Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. 31 Guðrún Ásta Páls- dóttir—Minning Fædd 27. .iúnf 1904. Dáin 22. mars 1976. I dag. 30 mars. verður útför Guðrúnar Astu Pálsdóttur gerð frá Fríkirk.iunni í Reyk.javík. Hún lést á Landakotsspítalanum eftir tvegg.ja mánaða s.júkdómslegu. Guðrún fæddist f Revk.javik þann 27. júní árið 1904. Hún var dóttir hjónanna Sigrúnar Sæmundsdóttur frá Rauðhóli á Stokkseyri. og Páls Einarssonar frá Loftsstöðum í Gaulver.ja- bæ.jarhreppi. Þann 17 desember árið 1927 giftist Guðrún K.iartani Þorsteins- s.vni bifreiðarst.jóra. en hann lést árið 1954. Þau Guðrún og K.jartan eignuð- ust f.jögur börn: Gíslínu Ragn- heiði. B.jörn. Pétur og Agnesi. B.jörn lést árið 1973. Barnabörn Guðrúnar og Kjartans eru orðin 12 og eitt Iangömmubarn átti Guð- rún er hún lést. Við fráfall ömmu minnar missti ég mikið. því henni á ég svo margt að þakka. eins og við öll hennar barnabörn. Alltaf var hún létt f lund og boðin og búin til að rétta okkur h.jálparhönd. þrátt fyrir margt mótlæti. sem hún mátti þola. Amma Gunna, eins og viö köll- uðum hana var mér. sem besta vinkona. og gat ég talað við hana um allt miili himins og jarðar. Hún hafði mjög mikin áhuga á náttúru landsins. og þekkti flest alla staði á landinu. enda hafði hún vndi af ferðalögum. Alla tið var hún mjög starfs- söm. og dugnaður hennar með fá- dæmum. og féll henni aldrei verk úr hendi. þrátt fvrir að hún gengi ekki alltaf heil til skógar. Alla tíð var Amma Gunna gjaf- mild og kom hún ekki svo í heim- sókn að hún hefði ekki eitthvað. sem hún gaf okkur barnabörnun- um. Við barnabörn hennar minn- umst hennar með þakklæti og hlýju. DaddaGuðrún Ingvadóttir Árdegis þann 22. mars sl. kvaddi Guðrún Asta Pálsdóttir þennan heim og þar með Iauk hennar erfiða striði við s.júkdóm þann er var hennar banamein. Guðrún fæddist í Revkjavík 27. júní 1904. Foreldrar hennar voru Páll Einarsson frá Loftsstöðum í Gaulverjabæ og Sigrún Sæmunds- dóttir frá Rauðhól á Stokksevri. Árið 1927. þann 17. desember. giftist hún Kjartani Þorsteinssyni og b.juggu þau alía tíð í Revkja- vík. Þau eignuðust 4 börn. Gíslínu Ragnheiði. Björn. Pétur og Agn- esi. Mín fyrstu kvnni af Guðrúnu voru, er foreldrar mínir bjuggu í sama húsi og hún og fjölskylda hennar að Meðalholti 17. hér í borg. Móðir min og Guðrún bundust þá vináttuböndum. sem aldrei rofnuðu, þótt leiðir skildu. Ég var aðeins 3ja ára. þegar for- eldrar mínir fluttust austur f Fl.jótshlíð, en sú hlýja og ástúð. sem ég smábarnið naut hjá Guðrúnu og f.jölskyldu hennar. er mér dýrmætur fjársjóður. sem f.vrnist aldrei. Sama er að segja um allan glaðninginn. sem hún sendi mér i sveitina og við- tökurnar, er ég heimsótti hana. Tónleikar í MH MIÐVIKUDAGINN 31. marz kl. 8.30 heldur Tónlistarfélag MH sýna 6. reglulegu tónleika á Miklagarði. Þar munu koma fram Helga Ingólfsdóttir og Manúela Wiesler og leika á sembal og þver- flautu. Einnig munu nokkrir nemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík fl.vtja nokkur verk. Á efnisskránni verða verk m.a. eftir Bach. Mozart og Grieg. Áhugafólk um góða tónlist er hvatt til að mæta. Allir vel- komnir. — Kartöflur Framhald af bls. 27 manninum og var þá ákveðið að festa kaup á þessum kartöflum en um magnið yrði að fara eftir því hversu miklu væri hægt að koma með skipi sem fyrst. Á miðviku- dag hefur síðan heildsali sá, sem Dagblaðið vitnar til í fréttum sínum. samband við mig og segist hafa fengið tilboð um þessar mexikönsku kartöflur og gaf hann Grænmetisverzluninni kost á að ganga inn í tilboð sitt. Eg sagði honum að við hefðum þegar fest kaup á nokkru magni af þeim kartöflum, sem þarnaværi um að ræða og væri verðið heldur hag- stæðara en tilboð hans hl.jóðaði upp á. Af þessu má l.jóst vera að Grænmetisverzlunin hafði þegar gengið frá kaupum sínum á þessum mexikönsku kartöflum áður en umræddur heildsali tók að kanna málið.“ — Konur lukú Framhald af bls. 11 léttur blær yfir þessum slðasta fundi I tilefni kvennaársins. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, verkamaður, sem hélt eina aðalræðuna á Lækjartorgi, sagði nú frá för sinni til Danmerkur skömmu eftir kvennafrl I boði Is- lenzkra kvenna og námsmanna þar. Og Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari flutti gamansamt minni karla. Þá þakkaði Elln Pálmadóttir, formaður umhverfismálaráðs Reykjavtkur, sem fer með mál Árbæjarsafns, fyrir gott tillegg til safnsins þar sem Kvennafrfsmerkið er. Og Bjarnfrlður Leósdóttir skýrði konum frá verkfalli kvenna á Akranesi. Og að lokum sleit Erna Ragnarsdóttir fundi og hvatti konur til að sitja áfram yfir veitingum, sem boðnar voru af fé framkvæmdanefndar að ósk Önnu Sigurðardóttur. Guðrún varð fvrir miklu mót- læti í lífinu. Mann sinn missti hún árið 1954. Tengdasonur hennar og tengdadóttir fórust bæði af slvs- förum með nokkurra ára millibili. Sonur hennar Björn lést árið 1973. Við fráfall tengdadóttur sinnar tók Guðrún að sér 2 ung sonarbörn sín og ólust þau upp á heimili hennar. Það var sama á hver.ju gekk. hún lét aldrei bug- ast. Vinnudagur hennar var oft langur og strangur og heilsan ekki alltaf sem best. Þrátt fvrir það reyndi hún alltaf að sjá b.jörtu hliðarnar á lífinu og virtist jafnan full af lífskrafti og fjöri. sem hún miðlaði öllum. er um- gengust hana. Öll verk Guðrúnar báru með sér smekklegan og list- rænan blæ. Það var sama hver efniviðurinn var. allir hlutir. sem hún handlék urðu fallegir. Guðrún unni islenskri náttúru og naut þess að ferðast um landið. Hún var margfróð um iand og þjóð og var félagi í Ferðafélagi Islands frá fvrstu tið. Einnig var hún virkur félagi i Slvsavarnafé- lagi Islands og vann þar mikið og gott starf. Það er svo erfitt að sætta sig við. að Guðrún sé farin frá okkur héðan af jarðrfki. Ég hefði viljað hinna hana svo miklu oftar og um fram allt þakka henni fvrir allt það góða. sem hún gaf mér og mínum. Mín eina huggun er sú. að til sé réttlæti og hún njóti sinna góðu verka hér í hinu lífinu. Sé svo. þá veit ég að henni líður vel nú. Eg og fjölskvlda min vottum ástvinum Guðrúnar innilega sam- úð. Blessuð sé minning hennar Kristín Ingvarsdóttir. MEGRUNARLEIKFIMI Fyrir konur sem þurfa að léttast um 1 5 kg. eða meira. Nýtt námskeið hefst 30. marz. Vigtun — Mæling —- Gufa — Ljós — Kaffi. Sérstakt megrunarnudd. Læknir fylgist með gangi mála. Innritun og upplýsingar i síma 83295 alla virka daga kl. 1 3—22. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. ÞAÐER STABREYND Þeir, sem hafa Hiab-Foco krana á vörubílnum, hafa meiri möguleika á vinnu, þegar að þrengir. Hiab-Fóco vörubílskrani eykur fjölbreytni í vinnu svo um munar. Það eykur vinnugleðina. Hiab 765 lyftir mest hvorki meira né minna w en 4 tonnum. Kraninn getur teygt sig 8,3 metra, en samt lyft 725 i kílóum. Hiab 765 vegur aðeins 1270 kg. Hiab 765 er krani, sem er ákaflega lipur í vinnu og þægilegur í stjórn. Varahlutaþjónusta Hiab-Foco er í sérflokki. Leitið upplýsinga í söludeild okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.