Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. 13 Engin hátíðnitæki í fangaklefum á Höfn — segir lögreglustjórinn á staðnum Vegna rangrar fréttar er birzt hefur I nokkrum dagblöðum og varðar notkun hátfðnitæk.ja I fangaklefum á Höfn í Hornafirði. vill undirritaður lögreglustjóri á Höfn taka fram eftirfarandi.: 1. Kall- og hlustunarkerfi í fangaklefum hér er af algengri japanskri gerð og hefur alls ekki hátíðnibúnað, né möguleika til að hækka og lækka són inn í fanga- klefana. Með tækjunum er því eigi hægt að valda sálrænum né líkamlegum óþægindum. Tæki þessi voru sett um á miðju ári ’73 undir eftirliti og st.jórn fulltrúa dómsmálaráðuneytis. 2. Samkvæmt símtali við yfir- lögregluþjóninn á Akranesi kveðst hann eigi vera heimilda- maður að upplýsingum um há- tíðnitæki í fangaklefanum á Höfn og þar finnist nú enginn sem vil.ji við málið kannast. 3. Islenzk réttarvernd. sem kveðst hafa kannað það. að há- tíðnitæki séu notuð í tveimur fangelsum á íslandi. og meðal annars með yfirlýsingum sínum á óréttmætan hátt beint grunsemd- um að löggæzlunni á Höfn. hefur aldrei leitað eftir upplýsingum um tæk.jabúnað hér. hvað þá held- ur komið á staðinn og kannað málið. eða látið á annan hátt rann- saka útbúnað í fangaklefum. Lýs- ir undirritaður furðu sinni og vanþóknun á slíkum vinnubrögð- um, en telur að hér hljóti að vera um að kenna fl.jótræði en ekki illvilja þar sem markmið islenzkr- ar réttarverndar eru m.jög já- kvæð. Höfn íHornafirði 25/3 1976 Friðjón Guðröðarson. EIGENDUR! Við vitum að bíilinn ykkar er traustur og góður bill, sem bilar sjaldan. Samt sem áður viljum við minna ykkur á, að það er áriðandi að koma með bilinn í skoðun og stillingu á 10.000 km fresti, eins og framleiðandi Mazda mælir með. Núna er einmitt rétti timinn til að koma með bilinn i slika skoðun fyrir vorið, því að reynsla siðustu ára hefur sýnt að vegna anna og sumarleyfa getur orðið allt að mánaðar bið eftir plássi yfir hásumarið. Hikið ekki . . . hringið strax i okkur og pantið tima. BÍLABORG HF Borgartúni 29 Verkstæói sími 81225 SKJALASKÁPAR skjalamöppur og skjala- geymslukerfi mÆSMMÚm KJARAINI \xm skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8, sími 24140 Er ríkis- sllórnin á móti elnka rekstrl? Heimdallur SUS, heldur almennan opin fund fimmtudag- inn 1 . apríl kl. 20 á Hótel Esju, stuttar framsögur flytja og svara fyrirspurnum, Jón Sólnes, alþingismaður, Jónas Haralz, bankastjóri, Albert Guðmundsson, alþingismaður, Má draga úr ríkisrekstri? Hvers vegna einkaframtak? er svo annað lakk Manstu þegar þú lakkaðir síöast? Lakklyktin ætlaði alla að kæfa, og þegar þú varst loksins búinn að lakka, áttirðu enga terpentínu til að hreinsa alla nýju penslana, sem þú keyptir. Bráðum þarftu að lakka aftur, sannaðu til. Þá er líka betra að gera ekki sömu skyssuna aftur. Nú skaltu nota Hitt lakkið. Kópal-Hitt er hálfgljáandi vatnsþynnt akryl-lakk, ætlað á tré og stein, — úti sem inni. Kópal-Hitt hefur einnig frábæra veðurrvatns- og þvottheldni. Svo geturðu nefnilega notað rúllu, og að sjálfsögðu pensil líka. Kópal-Hitt þomar á 1—2 klst. Það er lyktarlaust, gulnar ekki og bregst ekki. Greinargóður leiðarvísir á hverri dós. Þegar þú ert búinn að lakka, þá, — já þá þværðu rúlluna og penslana úr venjulegu sápuvatni. Hugsaöu um Hitt þegar þú lakkar næst. Tmálningh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.