Morgunblaðið - 30.03.1976, Síða 29

Morgunblaðið - 30.03.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. 37 VELA/AKAIMDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Spurningar varðandi landbúnað Ilerdfs Hermóðsdóttir á Eskilirði skrifar: ,,í verkfallinu kom fram í frétt- um i öllum fjölmiðlum og i um- ræðum um þann skaða, sen* bændur urðu fyrir, er þeir urðu að hella niður mjólkinni, sem vitanlega var óforsvaranlegt, að frá einu búi var dagskammturinn, sem hella þurfti niður, 58 þús. kr. virði. Það er löngu kúnnugt og jafnvel viðurkennt af bændum að ekki sé hægt að skrúfa fyrir kýrn- ar og allir vita, að þetta er ekki hagstæðasti tími ársins til mjólk- urframleiðslu. Gerir þetta samt. 21 milljón 170 þús. krónur á árs- grundvelli. Nú vil ég biðja velvakanda, að koma þessum spurningum á fram- færi við Gunnar Guðbjarts- son, formann Stéttarsambands bænda: Er forsvaranlegt að skattleggja almenning í landinu til að styrkja þvílíka amlóða, sem gætu komið öllu þéssu i kostnað við bú- reksturinn? Hvert er verðmæti umtalaðs mjólkurmagns nú eftir hækkun- ina? Hvað fær slíkur mjólkurfram- leiöandi i verðbætur í krónum en ekki i prósentum? Hvers vegna fá ekki húsmæður úr hópi neytenda sæti í sex manna nefndinni? Með fyrirfram þökk fyrir birt- ingu og væntanlegt svar. Herdfs Hermóðsdóttir." 0 Hrópandans rödd Magnús Jónsson á Skúla- skeiði 6 i Hafnarfirði skrifar: Með tali um hrópandans rödd í óbyggð eða eyðimörk, er talið að um sé að ræða spádóm Jesaja um starf Jóhannesar skirara. Ég er enginn Jóhannes skírari, a.m.k. byði mér við engisprett- unum sem fæðu, hvað sem villi- hunanginu liði. En með þessu tali vítt og breitt er nú yfirleitt átt við þann sem fáa eða enga fær til fylgis við skoðanir sinar. Þannig verður það sjálfsagt með þær skoðanir sem ég vil láta hér í ljós. Ég er kennari að menntun og mikið til að starfi, en fram undir þetta hefur mér orðið það sem ógæfuspor. Mér hefur gengið illa í starfinu og útlista það ekki nánar. Rofað hefur þó til núna á þessum sennliðna vetri, enda aðeins um að ræða forfalla- verk f sjónvarpsleikriti. Og hún varð auðvitað að fara. Þú veizt að það er atvinna hennar. — Auðvitað, sagði David og fannst eins og eitthvert farg hvfldi á sér. — Hún sagðist vera ákaflega leið vfir þvf, sagði Nicole stilli- lega. — Ég held nefnilega að hún hafi ætlað í einhverja heimsókn með þér sem stóð í sambandi við húsið þitt. — Það er öldungis rétt. Við ætluðum að fara til M. Boniface. sem rak lögfræðiskrifstofuna á undan Gautier. Þekkir þú hann? — Nei. Viltu að ég komi með þér í staðinn? Ég meina svo að þú þurfir ekki að þvælast um ein- samall? — Ef þú vilt koma með mér f ökuferð, sagði David, skaltu fvrir alla muni gera það. en ekki er vfst að þér finnist ferðin skemmtileg. Rg þarf aó ræða viðskiplamál. — Ég skal ekkert skipta mér af þvi. Mig langar mest til að komast f burtu frá þessu öllu dálitla stund. Mér leiðist oft svo ægilega að mig langar mest til að öskra. — Allt f lagi, sagði David. — En við förum I mfnum bfl. Ekki þfnum. kennslu, eina eða fáar stundir í senn og svó bókavörzlu. Þó vil ég ekki hærri laun og myndi taka við þeim með blygðun. Nú eru opin- berir starfsmenn viða aö halda fundi og stappa stálinu hver i annan um að knýja fram kjara- bætur og ef ekki vill betur, þá með verkfalli, sem þeir tala sjálfir um að sé ólöglegt — já, og þykjast menn að meiri. Er þetta viðeigandi hugsunarháttur hjá kennurum — þeirri stétt sem trúað er fyrir að mennta og móta æskulýðinn? 0 Steyttur hnefi í blaði sem aðilar að víð- tæku verkfalli stóðu að fyrir skömmu, var mynd af rauðum krepptum hnefa, á dökkgráum grunni, að mig minnir. Stundum er talað um steyttan hnefa. Það var, hvað sem öðru líður, ekki mynd af útréttri bróðurhönd. Mér gekk illa að sofna þetta kvöld. Það þarf sterk bein til að þola góða daga. Hvernig stendur á að við Is- lendingar höfum þolað þá svona illa? Ætli þeir hafi komið of snögglega? Ef til vill. Ekki veit ég hvort teljast fá ár eða mörg liðin frá árinu 1908. Það fer eftir því við hvað er miðað. En heyrt hef ég að það ár hafi i siðasta sinn dáið maður hér á íslandi úr hungri. Og sem ég nú vélrita þetta, heyri ég til fjölmiðilsins í næsta herbergi, að talað er um aukna eftirspurn eftir litsjón- varpstækjum. Við kennarar höfum nógu há laún. (i þessu eru lesendur sam- mála mér, nema kennarar.) Allir launþegar hafa nóg laun. (i þessu er sérhver lesandi sammála mér, en þó ekki nema að vissu marki. Hann dregur sína starfsstétt út úr og telur hana vera hlunnfarna.). Óraunhæft er að tala með miklum vandlætingartón um það, að hækkuðum launum sé velt eða veitt út i verðlagið. Sjóðir rikis, bæjarfélaga eða einstakra at- vinnuveitenda eru engar töfra- tunnur sem ausið verði peningum úr, án þess að auka þurfi nokkurn veginn tilsvarandi það sem þangað er látið. Eigum við ekki að hætta þessari hringavitleysu? Eigum við kennarar ekki að ganga á undan með góðu fordæmi og láta okkur nægja svart-hvita sjónvarpstækið, fækka eilitið utanlandsferðum og gera alls engar kröfur að sinni? Haldið þið kannske (ég skrifa kannske alltaf með e) að ég sendi Velvakanda þetta af undirlægju- hætti við Morgunblaðið eða ríkis- stjórnina? Óekki! Ég hef t.d. alla tið verið mótfallinn bandariskum herstöðvum hér og skrifaði grein um það í Þjóðviljann fyrir skömmu, öllu mergjaðri en þessa. Þar kl.vkkti ég út með þvi að vand- lifað væri fyrir hægrisinnaðan herstöðvaandstæðing. En þessi grein hérna er vel meint viðvörun til verkfallshót- enda, sem ég lýk hér með. HÖGNI HREKKVÍSI „Furðulegur þessi fugl. Hann kevpfi sfladós oe nú er liann farinn að borða upp úr henni!“ [MÁLASKÓLI 26908 Lestrardeildir fyrir landspróf. Síðasti innritunardagur ,26908—HALLDÓRSJ SKJALA- SKÁPAR skjalamöppur og skjalageymslukerfi KJARAIM \Xm skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8, simi 24140 FAN boartf II---- og auöveldar í uppsetningu Fáanlegar í gullálmi, eik, hnotu og teak. Sérlega hagstætt verð Verð frá kr. 1080 per. fm m.sk. ^ TIMBURVERZUININ VÖLUNDUR hf. Klapparstig 1, Skeifan 19, Simar 18430 — 82544 MÍÍÍÍÉÉIlMll——— I ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.