Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMarch 1976Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 30.03.1976, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.03.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. 5 Álf aborg í Borgar- firði eystra friðlýst NATTURUVERNDARRAÐ hefur að tillögu hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps ákveðið að friðlýsa Alfaborg í Borgarfirði evstra með nokkurri spildu umhverfis. Hefur svæðið verið fellt að skipulagi Bakkagerðis- kauptúns og er friðað sem fðlk- vangur samkvæmt lögum um náttúruvernd. Mörk svæðisins mvnda sexhyrn- ing um Álfaborg og um hið frið- lýsta svæði gilda þær reglur. að óheimilt er að beita búpeningi innan fólkvangsins, sem verður girtur fjárheldri girðingu innan árs frá gildistöku þessarar friðlýs- ingar. Umferð hvers konar öku- tækja er þar óheimil. og allar breytingar á landi. mannvirkja- gerð og jarðrask er bannað. Heimilt er að planta trjágróðri að ráði kunnáttumanna en þó ekki í sjálfa Álfaborgina. þar sem haldiðskal náttúrulegum gróðri. Athugasemd: H-moll messan og Listahátíð „Það hefur ekki komið fram áður, að listahátiðarnefnd hefði áhuga á flutningi Pólýfónkórsins á H-moll messu Bachs, ef frum- flutningur færi fram á lista- hátið“, sagði Ingólfur Guðbrands- son, í samtali við Mbl. I gær vegna ummæla Knúts Hallssonar, for- manns nefndarinnar I Morgun- blaðinu á laugardag, svohljóð- andi: „Ef hann hefði viljað frum- flytja verkið á Listahátið, eða eitt- hvert annað verk, þá hefðum við haft mikinnn áhuga, því að þarna er afburðakór. Bréf þessu lútandi sendum við Pólýfónkórnum 9. des. sl. Bréf nefndarinnar var svohljóð- andi: „Þakka bréf ykkar dags. 28. nóv. Varðandi hugmyndir Pólý- fónskðrsins um flutning H-moll messu Bachs á Listahátíð 1976, skal eftirfarandi tekið fram: Stefna L.H. hefur jafnan verið sú að á dagskrá hátíðarinnar, sé jafn- an nýtt og ferskt efni. Endur- flutningur á H-moll messunni, þó svo að til kæmu erlendir kraftar, bryti þvi algerlega í bág við fyrri stefnu L.H. Við sjáum okkur þvi ekki fært að þiggja boð Pólýfón- kórsins. L.H. er hins vegar ávallt tilbúin til viðræðna geti Pólýfón- kórinn boðið upp á efni sem yrði frumflutt á L.H. Viðingarfyllst, F.H. fram- kvæmdastjórnar L.H. ’ 76 Hrafn Gunnlaugsson framkvæmda- stjóri.” I tilboði kórsins kom fram, að í ráði var að fá kunna erlenda ein- söngvara til þátttöku í H-moll messunnar á Listahátíð, og hefði því verið um eins konar endur- frumflutning að ræða, meðal þeirra sem voru tilbúnir að koma eru Janet Price, Anne Collins, Neil Jenkins og Brian Rayner — Cook. Framhald á bls. 39 Trausti Björnsson efstur á Skákmóti Austurlands Eskifirði, 29. marz — SKAKMÖT Austurlands, sem um leið var svæðismót, er gefur efsta manni rétt til þátttöku f áskor- endaflokki á Skákþingi tslands, fór fram á Eskifirði tvær sfðustu helgarnar f marz. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Keppninni lauk með hraðskák- móti Austurlands. Röð efstu manna var þessi: Eldri flokkur, keppendur voru 12: 1. Trausti Björnsson Eskifirði með 6,5 minninga, 2. Jóhann Þorsteinsson, Reyðarfirði með 5,5 vinninga, 3. Viðar Jónsson, Stöðvarfirði með 5 vinninga og 4. Gunnar Finnsson, Eskifirði með 5 vinninga. Yngri flokkur, keppendur voru 34. 1. Aðalsteinn Steinþórsson, Egilsstöðummeð 6 vinninga, 2. Heimir Guðmunds- son, Neskaupstað með 6 vinninga, 3. Björn Grétar Ævarsson, Eski- firði með 5,5 vinninga og 4. Garðar Bjarnason Reyðarfirði með 5,5 vinninga. Hraðskákmót, keppendur voru 22: 1. Trausti Björnsson, Eskifirði með 17,5 vinninga af 18 möguleg- um, 2. Gunnar Finsson, Eskifirði með 14 vir.ninga, 3. Jóhann Þorsteinsson, Reyðarfirði með 13,5 vinninga. Sýslumaður Suður-Múlasýslu, Bogi Nílsson, afhenti verðlaun, en þau voru gefin af Landsbankan- um á Eskifirði, Búnaðarbankan- um á Egilsstöðum og Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar. Skáksamband Islands mun styrkja efsta mann í báðum flokkum til þátttöku í Skákþingi Islands, en hagnaði á mótinu verður varið til þess að styrkja þá, sem urðu í öðru sæti. Skákmót skólanna á Austurlandi verður haldið í Neskaupstað í lok apríl. Flokkakeppni milli byggðarlaga á Austurlandi verður haldin í maí — lfklega á Egilsstöð- um. Væntanleg er unglingasveit Taflfélags Reykjavíkur til keppni við Austurlandsúrvalið. Austfirð- ingar munu senda sveit til keppni UMFÍ. Þá er I bfgerð að stofna Skáksamband Austurlands til þess að skipuleggja skáklff innan svæðisins og samskipti út á við. — Ævar. UTSOLU- MARKAÐURINN sem hefur vakiö veröskuldaöa athygli er aö LAUGAVEG 66 Ennþá er hægt aö gera stórkostleg kaup á þessum markadi Hreint út sagt ótrúleg verð fyrir 1. flokks vörur Látið ekki happ úr hendi sleppa, því markaðurinn heldur áfram í stuttan tíma í viðbót TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS tfL'ji) KARNABÆR Útsölumarkaðurinn, Laugavegi 66, sími 28155 FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐI MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI_ .____ Ódýrar hópferðir, sem allir geta tekið þátt í, eins þó þeir eigi ekki erindi á vörusýningar. Tækifæri til að taka makann með í ódýra skemmtiferð. Kaupmannahöfn Gull- og silfurvörusýning Brottför 30 apríl Húsgagnasýning Brottför 1 1. maí Verð frá kr. 45 200 Paris (Pret á Porter) London (Int Fashion Fair) Alþjóðlegar kventiskusýningar 9 daga ferð með gistingu og morgunverði Verð frá kr 62 500 Brottför 2 apríl Paris alþjóðleg bygginga vörusýning Expomat Brottför 14. mai VikuferS me8 1. flokks gistingu. Hanover Fair »76 April 28th - May 6th Alþjóðleg vörusýning Vegna gífurlegs hótelskorts þarf að stacifesta pöntun fyrir 15 apríl 7 daga ferð Verð frá kr 63.400 með gist- ingu Brottför 27 apríl Amsterdam Alþjóðleg búsáhaldavörusýning Brottför 22. apríl Verð með gistingu og morgunverði í 7 daga frá kr 62,300 Costa Blanca Benidorm 2ja og 3ja vikna ferðir Brottfarardagar: 9. april 28. júni 25. april 12. mai 31. mai 14. júni 19. júli 9. ágúst 23. ágúst 13. sept. Túnis Brottför 3. april 3 vikur Verð frá kr 109 300. Skipuleggjum hópferðir og seljum farseðla í einstaklingsferðir um allan heim

x

Morgunblaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
111
Assigiiaat ilaat:
55869
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
3
Saqqummersinneqarpoq:
1913-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Saqqummerfia:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-Massakkut)
Haraldur Johannessen (2009-Massakkut)
Saqqummersitsisoq:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-Massakkut)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsori:
Ilassut:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 70. tölublað og Íþróttablað (30.03.1976)
https://timarit.is/issue/116432

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

70. tölublað og Íþróttablað (30.03.1976)

Iliuutsit: