Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. LOFTLEIDIR TF 2 1190 2 11 88 &5IEYSIR BILALEIGAN-^ o l\l 24460 ^ 28810 n Utvarpog sterao. kasettutæki ^ CAR RENTAL LAUGAVEGI 66 FERÐABÍLAR h.f. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbilar — stationbllar — sendibílar — hópferðabílar. Hópferöabílar 8 — 22ja farþega i lengri og skemmri ferðir. Kjartan Ingimarsson Simi 36155 — 32716 — 37400. Afgreiðsla B.S.Í. ® 22 022- RAUPARÁRSTÍG 31 DATSUN . 7,5 I pr. 100 km Bílaleigan Miðborg Car Rental « o a n o Sendum I*74"7í Sæluvika Skagfirð- inga hafin Saudárkróki. 29. marz — SÆLUVIKA SkaKfirðinga höfst í gær með jjuðsþjónustu í kirk.j- unni. Sóknarprestur. séra Tómas Sveinsson. predikaði. Klukkan 16 var opnuð málverkasvnine I Safnahúsinu. Benedikt Gunnars- son, listmálari. sýnir þar 24 olíu- málverk. Fjölmenni var við opn- un sýningarinnar og seldust strax 6 málverk. Um kvöldið frumsýndi Leikfé- lag Sauðárkróks s.jónleikinn Sjó- leiðin til Bagdad eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri er Kári •ípnsson. en leikm.vnd gerði Jónas Þór Pálsson. Húsfyílir var og Ieiknum mjög vel tekið. Leikur- inn verður sýndur öll kvöld vik- unnar. nema á fimmtudag. þá hefst sýning klukkan 17. I dag mánudag. sem aðallega er helg- aður yngri Sæluvikugestum. verður margt til skemmtunar og fróðleiks. kvikmyndasýning. gagnfræðaskólaskemmtun. Framhald á bls. 29 Útvarp Reykjavík ÞRIÐJUDKGUR 30. marz. MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Eyvindur Eiriksson les framhald „Safnaranna", sögu eftir Mary Norton (6). Tilkynningar kl. 9.30 Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjall kl. 10.05: Asgeir Jakohsson fiytur. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Eileen Croxford og David Parkhouse leika Sónötu í g- moll op. 19 fyrir selló og píanó eftir Rakhmaninoff / Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur „Skautasvítuna" ballettmúsik eftir Meyer- beer; Robert Irving stjórnar. 12.00 Dagskráin Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkv nningar. SIÐDEGIÐ 13.00 Við vinnuna Tónleikar. 14.30 Um dægurlagatexta á Islandi; annar þáttur. Um- sjónarmenn: Hjalti Jón Sveinsson og Sigurjón Sig- hvatsson. 15.00 Miódegistónleikar: Frá Salzburg Mozarteum- hljómsveitin og Ffl- harmoníusveitin í Slóvakfu leika. Stjórnendur: Gerhard Wimberger og Aram Katsjatúrian. Einleikarar: Karlheinz Zöller og Margot Pinter. a Flautukonsert í D-dúr (K314) eftir Mozart. b. Píanókonsert og ,3verð- dans“ eftir Katsjatúrjan. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatíminn, Finn- borg Scheving sér um tfmann. 17.00 Lagið mitt Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fvrir börn yngri en tólf ára 17.30 Framburðarkennsla I spænsku og þýzku 17.50 Tónleikar.Tilkynningar. 18.45 Veóurfregnir, Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Tilkynningar. KVÖLDIO 19.35 Starfsskilyrði skólanna Stefán Briem eðlisfræðingur flvtur erindi. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heióur Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skiigreina SKJÁNUM 30. mars 1976 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Þjóðarskútan Þáttur um störf alþingis. Umsjónarmenn Björn Teits- son og Björn Þorsteinsson. 21.20 Ofsi (TheFury) Bandarfsk bíómynd gerð árið 1936. s Leikst jóri Fritz Lang. Aðalhlutverk SpencerTracy og Sylvia Sidney. Joe Wilson er á ferðalagi til að hitta unnustu sfna. Hann er tekinn fastur í smábt einum og sakaður um að hafa átt þátt! mannráni. Þýðandi Stefán Jökuisson. 22.50 Dagskrárlok / Kristján Guðmundsson sér um þátt fvrir unglinga. 21.30 Islenzk tónlist Flytjendur: Kristján Þ. Stephensen Sigurður I. Snorrason, Einar G. Svein- björnsson, Þorkell Sigur- björnsson og Halldór Haraldsson. a. Sónata fyrir óbó og klarínettu eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. b. Rómansa fyrir fiðlu og píanó eftir Hallgrim Helga- son. c. Fimm stykki fyrir píanó eftir Hafliða Hallgrímsson. 21.50 „Hundsbit" smásaga eftir Pétur Hraunfjörð. Höf- undur les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passfusálma (36). 22.25 Kvöldsagan: „Sá svarti senuþjófur“, ævisaga Haralds Björnssonar leikara Höfundurinn, Njörður P. Njarðvfk, byrjar lesturinn. 22.45 Harmonikulög Andrew Walter ieikur. 23.00 A hljóðbergi Þýzki rithöfundurinn Josef Reding les úr verkum sínum. Hljóðritað á upplestrar- kvöldi í Norræna húsinu 25. þ.m. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Dœgurlagatextar í deiglunni í hljóövarpi í dag er þátt- ur sem nefnist Um dægurlagatexta á Is- landi. Þátturinn hefst kl. 14.30 og umsjónarmenn hans eru Hjalti Jón Sveinsson og Sigurjón Sighvatsson. Þátturinn í dag er annar í röðinni en þeir verða samtals þrír. I fyrsta þættinum var rætt almennt um texta og gildi þeirra. Var í því samþandi rætt við Þor- leif Hauksson þók- menntafræöing og rýndi hann á bókmenntafræði- lega vísu í textann Heim í Búöardal. Var fjallað nokkuð ýtarlega um þann texta þar sem lagið Heim í Búðardal var eitt vinsælasta lag síðasta árs. Hjá Sigurjóni Sig- hvatssyni fengum við þær upplýsingar að í þættinum í dag yrói einkum rætt um enska texta þ.e.a.s. þá ensku texta sem samdir eru af íslenzkum dægurlagahöf- undum. Er fjallað um orðaforða í textunum. málfar og framsetningu. Rætt er við ensku- kennara um þessi mál og einnig er rætt við enskan þókmenntafræðing sem Jakob Magnússon verður meðal þeirra sem fram koma f þæltin- um um fslenzka dægurlaga- texta. kennir við Háskóla íslands. Þá er rætt við höfunda slíkra texta og þeir inntir eftir forsend- um þess að þeir eru að semja á erlendri tungu. Jakob Magnússon og Spilverk þjóðanna verða fyrir svörum. Þá er spjallað við Ómar Valdimarsson um þessa texta og gildi þeirra f lög- unum. Er t.d. fjallað um það hvers vegna gagn- rýni á texta er svo lítil sem raun ber vitni. í þriðja þættinum sem verður á dagskrá á fimmtudag verður einkum rætt um menningarlegt gildi þessara texta. í pllum þáttunum koma fram auk stjórn- enda þeir Þorleifur Hauksson og Pétur Pétursson útvarpsþulur. Ýmsar skoðanir koma fram á gildi textanna. hvort þeir séu einungis með til að f.vlgja ákveðinni laglínu eða hvort þeir eigi ekki að vera eitthvað meira. 40 ára gömul bíómynd í kvöld býður sjónvarpið upp á myndina Ofsi sem á þessu ári verður fertug. Myndin hefst kl. 21.20. og er hálfur annar tími að lengd. I aðalhlutverkum eru Spencer Trac.v og Sylvia Sidney en leik- stjóri er Fritz Lang. Þýðandi myndarinnar er Stefán Jökulsson. Kvikmyndahandbæk- urnar eru ekki á sama máli hvað varðar gæði myndarinnar. Önnur seg- ir að á slíka mynd sé horft hafi maður ekkert betra að gera og lætur þau ummæli falla að eitt sinn hafi þessi mynd ver- ið sögð bezta m.vnd ársins og e.t.v. komandi ára en Spencer Tracv fer með annað aðalhlutverkið f mvnd sjón- varpsins I kvöld. Hér er hann ásamt Katherine Hephurn. myndin valdi nokkrum vonbrigðum núna.. Hin kvikmyndahand- bókin segir myndina frá- bæra hvorki meira né minna, og gefur henni fjórar stjörnur sem er hæsta gjöf. Segir að myndin sé frábær lýsing á ofbeldi og ranglæti Myndin sé undanfari margra mynda, sem af svipuðum toga séu spunnar. Myndin Ofsi segir frá ungum manni sem er á ferðalagi til að hitta unnustu sína en er á leiðinni tekinn fastur og sakaður um að hafa tekið þátt í mannráni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.