Morgunblaðið - 30.03.1976, Síða 32

Morgunblaðið - 30.03.1976, Síða 32
U íiLYSIMiASIMINN EK: 22480 Jfl»rjjiTObIníiiíi AKiLYSIMiASIMIXN EK: 22480 Jflarjjnnblnbib ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976 Ljósm. MbL: Friðþjófur. Bflstjórar á vöruflutningabflum, sem annast flutninga milli Suður- og Norðurlands, óku bflum sfnum að alþingishúsinu f gær og lögðu þeim fyrir framan það. Sfðan gengu þeir á fund samgönguráðherra og afhentu honum bréf þar sem krafist er lagfæringar á veginum vfir Holtavörðuheiði, en veginn telja bílstjórarnir vera í algjöru ófremdarástandi. Leizt betur á dönsku bátana SKIPHERRARNIR Þröstur Sig- tryggsson og Gunnar Ólafsson eru komnir heim úr utanför sinni, þar sem þeir skoðuðu fyrir Land- helgisgæzluna tvær gerðir hrað- báta, þýzka báta á ánni Veser og danska báta af svokallaðri Ville- moes-gerð. Þröstur Sigtryggsson sagði í viðtali við Mbl. f gær, að j þeim hefði litizt mun betur á dönsku bátana. Að öðru leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig um málin, þar sem þeir félagar ættu eftir að skila skýrslu sinni um þessa för, en hann kvað þá senni- lega gera það í dag. Dönsku bátarnir eru í Janes gefnir upp fyrir um það bil 40 30 brezkir togarar við landið SAMKVÆMT þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Land- helgisgæzlunni í gær, eru núna 30 brezkir togarar við landið. Þeirra gæta 4 freigátur, 1 olíuskip og 2 •Oráttarbátar. hnúta hraða. Verið er að raðsmiða 8 slíka báta fyrir Dani og hafa þeir þegar fengið tvo afhenta. Þröstur sagði að þeir væru lík- astir Asheville-bátunum banda- rísku ög myndu þeir frekar mæla með þeim af þeim bátum, sem þeir skoðuðu. Skipverji slasast SLYS varð um borð i Gissuri ÁR 6 á sunnudag, er báturinn var að draga þorskanet suður af Þorláks- höfn. Fékk báturinn þá á sig brot- sjó og við það féll einn skipverja á dekkuppstillingu. Lenti hann með höfuðið á uppstillingunni og meiddist illa. Var hann fluttur til Reykjavíkur til læknismeðferðar. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk frá Þorlákshöfn í gær, var hinn slasaði sæmilega hress, er hann var fluttur til Reykja- víkur og með fulla meðvitund. Fundur ríkisins með BSRB og BHM: Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði í gær, að í fyrrakvöld hefðu freigát- urnar verið 6, og aldrei verið fleiri. Þá bættist ný freigáta í hópinn í gær, sem aldrei hefur verið á Islandsmiðum. Er það Tar- tar F-133, en það er sams konar skip og Gurhka. 222% hækkun á tveim- ur árum Happdrættisbréf ríkissjóðs, A- flokkur, sem gefin voru út fyrri hluta árs 1972, hafa nú hækkað um 222.93% í verð- gildi. Innlausnarverð hvers bréfs, sem hljóðar upp á 1000 krónur er því orðið 3229 krón- ur. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Jóni Frið- steinssyni hjá Seðlabanka Is- lands 1 gær. Siðasti flokkurinn i happdrættisbréfunum, G- -flokkur, var gefinn út 1. nóvember s.l. Var þá visitalan 491 stig en er nú 507, hækkun- in á þeim nemur þvi 3.27% Reynt að samræma hugmynd- ir aðila um samningsréttinn SAMKOMLLAG náðist síðastlið- inn laugardag við Bandalag starfsmanna rfkis og bæja um sam ningsréttarmálin og f gær- kveldi hófst sfðan fundur með fulltrúum BSRB, Bandalags háskólamanna og samninganefnd ríkisins, þar sem í samkomulag- inu við BSRB er ákvæði um að forsenda þess að ríkisstjórnin leggi fvrir Alþingi frumvarp um nýjan samningsrétt opinberra starfsmanna, sé að BHM sam- þvkki einnig efnisatriði væntan- legs frumvarps. Höskuidur Jónsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu og formaður samninganefndar ríkis- ins, sagði í gær, að ríkisstjórnin myndi ekki leggja frumvarp fyrir Alþingi, ef djúpstæður ágrein- ingur væri milli þessara tveggja félaga og kvað hann allt kapp á það lagt, að viðhorf félaganna væru viðsættanleg af hvorum aðila fyrir sig. Eins og kunnugt er hefur BHM þegar gert kjarasamning við ríkið til tveggja ára frá 1. júlí næstkom- andi. BSRB hefur hins vegar tengt gerð nýs kjarasamnings við samningsréttarmálið. Stjórn BSKB átti i gærkveldi fund með samninganefnd sam- bandsins og verkfallsnefnd þess, þar sem rædd voru viðhorf samn- ingamálanna. Fundur hafði verið boðaður 1 með samninganefnd BSRB og ríkisins i gær klukkan 14, en honum var frestað, þar sem ekki lá fyrir yfirlýsing frá ríkis- stjórninni um að hún beitti sér fyrir og flytti frumvarp á Alþingi um ný samningsréttarlög opin- berra starfsmanna. A þessari yfir- lýsingu stóð, þar sem ekki hafði verið haldinn fundur með BHM og BSRB sameiginlega. Náist samkomulag i samnings- réttarmálinu og unnt verður að samræma sjónarmið BSRB og BHM, eru aðeins tveir dagar til stefnu til þess, að ná samkomu- lagi um kjarasamning við opin- bera starfsmenn innan BSRB, þar sem deilan fer lögum samkvæmt fyrir Kjaradóm hinn 1. apríl. Þó mun ekki vera ljóst, hvernig það mál fer, þar sem Kjaradómur mun ekki verg i hinum nýju hug- myndum að nýjum samningsrétti. Aðilar hafa ekkert viljað láta uppi um efnisatriði samkomulags- ins. Loðnuskipin úti af Malarrifi: Sigurður kominn með 12.667 1. Eftir nokkurra daga leit fundu nokkur loðnuskip loðnutorfur úti af Malarrifi I gær. Þau 18 skip, sem eru á loðnuveiðum voru þar í gær. Skipin köstuðu nokkuð, en árangur var mjög misjafn. 1 fyrrakvöld tilkynntu þrjú skip um afla af þessum slóðum, 10% hækkun á bótum almannatrygginganna BÆTHR Almannatrygginga hækka frá og með 1. apríl um 10%. Heilbrigðis- og trygginga- ráðherra gaf 1 gær út reglugerð um þessa hækkun en hún kemur til viðbótar þeirri 5% hækkun bóta, sem ákveðin var með reglu- gerð frá 1. janúar 1976. Samkvæmt þessu verða helztu bótaflokkar eftir hækkunina sem hér segir: ellilífeyrir og örorkulif- eyrir verður 18.640 krónur, ellilif- eyrir og örorkulífeyrir að við- bættri tekjutryggingu verður 33.752 krónur, barnalífeyrir verður 9.539 krónur, mæðralaun, 3 börn eða fleiri verður 17.752 krónur, ekkjubætur, 6 mánuðir, verður 23.356 krónur, ekkju- bætur 12 mánuðir, verður 17.514 krónur og ekkjubætur, 8 ára, verða 23.356 krónur. A árinu 1976 er gert ráð fyrir því á fjárlögum, að heildar- kostnaður lífeyristryggingar verði 8.024.000.000 krónur. Hækkun vegna 5% hækkunar 1. janúar nam 400 milljónum króna og sú hækkun, sem nú er ákveðin, nemur alls 600 milljónum króna. Ríkissjóður greiðir 86% kostnaðar Iífeyristrygginga, þannig að kostnaðarauki lífeyris- trygginga frá því sem áætlað er í fjárlögum nemur um 860 miiljónum króna, en hlutur atvinnurekenda er um 140 milljónir króna. Bótahækkunin verður greidd út þegar i aprílmánuði. Sigurður RE með 320 lestir, As- berg RE 270 lestir og Bjarni Úlafsson AK með 300 lestir. Þá fréttist í gær að Eldborg hefði fengið 400 lestir á þessum sömu slóðum. Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd sagði í gær, að ekki virtist vera mikil loðna á ferðinni úti af Malarrifi. Þó gæti hún átt það til að hlaupa saman þarna, ekki þyrfti nema að hlýna í veðri. Síðast liðið laugardagskvöld var heildar loðnuaflinn orðinn 326.529 lestir, en á sama tíma í fyrra var hann 440.275 lestir. Alls hafa 76 skip fengið loðnu í vetur, en í fyrra voru þau 107. Samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands fengu 44 skip afla í s.l. viku, samtals 13.687 lestir. Aflahæsta skipið í vikulokin var sem fyrr Sigurður RE með samtals 12667 lestir. Skipstjóri á Sigurði er Hraldur Ágústsson. Næstir koma Guðmundur RE með 11360 lestir og Grindvikingur GK með 10104 lestir. Framhald á bls. 39 Geirfinnsmálið: Úrskurður kærður til Hæstaréttar A LAUGARDAGINN rann út 45 daga gæzæuvarðhaldsúr- skurður fjórða mannsins, sem settur var inn f tengslum við hvarf Geirfinns Einarssonar. Sama dag var gæzluvarðhalds- úrskurðurinn framlengdur um 30 daga. Umræddur maður hefur nú kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Var gengið frá gögnum málsins til dómsins f gær. Vegna kærunnar á gæzlu- varðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar gat dómsrann- sóknin í Geirfinnsmálinu ekki hafizt í gær eins og til stóð. Hefst hún fyrir hádegi í dag. Rannsóknin fer fram fyrir luktum dyrum, nema hvað réttargæzlumenn hinna grunuðu fá að vera viðstaddir. Síðdegis í gær höfðu bflstjór- anrir, sem auglýst var eftir í sambandi við málið, ekki gefið sig fram né hafði tekizt að hafa upp á úri Guðmundar Einars- sonar, sem að var leitað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.