Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976 21 DAVÍÐ Oddsson borgarfulltrúi ræddi einkum, er fjárhagsáætlun borgarinnar var til lokaafgreiðslu, þann vanda, sem sveitarstjórnum er á höndum um gerð fjárhagsáætlanda í ótryggu efnahags- ástandi og örri verðbólguþróun, yfir- borð og sýndarmennsku borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna, framkvæmda- áætlun æskulýðsmála i borginni og brúargerð yfir Elliðaár. Ræða hans fer hér á eftir: • ÓTRYGGT EFNAHAGSÁSTAND OG FJÁRHAGSÁÆTLANIR Nú þegar við göngum loks endan- lega til afgreiðslu þessarar fjárhags- áætlunar fer ekki hjá þvi, að eitt og annað leiti á hugann Undanfarin ár hafa verið einkar erfið i islenzku fjár- mála- og efnahagslifi. Erfiðari en oftast áður, meiri sviptingar og öryggisleysi Það er mönnum kunnugt að snemma á þessum áratug dundu yfir okkur íslendinga ógæfa sem að nokkru var sjálfskaparviti, en i öðru þannig vaxin, að ekki varð við ráðið. Sjálfskap- arvitið var tilkoma vinstristjórnarinnar siðari, sem kom algjörri ringulreið á efnahagslif þjóðarinnar, með ótima- bærri eyðslu og fyrirhyggjuleysi fram- an af stjórnarárum sinum. Þegar ekki varð lengur um villzt, að allt efnahags- lifið rambaði á gjaldþrotsbarmi, fóru stjórnarflokkarnir þáverandi að hugsa sér til hreyfings, til að stökkva burt frá vandanum, þegar verst gegndi. í kjölfar þess kom svo upp ósamstaða um allar aðgerðir og úrræðaleysi og innbyrðis togstreita sjálfum sér sundurþykkra stjórnarflokka. Það var auðvitað öllum mönnum Ijóst, að fyrsta skrefið til bjargræðis væri að losna við þessa ólukku stjórn, en hins vegar væri batinn ekki þar með kominn Skriðþungi verðbólguhjólsins var orðinn slikur, að hann varð ekki stöðvaður í einu vetfangi. Ekki sist áttu duldar og geymdar en ekki gleymdar hækkanir verðlags og þjónustu sinn þátt i þvi, að hægar hefur gengið en bjartsýnustu menn vonuðu að draga úr hraða verðbólgunnar. En á slðustu mánuðum liðins árs kom I Ijós, að tekizt hafði að hægja á verðbólgunni um helming og meira jafnvægi er að færast i þjóðarbúskapinn, þótt hægt gangi. Vissulega hefur þetta kostað nokkra kjaraskerðingu, sem lands- menn hafa hins vegar sýnt góðan skiln- ing á að var óhjákvæmileg. Falskur kaupmáttur sem haldið er uppi með skammtimalánum hlýtur ætið að kalla á bakslag, og það bakslag hefur svo sannarlega komið í öllu þessu ölduróti hefur Reykjavikurborg að sjálfsögðu lent i margs konar erfiðleikum, ekki sizt á tveimur siðustu árum. Fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaganna er æði fak- markað, þar sem sveitarstjórnir eru ekki sjálfstæður skattlagningaraðili nema i mjög litlum mæli. Hins vegar eru ýmis fjárútlát þeirra fjarstýrð af löggjafanum og fær sveitarstjórn ekk- ert við það ráðið, eins og nýleg dæmi sanna. Þvi hlaut Reykjavikurborg ma. af þessum ástæðum að dragast inn i efnahagserfiðleikana og nokkur timi hlaut að liða áður en borgin gat stung- ið við fótum á eigin spýtur svo að nokkru gagni kæmi Hins vegar eru nú margs konar bata- merki sjáanleg og likur til að fjárhags- staða borgarinnar verði öruggari á þessu ári en verið hefur, ef ekki ber eitthvað óvænt til tíðinda. Og vissulega er þetta EF stórt og mikilvægt Gamalt orðtak segir, að enginn sé spámaður i sinu föðurlandi. Undir slik orð geta engir fremur tekið en okkar blessuðu og velmeinandi hagfræðingar. Ekki er langt síðan, að einn helzti spekingur- inn i þessum efnum var spurður um efnahagsástandið að undanförnu, og þá svaraði hann þvi til, að mjög erfitt væri að spá um framtiðina, en nú er svo komið að hinir vitrustu menn treysta sér ekki einu sinni til að spá um fortiðina Svo það er ekki nema von, að við réttir og sléttir borgarfulltrúar þess- arar borgar getum átt von á þvi, að einhverjar þær áætlanir, sem við ger- um nú fari úr skorðum, þegar fram liða stundir • YFIRBOÐ OG LOFTKASTALAR Fjárhagsáætlun okkar er hvort tveggja i senn, að nokkru spá um verðlagsþróun í landinu og kortlagning Framkvæmdaáætlun æskulýðsmála: Félagsmiðstöðvar rísi 1 hin- um ýmsu borgarhverfum þeirra skrefa sem stiga skal í rekstri og framkvæmdum á árinu. Á síðasta ári fór svo, að við urðum að endurskoða áætlun okkar í byrjun ársins vegna breyttra aðstæðna í efnahagsmálum Nú eru viðhorfin að ýmsu leyti önnur og likindi fyrir því, að hér sé um marktæka áætlun að ræða En það sér hver maður, að á meðan verðbólgan var um 50% þá var erfitt að gera nokkrar áætlanir, sem með góðri sam- vizku var hægt að ætlast til að stæðust tímans tðnn nema í örfáa mánuði Við skulum minnast þess, að færustu hag- fræðingar og stjórnspekingar hafa dregið í efa, að venjuleg lýðræðisriki gætu staðist 25% verðbólgu nema i mjög skamman tíma. Þótt við séum að sjálfsögðu engin venjuleg lýðræðis- þjóð, þá er samt sem áður ástæða til að gefa slíkum orðum gaum. Viðbrögð minnihlutans við síðari umferð á afgreiðslu þessarar fjárhags- áætlunar er kúnstug. Hann flytur að vanda ýmsar tillögur, sem maður getur sagt um einsog þeir í lögreglunni, að séu gamlir kunningjar. Reyna á að renna styrkum stoðum undir fjárhag borgarinnar fneð því að hækka gjald fyrir kvöldsöluleyfi. Segir minnihlutinn í því sambandi, að engin rök séu sjáanleg fyrir því, að hækka ekki þessi gjöld. En þeir koma ekki fram með nein skynsamleg rök fyrir hækkunartil- lögum sínum Og þeir virðast ekki hafa hugleitt, hvort ekki gæti hugsanlega verið skynsamlegast, að fella þessi gjöld niður með öllu í framtíðinni. En þó er ein setning i tillögum þeirra minnihlutamanna, sem er sérkennileg- ust og athyglisverðust. Þeir segja svo á einum stað, með leyfi forseta: ,,Á und- anförnum árum og áratugum hafa borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna flutt fjölmargar tillögur, er miða að sparnaði í rekstri borgarinnar . . Það er alveg makalaust að fulltrúar minni- hlutaflokkanna hér í borgarstjórn hafi geð í sér, að bera annað eins og þetta á borð. Við borgarfulltrúar eigum öðru að venjast hér en sparnaðartillögum frá þessum borgarfulltrúum Pólitisk starf- semi þeirra hér i borgarstjórn miðast við yfirborð og loftkastala og draum- óratillögur, sem engin kostnaðaráætl- un fylgir. Þannig er pinulítið dæmi, að aldrei er svo sett hér á laggirnar nefnd, að Alþýðuflokkurinn i borgarstjórn, Björgvin Guðmundsson, geri ekki til- lögur um fjölgun i slikum nefndum Allir þekkja reglubundna tilburði borg- arfulltrúa Alfreðs Þorsteinssonar til að vekja upp óánægju i hverfi sinu og vera uppi með hvers konar yfirborðstil- lögur í því sambandi. Og svo þykjast þessir borgarfulltrúar hafa verið ein- hverjir sérstakir talsmenn sparnaðar hér i borgarstjórn. Þeir minna að þessu leyta á frúna i megruninni, sem frétt hafði að appelsínur væru megrandi og greip til þess ráðs, að fá sér tvær, þrjár appelsinur eftir hverja stórmáltið til að megra sig. Þannig ætla borgarfulltrúar minnihlutans að efna til kostnaðar- samrar úttektar á borgarkerfinu, án þess að benda á nokkurn skapaðan hlut sjálfir, um hvað megi betur fara • FRAMKVÆMDAÁÆTLUN ÆSKULÝÐSMÁLA Á siðustu árum hefur orðið veruleg- ur vöxtur sjálfstæðra sveitarfélaga hér í næsta nágrenni við okkur, sem að verulegu leyti eru í raun ekki annað en svefnherbergi Reykjavíkurborgar. Hingað sækja flestir íbúar þessara sveitarfélaga vinnu sína, og taka fyrir hana laun, sem þeir greiða útsvar af í svefnhverfunum. En hins vegar sækja þessir íbúar fjölbreytilega þjónustu til Reykjavíkur, eftir sem áður. Þeim kostnaði standa reykvíkingar undir. Ég tel orðið brýnt og nauðsynlegt, að kannaðar verði leiðir til að bæta með einhverjum hætti þann beina og óbeina kostnað, sem borgin hefur að þessu leyti og nágrannsveitarfélögun- um verði gert skylt að taka þátt f honum. Mér er fullkomlega Ijóst að slík framkvæmd kann að reynast erfið, en leita verður raunhæfra leiða Þá langar mig, herra forseti, að fara nokkrum orðum um þá liði sem helzt eru á framkvæmdaáætlun æskulýðs- mála. Undirbúningi undir félagsmið- stöðina í Árbæ hefur miðað vel áfram og nú liggja fyrir teikningar, sem sam- Davíð Oddsson borgarfulltrúi þykktar hafa verið í borgarráði, skipu- lagsnefnd og byggingarnefnd. Teikn- ingarnar hafa verið kynntar ítarlega á fundum I hverfinu sjálfu og ég má fullyrða, að þær hafa fengið góðar viðtökur. Félagsmiðstöðinni hefur ver- ið valinn góður staður við Rofabæ, vestan við Árbæjarskóla, sunnan við verzlanir og norðan kirkjulóðar. Hún er því i hjarta hverfisins og mjög mið- svæðis, þótt hin óbyggðu Seláshverfi komi þar inn í myndina. Útsýni frá húsinu til suðurs og vesturs er fag- urt og að því koma gangstígar úr öllum áttum og stutt er í fallegt útivistarsvæði Samgangur innan þess húss fer fram á ská- brautum með þrepum meðfram Er þetta gert til að auðvelda umferð um húsið, svo að þeir, sem við einhverja fötlun búa eigi þar jafn greiðan aðgang og aðrir. Eftir því sem ég bezt veit er þetta fyrsta húsið í eigu hins opinbera, sem þannig er úr garði gert hér á landi og markar það að því leyti tímamót. Ég geri ekki ráð fyrir, að þær 20 milljónir, sem til þessa eru ætlaðar á þessu ári geri mikið meira en að koma okkur dáldið upp úr jörðinni, en ég vona fastlega, að efni standi til þess á næsta ári, að setja verulegan kraft í bygginguna og helzt Ijúka henni. Til innréttinga í Bústaðakirkju er nú veitt tæpum 1 2 milljónum, það er til félagsmiðstöðvar í kjallara kirkjunnar, gegnt útibúi borgarbókasafnsins. Þetta fé er í raun og veru leigugreiðsla til kirkjunnar fyrir húsnaeðið. Ég vona, að hægt verði að taka þessa miðstöð í notkun seinnipart sumars og hún verði jafn farsællega og vel nýtt eins og Fellahellir í Breiðholti 3. Hvað framtíðina snertir þá eru til leiðbeiningar samþykktir borgarstjórn- ar að koma skuli upp félagsmiðstöðv- um í sem flestum borgarhverfum. Auð- vitað má ekki fara hér of geyst og reyna verður að meta hvaða þörf sé brýnust. Ég er sannfærður um, að fljótlega þarf að huga að félagsmiðstöð í Breiðholti 2. Þá kemur Langholts- og Vogahverfi einnig inn i myndina, en þar er geysistórt hverfi, sem þyrfti á félagsaðstöðu að halda. Nú er unnið að úttekst á einstökum borgarhverfum til að fá sem bezta yfirsýn í þessum efnum Með þeim breytingum, sem gerðar hafa verið á Samþykkt fyrir Æskulýðs- ráð, finnst mér eðlilegt, að á þessu ári verði reglur um styrkjakerfi til frjálsra félaga teknar til endurskoðunar og fært i likt horf og gert var ráð fyrir í tillögum Æskulýðsráðs frá 1974 Ég held að þær tillögur séu mjög til þess fallnar að ýta undir og styrkja starf svo nefndra frjálsra æskulýðsfélaga og áríðandi sé, að endanlega megi ganga frá sam- þykkt þeirra svo fljótt, að þær geti komizt i gagnið frá og með næstu fjárhagsáætlun. • NÝ BRÚ YFIR ELLIÐAÁR Þá vil ég herra forseti, snúa mér að tillögu frá borgarfulltrúum Framsókn- arflokksins, sem er undir e. lið 10 liðar þessarar dagskrár og er svohljóð- andi: ,,Borgarstjórn telur, að eitt allra brýnasta verkefnið í samgöngumálum innan borgarinnar sé að tengja saman með nýrri brú yfir Elliðaár Árbæjar- og Breiðholtshverfi. Því telur borgarstjórn- in að sem allra fyrst þurfi að taka endanlega ákvörðun um staðsetningu slikrar brúar og hefja siðan undirbún- ing og framkvæmdir við það mann- virki'. Með þessari tillógu er nokkur grein- argerð þar sem getið er ýmiss konar þjónustu, sem betur er talin fara ef þegar yrði gripið til þeirrar umferðar- tengingar, sem tillagan gerir ráð fyrir. Er þar einkum fjallað um nýtingu þeirra þjónustumiðstöðva, lögreglu, slökkviliðs og heilsugæzlustöðva, sem komnar eru eða væntanlegar eru í umrædd hverfi. Það er alveg rétt, sem fram kemur og í greinargerðinni, að sú tenging á Breiðholtshverfum og Árbæjarhverfi um Höfðabakka, sem tillagan gerir ráð fyrir hefur staðið til og öllum ber saman um, að í nánustu framtíð verði ekki hjá því komizt að ráðast í slíka framkvæmd. Tillagan gerir hins vegar ráð fyrir því, að þessi brúar- og gatna- gerð sé tekin út úr, og því slegið föstu hér og nú, að um sé að ræða þá framkvæmd í samgöngumálum reik- vikinga, sem brýnust sé og sízt megi bíða. Því er ekki að neita, að vart er hægt að sjá, að slik ákvörðun sé tima- bær Að þvi skal vikið dálitið nánar. Það er auðvitað Ijóst, að margt af því sem í greinargerðinni segir má til sanns vegar færa, þótt ekki sé það einhlítt Þessi framkvæmd hlyti að auð- velda og bæta nokkuð vissa þjónustu einkum við Breiðholtshverfi og auknir möguleikar til samgans milli hverfanna eru liklegir til að vera þeim báðum til góðs. Þetta hefur lengi verið vitað og þvi var það ein af ástæðunum sem búa að baki þessari fyrirhuguðu brúargerð En tenging með brúnni um Höfða- bakka mun frá upphafi einkum verið ætlað að þjóna þremur megin mark- miðum. Eitt af þeim markmiðum var að tengja tvö fyrrgreind hverfi saman. En þá voru einnig önnur atriði höfð í huga. Framkvæmdin var þannig og hugsuð til þess að létta á gatnamótum Reykjanesbrautar og Vesturlandsveg- ar. Þessi gatnamót eru ekki enn orðin verulega erfið og ekki líkur til mikilló umferðarörðugleika þar á allra næstu árum. Þá var brúargerðinni einnig ætl- að að taka á móti umferð á milli Breiðholts og nýrra byggingarsvæða SMk umferð verður ekki fyrir hendi næstu árin og mun taka nokkurn tíma að verða veruleg, eftir því sem þau svæði byggjast upp. Þannig að það eru ekki nema afmarkaðir hlutar þeirra for- senda sem búa að baki þessari fram- kvæmd, sem þegar eru farnir að knýja á um framkvæmdir. Nú um nokkurt skeið hefur verið unnið ötullega að endurskoðun aðalskipulags, sem ætlað er að gilda allar götur fram til 1995. Liður í þessu aðalskipulagi verður framkvæmdaáætlun um hraðbrautir, þ.á.m. ákvörðun um legu slíkra brauta, niðurröðun og tímasetningu verkefna i þeim efnum. Þau vinnubrögð hljóta að teljast vænlegri til markvissra fram- kvæmda, að styðjast við þann saman- burð, sem fæst út úr reiknislikani um- ferðarkerfisins og með hliðsjón af um- ferðarmynstri Reykjavíkurborgar í heild Hinn mikli brúarsmiður þeirra Fram- sóknarmanna, samgöngumálaráðherr- ann ástsæli Halldór E. Sigurðsson get- ur sagt flokksbræðrum sínum tvennt Hann getur sagt þeim að brúargerð kostar fé og hann getur Mka sagt þeim, að meðan að þeim framkvæmdum er staðið geta önnur verkefni orðið að sitja á hakanum Þvi er algjörlega ófull- nægjandi að líta eingöngu til þess, sem vinnst við brúargerðina. Þeir erfið- leikar og gallar sem því fylgja, að láta önnur verkefni bíða hljóta að koma inn í myndina Öllum borgarfulltrúum er Ijóst að verkefni i gatna- og hraðbrauta- gerð i borginni eru næg Umferðar- þunginn á mikilvægum umferðaræð- um er orðinn mikill og úr þarf að bæta með ýmsum aðgerðum. Þegar hug- myndir um Höfðabakkabrúna eru skoð- aðar verður að gera það í samhengi við aðra þætti samgöngumála borgarinn- ar, sem á úrlausn kalla Við megum ekki í þvi sambandi líta einvörðungu til stundarhagsmuna einstakra hverfa, þótt slíkt kunni að virðast vænlegt til atkvæðaveiða Það er alþekkt að eitt mesta kokhraustmenni þessarar þjóð- ar, maraþonþingmaðurinn Sverrir Her- Styrkjakerfi til frjálsra æsku- lýðs- og íþrótta- félaga mannsson, brast að eigin sögn þrek til að ræða brúarsmíð Halldórs E Sig- urðssonar samgönguráðherra og fram- sóknarmanns Auðvitað vilja flokks- bræður hans ekki vera minni menn hér í borgarstjórn og kannski hafa þeir treyst þvi, að við borgarfulltrúar yrðum jafn þreklitlir af því tilefni og alþingis- menn. Með þessu er ég þó alls ekki að líkja þessum brúargerðarhugmyndum alfarið saman. Brúargerð Borgarnes- fulltrúans er öll miklu stórfenglegri en brúargerð borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins. Auk þess lýtur tillaga þeirra ekki að öðru en að flýta mannvirkja- gerð, sem staðið hefur til að inna af hendi. Ég er sannfærður um, að að þessari framkvæmd mun koma áður en langir ttmar Mða Og hitt er jafn rétt, að ef í hana yrði ráðist nú þegar gæti hún orðið að góðu gagni fyrir Breiðholts- búa og aðra reykvikinga. En það kann hins vegar að vera aðeins hálfur sann- leikurinn Hún gæti jafnframt orðið til þess að fresta yrði brýnni verkefnum, sem myndi gera meiri skaða en brúin gagn Því er nauðsynlegt, eins og ég áðan sagði, að þetta mál verði skoðað í samhengi við það starf, sem nú fer fram við endurskoðun aðalskipulags Til þess að svo megi verða vil ég leyfa mér að leggja fram eftirfarandi tillögu: Skipulagsnefnd og Þróunarstofnun vinna nú að endurskoðun aðalskipu- lags Reykjavikur. Einn mikilvægur þáttur i þeirri endurskoðun er umferð- arkerfi borgarinnar, þ.á.m. ákvörðun um niðurröðun og tímasetningu verk- efna á þvi sviði. Þar sem endurskoðun þessi er nú langt á veg komin og vitað er, að verkefni það, sem tillagan fjallar um, er eitt af því, sem er til athugunar nú, telur borgarstjórn ekki ástæðu til sérstakrar samþykktar um málið, en visar tillögunni til skipulagsnefndar til athugunar i sambandi við endurskoð- un á umferðarkerfi aðalskipulags. Skákþing Islands hefst 8. apríl n.k Gunnar Gunnarsson hættir formennsku í Skáksambandinu SKÁKÞING Islands verður hald- ið í Revk.javík dagana 8.—22. apríl n.k. Keppt verður í Lands- liðsflokki. áskorendaflokki. meistaraflokki. opnum flokki og kvennaflokki. Keppni í ungiinga- flokknum fer fram næsta haust. Meðal keppenda i landsliðs- flokki verða ýmsir af sterkustu skákmönnum landsins. Má þar nefna íslandsmeistarann frá þvi í fyrra, Björn Þorsteinsson. Inga R. Jóhannsson, Helga Ólafsson. Mar- geir Pétursson. Júlíus Friðjóns- son. Hauk Angantýsson. Þóri 01- afsson og Krist.ián Guðmundsson. Nýmæli á Skákþinginu er áskorendaflokkurinn og einnig opni flokkurinn. I áskorenda- flokki hefur landinu verið skipt í sex svæði og hlýtur sigurvegari á hverju svæði rétt til að tefla I áskorendaflokknum á Skákþing- inu. Hefur verið mikill áhugi á keppninni úti á landsbyggðinni. í opna flokknum hafa allir rétt til keppni. 14 ára og eldri. Aðalfundur Skáksambands ís- lands verður haldinn laugardag- inn 24. april, en Skákþinginu lýk- ur með hraðskákmóti sunnudag- inn 25. apríl. Núverandi formaður Skáksambandsins, Gunnar Gunn- arsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Skáksamband íslands hefur ný- lega ráðið framkvæmdastjöra. Högna Torfason. og verður skrif- stofa þess að Grensásvegi 46 opin kl. 17—19 á mánudögum og fimmtudögum og geta skákfélög- in haft samband við skrifstofuna á þeim tíma. Sími er 81690.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.