Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976 23 tók hann í lífsins skóla og lauk báðum með mikilli sæmd. Að ..ámi loknu lagði hann fljót- lega hönd á plóginn i þessa orðs fyllstu merkingu er hann gerðist plægingamaður um margra árabil á Norður- og Vesturlandi. Hann réðst af bjartsýni á þúfnakargann og óræktarmóana og breytti þeim í græn tún. Þetta var göfugt starf en erfitt. Eingöngu var unnið með hestaverkfærum, en Kristinn var mikill hestavinur og skildi þá og þeir hann. Það var aðall góðs plægingamanns. Eg mun ekki rekja hér nánar þessi störf Krist- ins þar sem svo vel viil til að hann hefur sjálfur sagt frá þeim nýlega í viðtali, sem birtist i einu dag- blaðinu en um þá frásögn verður ekki bætt hvorki af mér né öðr- um. Annað aðaláhugamál Kristins á þessum árum var Ungmennafé- lagsskapurinn. Hann tók strax virkan þátt i fundum og fram- kvæmdum félaganna og stóð þar i fararbroddi meðan hann var i Borgarfirði og var m.a. formaður Ungmennasambands Borgarfjarð- ar árið 1919. Þar lærði hann ræðumennsku sem siðan kom honum að góðum notum í allri þeirri félagsmála- starfsemi sem hann sinnti síðar á ævi. Eftir að jarðræktarlögin 1923 komu til framkvæmda hófst ný vakning í ræktunarmálum hér á landi. Þá komu fyrstu vélknúnu jarðyrkjutækin til sögunnar og jarðvinnsla með hestaverkfærum hvarf meira og meira í skuggann. Arið 1926 tekur Kristinn við bústjórn á Lágafelli, á stórbúi Thors Jensens, þess stórhuga framkvæmdamanns. Þar starfaði hann til ársins 1936 við ágætan orðstír. Þar var margt fólk við vinnu, ungir og aldnir, og bar þeim öllum saman um hve gott lag hann hafði á fólkinu ekki minnst unglingunum, en þeim er oft erfitt að stjórna. Þegar Kristinn fór frá Lága- felli, byggði hann sér nýbýli á hluta úr prestsetrinu á Mosfelli í Mosfellssveit og bjö þar til þess hann andaðist 23. marz 1976. Kristinn var fæddur 17. apríl 1893 að Skerðingsstöðum í Hvammssveit í Dölum vestur, for- eldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson Bóndi að Skerð- ingsstöðum og kona hans Sigur- laug Snorradóttir systir Hjartar Snorrasonar skólastjóra á Hvann- eyri. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Skerðingsstöðum og mun snemma hafa tekið þátt í allri sveitavinnu eins og þá tíðkaðist. Það var hans grunnskóli. Kristinn lauk búfræðiprófi frá Hvanneyrarskóla 1913 og starfaði síðan við jarðyrkjustörf til þess er hann gerðist bústjóri á Lágafelli eins og fyrr getur. Eftir að hann settist að í Mos- fellssveitinni, hlóðust fljótt á hann allskonar félagsmálastörf. Hann var i hreppsnefnd i 20 ár. Formaður Búnaðarfélags Mos- fellshrepps frá 1933 — 1964 og heiðursfélagi þess frá þeim tima. Sat á Búnaðarþingi frá 1947 — 1966 sem fulltrúi Kjalarnesþings. Hann var formaður Búnaðarsam- bands Kjalarnesþings frá 1933 — 1960. Kynni min af Kristni hófust veturinn 1940, er ég kom heim frá námi i Noregi, en ég hafði þá verið ráðinn sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Kjalarnes- þings árið áður, en Kristinn hafði haldið starfinu opnu fyrir mig og sinnt mælingastörfum sumarið 1939. Eg minnist þess er ég ungur og óreyndur kom á fyrsta fund bún- aðarsambandsstjórnarinnar, en í henni voru auk Kristins þeir Ölaf- ur Bjarnason bóndi Brautarholti og Jóhannes Reykdal á Þórsbergi, að mér féll allur ketill i eld, er ég sá þessa virðulegu eldri menn, þrautþjálfaða í lífsins skóla. Hvað má ég vesalingur minn, sagði Guðmundur biskup góði. En þeir tóku mér sem jafningja og gáfu mér góð ráð og hollar leiðbeining- ar, sem ég naut .æ síðan. Ég starf- aði síðan hjá Búnaðarsambandinu undir handleiðslu Kristins til vorsins 1946. Samstarfið var allan tímann mjög ánægjulegt og hann reyndist mér sem bezti faðir. Milli okkar batzt sú vinátta, sem enzt hefur æ síðan* Kristinn var maður vörpulegur og mikill að vallarsýn eins og ætt- ingjar hans fleiri. Hann var skap- stór og þoldi illa starfsmenn, sem að hans dómi unnu ekki af trú- mennsku og fórnfýsi og gat orðið þeim óþægur ljár i þúfu. Hinsveg- ar var hann trölltryggur þeim sem náðu vináttu hans og brást aldrei vinum sínum. Hann kvæntist 19. september 1936 Halldóru Jóhannesdóttur ættaðri úr Lundarreykjadal í Borgarfirði. Þau voru bæði nokk- uð fullorðin og höfðu þekkzt um nokkurt árabil, er hann var ráðs- maður en hún bústýra á Lágafelli, enda hefur hjónaband þeirra ver- ið með ágætum. Þeim var ekki barna auðið, en þau eignuðust kjörson, Sverri, sem gekk þeim í sonarstað. Auk þess ólu þau upp Helgu Þórðardóttur, systurdóttur Halldóru, og auk þess son hennar Magnús Benediktsson, enda voru þau hjón bæði barngóð og höfðu yndi af að starfa með ungu fólki. Á efri árum missti Kristinn heilsuna. Fætur hans biluðu og varð hann í mörg ár að nota hjálp- artæki sér til bjargar. Þetta kom harðast niður á hans ágætu konu, sem varð að vera honum til að- stoðar í einu og öllu eftir að hann varð svo fatlaður. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Halldóra reyndist honum sá bjargvættur að hann gat dvalið lengst af heima og hélt gleði sinni og reisn til hinztu stundar. Um leið og ég votta Halldóru og öðrum aðstendendum Kristins mína dýpstu samúð, vil ég þakka þeim hjónum órofa tryggð við mig og konu mina og óska henni og börnunum alls hins bezta um ókomna framtíð. Jóhann Jónasson „IVIoldin er þfn moldin er góð við börnin sín. Sólin og hún eru systur tvœr, en sumum er moldin eins hjartakær, þvf andinn skynjar hið innra hál. sem eilffðin kveikti f hennar sái, og veit, að hún hefur alltaf átt hinn örláta, skapandi gróðurmátt og gleður þá, sem gleðina þrá gefur þeim öll sfn hlóm og strá allt —sem hún á.“ Þannig hefst ljóð Davíðs Stef- ánssonar, sem hann kallar Mold. Mér kemur þetta ljóð í huga, þeg- ar ég nú minnist vinar míns, bóndans á Mosfelli, Kristins Guð- mundssonar, sem i dag verður kvaddurfrá Lágafellskirkju. Ég hefi þekkt Kristinn frá því ég fyrst man eftir mér. Hann var vinur foreldra minna í áratugi og þau mátu hann mjög mikils, fyrir þá áberandi kosti sem prýddu hann. I þessum fáu línum rek ég ekki ættir Kristins, en hann var Dala- maður. Heldur ætla ég ekki að segja stórmerkan ævikafla hans, þegar hann að loknu búfræðinámi á Hvanneyri gerðist mikill rækt- unarmaður, ferðaðist um meó hesta sina og plóg og braut land fyrir bændur. Heldur ekki ágæt afrek hans, þegar hann var ráðsmaður, fyrst á Hólum í Hjaltadal og' svo stórbýl- inu Lágafelli í Mosfellssveit hjá Thor Jensen. Þaðan af siður ætla ég að reyna að draga upp mynd af félagsmálastörfum Kristins, en hann var formaður Ungmenna- sambands Borgarf jarðar um tima og formaður Búnaðarsambands Kjalarnessþings í tæp 30 ár, og lengi átti hann sæti á Búnaðar- þingi. Ég þykist þess fullviss að margir þeirra sem með honum störfuðu, munu að leiðarlokum minnast þessara lífsþátta hans. Þess vegna verða þessi fáu og fátæklegu orð því ekki annað en kveðjur frá vikapilti, sem þakk- látur var forsjóninni fyrir það, að hann fékk að vera í sveit hjá Kristni, þessum sterka persónu- leika. Ég hafði gott og gaman af að vera á mannmörgu heimili hans, vinna að algengum sveitastörfum, undir stjórn jafn skörulegs manns og Kristinn var. Já, hann var skörungur og kunni að stjórna stóru heimili af myndar- skap og festu. Hann kunni líka að taka þátt í gleði okkar ungu piltanna, bæði í leik og starfi og við dáðum hann fyrir þá persónu, sem hann bar og fyrir þá reisn og þann þrótt, sem fylgdi honum. Þær eru ólíkar gjafirnar semvið hljótum og við hagnýtum þær lík- lega á mismunandi hátt. Efalítið hugsa allir um það stundum, hvernig þessum eða honum hafi farnazt og við dæmum oft, ef ekki upphátt, þá i hljóði. Dömarnir verða venjulega mismunandi og það er eðlilegt svo ólík sem við erum. En ég hef þá trú að dóm- arnir, sem Kristinn á Mosfelli fær, verði ekki mjög ólíkir. Drengskapur, dugnaður, kapp og fyrirhyggja hafa verið sterkir þættir í lífi hans, hann var heil- steyptur og sjálfum sér sam- kvæmur. Hann sagði ekki eitt í dag og annað á morgun. Hann hafði ákveðnar fastmótaðar skoð- anir, sem alla ævina gáfust hon- um vel, allt frá því hann var hnokki vestur í Búðardal, þar til hann sat aldraður höfðingi að Mosfelli. Sumarið, sem ég var hjá Kristni á Mosfelli, fékk síra Hálfdán Helgason mig stundum lánaðan sem hestasvein, þegar hann reið á annexiur. Hafði ég gaman af þess- um ferðum, bæði vegna þess hve allstaðar var vel á móti presti tekið og ekki síður fyrir það að Kristinn hestaði mig alltaf ágæt- lega í þessar ferðir. Hann vissi aó ég hafði á þeim árum ánægju og áhuga á því að komast áfram og valdi mér hesta sem hæfðu til þess. Kristinn hafði mjög gaman af hestum og marga fola tamdi hann. Þau sumur sem ég var hjá honum átti hann fríðan hest, vel viljugan, gráan, sem hann nefndi Smára. Haraldur Húnfjörð, sem lengi var á Lágafelli, útvegaði honum Smára norðan úr Húna- vatnssýslu. Þegar ég áðan skrapp á hestbak og klárinn minn fangreistur sveif á hröðu tölti, þá minntist ég Krist- ins og þess gráa. Það rifjaðist upp fyrir mér sú mikla reisn, sem af þeim Ijömaði, þegar Kristinn lét hvíta gæðinginn sinn fara á kost- um. Sú mynd er gömul en fersk í huga mér eftir marga áratugi. Og þannig stendur hann mér fyrir hugskotssjónum i dag, kraft- mikill og heilsteyptur höfðingi, sem hafði lag á að bæta allt sem hann kom nærri, mætti þjóð vor eiga marga siíka. Kristinn var bóndi, hann var ræktunarmaður og hann unni hinni gróandi mold. Síðasta erind- ið í kvæði Davíðs, Mold, hljóðar svo: „IVloldin er þín. Moldin er Irygg við hömin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurharm. Grasið hvfslarsitt Ijúfastaljóð á leiðinu þínu. IVIoldin er hljóð og hvíldin góð.“ Ekkju Kristins, Halldóru Jó- hannsdóttur, vinkonu minni og uppeldisdóttur þeirra, Helgu Þórðardóttur, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hjalti Pálsson — Aðalfundur Framhald af bls. 5 kr. í varasjóð Þá samþykkti fundurinn að færa Starfsmannafélagi Iðnaðar- bankans að gjöf 2 millj kr til að reisa orlofsheimili. EIGIÐ FÉ IÐNLÁNA YFIR „ MILLJARÐUR Bragi Hannesson, bankastjóri, gerði þvi næst grein fyrir starfsemi Iðnlána- sjóðs árið 1975 Samtals voru veitt á árinu 322 ný lán að fjárhæð alls 530,9 millj kr Útistandandi lán í árslok voru samtals 1.402,5 millj kr. Eigið fé sjóðsins var i árslok 1 062,7 millj kr og jókst á árinu um nær 230 millj. kr. í bankaráð voru kjörnir Gunnar J. Friðriksson, Sigurður Kristmsson og Haukur Eggertsson Varamenn voru kjörnir Kristinn Guðjónsson, Þórður Gröndal og Sveinn S. Valfells Iðnaðarráðherra skipaði þá Magnús Helgason og Pál Sigurðsson sem aðal- menn i bankaráðið og Guðmund Guð- mundsson og Runólf Pétursson sem varamenn Endurskoðendur voru kjörnir þeir Haukur Björnsson og Þörleifur Jóns- son. Sadat í vopnaleit Bonn, 29. marz. Reuter. ANWAR Sadat Egyptalandsfor- seti kom f dag til Bonn, fyrsta viðkomustaðarins á ferðalagi til fimm Evrópulanda. Þá ferð fer hann I þeim tilgangi að fá vopn og fjárhagsaðstoð f kjölfar uppsagn- ar vináttusamningsins við Rússa fyrr f mánuðinum. Vestur-Þjóðverjar hafa bannað vopnasölu til Miðausturlanda en heitið Egyptum mikilli fjárhags- aðstoð. Vestur-þýzkir iðnrek- endur og verkalýðsleiðtogar hafa mótmælt stefnu stjórnarinnar vegna vaxandi atvinnuleysis, en stjórnin vill ekki létta banninu af ótta við afstöðu Rússa og tsraels- manna. Frakkar hafa tjáð sig fúsa til að útvega Egyptum vopn til langs tíma. Til mála kemur að Frakkar útvegi Egyptum 120 Alpha-þotur, sem Frakkar og Þjóðverjar smíða i sameiningu, og að Þjóðverjar veiti Egyptum lán til kaupanna. Sadat fer siðar til Frakklands, Italiu, Júgóslaviu og Austurrikis. — Franskir fiskimenn Framhald af bls. 13 Hann er lfka með tillögu um annan valkost: betri nýtingu á þessu geysimikla hafssvæði, sem Dom-Tom færir Frökkum. 1 raun koma þaðan aðeins 10 þúsund tonn af fiski á ári. Samt eru við Polynesiu einhver feng- sælustu fiskimið í heimi. — Heita vatnið Framhald af bls. 3 holur í ár og hver hola kostar 25 milljónir króna. Hver hola gefur um 40—50 sekúndulítra og upp í 70 sekúndulitra, en það þýðir um 12—13 MW afl i hverri holu. Frá árinu 1970 hafa bætzt við 150 MW við afl Hitaveitu Reykjavíkur þar af 90 MW til Reykjavíkur en 60 MW til nágrannabæja og það sýnir hve mikilvægar þessar virkjunarframkvæmdir eru fyrir Reykvíkinga. Þess má geta, að heildarafl Hitaveitu Reykjavíkur er nú 375 MW, en til samanburðar má nefna, að heildarafl vatnsaflstöðva Landsvirkjunar eru 340 MW. Heildartekjur Hitaveitu Reykjavíkur eru áætlaðar um 1610 milljónir króna á þessu ári. — Við í borgarstjórn Reykja- víkur gerum okkur fulla grein fyrir þvi, að hækkanir eins og þessar eru aldrei vinsælar og koma illa niður á almenningi á þrengingatímum, sagði Birgir Isleifur Gunnarsson borgar- stjóri, en við teljum það skyldu okkar að halda þannig á þessum málum, aö þessi fyrir- tæki geti staðið undir eðlilegri aukningu og uppbyggingu með því að skila hæfilegum arði. Dæmi um það, að ekki sé nægi- leg hugað að þvi, eru alltaf mörg í opinberum rekstri hér á landi, ekki sizt á sviði orku- mála. AUGLÝSINGASÍMINN ER: ^22480 J JR#r0unl>Iabíb Ibúð til sölu Fimm herbergja falleg íbúð í Æsufelli. Verð: 9 milljónir. Útborgun: 5,5—6 milljónir. Nánari upplýsingar í sima 71678. ^mm^mmmmmmmmmmmmmimammammmmmm^ Stjórnunarfélag íslands Um þjóðarbúskapinn 5. — 9. apríl BStjórnunarfélagið hefur ákveðið að gangast fyrir nýju námskeiði. sem hlotið hefur nafnið „UM ÞJÓÐAR BÚSKAPINN". Námskeiðið stendur yfir mánudaginn 5. april til föstudagsins 9. apríl kl. 15.00—18.30 dag hvern. Tilgangur námskeiðsins er að kynna ýmis þjóðhagfræðihugtök sem oft er getið i opin- berri umræðu. Ætlast er til, að þátttakendur geti, að námskeiðinu loknu, hagnýtt sér betur en áður ýmsar upplýsingar, sem eru birtar um þjóðarbúskapinn. Þá er vænst, að námskeiðið auðveldi þátttakendum að meta omræður um efnahagsmál. Fjallað verður um helstu hugtök og stærðir þjóðhagsreikninga og -áætlana svo sem þjóðarframleiðslu, þjóðarútgjöld og utanríkisviðskipti. Dæmi verða tekin úr hag- tölum liðandi stundar og siðustu ára. Ennfremur verður drepið á skýrslur um afkomu atvinnuvega og rikisbúskapar. Þá verður gripið á áhrifum efnahagsaðgerða, svo sem i fjármálum, peningamálum, gengis- málum og launa- og verðlagsmálum Námskeiðið sem er opið öllum, er tilvalið fyrir forráðamenn hagsmunasamtaka og aðila vinnu- markaðarins. Leiðbeinendur eru: Jón Sigurðsson, hagrannsóknar- stjóri, Ólafur Davíðsson, hagfræðingur og Hallgrímur Snorrason, hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.