Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 fttorgiinblatiib MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976 Takmarkaður verkfallsrétt- ur opinberra starfsmanna Æviráðning þrengd — Verkfalls- réttur bundinn við heildarsamtök I GÆR tókst samkomulag milli fjármálaráðherra og BSRB um takmarkaðan verkfallsrétt opinberra starfs- manna. Geta opinberir starfsmenn beitt honum í fyrsta skipti 1. júlí 1977. Samkvæmt fréttatilkynningu frá fjármálaráðherra og BSRB er takmörkun á verkfalls- rétti fólgin í eftirfarandi: 0 Verkfallsréttur er hundinn virt gerð svonefnds aðalkjarasamnings, sem gcrður er af heildarsamtokum. Þetta þýðir að einstök aðildar- félög BSKB hafa ekki heimild til verkfalls hvert fyrir sig. 0 Komi til verkfallsboðunar er sáttanefnd skylt að leggja fram sáttatillögu. Verkfallið kemur einungis til framkvæmda ef sáttatil- laga hefur verið felld í allsherjaratkvæðagreiðslu sem a.m.k. 50% félagsmanna hafa tekið þátt f, en til að fella sáttatillögu þarf 50% atkvæða þeirra sem þátt taka f atkvæðagreiðslu. 0 Þrátt fyrir verkfall ber að halda uppi nauðsynlcgri öryggisþjónustu og heilsugæzlu og ákveður kjaradeilunefnd hvaða starfsmcnn skuli vinna í verkfalli. Æviráðning opinberra starfsmanna verður ekki felld niður þrátt fyrir verkfallsrétt, en þrengd án þess að það sé nánar til- greint í fréttatilkynningunni. í samtali við Mbl. í gærkvöldi sagðí Kristján Thorlacius þegar Morgunblaðið spurði hann hvað hann viidi segja um þennan áfanga í baráttu BSRB fyrir bætt- um kjörum og réttindum: ,,Ég tel þetta vera stóran áfanga í öllum réttindamálum og sætti mig eftir atvikum við þennan áfanga Eins og gengur í allri kjarabar- áttu er þetta enginn lokaáfangi, en við sættum okkur við þetta. Það markverðasta finnst mér vera verkfallsrétturinn og það að Framhald á bls. 31 Dómsmálaráðherra: Beiðni íslands í athugun í Bandaríkjunum ÖLAFUR Jóhannesson, dóms- málaráðherra, lét þau ummæli falla á Alþingi f gær, að Bandaríkjamenn athuguðu af alvöru tilmæli islendinga um hraðskreitt lciguskip til gæzlustarfa á Islandsmiðum. Sagðist ráðherrann bafa feng- ið skevti frá scndiherra okkar vlra. I'ess efnis, að hann hefði teno kallaður á fund aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, þar sem áréttað hefði verið, að beiðni Islcndinga væri í alvarlcgri athugun þarlendra. Lyktir þessa máls lægju að vísu ekki fyrir, en það væri jafn eðlilegt að Is- lendingar bæru fram slfka ósk við Bandaríkin, vegna sér- stæðs sambands landanna, og það væri óeðlilegt, að bera hliðstæða bón upp við aðrar ríkisstjórnir. (sjá nánar um umræður á Alþingi um land- helgisátökin á þingsíðu blaðs- ins). Það var létt hljóðið f þeim Jódfsi, Huldu og Lilju, enda myndin tekin af Sigurgeir f Eyjum s.l. föstudag f Vinnslustöðinni f Eyjum og vel drjúgt f launaumslaginu eftir stranga törn á vertfðinni, en mikil vinna er nú f frystihúsunum f Eyjum. Bensínið hækkar um 6 kr. lítrinn BENZlN hækkar frá og með deginum í dag um 6 krónur Ittrinn, eða úr 60 krónum f 66 hver lítri. Nemur hækkunin 10%. Þessi hækkun var staðfest á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun, en áður hafði hækkunarbeiðni frá olíufélögunum verið sam- þvkkt í verðlagsnefnd. Alvarlegt atvinnu- og útgerðarástand á Þórshöfn: Unnið liðlega dag í viku Aðeins 15% af venjulegum afla hafa borizt á land „VIÐ erum anzi leiðir yfir þvf hvað illa hefur gengið f vetur hjá okkur, en vegna fiskleysis hefur atvinnuleysi verið með almesta móti miðað við s.l. 5—6 ár,“ sagði Pálmi Ólason oddviti á Þórshöfn f samtali við Morgun- blaðið f gærkvöldi. er svo til eingöngu þorskur á línu og net, en héðan hafa róið 6 bátar. Ég held að það hafi aldrei verið unninn heill dagur i frystihúsinu „Það gengur enginn fiskur á miðin,“ hélt Pálmi áfram, „og við viljum kenna Bretanum um það, en hins vegar hefur verið sótt fast á þessi mið að undanförnu af Is- lendingum einnig. Það er nýtt frystihús að fara i gang hér í byrjun næsta mánaðar, en síðan um áramót hefur aðeins verið landað hér um 130 tonnum af fiski á móti 500 tonnura á sama tíma s.l. ár og þótti það þó slæmt ár, því ekki hefur verið óeðlilegt að fá hér á land um 1000 tonn á þessum tíma undanfarin 5—6 ár. Þessi fiskur sem hér berst á land á þessari vertíð og oft hefur þurft að safna hráefni i tvo daga til að ná vinnu í hálfan dag. Við fryst- um reyndar loðnu í þrjá daga og þá var unnið stöðugt, en að jafn- aði hefur aðeins verið unnt að vinna 1V4 dag í viku hverri. Þetta er að sjálfsögðu alvarlegt fyrir verkafólkið, en um 90% allrar Framhald á bls. 31 Vestmannaeyjar: 800 tonna dagsafli Vaktavinna allan sólarhringinn við flökun í Vinnslustöðinni Brezk freigáta innan 4ra mílna markanna Hvarf á brott er hún sá varð- skip — Bretar krafðir skýringa SKIPVERJAR á einu varðskipanna urðu varir við brezku freigátuna Bacchante F-69 fyrir innan 4 mflna landhelgina um klukkan 13 f gær. Var freigátan þá stödd miðja vegu milli Dalatanga og Norðfjarðar- horns, 65° 13’5 norðlægrar breiddar og 13°26’8 vestlægrar lengdar. Var Bacchante um 1.5 sjómilur innan 4 mflna landhelginnar. Þegar þetta átti sér stað var NA-átt á þessum slóðum og fylgdu dimm él. Um leið og freigátumenn urðu þess varir að varðskipsmenn höfðu komið auga á Baechante á milli élja, settu þeir á fulla ferð út fyrir landhelgina. „Við höfum enga skýringu fengið á þessu ferðalagi brezku freigátunnar og ég hef þá eina skýringu að hún hafi verið að njósna um ferðir varðskipsins, sem þarna lá,“ sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgis- gæzlunnar í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Strax og fréttist um ferðir frei- gátunhar hafði Landhelgisgæzlan samband við utanríkisráðuneytið og bað það um að mótmæla þess- ari ferð Bacchante og einnig að leita upplýsinga um hverra er- inda hún væri þarna. Hörður Helgason, skrifstofu- stjóri utanríkisráðuneytisins, sagði þegar Mbl. hafði samband við hann, að þessari siglingu frei- gátunnar innan eiginlegrar land- helgi Islands yrði mótmælt í dag. Búið væri að gefa norska sendi- herranum í Lundúnum fyrirmæli þess efnis. Að sögn Péturs Sigurðssonar eru nú 32 brezkir togarar á veiðum við ísland og í gær voru Framhald á bls. 31 I vinnslustöðinni f Vestmanna- eyjum er nú unnið allan sólar- hringinn á vöktum við flökunar- vélar hússins sem eru þrjár tals- ins. „Þetta er nýbyrjað hjá okkur,“ sagði Stefán Runólfsson framkvæmdast jóri Vinnslu- stöðvarinnar i samtali við Mbl. í gær. „Það berst mikill afli á land hjá okkur og það er unnið eins lengi og leyfilegt er miðað við samninga, en annarri vinnu en vaktavinnu verður að vera lokið fvrir miðnætti. Það bárust um 800 26% hækk- un á taxta leigubíla RlKISSTJÖRNIN samþvkkti í gær ákvörðun verðlagsnefndar um að heimila 26% hækkun á taxta leigubfla. Jafnframt hækk- ar svonefnt startgjald um 29%, eða úr 240 krónum f 310 krónur. Þessar hækkanir taka gildi frá og með deginum í dag. tonn á land hér f Eyjum f gær, mestallt þroskur og einnig tals- vert af ýsu. 1 Vinnslustöðina bár- ust um 300 tonn og þar af voru 105 tonn af ýsu. Það eru Ifklega mörg ár síðan eins mikill afli hefur borizt hér á land af bolfiski á einum degi.“ Geirfinnsmálið: Stúlkan fyrir dóminn í gær DÖMSRANNSÖKN f Geir- finnsmálinu hófst f gær- morgun og stóð til klukkan 17. 1 gær kom fyrir dóminn stúlka sú, sem ásamt tveimur af bana- mönnum Guðmundar Einars- sonar leiddi til þess með vitnisburði sinum að mennirn- ir fjórir voru handteknir vegna hvarfs Geirfinns Einars- sonar. Aðrir komu ekki fvrir dóminn. Samkvæmt upplýsingum Björns Helgasonar, hæsta- réttarritara, fékk Hæstiréttur i Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.