Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976 17 um slíkt sé ekki að ræða nú í grundvallartexta formanns annarrar nefndar. Þótt strandríkið geti sjálft ákvarðað hámarksaflamagnið í auðlindalögsöguiini og skerf sinn iþvi, skv. tillögutextanum, sem fyrr var minnst á, fylgir hér þó nokkur böggull skamm- rifi. I 57. og 58. gr. tillögu- textans segir að þróunarlönd, sem hafa þörf fyrir fiskmeti, skuli hafa rétt til sanngjarnra veiða í auðlindalögsögu strand- ríkja innan sama svæðis. Þetta ákvæði hefur raunhæft gildi m.a. i Afriku og víðar um heim, þar sem svo háttar til sem í greininni er getið, en á af eðli- legum orsökum ekki við um fiskveiðiþjóðir Evrópu, sem allar eru þróuð ríki. Landlukt ríki skulu einnig njóta sams- konar fiskveiðiréttinda, innan auðlindalögsögu aðliggjandi rikja, en það ákvæði hefur vitanlega engin áhrif á heimild- ir Islendinga innan auðlinda- lögsögu sinnar. Gerðardóms- tillögurnar Alllöngu eftir að fundi haf- réttarráðstefnunnar lauk í Genf i fyrravor dreifði forseti ráðstefnunnar, ambassador Amerasinghe, tillögum um gerðardóm i deilum, sem rísa kunna vegna túlkunar á ákvæð- um hins væntanlega hafréttar- samnings. Hér er um að ræða grundvallartexta, sem saminn er af fulltrúum allmargra þjóða á fyrri fundum og munu nú verða gerðar tilraunir til þess að fá ákvæði þessi samþykkt á ráðstefnunni. Frá sjónarmiði ríkja, sem sett hafa einhliða rétt strandríkisins á oddinn, eru þessar tillögur vægast sagt mjög óæskilegar. Til litils hefur verið barist fyrir þeim einhliða rétti, ef lögð yrði síðan sú kvöð á samningsríkin að fela alþjóð- legum dómstól að skera úr öllum deilum um beytingu þessa einhliða réttar. I tillögum þessum er gert ráð fyrir bindandi gerðardómi í deilum milli ríkja í hafréttar- málum og komið á fót sérstök- um Hafréttardómstól til þess að fjalla um slíkar deilur, auk annarra sáttaleiða, sem þar er boðið upp á, svo sem sérstakar sáttanefndir og alþjóðadóm- stólinn í Haag. Þó er heimild í 18. gr. tillagna þessara fyrir strandríkið til þess að undan- þiggja sig lögsögu í deilumál- um, sem varða heimild þess til að setja reglur innan auðlinda- lögsögu sinnar og framfylgja þeim. En hér er þó það ákvæði til viðbótar síðar i 18. gr. til- lagnanna, að ef deila rís um það hvort ríki hefur rétt til þess að undanþiggja slík deiluefni hinna bindandi lögsögu dóm- stólsins skuli dómstóllinn sjálfur skera hér úr. I raun er þvi vei hugsanlegt að þessi réttur strandríkisins til þess að undanþiggja slík mikilvæg deilumál hinna bindandi lög- sögu verði að engu gerður með þessu ákvæði. Þá er í tillögunum gert ráó fyrir sérstökum gerðardómi í fiskveiðideilum. Komi upp slíkar deilur milli ríkja skulu þau tilnefna í sameiningu fimm menn í gerðardóm. Náist ekki samkomulag þeirra í milli um skipan gerðardómsins innan þriggja mánaða skal fram- kvæmdastjóri FAO skipa meðlimi hans. Þessi gerðar- dómur skal síðan kanna alla málavöxtu og leggja dóm á deiluefnið. Er sá dómur bind- andi fyrir báða aðila. Ekki þarf að fara í grafgötur um það að slík bindandi gerðar- dómsákvæði eru mjög andsnúin hagsmunum þeirra þjóða, sem eiga lífshagsmuni sina komna undir auðlindum hafsins. Það er þeim meginatriði að ákvarða sjálfar á hvern hátt þær nýta fiskimiðin innan auðlindalög- sögunnar, hve mikla sókn stofnarnir þar þola á hverju ári og með hvaða verndarskil- yrðum erlendum þjóðum er Framhald á bls. 20 UM síðustu mánaðamót lét Baldvin Tryggvason af starfi framkvæmdastjóra Almenna bókafélagsins og tók við stjórn daglegs reksturs Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Baldvin hefur veitt Almenna bókafélaginu forstöðu um 16 ára skeið, en þetta stærsta út- gáfufyrirtæki landsins var stofnað árið 1955, og veitti Eyjólfur Konráð Jónsson því forstöðu fyrstu fimm árin. Við hittum Baldvin að máli nú I vikunni og spurðum fyrst hverjar breytingar hefðu orðið helztar á þeim tíma, sem hann starfaði að bókaútgáfu: — Það er langtum erfiðara að gefa út bækur nú en þegar ég hóf afskipti af útgáfustarfsemi. Kostnaður við útgáfu er orðinn svo gífurlegur, og verðbólgan hefur komið harkalegar niður á þessum rekstri en flestum öðrum. Þar við bætast líka auknar skattaálögur, og á ég þar einkum við söluskattinn, sem að sjálfsögðu kemur einnig á annan varning en bækur. Þá hefur samkeppnin við bókina aukizt mjög á síðari árum, — fólk kaupir til dæmis hljóm- plötur í sifellt auknum mæli. Unga fólkið kaupir nú hljóm- plötur í ríkara mæli en bækur, og það fær hljómplötur að gjöf. Þessu var ekki til að dreifa á fyrstu árum AB. Sjónvarpið er líka samkeppnisaðili, sem bóka- útgefendur hafa orðið varir við og hefur haft veruleg áhrif á val bóka til útgáfu. En það er kostnaðurinn við útgáfuna og þar af leiðandi til- tölulega hátt verð bókanna sem einkum háir útgáfustarf- seminni. Bækur eru mjög við- kvæmar fyrir verðhækkunum, ef svo má að orði komast. Bæk- ur sem komu út i fyrra og hitteðfyrra eru við hliðina á nýju bókunum í hillum bóka- verzlananna, þegar óðaverð- bólgan er að verki. Þetta leiðir meðal annars til þess, að nýja bækur seljast of hægt, og margir bíða með að kaupa bæk- ur þar til þær eru orðnar nokk- urra ára gamlar. Erfiðleikar í bókaútgáfu hafa aukizt mjög á síðustu þremur árum, og nú er nær óhugsandi að bók, sem kom út t.d. í fyrra, standi undir út- gáfukostnaði á svipaðri bók, sem kemur út í ár. Mér virðist Bókaútgefendur verða eins og aðrir að hugsa um afkomu sína þegar þeir velja bækur til útgáfu. Þeir geta ekki rekið fyrirtæki sín með tapi og verða því af illri nauðsyn að gefa út þær bækur, sem lík- legar eru til að seljast mjög ört. En það er óhætt að segja, að bókaútgáfa sé komin út á hæpn- ar brautir þegar svo er komið að úrslitum ræður hvort bók er yfirleitt gefin út, að hún seljist upp á einu ári. — Ertu þeirrar skoðunar, að hér sé gefið út of mikið af bókum? — Nei, hér er ekki gefið út of mikið af bókum, en það er bara ekki gefið út nægilega mikið af þeim bókum sem helzt þyrftu að komast til almennings. Sér- staklega skortir á, að hér sé gefið út nógu mikið af góðum þýddum bókum og slikum bók- um, sem hafa raunverulegt bókmennta- eða fræðigildi fer fækkandi ár frá ári. Að sjálf- sögðu fer þeim stöðugt fjölg- andi, sem geta lesið erlendar bækur ávfrummálinu, en samt sem áður er alltaf töluverður fjöldi fólks, sem af einhverjum ástæðum vill heldur lesa bók- menntir i íslenzkri þýðingu en á frummálinu. Þar á ofan er það tvímælalaus menningarleg nauðsyn að við eignumst sem fjölbreytilegastar bókmenntir á eigin tungumáli. — Einu sinni þótti sannað mál, að ekki þýddi að gefa út pappírskiljur á Islandi. Gildir þetta enn? — Já. Pappirskiljur þurfa að vera mjög ódýrar til að til- ganginum með útgáfu þeirra séð náð, og til þess þarf að gefa þær út í stóru upplagi, sem ekki — Finnst þér ekkert að því að ganga úr þjónustu menning- arinnar og fara I vist hjá Mammoni? — Ég hef ekki orðið annars var í starfi minu sem bókaút- gefandi en að tengslin milli Mammons og menningarinnar séu býsna sterk, og ég hef ekki trú á því, að án Mammons fái menningarstarfsemi, a.m.k. bókaútgáfa, staðizt. Að því leyti er ekki um stórvægileg vista- skipti að ræða hjá mér, en ég lít á hvort tveggja sem þjónustu- starf. Hjá Almenna bókafélag- inu var þessi þjónusta í þvi fólgin að veita mönnum gott lesefni fyrir sig og heimili sín, en nú verður þjónustan í þvi fólgin að aðstoða fólk við að koma sér upp heimili og endur- bætaþað. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur alla tið verið rekinn með það fyrir augum fyrst og fremst að vera spari- sjóður heimilanna. Sjóðurinn veitir yfirleitt ekki lán til at- vinnurekstrar, heldur til ein- staklinga vegna ibúðarkaupa eða bygginga, og viðskipti eru lítil við svokallaða stóra aðila. Utlán sjóðsins til lengri tíma, dreifast á hlutfallslega marga einstaklinga og eru slíkir skuldunautar sjóðsins nú um 3200 talsins. Sparisjóðurinn er gamaigróin stofnun hér í Reykjavik, nýtur mikils trausts og áherzla hefur verið lögð á persónulega örugga og góða þjónustu við viðskiptamenn sjóðsins. Ég var fyrst kosinn í stjórn sjóðsins fyrir 18 árum og hef verið í stjórninni óslitið siðan, tvö síðustu árin hef ég verið stjórnarformaður. Þegar fyrst kom til mála, að ég gerðist sparisjóðsstjóri, átti ég í tölu- verðri_ togstreitu við sjálfan mig, því að bókaútgáfan var orðin snar þáttur í lífi mínu og það er dálítð erfitt að slíta sig frá henni. En ég er þeirar skoð- unar að það sé hverjum manni hollt að skipta um starf að minnsta kosti einu sinni á æv- inni, ef hann á þess kost. Það er því með ánægju, sem ég hverf nú að nýju starfi. — Hvað hafa komið út margar bækur hjá AB meðan þú hefur veitt fyrirtækinu for- stöðu? — Á þessum 16 árum eru bækurnar orðnar yfir 300 tals- Baldvin Tryggvason f skrifstofu sinni f Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis A líslenzk bamabóka- útgáfa að syngja sittsíðasta vers er unnt hér á landi af augljós- um ástæðum. Hitt er svo annað mál, hvort hægt er að gefa út ódrýari bækur en nú tíðkast. Þá kemur aftur til sá sérstæði smekkur islenzkra bókakaup- enda að þeir kjósa almennt miklu fremur innbundnar bækur og vandaðar að frágangi, þótt þær verði af þeirri ástæðu dýrar. Hins vegar býst ég við að þessi smekkur sé að breytast eitthvað, einkum hjá yngra fólki. En ef við tökum gjafa- sjónarmiðið, sem dæmi, þá er það alveg ljóst, að fólk gefur ekki óbundnar bækur. — Hvað með barnabækur? Hvað þeim viðvíkur, þá held ég að á því sviði standi íslenzk bókaútgáfa einna verst að vigi um þessar mundir. Kröfur tím- ans eru þær, að barnabækur séu myndskreyttar. Bækur, þar sem litprentuð mynd er nánast á hverri síðu, eru mjög dýrar, og vegna þessa mikla kostnaðar er nær útilokað að gefa út slik- ar bækur eftir íslenzka höf- unda eingöngu fyrir íslenzkan markað. Þróunin hefur orðið sú, að inn á íslenzkan barna- bókamarkað hefur flætt mikill fjöldi erlendra bóka. Þessi út- — segir Baldvin Tryggvasön gáfa er hagkvæm og i flestum tilvikum þarf ekki annað en setja islenzkan texta í stað hins erlenda. Þetta hefur leitt til þess að alislenzk barnabókaút- gáfa er að syngja sitt síðasta vers, og íslenzkir barnabóka- höfundar eru svo sannarlega ekki of sælir af sínu hlutskipti. Hér er að sjálfsögðu mjög al- varlegt mál á ferðinni, því að flestir foreldrar vilja auðvitað, að í bókum geti börn þeirra kynnzt íslenzkum hugsunar- hætti og hugarheimi, en slíkt fer nú að veróa torfundið í barnabókum. ins. Sala þeirra hefur verið mis- jöfn og í útgáfustarfsemi eru veðraskipti eins og annar staðar. Árið 1973 komu flestar bækur út, urðu þá 40. Næsta ár dró nokkuð úr útgáfunni en í fyrra. jókst hún svo á ný, og þá komu 28 bækur. Starfsemin hefur breytzt nokkuð á síðustu árum og við höfum leitazt við að koma á nýjungum í sölu- starfsemi. Ég hef haft mikla ánægju af þessu starfi og samskipti mín við skáld og rithöfunda hafa verið einstaklega ánægjuleg, þótt oftar hafi það verið mitt hlutskipti að segja nei en já við handritum, sem félaginn hafa borist. Ég hef átt þvi láni að fagna að hafa ávallt á að skipa hæfu og góðu starfsfólki og notið umburðarlyndis og styrks frá stjórn og bókmenntaráði AB og viðskiptavinum þess. Ég vil svo að lokum óska eft- irmanni mínum í Almenna bókafélaginu, Brynjólfi Bjarna- syni, velfarnaðar i starfi og vænti þess, að þau góðu sam- skipti, sem ég hef átt vió hina ýmsu viðskiptavini bókafélags- ins, megi falla honum í skaut. — A. R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.