Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 36
20 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. Með sigrí gegn Þór trgggði iR sér aftur sœti í 1. deild ÞAÐ var á fóstudaginn i siSustu viku að ÍR ingar endurheimtu að nýju sætið i 1. deildinni i handknattleik, sem þeir misstu i fyrra. ÍR lék þá gegn Þór frá Akureyri og sigraði ÍR-liðið 30 21 t þeim leik. I leikhléi var staðan 12 8. Ekki var þessi ieikur vel leikinn. en yfirburðir ÍR-inganna þó augljósir. Hraðaupphlaupin eru þeirra sterk- asta vopn og skoruðu þeir mörg gullfalleg mörk á þann hátt i leikn- um. Lið Þórs virðist i litilli æfingu og er ekki svipur hjá sjón frá þvi sem var er liðið tryggði sér sigur i 2. deildinni fyrir þremur árum. Er liðið þó enn að mestu skipað sömu leik mönnum, en verulega hefur þeim farið aftur í iþróttinni. Erfitt er að segja fyrir um það hvað ÍR-liðið gerir i 1. deildinni næsta vetur. Ljóst er að í liðinu eru nokkrir mjög sterkir handknattleiksmenn og verður að nefna þar fremstan Brynjólf Markússon Efnilegir leik- menn eru i liðinu og sómuleiðis kappar með mikla leikreynslu að baki, eins og þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Vilhjálmur Sigur- geirsson. Hefur Gunnlaugur átt mjög góða leiki með IR að undanfórnu og var hann beztur IR-inga i leiknum gegn Þór ásamt Guðmundi Gunnars- syni ÍR-liðið hefur i vetur mísst tvo afburða handknattleiksmenn, Ágúst Svavarsson til Sviþjóðar þar sem hann mun að ölium likindum dvelja áfram næsta vetur, og markvörðinn Jens Einarsson, sem á miðju keppn- istimabili fór á sjóinn. Jens verður væntanlega með ÍR-ingum næsta vetur og undirritaður hefur ekki trú að að ÍR-ingar verði i fallbaráttunni i 1 deildinni næsta vetur, en spurning er hvort liðinu tekst að komast upp fyrir miðja deild. Svo aftur sé vikið að teiknum á fóstudaginn þá stóðu þeir Guðjón Marteinsson og Vilhjálmur Sigur- geirsson fyrir sinu i leiknum auk þeirra ÍR-inga sem fyrr eru nefndir. Af leikmönnum Þórs er helzt ástæða til að nefna Þorbjörn Jensson en hann átti þó erfitt um vik þvi Gunn- laugur gætti hans mjóg vel lengst af leiktímanum. Mórk ÍR: Vilhjálmur 9, Guðjón 5, Bjarni H. 4, Gunnlaugur 4, Brynjólf- ur 4, Sigurður G 2, Sigurður S. 1, Bjami B. 1 Mórk Þórs Þorbjörn 8, Sigtryggur 5, Ragnar 4, Gunnar, Benedikt, Jón og Einar 1 hver. —áij Tapleikur gegn KR var því í lagi STIGIN tvö sem KR ingar misstu er þeir topuðu fyrir ÍBK í Laugardalshöllinni » vetur reyndust liðinu dýr. Með þeim fór vonin um sigur » 2. deild, liðið varð tveimur stigum á eftir ÍR og það voru aðeins smávegis smyrsl á sárin fyrir KR-inga er þeir unnu ÍR 23:18 i siðasta leik þessara liða á sunnudaginn. Fyrir ÍR-inga skipti þessi leikur ekki máli og mátti giogglega sjá það á leik liðsins » leiknum, baráttan og áhuginn var greinilega ekki sá sami og ? fyrri leikjum liðsins. Framan af var leikurinn þó ekki illa leikinn og eftir stórgóða byrjun KR inga komust ÍR-ingar yfir og leiddu 11:10 « leikhléi. í seinni hálfleiknum fór leikurinn svo algjörlega úr böndunum, feilsendingar og skot þvert yfir völl voru vinsæl iðja og varnarleikur beggja liða frekar slakur. KR-ingarnir voru þó ollu skynsamari og þeir verðskulduðu fylli- lega sigur » þessum leik. Beztir » liði KR voru þeir Haukur Ottesen, Hilmar Björnsson og Þorvarður Guðmundsson, en einnig Emil Karlsson I markinu. Haukur hefur ekki mikið leikið með KR- ingunum í vetur, en styrkir liðið mjög og ekki er óliklegt að útkoma KR-inga í vetur hefði verið betri ef Hauks hefði notið allt mótið. Af ÍR-ingunum báru þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Brynjólfur af en Brynjólfur virtist þó dasast nokkuð eftir að hann lenti í árekstri við Björn Kristjánsson dómara i fyrri hálfleiknum. MORK KR: Hilmar 8, Haukur 4, Þorvarður 5, Ingi Steinn, Ævar, og Sigurður 2 hver, Friðrik 1. MORK íR: Gunnlaugur 5, Brynjólfur 4, Sigurður 5, Bjarni H, og Vilhjálmur 2 hver, Guðjón, Hörður H. og Sigurður G. 1 hver — áij Fglkir bjargaði sér afbotninum LEIKMENN Fylkis komu til leíksins gegn Leikni á sunnudaginn ákveðnir i að sigra. Það tókst þeim lika og þeir verða þvi áfram i 2. deildinni. enda náðu þeir fjórum stigum úr 2 siðustu leikjum sinum og fengu þvi þremur stigum meira en Breiðablik úr Kópavogi. Lið Leiknis lék af fullum krafti fram yfir miðjan seinni hálfleikinn. en þá var lika eins og allur vindur værí úr leikmónnum tiðsins. enda hofðu þeir ekki að neinu að keppa i þessum leik og geta vel unað við þann árangur sem þeir hafa náð i vetur — á fyrsta ári Leiknis i 2. deildinni. Urslit leiksins urðu á endanum þau að Fylkir skoraði 29 mórk gegn 24 mórkum Leiknis og segir markafjöldinn talsvert um hvernig leikurinn þróaðist. í hálfleik hafði staðan verið 1212. Einar Ágústsson átti mjög góðan leik með Fylki að þessu sinni, en einnig stóðu þeir Einar Einarsson og Arnþór markvörður vel fyrir sinu Af Leiknismönnum var Hermann Gunnarsson i sérflokki og skoraði hann 10 mörk, en skotanýting hans var ekki eins slæm að þessu sinni og viljað hefur brenna við á þeim vigstöðvum i vetur Er Hermann sennilega markakóngur 2. deildar i ár þó ekki hafi hann leikið alla leiki Leiknisliðsins i vetur. MORK FYLKIS Einar Á, 12. Einar E. 5, Steinar 3, Sigurður Gísli og Orn 2 hver, Gunnar, Stefán og Halldór 1 hver. MORK LEIKNIS Hermann 10, Gunnbjörn 5, Guðmundur 4, Hafliði 2, Árni E, Árni J. og Ásmundur 1 hver. -áij SigurÍBK á síðustu sekúndu KEFLVÍKINGAR sigruðu Breiðablik á siðustu sekúndu leiks liðanna í 2 deildar keppni íslandsmótsins i handknattleik sem fram fór » Asgarði i Gorðum á sunnudaginn. 21—20 urðu úrslit leiksins, eftir að Breiðablik hafði haft tveggja marka forystu i hálfleik, 11—9. Hjá Breiðabliksiiðinu áttu beztan leik þeir Theódór Guðfinnsson, sem er tvimælalaust mjög efnilegur handknattleiksmaður, og Ólafur Björnsson, en Jón Óttar Karlsson markvörður stóð sig einnig allvel. Hjá Keflavík voru þeir Þorsteinn og Guðmundur beztu mennirnir, sérstaklega þó sá hinn siðarnefndi sem jafnan ógnaði vel að Breiðabliksvörninni. Mörk Breiðabliks: Theódór Guðfinnsson 6, Kristján Gunnarsson 4 (2v), Daniei Þórisson 2, Ólafur Björnsson 2, Sverrir Friðriksson 2, Magnús Steinþórsson 2, Sveinn Jónsson 1, Árni Tómasson 1. Mörk Keflavikur: Guðmundur Jóhannesson 5, Helgi Ragnarsson 5 (3v), Þorsteinn Ólafsson 4, Grétar Grétarsson 2, Einar Leifsson 2, Sævar Halldórsson 2, Friðrik Ragnarsson 1 ?—stjl. STAÐAN i 2. deildar keppni íslands- mótsins i Handknattleik er þessi. IR 14 11 2 1 341 228 24 KR 14 11 0 3 342 271 22 KA 13 10 1 2 287:247 21 Leiknir 14 5 1 8 307 347 11 Keflavik14 5 1 8 260 307 11 Þór 13 4 0 9 270:285 8 Fylkir 14 4 0 10 235:275 8 U8K 14 2 1 11 221:303 5 1. deildar liöIR SÍKurvesarar IR í 2. deild. Aftari röó frá vinstri: Hákon Biarnasun formadur Handknattleiksdeildar ÍR, Bjarni Bessason. Hörður Hákonarson. SÍKurtlur <>íslason. Sieurður Svavarsson. Sigurður <1. Sigurðsson. Brvniðlfur Markússon ok Karl Bene- diktsson þ.jálfari. Fremri röð: B jarni Hákonarson. Uuðjðn Marteinsson. Uuðmundur Gunnarsson, Örn Guðmundsson. Gunnlaugur Hiálmarsson os Vilhiálmur SÍKuriteirs- son (I jðsm. RAXI MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. Fátt mn l'íiia áirili í hni laiMMtákiium ÞAÐ VAR heldur litill glæsibragur yfir fyrri landsleik íslands og Kanada i Laugardalshöllinni á laugardaginn. ísland vann nauman sigur, 23:19, yfir liði, sem hefði vafalaust mátt þola stórtap fyrir fullskipuðu íslenzku liði, en mikið vantaði á að svo væri á laugardaginn. Kanada menn hafa sýnt miklar framfarir i handknattleik á undanförnum árum en það er samt enn mikið bil milli þeirra og betri liða heimsins i þessari iþróttagrein. Kanadamenn eru gest- gjafar á Ólympiuleikunum í sumar og verða því með í lokakeppninni. Þar verða þeir vafalaust i hópi slakari liða. Það voru miklar sviptmgar í byrjun leiksins Kanada komst í 2 0, ísland komst í 3 2. Kanada gerði 2 næstu mörk og þannig gekk þetta þar til staðan var orðin 8 6 Kanada í vil Þá var Guðjóni Erlendssyni skipt útaf, en hann hafði ekki fundið sig í markmu og lítið varið Ólafur Benediktsson kom i markið og varði vel og tókst íslenzka liðmu nú smám saman að ná yfirhönd- inni og var staðan í hálfleik 13 11 íslandi í viI í seinni hálfleik hafði ísland alltaf yfirhöndina Minnstur var munurinn eitt mark en mestur 4 mörk Seinni hálfleikurinn var lakari en sá fyrri, einkum voru Kanadamennirnir ráðlaus- ir i sóknaraðgerðum sínum Virtust þeir ekki eiga svar við því bragði íslenzka liðsins að senda varnarmenn sína fram á völlmn til að trufla sókn andstæðmganna Það atvik leiksms sem vafalaust mun verða áhorfendum mmnisstæðast. er víti, sem Kana- damenn fengu í s h Vitaskyttan þeirra, Pierre Ferdais (nr 5), stillti sér upp við línuna með miklum tilþrifum, tók mikla sveiflu og allir bjuggust við þrumuskoti á markið En svo fór ekki, Ferdais missti boltann aftur úr hendmni og bemt i fangið á samherja sem beið á punktalínunni! Af einstökum leikmönnum íslenzka liðsms komu þeir Guðjón Magnússon. Árni Indriðason, Ólafur Benediktsson. Sigurbergur Sigsteinsson og Jón Karlsson einna beztir Guðjón kom inn eftir langt hlé og stóð sig með stakri prýði Árni var traustur í vörn og sókn i sinum fyrsta leik sem fyrirliði Ólafur stóð sig vel í markmu og Sigurbergur átti einn af sínum betri dögum í lands- liðspeysunni Bjarni Jónsson var drjúg- ur í vörninni að vanda en afar mis- tækur i sóknmni Ólafur Einarsson byrjaði vel en dalaði þegar á leikinn leið Jón Karlsson stóð fyrir sínu og hefði mátt vera lengur inná Eins og áður sagði hafa orðið miklar framfarir hjá Kanadamönnum Þeir leika nokkuð hraðan og skemmtilegan handknattleik og skyttur eiga þeir sæmilegar Vömin var aftur á móti heldur slök og má það vera að afar slök markvarzla beggja markvarða Kanada hafi valdið þar einhverju um Eru þeir vafalaust lélegustu landsliðsmark- verðir. sem sézt hafa á fjölum Laugar- dalshallarinnar Mesta athygli vakti Pierre ..Bambino" St Martin (nr 9) stórefnilegur leikmaður, aðeins 1 8 ára gamall. Hafði þjálfari liðsins augsýni- lega mikla trú á ..Bambino" og kallaði nafn hans óspart Hannes Þ Sigurðsson og Karl Jóhannsson dæmdu leikmn og þurfa þeir engu að kvíða i Montreal ef þeir dæma ems vel og þennan leik —ss. Árni Indriðason. sem var fvrirliði fslenzka landsliðsins f fvrsta skipti í leikjunum gegn Kanada um helgina svífur á þessari mvnd RAX inn í teiginn og skorar fallegt mark. Þnrttn ekkí mikið til að bnrsta Kanaðamenn ÍSLENZKA landsliðið sigraði Kanada- menn i seinni leik liðanna sem fram fór i Laugardalshöllinni á sunnudags- kvöldið með 1 1 marka mun, 22 mörkum^ gegn 11. Sá munur gat tæpast verið minni ef mið er tekið af getu liðanna, en Kanadamenn eru nánast byrjendur i handknattleikn um miðað við íslendina. Þeir tóku þetta tap ákaflega nærri sér og gerðu hvað þeir gátu til þess að kenna dómurunum Birni Kristjans- syni og Ólaf Olsen um ófarir sínar. Eitt það fyrsta sem Kanadamenn þurfa greinilega að læra • handknatt- leiknum er að kunna að tapa stóru tapi. Á Ólympiuleikunum er mæta þeir ekki liði íslendinga heldur liðum sem eru örugglega allt að tiu sinnum betri en íslenzka liðið.var á sunnu dagskvöldið. Mikill djöfulgangur var í leikn- um til að byrja með og illa gekk að skora mörk. Bæði var að Kan- adamenn fengu þá svo til óáreitt- ir að komast upp með að halda ís- lendingunum og hanga á þeim í sókninni og það að einstaklinqar í íslenzka liðinu með Ólaf Einarsson í fararbroddi ætluðu sýnilega að ganga milli bols og höfuðs á Kanadamönnun- um upp á sitt eindæmi Sóknir islenzka liðsins stóðu venjulega ekki nema and- artak, þá var puðrað. oftast út í bláinn Þegar 18 mínútur voru liðnar af leik- tímanum var staðan 3 — 2 fyrir íslend- inga, en þá skipti Viðar Símonarson landsliðsþjálfari nýjum mönnum inná með þeim afleiðingum að loks varð svolítið vit í þvf sem íslendingarnir gerðu og þá var heldur ekki að sökum að spyrja, mörkin tóku að hlaðast upp og í hálfleik var orðinn 6 marka munur 10—4 Það var ekki fyrr en í seinni hálfleikn- um sem dómararnir tóku á sig rögg og fóru að reka Kanadamenmna útaf Slíkt hefðu þeir gjarnan mátt gera fyrr, þar sem brot þeirra voru oftast einstaklega klaufaleg og viðvaningsleg. Lengst af í seinni hálfleiknum voru íslendingarnir einum fleiri á vellinum og langtímum saman var um hreina leikleysu að ræða Lái hver islenzka liðinu sem vill, en hvernig í ósköpunum er hægt að leika bærilegan handknattleik gegn svona liði? Óhugsandi er að fella neinn dóm yfir íslenzka liðið eftir þennan leik, en ekki leikur þá á tveimur tungum að leik- mennirnir komust mjög misjafnlega frá honum Bezti maður islenzka liðsins var tvímælalaust Árni Indriðason og enginn vafi á þvi að i vetur hefur Árni orðið einn okkar allra beztu handknatt- leiksmanna Bæði er að hann leikur vörnina mjög vel og eins er hann orðinn miklu atkvæðameiri og frekari i sóknarleiknum heldur en hann var. Guðjón Magnússon átti lika ágætan leik og góða skotanýtingu Hefur Guðjón blómstrað nú síðari hluta vetr- ar og hefur sennilega aldrei verið betri en um þessar mundir. Aðrir leikmenn íslenzka liðsins léku flestir undir getu og sumir langt undir henni, eins og t d Ólafur Einarsson sem var alltof gráðugur a m k til að byrja með Held- ur róaðist hann þegar á leikinn leið, og var þá ekki að sökum að spyrja Þá stóð hann vel fyrir sínu. Markverðirnir Guðjón og Ólafur stóðu sig líka bæri- lega, en erfitt á maður að sætta sig við það að Ólafur Benediktsson láti það henda sig að markvörður andstæðing- anna skori hjá honum, eins og kom fyrir í leiknum. Sem fyrr segir eru Kanadamenn nánast á frumstigi í handknattleiknum og hefur lið þeirra lítið til að bera annað en baráttuna, en af henni er lika meira en nóg Þeim fundust Óli og Björn vera strangir við sig í leiknum, en vist er að þeir eiga tæpast von á betru þegar þeir koma út í hina hörðu keppni Ólympiuleikanna, þar sem ekk- ert verður gefið Frammistaða Óla og Björns i leikn- um var hvorki góð né slæm Svona leik er næstum ómögulegt að dæma Skoð- un undirritaðs er þó sú að þeir hefðu strax í upphafi átt að sýna Kanada- mönnum meiri alvöru með útafrekstr- um Það var erfitt fyrir þá að átta sig á því að þeir komust ekki' upp með brot i seinni hálfleiknum sem þeir höfðu sloppið með i þeim fyrri, og að skað- lausu hefðu nokkrir leikmanna islenzka liðsms mátt fá að kæla sig örlítið en þeir voru farnir að svara hnoði Kanada- manna óþarflega mikið i sömu mynt 12:12 í fgrri leik kvennanna Arnþrúður Karlsdóttir skoraði helming marka fslenzka kvennalandsliðsins f leikiunum «egn Kanada um helgina oj? hér er eitt þeirra að verða að veruleika. ÍSLENZKA kvennalandsliðið náði með naumindum jafntefli gegn því kanadiska í fyrri leik liðanna i Laugardalshöllinni á laugardaginn. Lokatölurnar urðu 12:12 og var bolt- inn reyndar á leið i islenzka markið eftir kanadískt upphlaup þegar leik- urinn var flautaður af. Átti islenzka liðið i miklu basli með það kanadíska, einkum framan af og er ekki að vita hvernig farið hefði ef einstaklingsframtak Arnþrúðar Karlsdóttur hefði ekki komið til i fyrri hálfleik, en þá gerði hún 5 af 6 mörkum íslenzka liðsins. Leikurinn byrjaði mjög rólega Eftir 7 mínútur var staðan 2:0 fyrir ísland og hafði Arnþrúður skorað bæði mörk- in Minútu siðar komust kanadísku stúlkurnar á blað, en þær höfðu ekki virzt sannfærandi i sóknarleik sínum fyrstu minúturnar. En þær áttu eftir að hressast og áður en menn vissu var staðan orðin 6 4 kanadísku stúlkunum í vil, og i hálfleik höfðu þær yfir 7:6 Var sóknarleikur íslands óskaplega ráð- leysislegur í fyrri hálfleik og stóð Arn- þrúður þar ein uppúr Hjá Kanada voru þær Lucie Balthaz- ar (nr 7) og Helene Tetreault (nr. 8) iðnastar við að skora og sú síðarnefnda sá um að koma kanadiska liðinu yfir 10 7 í byrjun seinni hálfleiks. Leizt áhorfendum ekki orðið á blikuna En nú ur$u kaflaskipti í leiknum Sóknar- leikur Kanada fór allur úr skorðum samfara því að Gyða Úlfarsdóttir fór að verja mjög vel i íslenzka markinu Skoraði ísland 5 mörk á næstu 18 minútum án svars frá Kanada og stað- an varð 12 10 fyrir ísland Tvö síðustu mörk gerðu svo kanadísku stúlkurnar og voru nærri því búnar að gera það þriðja, eins og að framan greinir Úrslitin 12:12 verða að teljast nokkuð réttlát Leikur íslenzka liðsins var langt frá því að vera sannfærandi en samt léku stúlkurnar nú skár en gegn Banda- ríkjunum i Hafnarfirði á dögunum og undirritaður var vitni að Arnþrúður bar höfuð og herðar yfir aðrar í liðinu og er ekki að vita hvernig farið hefði ef einstaklingsframtak hennar hefði ekki haldið liðinu á floti i fytri hálfleik. Oddný Sigsteinsdóttir var mistæk í sóknaraðgerðum sínum en mörk henn- ar voru falleg þegar skotin heppnuð- ust Linuspil var litið notað Mark- varzlan var heldur slök framan af en lagaðist þegar Gyða kom í markið i s h Kanadiska liðið er að mörgu leyti efnilegt Stúlkurnar leika hratt og ákveðið saman, hraðaupphlaup virðast vel æfð, markvarzla var ágæt og þær eru harðar á vörninni Hins vegar vant- ar fleiri skyttur i liðið Þá kann það ekki góðri lukku að stýra að missa leikinn svona gjörsamlega niður og liðið gerði í s.h. Að öllu samanlögðu er kanadíska liðið þó betra en það bandariska, sem var hér á ferð fyrir skömmu Mörk Íslands Arnþrúður Karlsdóttir 6 (1 v), Oddný Sigsteinsdóttir, 3. Erla Sverrisdóttir 2 (2 v) og Hansina Mel- sted 1 mark Mörk Kanada Lucie Balthazar 4, Helene Tetreault 4, Diane Migneault, Demse Jemaire, Monique Prudhomme og Francine Boulay gerðu eitt mark hver Björn Kristjánsson og Óli Olsen dæmdu leikinn og hefur þeim oft tekizt betur upp — ss. Ósigurinn var kanadísku stúlkunum ákaflega sár ÞEGAR landsleik íslands og Kanadamanna í kvennaflokki lauk i Laugardals- höllinni upphófst grátur og gnístran tanna meðal kanadísku stúlknanna, og var engu likara en að þær hefðu orðið fyrir meiri háttar áfalli. Sjálfsagt eiga þessar stúlkur eftir að gráta oft í framtíðinni, þar sem litlar líkur eru að þvi að þær ríði feitum hesti frá keppni við þær þjóðir sem eiga verulega góð kvennalið. íslenzka landsliðið var ekki til þess að hrópa húrra fyrir i leiknum á sunnudaginn, enda tæpast von á góðu þar sem samæfing er nánast engin hjá þvi. Sigurinn gat lika ekki verið naumari, eitt mark, 14—13, en Kanadastúlkurnar höfðu haft eitt mark yfir i hálfleik, 7 — 8. Það var fyrst og fremst einstaklingsframtak einnar stúlku i islenzka liðinu sem færði sigurinn i höfn. Sú stúlka var Arnþrúður Karlsdóttir sem átti skinandi góðan leik og skoraði hvorki meira né minna en helming marka íslenzka liðsins. Þetta er þeim mun athyglisverðara vegna þess að Arnþrúður hefur litið sem ekkert getað æft i vetur vegna alvarlegra meiðsla er hún varð fyrir i starfi sinu sem lögreglukona. En hjá henni er bæði geta og kunnátta i þessari iþróttagrein fyrir hendi, og slikt er jafnan veigamikið. Það bjargaði einnig miklu fyrir íslenzka liðið að i seinni hálfleik var ein stúlka send fram á völlinn til þess að trufla spil kanadiska liðsins. Gaf þetta góða raun, en hins vegar náðu islenzku stúlkurnar ekki að nýta sér þá mörgu möguleika sem gáfust í framhaldi af þvi og ótrúlega oft tapaðist knötturinn fyrir hreinan klaufaskap. Ekkert vafamál er að kvennalið Kanadamanna stendur mun framar á alþjóðlegan mælikvarða en karlalið þeirra, og stúlkurn- ar léku oft ágætlega og eru greinilega vel samæfðar. í liðinu er sterkir einstaklingar og það sem það skortir sennilega mest af öllu er meiri keppnisreynsla í íslenzka liðinu bar Arnþrúður Karlsdóttir af, en Gyða Úlfarsdóttir sem var i markinu i seinni hálfleik stóð sig einnig með ágætum og vel frá leiknum komust einnig þær Margrét Brandsdóttir og Jóhanna Halldórsdóttir. Mörk íslands skoruðu: Arnþrúður Karlsdóttir 7 (1v), Erla Sverrisdóttir 2, Margrét Brandsdóttir 2, Hansina Melsteð 1, Jóhanna Halldórsdóttir 1 og Oddný Sigsteinssóttir 1. __stj|. 21 7 stuttu máli ARDAI.SHÖU. 27. MARZ. ÍSI.AM) — KANADA 22:19 í 12:11). MIM ISI.ANO KANADA 1. 0:1 Fcrdais 2. 0:2 D<*sonaux 2. OlafurK. 1:2 :i. OlafurK. 2:2 5. Frirtrik ri:2 «. :i.:i St. Mart in 7. .‘1:4 Dcsonaux 8. Olafur F. 4:4 10. 4:5 Fcrdais 11. (iuótón 5:5 12. ÓlafurF. f>:5 12. (>:(» St. Marlin n. 0:7 Chariuon 14. f>:8 Vicns 15. JónK. (v) 7:8 1«. 7:0 Lantbcrt 17. .lón K. 8:0 10. (.uóión 0:0 20. Riarni 10:0 2.1. IrtnK. 11:0 24. 11:10 Fcrdals 25. (iuóktn 12:10 27. Il<m)ur 1.2:1« 28. 1.1:11 Dcsonauv HAI.FI.F.IKC R 21. Ilörótir(v) 14:11 :14. Arni 15:11 :i«. 15:12 Fcrdais(v) :17. 15:1 :i St. Martin :w. Arni i«:i:i :to. 1 (>: 11 St. Martin 10. SimirlHTúur 17:14 42. 17:15 D«*sonat»\ 4:i. 17:11» Btan Kcnac 45. TrtnK.(v) 18:1« 47. 18:17 Lamlx*rt 47. Friórik 10:17 48. (iuóirtn 20:17 40. Friórik 21:17 54. 21:18 Fcrdats 5«. 21:10 Chaquon 57. Cuóirtn 22:10 58. Sitiurhcreur 2.2:1» MISIIFPPNCD VITAKÓST: Picrrc F«‘tdais mistókust 2 Wtakóst. RROTTVISANTR AF VFLIJ: Linn Kanadatnaóur títaf f 2 minútur ou tvcir fsjcndínuar. Slcindór (.unnarssun <m Arni Indridasun. MÖRK I.SI.ANDS: (iuójón Mamiiisxon 5. Olafur Kinarsson 4. .!6n Karissoti 4 (2v). Fridrik Frirtriksson 2. Hiirdur Siuniarsson 2 (1\> SiKurberwr Siustcínsson 2. Arni Ind- rióason 2 o« Riarni iónsson 1 mark. MORK KANADA: Picrrc F.rdais .> (lv). Pi*tcr Dcsonaux 4. Pierrc St. Martin 4. Rirhard I.ambcrt 2. Chrístian ( haquon 2. Claudc Vions 1 o« Wolfuanu Blau Kcnac 1 mark. ■111 1 VCCARDALSHÓLL 28 M \RZ 1 VNDSLFIK! R IM VND — KVW 22—1 1 (10—4) (.A.NTiCK LFIKSI.VS Mí»». tsland Kanada 2. JónK.(\) 1:0 lo. 1:1 Danhin 1 1 Si uii rlx'riíTi r 2:1 1«. f»»tó jón 2:1 18. 2*2 Mcffc 10. Cuó íón 1:2 20. 4:2 Dt'rmcnauv 21. Vrni 5:2 2.1. >: 1 Fcrdnis (\) 21. Jón K. «: 4 25 JónK 7:4 2«. Dlalur 8:1 28. Biarni 0:1 .20. Cttóión 10:1 11 VI F I.FIKi R / :ii. Citójón 11:1 12. Pciur 12:4 Iloróur (\ ) 12:1 25. Ólafttr 14:1 :18. 1 4.5 Dcrmcnattx 41 14:« Pou cr 1.2. Ólafttr 15:1» 14. 15:7 Pou cr 11. 15:8 Rlantlcncu 15. Friórik 1«:8 47. !«:0 (irttm cllc 17. Biarui 17:0 40. Riarni 18:0 40. 18:10 La»n hcrl 52. Simtrhcrnur 10:10 52. 10:1 1 l'crdnis 55. Arnt 20:11 «0. Jnn K. 21:11 MORK ISl.ANDS: Jón Karlsson I. Cuóíón Maunússon 4. Arni Indrióason 2. Olafitr Finarsson 2. Riarni Jónsson :L Simtthctmtr Sti>sti>iusson 2. Ilóróur Siumarsson I. P.'lur Jóhanncsson I. F'riórik Frióriksson I. MORK KANVPA: Ptcrrc Dcmcnaux 2. Dicrrc Fcrdnis 2. ( lu istinn < hauon 2. Rtchard I.amhcrt I. Scr«c (inndlc I. .Ican Charlcs Mcffo I. Wolfúanu Rlanlicncw I. Francois Daphin I. BRDTTVlSAMR VF VI I l.l: Scruc (.rmcllc i 2 miö.. Uolfuany Blanllcncw i .> mfn.. Pícrrc-JST.rMart in i 2 mln. «»u < lud<' Vicns i 2 mítr .,>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.