Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. 19 Sigorðnr varði titil sinn KR-ingurinn Siguröur T. Sigurðsson varð fslands- meistari í karlaflokki á fslandsmótinu í fimleik- um, sem fram fór á laugar- daginn. Hefur Sigurður nú unnið fslandsmeistara- titilinn þrjú ár í röð og er hann í nokkrum sérflokki atkörlunum. I sveitakeppninni hafíji Ár- mann hins vegar nokkra yfirburði og átti félagið þrjá fyrstu menn i öllum flokkum, nema i meistara- flokki, þar áttu KR-ingar 1. og 2. mann. Hlaut sveit Ármanns 260,7. Gerpla — sem ekki sendi sínar stúlkur til keppni kvenfólksins — varð i 2. sæti hjá körlunum með 126..4 stig. KR-ingar urðu síðan í þriðja sæti með 84.8 stig, eða þau stig sem Sigurður og félagi hans, Gunnar Rfkharðsson, hlutu I flokki fullorðinna hlaut Sigurður 45.4 stig, Gunnar 39.4 stig og þriðji varð Ármenningur- inn Heigi Ágústsson með 39.4 stig. I yngsta flokkinum. drengja 12 ára og yngri sigraði Sigurður Ingason með 27.1 stig. I flokki 13—14 ára bar Diðrik Emilsson sigur úr býtum, hlaut 32.4 stig. —Ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægður með þetta mót. sagði Ásgeir Guðmundsson. for- maður Fimleikasambands Is- lands. f viðtali við Morgun- blaðið að loknu tslandsmeistara- mótinu í fimleikum sem fram fór í tþróttahúsi Kennarháskóla tslands á laugardag og sunnudag. — Það er ekkert vafamál. að í rétta átt stefnir hjá okkur. sagði Asgeir, — og við verðum að hafa þolinmæði enn um stund til þess að bfða eftir fimleikafólki á alþjóðlegan mælikvarða, Ég tel að það sé ekki svo mjög langt í það að við eignumst fólk sem nær 12. stigi þess fimieikakerfis sem við bvggjum á. f einstökum grein- um. Það gæti jafnvel orðið þegar Ingólfur Stefánsson sigraði svo f flokki 15—16 ára með 35.1 stig og það hefur þegar verið tekið fram að allir þessir piltar eru í Ar- manni. á næsta ári. Hins vegar Ifða sjálfsagt nokkur ár unz við~eigum nokkurn hóp sem náö hefur þessu marki. Sá tími skiptir ekki miklu máli. að mínum dómi. Það sem mest er um vert er að grunnurinn sem við bvggjum á sé traustur. og ég tel. að mótið nú um heigina sanni að við séum á réttri leið og upp á við þokist greinilega. Þátttaka í mótinu var allgóð. en að vísu munaöi miklu um að eng- ir keppendur voru sendir frá Iþróttafélaginu Gerplu í Kópa- vogi f kvennaflokkinn. en það fé- lag hefur á að skipa allgóðum keppnisflokki. — Okkur þvkir mjög miður að Gerplustúlkurnar skyldu ekki vera með f mótinu, sagði Asgeir. og ég vona að"sá ágreiningur sem risinn er jafnist innan tíðar. stjl. Þetta þokast upp á við mmm stulka n hafmr- FIRDIVARR FIMLEIKAMEISTARI Karolína Valtýsdóttir, kornung stúlka úr Hafnarfirði, hlaut íslands meistaratitilinn í fimleikum kvenna árið 1976. Keppti Karolína i flokki 13—14 ára stúlkna og sýndi hún mikla hæfni við margar æfingar sem keppt var í á mótinu. Alls hlaut Karolína 22.5 stig, tæplega heilu stigi meira en ÍR stúlkan Gunnhildur Úlfarsdóttir sem varð i öðru sæti. Gunnhildur keppti einnig i flokki stúlkna 13—14ára. Emma Magnúsdóttir úr Hafnarfirði, sem keppti i flokki stúlkna 1 5— 1 6 ára varð svo í þriðja sæti í mótinu með 2 1,4 stig. Er greinilegt að allar þessar stúlkur og þær sem næstar þeim stóðu í mótinu kunna orðið mikið fyrir sér í íþrótt sinni. og ættu að geta náð langt með þeirri elju sem þarf við æfmgar í kvennaflokknum var keppt í fjórum aldursflokkum og urðu úrslit i þeim sem hér segir í 4 aldursflokki þar sem keppendur voru 1 2 ára og yngri sigraði Berglind Sigurðardóttir, Björk, og hlaut hún 17,9 stig Önnur varð 'Brynhildur Skarphéðinsdóttir, einnig úr Björk. og hlaut hún 15,3 stig og þriðja varð Aðalheiður Viktorsdóttir úr Ármanni sem hlaut 1 5,0 stig í flokki stúlkna 13—14 ára, 3 aldursflokki, varð Karolina Valtýsdóttir Björk, sigurvegari með 22,5 stig og færði það henni íslandsmeistara- titilinn Önnur varð Gunnhildur Úlfars- dóttir, ÍR, með 21,6 stig og þriðja varð Dagbjört Bjarnadóttir. Björk. með 1 7.5 stig í 2 aldursflokki, 15—16 ára. sigraði Emma Magnúsdóttir. Björk, með 21,4 stig Önnur varð Helga Ingjaldsdóttir IR, með 20,5 stig og þriðja Nina Karen Jónsdóttir. ÍR, með 1 6, 7 stig í flokki 1 7 ára og eldri sigraði Kristin Ólafsdóttir úr ÍR sem hlaut 21,2 stig Sjöfn Jónsdóttir. Björk, varð önnur með 20.9 stig og þriðja varð Björk Sveinsdóttir. Björk með 20.7 stig í flokkakeppninni sigraði Björk úr Hafnarfirði og hlaut 151.7 stig Er sá árangur sem Hlin Árnadóttir þjálfari félagsins hefur náð óneitanlega eftir- tektarverður í öðru sæti i flokkakeppn- inni varð ÍR með 143,7 stig., Ármannsstúlkurnar urðu i þriðja sæti með 1 18,2 stig og lið KR rak lestma með 95.1 stig Stjl Hanknr kræktí í Hermannsbikarinn af Árna Magnús og Halldór hnífjafnir í göngukeppninni HIÐ árlega Hermannsmól á skíð- um var haldið á Akurevri um helgina. Mót þetta, sem er punktamöt. er kennt við hinn góð- kunna frumkvöðul skíðafþróttar- innar. Hermann Stefánsson. menntaskólakennara á Akurevri. Blíðskaparveður var á Akureyri um helgina, og aðstæður til keppni góðar. utan hvað langt er liðið síðan snjóað hefir norður þar og menn jafnvel orðnir ugg- andi um Landsmótið, sem halda á á Akureyri um páskana. vegna snjóleysis. Allir beztu skíðamenn og konur landsins voru mætt til leiks, nema Sigurður Jónsson, sem dvelst á Italíu um þessar mundir eins og annars staðar kemur fram í blað- inu. GANGA Keppt var í 15 km göngu 20 ára og eldri svo og í 10 km göngu 17—19 ára. Nokkurn svip setti á göngukeppni fullorðinna að Fljótamennirnir fræknu Trausti og Reynir Sveinssynir. voru ekki meðal keppenda. Það skorti þó alls ekki á að keppni væri jöfn. Svo jöfn var hún að tveir kepp- endur komu jafnir í mark á 48. mín. 23 sek., þeir Magnús Eiríks- son, Siglufirði. og Halldór Matthí- asson, Akureyri. Það er án efa einsdæmi í göngukeppni hérlend- is og jafnvel þótt víðar væri leitað að keppendur komi hnífjafnir i mark, en svona er það, einhvern- tfma verður allt fyrst. Keppnin í yngri flokknum var og jöfn. en þar sigraði Haukur Sigurðsson úr Ólafsfirði. ALPAGREINAR KVENNA I stórsviginu hafði Steinunn Sæmundsdóttir mikla yfirburði. Hún hlaut beztan brautartima bæ^i i fyrri og seinni ferðinni, hún sigraði með talsverðum yfir- burðum. Steinunn sýndi mikið ör- yggi í ferðum sínum. Margrét Baldvinsdóttir frá Akure.vri, sem hefir um árabil verið í fremstu röð, hreppti annað sætið. Margrét var í essinu sinu á sunnudag. Hún sigraði þá í sviginu, hlaot um það bil hálfri sekúndu betri tíma en Jórunn Viggósdóttir. Steinunn Sæmundsdóttir var hins vegar með örlítið betri tíma en Margrét eftir fyrri umferð, en færðist of mikið í fang i þeirri siðari, féll og hætti keppni. Margrét hlaut því fyrsta sætið f alpatvfkeppninni. Kvennakeppnin var annars óvenju jöfn og er helzt að sjá sem fylking góðra skiðakvenna fari stöðugt breikkandi. ALPAGREINAR KARLA Arni Óðinsson. Akuceyri. hefir unnið Hermannsbikarinn undan- farin fimm ár oftast með talsverð- um yfirburðum. Nú var það hins vegar annar Akureyringur og Óiympíufari, Haukur Jóhanns- son. sem batt enda á sigurgöngu Árna. Haukur sigraði bæði í stór- svigi og svigi eftir mjög harða keppni við Árna í sviginu og Tóm- as Leifsson í stórsviginu. Tómas hafði beztan tíma eftir f.vrri um- ferð í stórsviginu, en Haukur keyrði mjög vel i þeirri síðari og hlaut 0.09 sek. betri tíma en Tóm- as. Jafnara get það varla verið. Það varð svipað uppi á teningun- um í sviginu. Árni Óðinsson hafði beztan tíma eftir fyrri umferð. en Haukur skaut honum ref fyrir rass i þeirri síðari og varð 1/10 úr sek. á undan. Það eru þó ekki afrek þessara snjöllu skíðamanna. sem hæst ber á Hermannsmótinu. Arangur 16 ára gamals skíðamanns frá Akur- eyri. Karls Frímannssonar. er stórum eftirtektarverður. Karl varð fimmti i stórsviginu og f jórði i sviginu og á Húsavíkurmótinu á föstudag hreppti Karl í 2. sætið í svigi. Þessi ungi piltur gat ekkert tekið þátt í keppni i fyrra, vegna þess að snemma vetrar varð hann fyrir því óláni að fótbrotna. Karl virðist nú vera kominn yfir þessi meiðsli og mega skíðaunnendur án efa vænta mikilla og góðra afreka af hendi Karls í framtíð- inni. Þess má raunar geta að Karl er sonur Karólínu Guðmundsdótt- ur, hinnar kunnu skíðakonu og á því ekki langt að sækja skíða- kunnáttuna. Þá er tvíburasystir Karls. Katrín. og i fremstu röð skíðakvenna. Sigb.G. STÓRSVIG KARLA llaukur Jóhannss. A 72.79 64.64 137.43 Tómas Leifsson. A 72.27 65.25 137.52 Arni Óóinsson. A 73.59 66.30 139.89 Böóvar Bjarnason. II 73.70 67.74 141.44 Karl Frfmannsson. A 75.04 67.05 142.09 Hafþór Júlfusson. t 75.44 66.89 142.33 Björn Víkingsson. A 75.29 67.38 142.67 Bjarni Sigurósson 11 74.85 68.14 142.99 Einar Kristjánss.. I 75.35 70.20 145.55 Valur Jónatansson. t 77.12 69.51 156.63 SVIG KARLA llaukur Jóhannsson. A 45.50 48.80 94.30 Arni Óóinsson. A 45.34 49.06 94.40 Tómas Leifsson. A 46.28 48.76 95.04 Karl Frímannsson. A 46.09 50.62 96.71 Gunnar Jónsson. t 46.12 51.00 97.12 Hafþór Júlfusson. 1 46.39 50.99 97.38 Böóvar Bjarnason. 11 47.97 49.82 97.79 Valur Jónatansson. I 47.22 51.24 98.46 Bjarni Sigurósson. II 47.19 51.55 98.74 Guójón Ingi Sveriss.. R 48.57 52.13 110.70 ALPATVlKEPPNI KARI.A Ilaukur Jóhannsson. A 0.00 Tómas Leifsson. A 4.55 Arni Óóinsson. A 11.73 Karl Frímannsson. A 34.35 Böóvar Bjarnason. II 37.34 STÓRSVIG KVENNA Steinunn Sæmundsd. R 69.86 71.54 141.40 Margrét Baldvinsd. A 73.46 73.82 147.28 Jórunn Viggósdóttir. R 75.67 72.99 148.66 Katrfn Frfmannsd. A 74.64 74.83 149.47 Margrét Vilhelmsd. A 73.77 75.95 149.72 Aldís Arnardóttir. A 74.55 75.40 149.95 SVIG KVENNA Margrét Baldvinsd. A 38.94 40.58 79.52 Jórunn VÍRKÓsdóltir, R 39.11 40.83 79.94 Katrín Frímannsd. A 40.69 40.54 81.23 Aldfs Arnardóttir. A 40.75 42.10 82.85 Margrét Vilhelmsd. A 42.99 43.82 86.81 AnnaGunnlaugsd. t 43.16 43.80 86.96 ALPATVlKFPPNI KVENNA Margrét Baldvinsdóttir. A 25.65 Jórunn Viggósdóttir. R 34.31 Katrfn Frfmannsdóttir. A 46.20 Aldfs Arnardóttir. A 58.68 Margrét Vilhelmsdóttir. A 82.43 15 KM GANG A 20 ARA (Ki ELDRl mfn. Magnús Eirfksson. S 48.23 Halldór Matthfasson. A 48.23 Þröstur Jóhannesson. 1 50.48 Björn Þórólafsson. 0 52.18 Guðjón Höskuldsson. I 53.48 10 KM GANC.A 17—19 ARA Haukur Sigurósson. ó 36.09 Bjarni Asgrfmsson. S 37.40 Viðar Pétursson. F 38.46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.