Morgunblaðið - 30.03.1976, Side 5

Morgunblaðið - 30.03.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. 5 Álf aborg í Borgar- firði eystra friðlýst NATTURUVERNDARRAÐ hefur að tillögu hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps ákveðið að friðlýsa Alfaborg í Borgarfirði evstra með nokkurri spildu umhverfis. Hefur svæðið verið fellt að skipulagi Bakkagerðis- kauptúns og er friðað sem fðlk- vangur samkvæmt lögum um náttúruvernd. Mörk svæðisins mvnda sexhyrn- ing um Álfaborg og um hið frið- lýsta svæði gilda þær reglur. að óheimilt er að beita búpeningi innan fólkvangsins, sem verður girtur fjárheldri girðingu innan árs frá gildistöku þessarar friðlýs- ingar. Umferð hvers konar öku- tækja er þar óheimil. og allar breytingar á landi. mannvirkja- gerð og jarðrask er bannað. Heimilt er að planta trjágróðri að ráði kunnáttumanna en þó ekki í sjálfa Álfaborgina. þar sem haldiðskal náttúrulegum gróðri. Athugasemd: H-moll messan og Listahátíð „Það hefur ekki komið fram áður, að listahátiðarnefnd hefði áhuga á flutningi Pólýfónkórsins á H-moll messu Bachs, ef frum- flutningur færi fram á lista- hátið“, sagði Ingólfur Guðbrands- son, í samtali við Mbl. I gær vegna ummæla Knúts Hallssonar, for- manns nefndarinnar I Morgun- blaðinu á laugardag, svohljóð- andi: „Ef hann hefði viljað frum- flytja verkið á Listahátið, eða eitt- hvert annað verk, þá hefðum við haft mikinnn áhuga, því að þarna er afburðakór. Bréf þessu lútandi sendum við Pólýfónkórnum 9. des. sl. Bréf nefndarinnar var svohljóð- andi: „Þakka bréf ykkar dags. 28. nóv. Varðandi hugmyndir Pólý- fónskðrsins um flutning H-moll messu Bachs á Listahátíð 1976, skal eftirfarandi tekið fram: Stefna L.H. hefur jafnan verið sú að á dagskrá hátíðarinnar, sé jafn- an nýtt og ferskt efni. Endur- flutningur á H-moll messunni, þó svo að til kæmu erlendir kraftar, bryti þvi algerlega í bág við fyrri stefnu L.H. Við sjáum okkur þvi ekki fært að þiggja boð Pólýfón- kórsins. L.H. er hins vegar ávallt tilbúin til viðræðna geti Pólýfón- kórinn boðið upp á efni sem yrði frumflutt á L.H. Viðingarfyllst, F.H. fram- kvæmdastjórnar L.H. ’ 76 Hrafn Gunnlaugsson framkvæmda- stjóri.” I tilboði kórsins kom fram, að í ráði var að fá kunna erlenda ein- söngvara til þátttöku í H-moll messunnar á Listahátíð, og hefði því verið um eins konar endur- frumflutning að ræða, meðal þeirra sem voru tilbúnir að koma eru Janet Price, Anne Collins, Neil Jenkins og Brian Rayner — Cook. Framhald á bls. 39 Trausti Björnsson efstur á Skákmóti Austurlands Eskifirði, 29. marz — SKAKMÖT Austurlands, sem um leið var svæðismót, er gefur efsta manni rétt til þátttöku f áskor- endaflokki á Skákþingi tslands, fór fram á Eskifirði tvær sfðustu helgarnar f marz. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Keppninni lauk með hraðskák- móti Austurlands. Röð efstu manna var þessi: Eldri flokkur, keppendur voru 12: 1. Trausti Björnsson Eskifirði með 6,5 minninga, 2. Jóhann Þorsteinsson, Reyðarfirði með 5,5 vinninga, 3. Viðar Jónsson, Stöðvarfirði með 5 vinninga og 4. Gunnar Finnsson, Eskifirði með 5 vinninga. Yngri flokkur, keppendur voru 34. 1. Aðalsteinn Steinþórsson, Egilsstöðummeð 6 vinninga, 2. Heimir Guðmunds- son, Neskaupstað með 6 vinninga, 3. Björn Grétar Ævarsson, Eski- firði með 5,5 vinninga og 4. Garðar Bjarnason Reyðarfirði með 5,5 vinninga. Hraðskákmót, keppendur voru 22: 1. Trausti Björnsson, Eskifirði með 17,5 vinninga af 18 möguleg- um, 2. Gunnar Finsson, Eskifirði með 14 vir.ninga, 3. Jóhann Þorsteinsson, Reyðarfirði með 13,5 vinninga. Sýslumaður Suður-Múlasýslu, Bogi Nílsson, afhenti verðlaun, en þau voru gefin af Landsbankan- um á Eskifirði, Búnaðarbankan- um á Egilsstöðum og Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar. Skáksamband Islands mun styrkja efsta mann í báðum flokkum til þátttöku í Skákþingi Islands, en hagnaði á mótinu verður varið til þess að styrkja þá, sem urðu í öðru sæti. Skákmót skólanna á Austurlandi verður haldið í Neskaupstað í lok apríl. Flokkakeppni milli byggðarlaga á Austurlandi verður haldin í maí — lfklega á Egilsstöð- um. Væntanleg er unglingasveit Taflfélags Reykjavíkur til keppni við Austurlandsúrvalið. Austfirð- ingar munu senda sveit til keppni UMFÍ. Þá er I bfgerð að stofna Skáksamband Austurlands til þess að skipuleggja skáklff innan svæðisins og samskipti út á við. — Ævar. UTSOLU- MARKAÐURINN sem hefur vakiö veröskuldaöa athygli er aö LAUGAVEG 66 Ennþá er hægt aö gera stórkostleg kaup á þessum markadi Hreint út sagt ótrúleg verð fyrir 1. flokks vörur Látið ekki happ úr hendi sleppa, því markaðurinn heldur áfram í stuttan tíma í viðbót TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS tfL'ji) KARNABÆR Útsölumarkaðurinn, Laugavegi 66, sími 28155 FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐI MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI_ .____ Ódýrar hópferðir, sem allir geta tekið þátt í, eins þó þeir eigi ekki erindi á vörusýningar. Tækifæri til að taka makann með í ódýra skemmtiferð. Kaupmannahöfn Gull- og silfurvörusýning Brottför 30 apríl Húsgagnasýning Brottför 1 1. maí Verð frá kr. 45 200 Paris (Pret á Porter) London (Int Fashion Fair) Alþjóðlegar kventiskusýningar 9 daga ferð með gistingu og morgunverði Verð frá kr 62 500 Brottför 2 apríl Paris alþjóðleg bygginga vörusýning Expomat Brottför 14. mai VikuferS me8 1. flokks gistingu. Hanover Fair »76 April 28th - May 6th Alþjóðleg vörusýning Vegna gífurlegs hótelskorts þarf að stacifesta pöntun fyrir 15 apríl 7 daga ferð Verð frá kr 63.400 með gist- ingu Brottför 27 apríl Amsterdam Alþjóðleg búsáhaldavörusýning Brottför 22. apríl Verð með gistingu og morgunverði í 7 daga frá kr 62,300 Costa Blanca Benidorm 2ja og 3ja vikna ferðir Brottfarardagar: 9. april 28. júni 25. april 12. mai 31. mai 14. júni 19. júli 9. ágúst 23. ágúst 13. sept. Túnis Brottför 3. april 3 vikur Verð frá kr 109 300. Skipuleggjum hópferðir og seljum farseðla í einstaklingsferðir um allan heim

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.