Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976 Hitaveita Reykjavíkur stærsta orkuver á landinu: Heita vatnið hef ði orðið 2 krónum dýrara á rúmmetra, án þátttöku nágrannabæja SJALFSAGT eru þeir Reykvlkingar ekki margir, sem gera sér grein fyrir þvf, ad Hitaveita Reykjavfkur er stærsta orkuver á lslandi og framleiðir mun meira afl en vatnsaflsstöðvar Landsvirkj- unar. Heildarafl Hitaveitu Reykjavfkur er 375 MW en heildarafl vatnsaflsstöðva Landsvirkjunar mun vera um 340 MW. Frá árinu 1970, eða á síðustu sex árum, hafa 150 MW bætzt við afl Hitaveitu Reykjavíkur eða sem nemur einni Sigölduvirkjun og gefur þetta nokkra hugmvnd um þær geysilegu framkvæmdir, sem fram hafa farið á vegum Hitaveitu Reykjavfkur á undanförnum árum. Af þessum 150 MW hafa 90 MW farið til Reykvíkinga en 60 MW til nágrannabæja. Þessar tölur komu fram í stuttu viðtali um málefni Hita- veitunnar, sem Morgunblaðið hefur átt við Birgi ísleif Gunnarsson borgarstjóra, í tilefni af því, að hitaveitugjöld hækkuðu fyrir nokkru um 27%. Fyrsta spurningin, sem Morgunblaðið beindi til borgar- stjóra var sú, hvaða rök væru fyrir þessari hækkun. — Fyrst og fremst miklar hækkanir, sem hafa orðið á rekstrar og framkvæmda- kostnaði Hitaveitunnar, segir borgarstjóri. Áætlanir Hitaveit- unnar hafa verið við það miðaðar, að hún gæti skilað 7% arði miðað við endurmat eigna og raunar skuldbatt Hitaveitan sig til þess, þegar hún á sínum tima tók lán hjá Alþjóða- bankanum vegna stækkunar veitukerfis í Reykjavík. A árinu 1975 mun arður hins vegar ekki hafa orðið nema um 5—6% og er þá ekki reiknað með þeim gengistöpum sem Hitaveitan hefur orðið fyrir vegna erlendra lána. Ef þau gengistöp, sem urðu á árinu 1975, eru reiknuð með, verður enginn arður af rekstri Hita- veitunnar það ár. Byggingarvísitala hefur á undanförnum árum reynzt nokkuð góður mælikvarði á rekstrar- og framkvæmda- kostnað Hitaveitunnar. Frá árinu 1970 hefur hún hækkað mun meira en verð á heitu vatni og hefur verðið hækkað, sem nemur 70% af hækkun vísitölunnar. Þrátt fyrir þá hækkun, sem nú hefur verið samþykkt, er verð á heitu vatni ekki nema um 27% af hitunarkostnaði með olíu. Það er því ljóst, að þjónusta Hitaveitunnar er mjög ódýr og hefur í för með sér mikinn sparnað fyrir þá, sem hennar njóta og raunar þjóðar- búið allt. — Því hefur verið haldið fram, að þessi hækkun hafi verið nauðsynleg vegna hita- veituframkvæmda í nágranna- bæjum Reykjavíkur. Er þetta rétt? — Hinar mikiu framkvæmdir Hitaveitunnar I nágranna- sveitarfélögum eru einnig Reykvíkingum í hag, segir borgarstjóri. Aður en hafizt var handa um þessar framkvæmdir lá ljóst fyrir, aó Hitaveitan þyrfti að leggja í mjög dýrar virkjunarframkvæmdir til þess að anna heitu vatni fyrir Reykjavik. Orkulindir þær, sem notast hefur verið við, þoldu ekki meiri stækkun og þess vegna þurfti að virkja á Reykj- um og leggja dýrar aðfærslu- æðar til Reykjavíkur. 1 því sam- bandi er rétt að vekja athygli á, að Hitaveitan er í örri stækkun hér í Reykjavík, þar sem hér eru teknar í notkun um 700 íbúðir á ári, og við viljum geta lagt heitt vatn í ný hverfi jafn- óðum og þau byggjast. Til þess að dreifa þessum mikla virkj- unarkostnaði var það ráð tekið að reyna að stækka markaðinn þannig, að þessi kostnaður kæmi á fleiri herðar og því var gerður samningur við nágrannabæi um lagningu hita- veitu þar. Áður en þessi samn- ingur var gerður, var það reiknað út, að þegar hitaveita Segir Birgir Gunnarsson ísl. borgarstjóri væri komin í öll sveitarfélögin gæti verðið verið 12% lægra í heild en ef Reykvikingar einir hefðu þurft að standa undir kostnaði við virkjunarfram- kvæmdir. Þetta voru því samn- ingar, sem báðir aðilar höfðu hag af. Til frekari glöggvunar hefur Hitaveitan gert saman- burð á rekstrinum fyrir árið 1976 með og án nágranna- byggða. Rekstrartekjur Hita- veitu Reykjavíkur á öllu svæð- inu munu verða 5,7% af endur- matsverði eigna Ef rekstur Hitaveitunnar i Reykjavik einni er tekinn út úr mundu rekstrartekjur verða 5,1% af endurmatsverði en rekstrar- tekjur vegna reksturs i nágrannasveitarfélögum 8,5% af endurmatsverði. Er þá reiknað með hlutfallslegri þátt- töku nágrannabæja i virkjunar- framkvæmdum og aðfærslu- æðum. Vatnsverðið hefur nú verið ákveðið 50 kr. á rúmmetra og gildir að sjálfsögðu sama veró á öllu svæðinu. Ef arðsemi Hita- veitunnar ætti að verða sú sama og þetta verð gefur, en eingöngu reiknað með hita- veitu í Reykjavík, án þátttöku nágrannabæja, yrði verðið í Reykjavík að vera 52 kr. á rúm- metra, eða með öðrum orðum: Reykvíkingar hefðu þurft að greiða hærra verð fyrir heitt vatn, þegar á þessu ári, ef nágrannasveitarfélög hefðu ekki komið inn í myndina og miðað við, að Hitaveitan fengi sama arð og nú er ráðgert. — Hvað ver Hitaveitan mikl- um fjármunum til fram- kvæmda á þessu ári og hvernig skiptast þeir fjármunir milli einstakra framkvæmdaþátta? — I ár framkvæmir Hitaveita Reykjavíkur fyrir 570 milljónir króna. Þar af fara 390 milljónir i virkjanir og aðveituæðar í Reykjavik, 46 milljónir í dreifi- kerfi i ný hverfi i Reykjavík, 12 milljónir í aðalæðar vegna nágrannabæja, 12 milljónir í dreifikerfi um Kópavog, 20 milljónir i dreifikerfi um Garðabæ og 40 milljónir i dreifikerfi um Hafnarfjörð. Gert er ráð fyrir að 'A dreifi- kerfis í Garðabæ og Hafnarfirði verði fyrst lokið á árinu 1977, en til að ljúka þessum fram- kvæmdum mundi þurfa 160 milljónir króna til viðbótar en óráðlegt er fyrir Hitaveituna að taka þá fjárhæð að láni erlendis frá, þar sem erlendar lántökur eru þegar orðnar miklar. — I hverju eru virkjunar- framkvæmdirnar fólgnar? — Fyrst og fremst er um að ræða boranir og virkjun á Reykjum. Þar á að bora átta Framhald ð bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.