Morgunblaðið - 30.03.1976, Síða 7

Morgunblaðið - 30.03.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. 7 Takmörkun þorskveiða Oddur Ólafsson, alþing ismaður, hefur flutt til- lögu til þingsályktunar um takmörkun þorskveiða, þess efnis, að rikisstjórnin sjái svo um, að ekki verði veiddar meira en 250 þús. lestir af þorski á íslands miðum árið 1976. Oddur gat þess i framsögu, að á árinu 1972 hefðu fiski- fræðingar tvisvar sinnum ritað þáverandi sjávarút- vegsráðherra bréf, þar sem varað var við gegndarlausri ofveiði bol- fisks, einkum þorsks, en hrygningarstofn þorsksins færi ört minnkandi og hrunhætta vofði yfir hon- um með óbreyttri veiði- sókn. Fyrra bréfið ritar Sigfús Schopka, fiskifræðingur 22. marz. 1972. að lok inni ráðstefnu í sameigin- legri vinnunefnd Alþjóða hafrannsóknaráðsins og Norðvestur Atlantshafs nefndarinnar það ár um ástand þorskstofnanna á Norður-Atlantshafi. í bréfi hans segir m.a.: „Það er því Ijóst, að þorskafli í Norður Atlantshafi verður ekki aukinn meira en orð- ið er. . . Æskilegt er að draga úr sókninni í þorsk- inn og í sumum tilfellum nauðsynlegt. Reiknast okkur til, að æskilegasta sóknin sé um helmingur af núverandi sókn." Þann 14. júní 1972 rita Þórður Ásgeirsson og Jakob Magnússon ráðu- neytinu bréf með skýrslu, sem þeir gefa eftir árs- fund Norðvestur- Atlantshafsnefndarinnar. Þar eru sömu sjónarmið um ofveiði þorsks stað- fest og ítrekuð Oddur segir, að þessar viðvaranir hafi ekki haft veruleg áhrif á islenzk stjórnvöld á því ári. Sókn okkar hafi haldið áfram að aukast en sókn útlend- inga nokkurn veginn staðið í stað, þrátt fyrir útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur. Sókn útlend- inga var um 50% heildar- sóknar og á árinu 1973 sömdum við um veiðar við eina af þessum þjóðum um 130.000 tonna árs- afla í tvö ár. Svarta skýrslan síðari Síðan vék Oddur að hinni síðari skýrslu fiski- fræðinga okkar, hinni svo- kölluðu svörtu skýrslu, sem vakið hafi verulega meiri athygli hinum fyrri, einkum vegna þess að efni hennar náði betur til alls almennings í landinu. Hann vék að verulegri aflaminnkun um langt árabil, þrátt fyrir aukna veiðisókn og mjög öra tækniþróun við veiðarnar, í gerð mælitækja, veiðar- færa og skipa. Aukin veiðisókn og tækni- væðing veiðiflotans á sama tíma og stofnstærð fisksins minnkaði ört hafi leitt til vaxandi ungfiska- dráps, sem síðan hafi flýtt fyrir hinni neikvæðu þróun, sem að óbreyttum aðstæðum stefni að algjöru hruni þorskstofns- ins. Öllum er Ijóst, segir Oddur, að þjóðfélag okkar þolir ekki hrun þessa helzta nytjafisks okkar. Slíkt myndi riðla öllu okkar efnahagskerfi og árafjölda myndi taka að færa atvinnulífið á nýjar brautir. Þess vegna er brýn nauðsyn á því að þorskveiði fari ekki fram úr því magni, sem Haf- rannsóknastofnunin telur stofninn þola. Oddur Ólafsson, alþingis- maður Aðgerðir nauðsynlegar Oddur sagði ennfremur: „í fyrsta lagi verðum við að friða miklu stærri svæði en áður, þar sem smáfiskurinn heldur sig. í öðru lagi verðum við að gefa ákveðnum aðilum fullkomið vald til skyndi- friðana, sem geta komið til framkvæmda þegar og þar sem vart verður við ofveiði á smáfiski. í þriðja lagi verðum við að friða stærri hrygningarsvæði en áður og í lengri t:ma, svæði sem tryggja að hryngingarstofninum verði við haldið ... í fjórða lagi verðum við eins og gert hefur verið ráð fyrir, að stækka möskvana og gera ýmsar aðrar ráðstafanir, sem Hafrannsóknastofnunin hefur í undirbúningi." VEGG- OG GÓLFFLÍSAR___ -■* Skulogöfu 30 — Bankostrætf Tl — Sími 11280 Phitips fermingagjafir Hvergi meira úrval Lítið á úrval okkar. Margar gerðir, gott verð. Meðal annars þessar vinsælu gerðir: 0 Segulbandstæki EL 3302 Vinsælt og ódýrt. Rafhlödur. ~mrmvrr Sambyggð útvarps og segulbandstæki 4 gerðir fyrir rafhlöður og 220 V Plötuspilarar 15 gerðir mono eða stereo fyrir rafh/öður eða 220V Sinclair reiknivé/ar 6 gerðir. Alltaf vinsæl og ódýr fermingagjöf. philips kann tökin á tækninni heimilistæki sf Sætúni 8 - 15655 Hafnarstræti 3 - 20455. Bestu kaupin eru heimilistæki frá Urvals norsk heimilistæki frá KPS einum stærsta heimilistækjaframleiðanda á Norður- löndum. 3 litir: Hvítt, Avocado, Grænt og tízkuliturinn Karry gulur. Einstaklega lágt verð. 3 hellna eldavélar i hvítu 53.450.— 3 hellna eldavélar í lit 58.800.— 4 hellna eldavélar í hvítu 68.500.— 4 hellna eldavélar í lit 72.750.— Eigum einnig á lager kæliskápa, gufugleypa og uppþvottavélar í sömu litum. Greiðsluskilmálar. Skrifið eftir myndalista. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10A sími 21565

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.