Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR
71. tbl. 63 árg.
MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
200 mílurnar á
skrifborði Fords
Washington 30. marz — AP.
FULLTRÚADEILD Bandaríkja-
þings samþvkkti f kvöld frum-
varpið um útfærslu bandarfsku
fiskveiðilögsögunnar í 200 mflur
með 346 atkvæðum gegn 52. Öld-
ungadeildin samþykkti frum-
varpið f gær, mánudag, og fer það
því nú til Fords forseta. Ford
hefur lýst því yfir, að hann muni
undirrita frumvarpið og gera
það að lögum, en það er eins kon-
ar málamiðlun milli hins uppr-
unalega frumvarps Warren
Magnussons, öldungadeildarþing-
manns og tregðu rfkisstjórnar
Fords til að færa út einhliða áður
Framhald á bls. 31
Nöfn Lockheed-
mútuþega aflient
Washington 30. marz. — Reuter
UNDIRNEFND öldungadeildar
Bandaríkjaþings ákvað f dag að
afhenda dómsmála- og utanríkis-
ráðuneytinu og einni stjórnar-
stofnun til viðbótar skjöl þar sem
nefndir eru á nafn embættis-
menn erlendra rfkja sem liggja
undir grun um að hafa þegið mút-
ur frá Lockheedflugvélaverk-
smiðjunum. Frank Church, for-
maður undirnefndar utanrfkis-
nefndarinnar, sem fjallar um
fjölþjóðafyrirtæki, sagði að Lock-
heedfyrirtækið hefði verið krafið
um nöfn þessi og væri von á þeim
á mánudag. Væru gögnin „mjög
ítarleg".
Wilson vísar
gagnrýni Solsje-
nitsyns á bug
London 30. marz — AP
HAROLD Wilson, forsætisráð-
herra Bretlands, „vísaði
algjörlega á bug" í dag þeirri
skoðun sovézka Nóbelshöfund-
arins Alexander Solsjenitsyns,
að Bretland væri í engu mikil-
vægara land i heiminum í dag
en t.d. Uganda. „Ég virði rétt
hr. Solsjenitsyns til að segja
það sem hann langar til að
segja,“ sagði Wilson í svari við
fyrirspurn í neðri málstofu
þingsins. „Það er hans réttur
— réttur sem hann nýtur nú
en gerði ekki áður." En yfirlýs-
ingar rithöfundarins eru
byggðar á reynslu hans i Sovét-
ríkjunum, sagði Wilson.
„Hann hefur enga reynslu af
þessu landi,“ sagði hann. „Eg
vísa því sem hann segir um
þetta land algjörlega á bug, og
það gerir mikill meirihluti
brezkra borgara líka.“ Um-
mæli Solsjenitsyns komu fram
í útvarpsþætti BBC í síðustu
viku eins og skýrt var frá á
forsiðu Mbl., en þar hæddist
rithöfundurinn m.a að hern-
aðarofbeldi Breta gagnvart ís-
lendingum.
Þessi ákvörðun getur nú orðið
undanfari þess að gögn þessi með
nöfnunum verði afhent rikis-
stjórnum sjö landa sem farið hafa
fram á upplýsingar um þá
embættismenn sína sem grunaðir
eru um aðild að mútuhneykslinu.
Þessi lönd eru Japan, Italía,
Grikkland, Belgía, Holland,
Spánn og Tyrkland. Church sagði,
að ákvörðun um hvort gögnin
yrðu afhent ríkisstjórnunum yrði
í höndum bandariska utanrikis-
Framhald á bls. 2.
Líbanonmál-
ið fyrir ör-
yggisráðið?
Beirut, Washington,
Sameinuðu þjóðunum
30. marz AP—Reuter
KURT Waldheim, framkvæmda-
stjóri Sameinúðu þjóðanna, vakti
í dag athygti öryggisráðsins á
„hinu alvarlega ástandi í
Lfbanon" sem gæti jafnframt
stofnað friði um heim allan í
hættu“ eins og segir í bréfi Wald-
heims til forseta ráðsins. Er búizt
við að fulltrúar f öryggisráðinu
muni fljótlega hef ja viðræður um
Lfbanonmálið, en bréf Wald-
heims er f andstöðu við fyrri yfir-
lýsingar hans um að það væri
innanríkismál sem Sam-
einuðu þjóðirnar gætu ekki
látið til sína taka. 1 dag sagði
Framhald á bls. 31
Simamynd AP
Óeirdirnar I Nazaret —Israelskir hermenn, vopnaðir bareflum, draga arabískt
ungmenni á hárinu eftir einu strætanna i Nazaret I gær, en þar og
arabískum þorpum í ísrael urðu miklar óeirðir. Sjá frétt neðar á síðunni.
í fleiri
„ Aðgerðirnar hroða-
leg pólitísk mistök”
— segja spænskir stjórnarandstæðingar
Madrid 30. marx — Reuter
RAUL Morodo, aðalritari flokks
spænskra alþýðusósfalista og
einn af sex leiðtogum hins nýja
bandalags stjórnarandstæðinga,
sem handteknir voru f gærkvöldi,
sagði i dag er honum var sleppt
úr haldi á aðalstöðvum lögregl-
unnar að með þessari aðgerð
hefði ríkisstjórnin slökkt vonir
um að takast mætti að koma á
viðræðum um friðsamlega þróun
í lýðræðisátt á Spáni. „Þetta voru
hroðaleg pólitfsk mistök af
hálfu ríkisstjórnarinnar,“ sagði
Morodo. Sexmenningarnir voru
handteknir skömmu áður en
þeir ætluðu að ávarpa blaða-
mannafund þar sem skýra átti
frá markmiðum bandalagsins.
Morodo og tveimur öðrum leið-
togum stjórnarandstæðinga var
svo sleppt eftir sex klukkustunda
yfirheyrslur, en hinn komm-
únfski verkalýðsforingi Mar-
celino Camacho, og fulltrúar
tveggja kommúnfskra flokks-
brota voru enn f haldi.
Hið nýja bandalag stjórnarand-
stæðinga, sem kallað er Lýðræðis-
samstarfið, er myndað úr tveimur
höfuðsamtökum spænsku stjórn-
arandstöðunnar — Lýðræðis-
stjórninni, sem verið hefur undir
forystu kommúnista, og Lýðræðis-
vettvanginum, samtökum sósial-
ista og kristilegra demókrata.
Bandalagið var stofnað til að ýta
af enn meiri þunga á eftir því að
einræðisstjórnkerfi Franco-
timans verði leyst upp hið fyrsta.
„Stjórnarandstaðan tók höndum
saman í þeim tílgangi að geta
hafið viðræður við ríkisstjórnina.
Nú hefur ríkisstjórnin eytt mögu-
leikanum á viðræðum,“ sagði Mo-
rodo. Þessi aðgerð stjórnarinnar
hefði hins vegar engin áhrif á
áætlun bandalagsins að berjast
fyrir lýðræðinu á Spáni, sagði
hann.
Auk þess sem ríkisstjórnin
Framhald á bls. 31
Foot er bjartsýnn þrátt
fyrir sigur Callaghans
London 30. marz — Reuter.
„ÞETTA er enn ailt galopið. Ég á
mjög góða möguleika. Það hefur
aldrei verið neinn vafi um það í
mínum huga að halda áfram ■
keppninni." Þetta sagði Michael
Foot, hinn vinstri sinnaði
atvinnumáiaráðherra Verka-
mannaflokksst jórnarinnar í Bret-
landi, eftir að úrslit annarrar
umferðar atkvæðagreiðslunnar
um eftirmann llarolds Wilsons i
embætti flokksleiðtoga og for-
sætisráðherra voru kunn síðdegis
f dag. Foot var bjartsýnn þrátt
fyrir það að hann fékk 133
atkvæði en James Cailaghan,
utanrfkisráðherra, 141. Þessi úr-
slit nægja Callaghan ekki þar eð
ekki er um algjöran meirihluta
að ræða, en allar líkur eru nú
taldar á því að hann beri sigur úr
býtum í úrslitaumferðinni n.k.
mánudag sem verður einvígi
þeirra Foots. Denis Healey, fjár-
málaráðherra hlaut 38 af þeim
312 atkvæðum sem greidd voru og
er hann þar með úr leik, þvf sam-
kvæmt reglum hættir sá þátttöku
sem er neðstur f hverri umferð.
Callaghan vildi ekkert segja um
þessi úrslit, en brosti breitt.
Callaghan hefur staðfast-
leganeitaðað berjast opinberlega
um leiðtogastöðuna, og kýs
heldur að treysta á alkunnan feril
sinn sem einn af reyndustu
stjórnmálamönnum flokksins,
sem gegnt hefur þremur valda-
miklum embættum i rikisstjórn
— fjármálaráðherra-, innanrikis-
Framhald á bls. 31
6 Arabar
létu lífið
— í gífurlegum
óeirðum í Galíleu
Nazareth 30. marz
— Reuter.
EINHVERJAR mestu óeirðir
frá stofnun ísraelsrikis urðu í
Arababyggðunum í Galíleu í
dag og biðu sex Arabar bana er
þúsundir lögreglumanna og
hermanna voru sendar til að
stilla til friðar. Öryggissveitir
beittu skotvopnum i nokkrum
þorpum er þær ientu i átökum
við mótmælendur sem hentu
grjóti og sungu „Palestina til-
heyrir Aröbum". Tugir Araba
voru handteknir og tugir særð-
ust. Þá mótmæltu hundruð
Palestínumanna í Sýrlandi og
Egyptalandi til að votta isra-
elsku Aröbunum stuðning
sinn, en þeir eru um 350.000
talsins, bæði kristnir og mú
hameðstrúar, svo og til stuðn
ings Aröbum sem búa á her
numdu svæðunum frá 196’
Óeirðirnar í Galíleu fylgja í
kjölfar áskorunar frá israelska
kommúnistaflokknum um að
arabísku íbúarnir hefji alls-
herjarverkfall til að mótma'la
þvi að ríkisstjórnin hefur tekið
um 1000 hektara landsva'ði
umhverfis Nazareth eignar-
námi vegna langtimaftam
kvæmda þar.