút. Vinstrimönnum hefur enn ekki
tekizt að ná höllinni á sitt vald.
Alþýðufylkingin á
1 kvöld bannaði spænska lög-
regian blaðamannafund sem
bandalagið ætlaði að halda og
handtók tvo af leiðtogum þess,
kommúnistann Lazcelino Caz og
lögfræðinginn Raul Morodo, leið-
toga flokks alþýðusósfalista.
Bandalag stjórnarandstöðuflokk-
anna ætlaði að kvnna stefnu sína
á fundinum.
Ýmsir embættismenn telja
bandalagið hættulegra núverandi
stjórnskipulagi en „alþýðufylk-
ingin“ sem sigraði i kosningunum
1936, en sigur hennar leiddi til
byltingar Francos hershöfðingja
og í kjölfar hennar fylgdi
borgarastríðið.
Einn embættismannanna sagði
T dag: „Þeir vilja segja algerlega
skilið við fortiðina og berjast
gégn lögmæti konungdæmisins
sem er heilagt." Hann sagði að
ekki færi á milli mála að
kommúnistar hefðu töglin og
hagldirnar í bandalaginu sem
væri niðurrifsafl.
Ymsir embættismenn töldu að
Framhald á bls. 39
Staða Foots
furðu sterk
London, 29. marz. Reuter.
JAMES Callaghan utanrfkisráð-
herra og Michael Foot atvinnu-
ráðherra verða Ifklega þvf sem
næst jafnir f annarri atkvæða-
greiðslunni um næsta forsætis-
ráðherra Bretlands. Orslitin
verða kunngefð kl. 16.30 á morg-
un, þriðjudag, og Callaghan er
spáð sigri f þriðju atkvæða-
greiðslunni sem lýkur á mánudag
ef af henni verður.
Þvf er jafnvel spáð að Foot fái
fleiri atkvæði en Callaghan og sá
möguleiki er ekki útilokaður að
Framhald á bls. 39
Michael Foot
Madrid, 29. marz. Reuter.
Spænskir etnbættismenn létu í
Ijós ugg f dag vegna aðildar
kommúnista að nýju bandalagi
sem andstöðuflokkar spænsku
stjórnarinnar stofnuðu um helg-
ina.
Samþykkja
bandarísku
útfærsluna
WashinRton. 29. marz. AP.
ÖLDUNG ADEILDIN sam-
þykkti í dag frumvarpið um
útfærslu bandarfsku fiskveiði-
lögsögunnar f 200 mílur 1.
marz 1977 samhljóða og sendi
það fulltrúadeildinni eftir 20
mfnútna umræður.
Warren G. Magnusson öld-
ungadeildarmaður, einn helzti
baráttumaður 200 mílnanna,
kvað frumvarpið árangur 11
ára tilrauna til að verja fisk
við Bandaríkjastrendur gegn
ofveiði erlendra skipa. „Það
mun bægja erlendum fiskisjó-
ræningjum frá miðum okkar,“
sagói hann.
Ted Stevens, öldunga-
deildarmaður repúblikana frá
Alaska, sagði það ekki ætlun-
ina með frumvarpinu að grípa
fram i fyrir hendurnar á haf-
réttarráðstefnunni i New
York.
Stevens kvaðst hafa fengið
þær upplýsingar að ríkis-
stjórnin gæti fallizt á einhliða
útfærslu fiskveiðilögsögunnar
í 200 milur eins og kveðið er á
um í frumvarpinu. Það er
málamiðlunarfrumvarp og um
það náðist samkomulag á fund-
um sameiginlegrar nefndar
beggja þingdeilda.
Stuðningsmenn frumvarps-
ins vona. að það neyði haf-
réttarráóstefnuna til að ljúka
gerð samnings um fiskveiðilög-
sögu áður en Bandarfkin færa
út í 200 mílur, hermir UPI.
Vinstrisókn
i Líbanon
Spáni vekur ugg