Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 11
— Sérhæfð starfsþjálfun Framhald af bls. 10 verzlunarfræðsla sem stendur til boða í skólakerfinu í dag getur vart talizt sérstök starfsþjálfun fyrir verzlunarstörf. Núverandi verzlunarmenntun þjónar engu að siður mikilvægu hlutverki Hún hefur reynzt haldgóð undirstaða fyrir flest viðskiptastörf í þjóðfélaginu eða kannski fyrst og fremst almenn hagnýt menntun, sem kemur að góðu gagni i athafna- lifinu og til framhaldsnáms í gömlum lögum um verzlunar- fræðslu, sem aldrei hafa verið fram- kvæmd hérlendis, er gert ráð fyrir, að hægt sé að stunda sérhæft verzl- unarnám með lærlingsfyrirkomulagi svipað og iðnnám og mun sú skipan hafa verið tíðkuð í Danmörku og jafnvel víðar Er þá gert ráð fyrir að nemandinn vinni í verzlun eða á skrifstofu og fái þar starfsþjálfun og stundi samtimis bóklegt nám í verzlunarskóla. Vax- andi erfiðleikar munu þó vera á því að fá nemendur í slíkt nám m a vegna þess að verzlunin hefur ekki aðstöðu til að bjóða þau kjör, sem draga ungt fólk að slíku námi. Sú breyting sem orðið hefur á verzlunarháttum með aukinni sér- hæfingu og stórrekstri hefur einnig að vissu marki dregið úr þörfinni fyrir langt alhliða nám fyrir töluverð- an fjölda almenns starfsfólks, þótt það kunni að vera æskilegt i sjálfu sér Verzlunarmenn hafa því jafnan tekið í þjónustu sina nokkuð af óþjálfuðu starfsfólki ti einfaldari starfa. Við slíkar mannaráðningar verða almennir mannkostir eins og reglusemi — vinnusemi — stund- vísi og svo framvegis þyngri á met- unum en hugsanleg skólaganga. Til flóknari og ábyrgðarmeiri starfa er þá ráðið starfsfólk sem hefur lokið skólanámi á eigin vegum og lærlingakerfið þannig sniðgeng- ið Eins og áður segir hefur lærlinga- kerfið ekki verið tekið upp hérlendis, en hins vegar hafa stundum verið haldin sérstök námskeið fyrir starfs- fólk í heildsölu, smásölu og fyrir starfandi skrifstofufólk Slík fræðslu- starfsemi hefur þó ekki þróazt í var- anlegt form, nema fyrir starfsfólk banka og tryggingafyrirtækja Nú eru starfræktir eins og kunnugt er sérstakir skólar fyrir starfsfólk þess- ara stofnana, þar sem a m k. öllum nýjum starfsmönnum er gert skylt að Ijúka tilteknu námi, sem samsvar- ar sérkröfum þessarar starfsemi. Ég tel sennilegt að námsform í líkingu við þetta gæti reynzt árang- urSríkt sem sérhæfð starfsþjálfun fyrir verzlunarfólk. Hún þarf að vera í beinum tengslum við störfin sjálf og eingöngu ætluð starfandi verzl- unarfólki. Námsefnið má byggja upp með tiltölulega stuttum afmörk- uðum námskeiðum, sem tengja má saman í mismunandi heildir eftir sérþörfum hverrar verzlunargreinar. Það á ekki að fela í sér langvarandi bindingu eins og lærlingafyrirkomu- lagið né yfirgripsmikið bóknám eins og núverandi verzlunarmenntun, þar sem nemendur stunda skólann eingöngu. Ég tel vafasamt að hægt sé að ná nægilega góðum árangri á þessu sviði í almennum skólum, aðallega vegna þess að slíkt nám verður alltaf í of lausum tengslum við starfsgrein- ina og hættir til að þróast út á aðrar brautir. MORGUNBLAÐIÐ, MÍÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976 11 Frá skákmótinu í Dubna NU fyrir skömmu lauk all- sterku alþjóðlegu móti í borg- inni Dubna í Sovétríkjunum. II-slitin urðu sem hér seeir: 1. Zvetkovskij (Sovétr.) 10 v.. 2.1. Zaitsjev (Sovétr.) 9,5 vi.. 3. A. Gipslis (Sovétr.). A. Miles (Engl.), V. Savon (Sovétr.) og A. Suetin (Sovétr.) 9 v.. 7. R. Holmoff (Sovétr.) 8.5 v.. 8—9. O. Averkin (Sovétr.) og N. Rasehkovsky (Sovétr.) 7.5 v.. 10 — 13. L. Barczay (Ungv.l.). M. Knezevic (Júgósl.). A. Luti- koff (Sovétr.) og N. Padevsk.v (Búlgaría) 7 v.. 14. A. Plachteka (Tékkósl.v.) 6 v„ 15. — 16. A. Donchenko (Sovétr. ) ogE. Kostro (Pólland) 3.5 v. Keppnin hefur verið mjög hörð. enda skilja aðeins 3 vinn- ingar efsta og 13. mann. Urslit- in geta varla komið á óvart. þótt hin ágæta frammistaða Eng- lendingsins Tony Miles hljöti að vekja athygli, en hann náði þarna síðari áfanga að stór- meistaratitli og verður því fyrsti brezki stórmeistarinn. Fær hann því að launum 5000 pundin hans Slaters. Lítum nú að eina skák Hvftt: Donchenko Svart: Gipslis Griinfeldsvörn 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — g6. 3. g3 — Bg7, 4. Bg2 — 0—0, 5. 0—0 — d5, 6. cxd5 — R.xdS. 7. d4 — e5, 8. dxc5 — Ra6, 9. c6 (Þessi staða er velþekkt og hér er einnig leikið 9. Rg5. sbr. skákina Ögaard — Friðrik. Reykjavik 1974). 9. — bxc6.10. Rbd2 — Rc5. (Annar góður leikur er hér 10. — Db6). Skák eftir Jón Þ. Þór 11. Rc4 — Ba6. 12. Rfe5 — Dc7. 13. Dc2?! (Gott áframhald var 13. Rxc6 — Bxc4. 14. Bxd5 — Bxd5, 15. Dxd5 o.sv.frv.). 13. — Re6! (Nú verður riddarinn á e5 að hörfa). 14. Rf3 —Hab8. 15. a3 (15. Bd2 gat svartur svarað með Bxc4. 16. Dxb2 — Hxb2. eða einfaldlega 15. — Rb4). 15. — Hfd8, 16. Hdl — e5. 17. e4 — Rb6! (Sterkara en 17. — Rc3. 18. Hxd8 — Hxd8, 19. Bf 1!). 18. Re3 —Hcdl. 19. Rxdl (Eóa 19. Dxdl — Hd8. 20.Rd5 — Rxd5, 21. exd5 — Bb7. 22. Rg5 —Rd4, o.sv.frv.). 19. — Dd8, 20. Bfl — Bxf 1, 21. Kxfl — Rd4, 22. Rxd4 — cxd4. 23. Bd2 (Eftir 23. Bf4 hefði áfram- haldið getað orðið 23. — d3, 24. Dc7 — Dxc7. 25. Bxc7 — Hc8. 26. Bxb6 — axb6 og svartur stendur betur). 23. — d3, 34. Db3 — Dd4. 25. Rc3? (Afleikur. Bezt var 25. Db4 — Dxb4.26. axb4). 25. — Rd7!,26. Da2 — Re5! (Nú hefur hvítur engin völd á hvítu reitunum). 27. Bf4 — Rg4. 28. Rdl — Dxe4. 29. Kgl — Del, 30. Kg2 — Hxb2!. 31. Dd5 Auðvitað ekki 31. Rxb2 vegna Dxf2 og mátar). 31. — Hxf2+, 32. Rxf2 — Dxf2+. 33. Kh3 — h5, 34. Hhl — De2, 35. Kh4 — Rf2 og hvít- ur gafst upp. verðtryggmgar Gefinn hefur veriö ut nýr flokkur happdrættis- skuldabréfa ríkissjóðs, H flokkur, aö fjárhæó 300 milljónir króna. Skal fé því,sem inn kemur fyrir sölu bréfanna, variö til framkvæmda viö Norður- og Austurveg. Happdrættisskuldabréf ríkissjóös eru endur- greidd aö 10 árum liðnum meö verðbótum í hlutfalli við hækkun framfærsluvísitöiu. Auk þess gildir hvert bréf sem happdrættismiði, sem aldrei þarf að endurnýja í 10 ár. Á hverju ári verður dregið um 942 vinninga að fjárhæð 30 milljónir króna, og verður í fyrsta skipti dregið 20. maí n.k. Vmningar á hverju ári skiptast sem hér segir: 6 vinningar á kr. 1.000.000 = kr. 6.000.000 6 vinningar á kr. 500.000 = kr. 3.000.000 130 vinningar á kr. 100.000 = kr. 13.000.000 800 vinningar á kr. 10.000 = kr. 8.000.000 Happdrættisskuldabréfin eru framtalsfrjáls og vinningar, sem á þau falla.skattfrjálsir. Happdrættisskuldabréf rikissjóðs eru tií sölu nú Þau fást í bönkum og sparisjóðum um land allt og kosta 2000 krónur. SEÐLABANKI ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.