Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. 39 Fundur um síbrotamenn ÞRIÐJUDAGINN 30. marz n.k. heldur Orator, félag laganema, al- mennan fund, sem fjalla mun um slbrotamenn. Framsöguerindi flytja Helgi Daníelsson rannsóknarlögreglu- maður; Hildigunnur Olafsdóttir afbrotafræðingur, og Örn Clausen hæstaréttarlögmaður. Fundurinn verður í stofu 101 i Lögbergi — húsi iagadeildar Háskóia tslands — og hefst kl. 20.30. Öllum er heimill aðgangur. — Loðnan Framhald af bls. 40 Mestum afla hefur verið iandað I Norglobal, 59.684, lestir skipið liggur nú skammt sunnan við Snæfellsnes og tekur við afla báta sem eru á Malarrifi. I Vestmanna- eyjum hefur verið landað 39898 iestum. Meðfylgjandi skýrsla er yfir skip, sem hafa fengið 1000 lestir eða meira. Sigurður RE 4, 12667, Guðmundur RE 29. 11360, Grindvíkingur GK 606, 10104, Helga Gudmundsdóttir BA 77, 9448, Börkur NK 122. 9444, Eldborg GK 13, 8744 Hilmir SU 171, 8539, Gísli Arni RE 375, 8513, Loftur Baldvinsson EA 24. 7710, Hákon ÞH 250. 7368, Effill GK 54 7097, Óskar Magnússon AK 177, 7057, Rauðsey AK 14. 6908, Asberg RE 22, 6877, örn KE 13 . 68 67, Gull Berg VE 292. 6823, Súlan EA 300. 6724, Arni Sigurður AK 370, 6706, Pétur Jónsson RE 69, 6659, Hrafn GK 12. 65 56, Jón Einnsson GK 506, 6205, Náttfari ÞH 60. 5870, Dagfari ÞH 70. 5691, Huginn VE 55, 5555, Asgeir RE 60. 5482, Sæbjörg VE 56, 5232, Reykjaborg RE 25, 5176, Elosi ÍS 15, 5080, Þórður Jónasson EA 350, 4 964, Þorsteinn RE 303. 4681, Helga II RE 373, 4562, Öskar Halldórsson RE 157, 4541, Harpa RE 342. 4539. Isleifur VE 63, 4453, Bjarni Ólafsson AK 70, 4301, Albert GK 31, 4206, Sæberg SU 9. 4202, Helga RE 49. 4103, Alftafell SU 101, 3985, Skírnir AK 16. 3853, Magnús NK 72. 3758. Svanur RE 45. 3755, Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, 3729, Keflvíkingur KE 100, 3629, Sveinn Svein- bjömsson NK 55, 3531, Skógey SH 53, 3337, Vörður ÞH 4. 3252, Húnaröst AR 150, 3025, Kristbjörg VE 70. 3014. Arsæll KE 77, 2741. Lárus Sveinsson SH 126, 2521, Faxi GK 44. 2463, Vonin KE 2 2275, Höfrungur III Ar 250, 2236, Ólafur Magnússon EA 250, 2103, Arnarnes HF 52, 1938, Arsæll Sigurðsson GK 320, 1906, Ví^ir AK 63. 1884. — Bretar Framhald af bls. 1 sagði að brezkir togarar hefðu alltaf síðan deilan hófst virt friðuð svæði sem tilgreind voru í samningnum 1973, segir í skeyti frá AP. Jafnframt segir að töl- urnar sýni að „veiðar undir her- skipavernd gangi vel þrátt fyrir áreitni'1. Talsmaður togarasambandsins sagði að tölurnar bæru vott un að Bretar sýndu samkomulagsvilja og reyndu að fá Islendinga að samningaborðinu þótt það kostaði fórnir. Hann sagði að brezkir togarar á Islandsmiðum fengju sæmilegan afla en ekki mjög gott verð fyrir aflann. — Deilur Framhald af bls. 2 sem koma mun inn í bæjarstjórn- ina, er Jón I. Sigurðsson. Sigurður Jónsson bæjarfulltrúi sagði að ástæður þess, að þeir tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins færu fram á lausn frá störfum sínum i bæjarstjórn væru þær, að verið hefur verulegur ágreining- ur um það, hver stefnan i bæjar- málum ætti að vera og ósamkomu- lag innan flokksins hafi verið mjög mikið. „Við höfum viljað að sæmilegur friður skapaðist eftir allt það sem á undan er gengið i bæjarstjórninni," sagði Sigurður, „og að sá maður, sem nu tekur við bráðabirgðastöðu yrði ráðinn áfram út kjörtimabilið. Þeir full- trúar, sem með okkur eru í bæjar- stjórn ásamt meirihluta varafull- trúa, hafa ekki getað fallizt á þetta og i gærdag var fjölmenn- ur fundur í fulltrúaráðinu, þar sem okkar skoðanir urðu undir. Það er mín skoðun að eytt hafi verið allt of miklum tima i óþarfa innbyrðis deilur og þras í stað þess að reyna að standa að upp- byggingunni ádrengilegan hátt.“ Sigurður kvað deilurnar ekk standa í sambandi við Sigfinn Sig- urðsson — nema ef vera kynni að þær væru bein afleiðing af því að nú verður að fastráða bæjar- stjóra. Kvað Sigurður að þeirra Einars dómi hafi Páli Zophanías- syni farizt bæjarstjórastarfið vel úr hendi og kvað hann þá félaga hafa borið fullt traust til hans og að hann hafi getað á þessum erfiðu timum stjórnað bæjar- félaginu vel. Sigurður kvað að sínu viti deiluna hafa verið um allt of persónuleg mál og smá- muni, en hreinlega gleymzt að taka á þeim stóru málum sem verið væri að vinna í og væru framundan. Ef bæjarstjórnin veitir þeim félögum lausn, taka varamenn við. „Hitt er annað mál,“ sagði Sigurður Jónsson, „að það er náttúrulega orðin mjög óljös staða í málinu. Mér sýnist að ef ekki gerist neitt gæti vel hugs- ast að grípa þyrfti til auka- bæjarstjórnarkosninga. Okkar samstarfsflokkur, Framsóknar- flokkurinn, lagði mikið upp úr því, að Páll Zophaniasson yrði ráðinn, svo að það kemur þá til með að verða breyting á afstöðu hans. Einnig gæti og komið til að minnihlutinn væri tilbúinn að styðja hann í því.“ Sigurður Jónsson sagði að Sjálf- stæðisflokkurinn I Vestmanna- eyjum væri hreinlega klofinn. „Það má segja það, því að f full- trúaráðinu í gær var atkvæða- greiðsla um það hvernig standa ætti að málum — að ráða Pál áfram og hreinlega urðum við undir. Að okkar mati, er það eðli- legra að þeir menn, sem sigruðu á fundinum taki við. Við vorum valdir á sínum tíma af þessu ráði til þess að gegna þessum störfum — og þegar flokkurinn vill móta allt aðra stefnu en við viljum, er eðlilegt að þeir taki við, sem bera nýja stefnu upp. Við getum ekki farið að vinna gjörsamlega gegn okkar sannfæringu. Ég held að' enginn sé spenntur fyrir að fara út i aukakosningar, ef unnt er að komast hjá þeim," sagði Sigurður Jónsson. — Líbanon Framhald af bls. 1 yfirráðasvæði kristinna manna norðaustur af Beirut, þar sem falangistar og nasseristar segjast báðir ráða fyrir fjallaþropunum Mtein og Aintoura sem barizt hefur verið um í nokkra daga. Bardagar hafa aftur blossað upp umhverfis Zahle, mikilvæga samgöngumiðstöð í Austur- Líbanon. Talangistar segja frá stórskotaliðsbardaga milli Aley og Kahhale, kristins bæjar sem lokar leiðinni fyrir vinstrimönn- um að forsetahöllinni sem Franjieh flúði úr. Sósíalistaforinginn Kamal Jun- blatt skýrði vinstrimönnum frá viðræðum sínum I Damaskus um helgina. Hann kvað vinstrimenn reiðubúna að halda áfram aðgerð- um gegn hægrimönnum ef ekkert gerðist á stjórnmálasviðinu. Franjieh forseti ræddi í dag við falangista sem standa í sambandi við Hafez Assad Sýrlandsforseta. Falangistar segja að Assad og pa- lestínski skæruliðaforinginn Yas- ser Arafat hafi verið sammála um það á fundi I gær að nauðsynlegt sé að binda enda á bardagana. Utvarpsstöð þeirra segir að Sýr- lendingar hafi samband við Frakka, Páfagarð og önnur Evrópurlki til að tryggja að israelsmenn grípi ekki til ihlut- unar. — Spánn Framhald af bls. 1 kommúnistar mundu fá meiri áhrif i nýja bandalaginu en þeir höfðú i alþýðufylkingunni. Flokk- ur kommúnista er bezt skipulagði og fjársterkasti stjórnmálaflokk- urinn á Spáni. Auk stjórnmála- flokksins sem þeir ráða standa sósíalistar og kristilegir demókratar að bandalaginu. Bandalagið beitir sér fyrir því að Juan Carlos konungur myndi bráðabirgðastjórn og haldnar verði frjálsar kosningar til stjórn- lagaþings og að leystar verði upp stofnanir frá valdaárum Francos. Stjórnarandstæðingar segja að bandalagið sé eina leiðin til að knýja sterkar á um umbætur sem þingið geti stöðvað. I Bilbao undirrituðu rúmlega 1000 prestar yfirlýsingu þar sem þeir saka stjórnina um að svikja gefin loforð. Jafnframt bendir margt til þess að hægrisinnar í Baskahéruðunum séu orðnir her- skáir. ETA, samtök vinstri- sinnaðra skilnaðarsinna, hafa aukið aðgerðir sinar og krefjast 200 milljóna peseta fyrir iðju- höldinn Angel Berazadi sem þeir halda í gislingu. I dag voru gerðar árásir á heimili ETA-manna. I Sevilla var sleppt úr haldi í dag 30 mönnum sem voru hand- teknir í mótmælaaðgerðum í gær. Þrjátíu til viðbótar voru hand- teknir og 20 særðust i mótmæla- aðgerðunum sem 10.000 tóku þátt i. Juan Carlos var væntanlegur i dag til Sevilla, fyrsta viðkomu- stáðar sins á vikuferðalagi um suðurhéruðin. — Staða Foots Framhald af bls. 1 eitthvað óvænt geti gerzt. Á það er bent í þvf sambandi að Foot virðist hafa tryggt sér stuðning hófsamra flokksmanna og að nokkrir fyrrverandi stuðnings- menn Roy Jenkins innanrikisráð- herra, sem dró sig í hlé, hafa sagt að þeir muni styðja Foot. Einn þeirra Brian Walden, kvað ástæðuna þá að Foot væri hugsjónamaður. Verið getur að ýmsum stuðningsmönnum Verka- mannaflokksins finnist mál til komið að breyta þeirru varkáru stefnu sem Harold Wilson hefur fylgt og líklegt er talið að breytist lítið ef Caliaghan tekur við af honum. Denis Healey fjármálaráðherra fær sennilega sáralítið fylgi og þar með verður hann úr leik. Gert er ráð fyrir að flestir stuðnings- menn hans styðji Callaghan í þriðju atkvæðagreiðslunni en sig- urvegarinn verður að fá hreinan meirihluta atkvæða í þingflokkn- um, sem kýs flokksleiðtogann. — Vilja betri veg Framhald af bis. 2 vegagerðar tii að lagfæra veginn yfir heiðina." Þá sagði Kristján, að á hverjum vetri væri eytt mörgum milljón- um króna i að ýta snjó af veginum yfir Holtavörðuheiði. Snjórinn settist alltaf f sömu hvilftirnar í veginum. Ef vegurinn væri upp- byggður, þyrfti vafalaust sjaldan að ryðja hann. „Með þeirri tækni sem við höfum nú yfir að ráða er vandalaust, að byggja vegi sem eru færir megin hluta ársins. Við vonumst til að þessar aðgerðir beri einhvern árangur. Ekki vilj- um við samt að verði flanað að neinu, því það þarf að rannsaka vel stæði fyrir nýjan veg, með það í huga að hafa hann sem snjólétt- astan." Morgunblaðið fékk þær upp- lýsingar hjá Vegagerð ríkisins í gær, að kostnaður við snjómokst- ur á Holtavörðuheiði árið 1975 hefði numið rúmum 7 milljónum króna, sem numið gæti miðað við núverandi verðlag rúmum 9 milij. kr. Frá s.l. áramótum til 20. mars s.l. er búið að eyða 7.2 millj. króna, sem þýðir að búið er að ryðja heiðina 23 sinnum á þessum þremur mánuðum, og er kostn- aður við að opna heiðina I hvert skipti 313 þús. kr. Frá Forna- hvammi að Brú í Hrútafirði eru 29 kílómetrar. Að sögn Hjörleifs Ólafssonar vegaeftirlitsmanns hefur heiðin verið fær öllum bílum í 23 daga frá áramótum og stærri bílum og jeppum I 18 daga. Þá hefur heiðin verið algjörlega ófær í 15 daga, 18 sinnum hefur hún verið rudd og 10 sinnum er búið að lagfæra fyrir stærri bíla og jeppa. — Réttargæzlu- menn Framhald af bls. 2 að hvarfi Geirfinns. Fáum við ekki séð hvaða tilgangi það þjónar að þegja yfir viðbrögðum skjólstæðinga okkar. Við ásökum rannsóknarlögregl- una ennfremur fyrir það að hafa á nefndum blaðamannafundi látið hjá liða að skýra frá mikil- vægum þáttum í rannsókn máls- ins, sem rýrt hafa verulega fram- burð hinna þriggja vitna. Við ásökum ennfremur rannsóknarlögregluna fyrir að hafa látið ógert að skýra frá því á nefndum blaðamannafundi, að vætti fjölmargra aðila hefir komið fram, sem gera frásögn hinna þriggja vitna meira en tor- tryggilega. Við ásökum loks rannsóknar- . lögregluna fyrir að hafa sleppt þvi að skýra frá því á nefndum blaðamannafundi, að allt frá 26. janúar s.l. eða i 62 daga, hefir ekkert komið fram við rannsókn málsins, sem styður frásögn hinna þriggja ógæfuungmenna. Undirritaðir réttargæzlumenn harma, að þurfa að taka þátt í umræðu um rannsókn máls þessa á opinberum vettvangi og hefðu heldur kosið að mega reka réttar skjólstæðinga sinna fyrir lögleg- um dómstólum landsins. En þar sem þeir, sem ábyrgð bera á rann- sókn málsins hafa kosið að velja fjölmiðla sem vettvang til umræðna um það, verður naumast undan vikist, að taka þátt i þeim umræðum. Við væntum þess þó, að þurfa ekki frekar en hér er gert að vekja athygli rannsóknarlögregl- unnar á grundvallarákvæðum í 39. gr. laga nr. 74/1974 um með- ferð opinberra mála, sem er svo- hljóðandi: „Lögreglumenn skulu stöðugt miða alla rannsókn sína við það að leiða hið sanna og rétta í ljós i hverju máli.sem þeir hafa til með- ferðar, og rannsaka jöfnum hönd- um þau atriði, sem benda til sektar sakaðs manns og sýknu". Við ásökum rannsóknarlögregl- una fyrir að hafa ekki haft þetta ákvæði að leiðarljósi á nefndum blaðamannafundi. Reykjavik, 27. marz 1976. Hafsteinn Baldvinsson hrl. Ingvar Björnsson hdl. Jón Gunnar ZoPga hdl. — Fannst látinn Framhald af bls. 2 janúar 1914 og var þvf 62 ára gamall. Hann var ókvæntur og barnlaus. Vitað var um ferðir Linnets aðfararnðtt iaugardags- ins. Hins vegar er ekki vitað hvernig andlát hans bar að hönd- um, en talið er lfklegt að hann hafi drukknað. Linnet heitinn var þekktur borgari í Sandgerði. — Enginn vandi Framhald af bls. 38 þau u.þ.b. 20 pund af plútóníum sem þarf í eina slíka sprengju og sjálf framleiðsla frumstæðrar sprengju af þessu tagi yrði heldur ekki mjög miklum erfiðleikum háð. — Baldur Framhald af bls. 3 fara Frakkar með málefni Breta á tslandi. Talsmaður brezka varnar- málaráðuneytisins sagði á sunnudag, að skipherrar frei- gátnanna hefðu skipanir um að hreyfa ekki vopn þeirra án þess að hafa samband við London. „Ef skipherrann á Galateu hefur beint vopnum skipsins að Baldri er það án samþykkis héðan," sagði hann. Þá sagði hann, að engar vél- byssur væru á freigátunum, en skipherra Baldurs hefði sagt að vélbyssum hefði verið beint að varðskipinu. Þessi frásögn ís- lenzka skipherrans gæti því ekki staðist. — Ekkert verður fullyrt Framhald af bls. 2 fyrir mjög takmarkaðan hluta alls þess, sem væri í verðlaginu. Hann sagði þvi að almennt væri ekki unnt að fullyrða enn að verðlag hefði þegar hækkað meira en gert hefði verið ráð fyrir, þar sem aðeins er um að ræða hluta af öllum þeim verðhækkunum, sem menn áttu von á á næstu tveimur til þremur mánuðum eftir samn- ingana. Ölafur Daviðsson sagði að áætl- anir hefðu verið lagðar fyrir samninganefndirnar og þar hefði verið gert ráð fyrir einstökum liðum sérstaklega. Sumar hækk- anir hefðu orðið meiri en gert var ráð fyrir í áætluninni. Að því leyti kvað hann skoðun ASI rétta, en hver endanleg útkoma yrði væri afskaplega erfitt að segja til um og kæmi ekki í ljós, fyrr en vísi- talan yrði reiknuð út. Hér væri aðeins um einstaka liði að ræða, „en um heildina get ég ekkert sagt," sagði Ólafur. Hann kvað ótal margt annað koma inn i myndina og hvort það hækkaði meira eða minna væri ekki unnt að segja. Þegar einhverjir hlutar fara þó fram úr áætlun, eykst hættan á að verðhækkanir al- mennt fari fram úr mörkunum. Ólafur sagði: „Þó að einstakir liðir fari fram úr því sem talið var að þeir gerðu, þá er ekki endilega víst, að verðlagið i dag sé hærra en við áttum von á að það yrði á þessum tíma. Verið getur að eitthvað komi seinna fram. Við upphaf tímabilsins var visitalan 507 og við lok þess 557. Síðan er einhver ferill þarna á milli og geta menn ekki sagt, að verðlagið sé hærra en við áttum von á á þessum tima. Ekki er hægt að fylgjast með öllu verðlaginu frá degi til dags, þótt vitað sé um þá liði, sem eru ákvarðaðir af opin- berum aðilum beint eins og bú- vöruverð og opinber þjónusta. Vegur það að vísu þungt. Þó er ljóst að ákveðnir liðir hafa farið fram úr áætlun og hafa hækkað meir en gefið hafði verið í skyn.“ — H-moll Framhald af bls. 5 Ingólfur Guðbrandsson sagði ennfremur: „Þótt söngfólk og stjórnandi Pólýfónkórsins leggi fram starf sitt algjörlega ólaunað, kostar rekstur kórsins stórfé árlega. Kostnaður við flutning H-moll messunnar um páska verður t.d. vart undir 3 milljónum króna. Forsenda þess að bjóða Listahátið að flytja verkið ókeypis i vor var að sjálfsögðu, að unnt yrði að ná upp sem mestu af kostnaðinum með hljómieikahaldi áður. Auk þess hefði þá fengizt reynsla i flutningnum, sem skapað hefði meiri festu og öryggi hjá kór, hljómsveit og stjórnanda. Þetta ægifagra og stórbrotna verk er svo margslungið og miskunnar- laust i kröfum um fullkomnun að ólíklegt er að bezti árarigur náist við frumflutning. Við flutning annarra stórverka hefur mér t.d. hingað til sjaldan tekizt að ná öllum flytjendum saman né fara yfir allt verkið í heild fyrr en við frumflutning á fyrstu tónleikum. Annars er það aukaatriði, hvort Pólýfónkórinn kemur fram á Listahátíð eða ekki. Það, sem málí skiptir, er sönn og vel flutt list, og H-moll-messan skipar sérstakan sess í hugum þeirra, sem þekkja hana.“ — Maya-letur .ihald af bls. 38 bókum. En Knorosov þakkar einnig aðstoð og starfi banda- rískra og mexikanskra starfs- bræðra sinna árangur sinn. I inngangi þýðingarinnar leggur hann sérstaka áherzlu á að hafnar verði tilraunir til að finna glataða kafla í handritun- um t.d. með efnafræðilegum að- ferðum og með útfjólubláum og innrauðum geislum. Hann segir að ef unnt yrði að lesa þessa kafla, sem enn sést móta fyrir sumum hverjum, myndi Maya- textunum fjölga um þriðjung og líkurnar fyrir því að unnt verði að ráða algerlega í málið myndu aukast. Handritin þrjú eru helgisiða- færslubækur þorpspresta, og eru þar færðir þeim helgisiðir og fórnir sem Mayar notuðu til að tryggja velgengni sína við dagleg störf eins og búskap, veiðar, fiskveiðar og býflugna- rækt. Dr. Knorosov segir að meðal þeirra ýmsu mállýzkna sem notaðar séu i suðurhluta Mexico og Guatemala kunni að vera ein — ef til vill notuð af indiánaflokki sem er ein- angraður af skógum eða fjöll- um og varinn fyrir utanaðkom- andi áhrifum — sem sé virki- lega nálægt hinu forna máli Mayanna. Hann telur mikla þörf á að ganga úr skugga um hvort svo sé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.