Morgunblaðið - 30.03.1976, Side 12

Morgunblaðið - 30.03.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. Selló í æðra veldi Tónllst eftir EGIL FRIÐLEIFSSON Norræna húsið 27. mars. Erlingur Blöndal Bengts- son selló Q] Efnisskrá: Max Reger, Svíta nr. 2 I d-moll, op. 131 c. Niels Viggo Bentzon, 12 peripetier yfir söng ferjumanna á Volgu. Zoltán Kodály, Sónata öp. 8 (1915) Erling Blöndal Benglsson hélt tón- leika í Norræna húsinu sl laugar- dag Að þessu sinni var heimsókn hans í tengslum við 60 ára afmæli Dansk-íslenska félagsins, þar sem hann var heiðursgestur Kærkomn- ari gest gat félagið tæpast fundið Heimsókmr hans eru listviðburðir og tilhlökkunarefni allra tónlistarunn- *enda Svo mikið hefur verið rætt og ritað um snilli Bengtsson að hér verður naumast nokkru bætt við, enda er það svo, að þegar sterkra lýsingarorða er þörf, hefur þeim þegar verið eytt af minna tilefni og þau með því glatað nokkru af merk- ingu sinni Þess skal aðeins getið, að þeir sem urðu vitni að leik Bengtssons á laugardaginn öðluðust við það fágæta músíkalska reynslu, sem ekki verur frá þeim tekin Eink- um var ánægjulegt að kynnast verki Niels Viggo Bentzons er ber heitið ,,12 peripetier yfir söng ferjumanna á Volgu”, en þetta verk tileinkaði höfundur Bengtssons Orðið peri- petier hefur sjálfsagt vafist fyrir ýms- um, en höfundur gefur sjálfur skýr- ingu, — hann segir ,,Hugtakið peri- peti er notað um heimspekinga þá, sem gengu um súlnagöng hinnar fornu Aþenu og ræddu þar hin margvíslegustu vandamál af miklu kappi og frá mörgum sjónarhornum I þessu sambandi má og nefna Sör- en Kirkegaard í Danmörku, en hann gekk einmitt um götur Kaupmanna- hafnar og ræddi við þá, sem á vegi hans urðu I þessari peripeti minni er það söngur ferjumanna á Volgu, sem ég nálgast frá ýmsum hliog ef til vill má segja, að peripetiformið minni að ýmsu leyti á það, þegar horft er í leikhússjónauka til skiptis í rétta og öfuga endann Efnið færist á þann hátt nær eða fjær eftir þvi hvernig sjónaukanum er beitt Mér virðist svo, sem verk þetta sé mjög erfitt í flutningi, en í leik Bengts- sons, sem sameinar tæknilega full- komnun og svo sannfærandi túlkun að með ólíkindum er, virðist ekkert auðveldara Ekki get ég heldur stillt mig um að minnast á lokaþáttinn úr sónötu Kodálys, sem hann lék af slíkum eldmóði, að áheyrendur sátu agndofa og trúðu vart sínum eigin eyrum m 1 • FYRSTU TÓNLEIKAR I wA/1 hl^rillTl SINFÓNÍUHLJÓM- JJVJ. I U J J SVEITAR REYKJAVÍKUR QJi Menntaskólinn við Hamrahlið 28. mars. [H Sinfóniuhljómsveitin í Reykjavík. [~j Stjórnandi: Garðar Cortes. [71 Einleikari: Lárus Sveinsson Qj Efnisskrá J.S. Bach, Forleikur að kantötu nr. 142. Karl O. Runólfsson, Adagio Funebre. J. Haydn, Trompet- konsert í Es-dúr. G. Bush, Finale for consert, M. Arnold, Litil hljóm- sveitarsvíta op. 53. E. Elgar, Pomp and Circumstance nr. 4. Þau tíðindi spurðust sl sumar, að til stæði að stofna nýja sinfóníu- hljómsveit í Reykjavík Vakti þetta að vonum allmikla eftirtekt, og þótti mörgum sem hér væri um fulldjarft fyrirtæki að ræða Hugmyndinni var samt vel tekið og viðbrögð tónlistar- manna jákvæð Maðurinn, sem stóð að baki þessu er Garðar Cortes Hann hefur viða komið við í tón- listarlífi okkar á undanförnum árum og fengið orð á sig fyrir dugnað og áræði Og hugmyndin varð að veru- leika A sunnudaginn var hélt Sin- fóníuhljómsveitin í Reykjavík sína fyrstu tónleika í sal Menntaskólans v.ð Hamrahlíð Hljómsveitin er rekin sem áhugamannahljómsveit Með limir hennar, sem nú eru um 40 talsins, eru ýmist fyrrverandi at- vinnuhljóðfæraleikarar, tónlistar- kennarar eða hljóðfæraleikarar, sem enn eru við nám Þegar haft er í huga hversu meðlimir hljómsveitar- innar eru ólíkir að aldri og reynslu, annars vegar fyrrverandi atvinnu- menn, sem sumir hverjir hafa lítið fengist við hljóðfæraleik árum saman, og hins vegar lítt reyndir tónlistarnemar, hlýtur að vekja at- hygli hversu hljómsveitin lék vel, þegar á heildina er litið Saman- burður við atvinnumannahljómsveit okkar er að vísu hvorki sanngjarn né raunhæfur en vonandi nær þessi nýjasti vaxtarbroddur íslensks tón- listarlífs að vaxa og dafna eðlilega í skjóli fórnfúsra hljóðfæraleikara, dugandi stjórnanda og velviljaðra áheyrenda Stofnun hljómsveitar- mnar var orðin tímabær, og engin ástæða til að ætla annað en að henni verði langra lífdaga auðið eftir að byrjunarörðugleikarnir eru yfir- stignir Ef til vill á stofnun Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Reykjavík eftir að marka afgerandi spor í tónlistarsögu íslands Allir sannir tónlistarunn- endur hljóta að fagna tilkomu hennar og óska henni alls góðs i framtíðinni Efnisskrá tón- leikanna var skynsamlega saman sett, og sýnilega það eitt valið, sem hljómsveitin réð við með sæmilega góðu móti Adagio Funebre eftir Karl O Runólfsson er fallegt verk og hljóm- aði vel í meðferð hljómsveitarinnar Lárus Sveinsson fór með einleiks- hlutverkið í trompetkonsert Haydns og gerði því mjög góð skil, tónninn var silkimjúkur og leikurinn ein- kenndist af léttleika og öryggi. Sem fyrr segir var heildarblær tónleik- ánna ánægjulega góður, og þrátt fyrir minniháttar óhöpp voru jákvæðu hliðarnar margfalt fleiri Feilnóta er ekki það versta sem fyrir getur komið á tónleikum Áheyr- endur tóku flytjendum mjög inni- lega, hins vegar vakti athygli hversu fáir þeir voru Má það teljast furðu- legt tómlæti af borgarbúum Það er ekki á hverjum degi sem ný sin- fóníuhljómsveit kveður sér hljóðs Garðar Cortes á sannarlega hrós skilið fyrir framtak sitt, og skulu hér áréttaðar árnaðaróskir um gæfu og gengi í framtíðinni honum og hljóm- sveitmni til handa Merk heimsókn MIÐVIKUDAGINN 31. marz eru væntanlegir með flugvél frá Svf- þjóð 92 meðlimir Smvrnakórsins í Gautaborg, ásamt hljómsveit. Þessi blandaði kirkjukór, sem talinn er f fremstu röð kóra á Norðurlöndum, er hér í milli- lendinKU á leið til Bandaríkj- anna. Þar mun verða framundan 3—4 vikna söngferð í fjölmörRum samkomuhúsum or kirkjum þar vestra. A sumri komanda eru tvö ár síðan Kór Fíladelfíukirkjunnar í Reykjavik heimsótti Sm.vrna- kirkjuna í Gautaborg og fékk hin- ar glæsilegustu viðtökur. Má segja að þessi heimsókn nú sé að nokkru endurgjald þeirrar heim- sóknar. Áætlun hefir verið gerð um móttöku kórsins og opinberar samkomur, þar sem kórinn kemur fram. Er þess getið hér. en þó með fyrirvara um að flugferðir standist. Midvikud. 31/3 kl. 20.30 Fimmtud. 1/4 kl. 20.30 Föstud. 2/4 kl. 20.30 Laugard. 3/4 kl. 14.00 Allar þessar samkomur verða í Fíladelfíukirkjunni. Hátúni 2. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Fólk er beðið um að mæta réttstundis. Kærleiksfórnir vegna heimsóknarinnar verða teknar. Allur þessi stóri hópur gistir á heimilum meðlima Fíladelfíu. sem stendur fvrir móttöku kórs- ins og f.vrirgreiðslu. Stjórnandi kórsins er Ruben Fridolfsson. K.vnnir verður Stig Östlund. Ein- söngvarar eru margir og verða þeir kynntir á sviði. Borgarbúar og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins. sem unna sönglist. sem túlkuð er á mjög háþróaðan hátt. fá hér fágætt tækifæri, sem vert er að nota. Einar J. Gfsiason. Kvennadeildin gaf 1 milljón króna til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra KVENNADEILD stvrktarfélags lamaðra og fatlaðra hélt upp á 10 ára afmæli félagsins fvrir skömmu I félagsheimili Seltjarn- arness. en um 200 konur eru I félaginu. A háfíðinni, sem var fjölsótt var afhent gjöf 1 millj. kr.. til æfingastöðvar Stvrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra við Háa- leitisbraut og starfseminnar I Revkjadal. Jónína Þorfinnsdóttir, formað- ur kvennadeildarinnar afhenti Friðfinni Ölafssyni, formanni Styrktarfélagsins, gjöfina. en kvennadeildin hefur í gegnum ár- in gefið margar milljónir króna til starfsins. Konurnar hafa aflað þessa f.jár með basarstarfsemi. kaffisölu og kabarettbingói. L.iósmvnd Mbl. Ól. K.M Stjórn Kvennadeildar Stvrktarfélags lamaðra og fatlaðra: F.v.: Helga Vala ísaksdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir ritari, Skúlína Stefánsdóttir, Jónína Þorfinnsdóttir formaður. Arnfríður Mathiesen varaformaður. Hólmfrfður Guðjónsdóttir gjaldkeri og Erna Marteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.