Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976
5
Aðalfundur Iðnaðarbanka Islands:
Innlánsaukningin jókst um
króna á sl. ári
Frá aðalfundi Iðnaðarbankans: Gunnar J. Friðriksson, formaður
bankaráðs í ræðustól
536 millj.
Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands
h.f. var haldinn s.l. laugardag, 27.
marz, á Hótel Sögu Þar kom fram, að
heildarinnlán i bankanum námu um
s.l áramót 2 652 milljónum króna og
höfðu aukizt á árinu 1975 um 536
milljónir króna eða 25.3%. Heildarút-
lán bankans námu í árslok 1975
2 261 milljón króna og höfðu aukizt á
árinu um 529 milljónir króna eða
30 6%. Séu lán endurseld Seðla-
bankanum undanskilin varð útláns-
aukningin 24 8%.
Tekjuafgangur fyrir afskriftir nam
29 1 milljón króna og var samþykkt að
greiða 1 3% arð til hluthafa
Fundarstjóri á aðalfundinum var
Davið Sch. Thorsteinsson, formaður
Félags ísl iðnrekenda, og fundarritari
Eirikur Hannesson, útibússtjóri. Fund-
inn sátu um 230 hluthafar og meðal
fundarmanna var dr. Gunnar Thorodd-
sen, iðnaðarráðherra.
SAMDRÁTTUR f
FJÁRFESTINGU
ATVINNUVEGA
Formaður bankaráðsins, Gunnar J.
Friðriksson, flutti skýrslu bankaráðs
um starfsemi bankans á s I. ári. Gerði
hann fyrst nokkra grein fyrir almennri
þróun efnahagsmála árið 1975, og
ræddi hann sérstaklega þróun fjárfest-
ingar Sagði hann, að áætlað væri, að
heildarfjárfesting hefði minnkað á s I
ári um 3% og væri aðalástæðan gífur-
legur samdráttur í fjárfestingu atvinnu-
veganna eða um 16%. Hins vegar
hefðu opinberar framkvæmdir aukizt
um 18—19%. Þá skýrði hann frá því
að skuldir rikissjóðs við Seðlabankann
hefðu á s.l. ári aukizt um tæplega 6.8
milljarða króna á sama tíma og við-
skiptabankarnir hefðu sýnt mjög mikið
aðhald i útlánum. Taldi hann, að hin
gifurlega skuldasöfnun ríkissjóðs hefði
átt drýgstan þátt í því að viðhalda
þenslu og óhagstæðum viðskiptajöfn-
uði.
ERLENDAR SKULDIR
JUKUST UM 75%
Gunnar J. Friðriksson vék því næst
að stöðu þjóðarbúsins við útlönd og
sagði, að á síðasta ári hefðu erlend lán
til lengri tima en eins árs aukizt um
31.2 milljarða króna eða 75%. Námu
slík lán alls í árslok 1975 um 72 6
milljörðum króna. Hlutfall þessara lána
af þjóðarframleiðslunni var i upphafi
ársins um 31% en jókst í um 41% í
árslok Greiðslubyrðin vegna þessara
erlendu skulda fer vaxandi og var um
s I. áramót um 14.8% af útflutnings-
tekjum landsmanna. Þetta hlutfall var
hins vegar um 11.2% í ársbyrjun
1975 og varð þv? þróunin á árinu í
þessum efnum mjög óhagstæð
Gunnar J. Friðriksson taldi jafnframt
ekki óvarlegt að áætla, að greiðslu-
byrðin yrði komin í um 20% á næsta
ári eða þar næsta Þá færu 2 dollarar af
hverjum 10 sem landsmenn afla með
útflutningi, beint til greiðslu vaxta og
afborgana. Hann varpaði þvi næst
fram þeirri spurningu, hversu mikið
erlendar skuldir mættu aukast án þess
að til stórvandræða horfði.
FRAMLEIÐSLA
IÐNAÐAR JÓKST
UM 2—3%
Gunnar J Friðriksson ræddi því
næst um þróun iðnaðar á siðasta ári og
sagði, að árið hefði verið iðnaðinum
erfitt eins og öðrum atvinnuvegum
Fyrri hluti ársins hefði reynzt mjög
erfiður m.a vegna gengisfellinga og
hækkandi verðs á erlendum hráefnum
iðnaðarins. Hann sagði að nýfengnar
upplýsingar úr Hagsveifluvog iðnaðar-
ins bentu nú til, að framleiðsla hins
almenna iðnaðar hefði aukizt á árinu
um 2 — 3%, þrátt fyrir erfiðar að-
stæður. Útflutningur iðnaðarvara jókst
á árinu um 20% miðað við verðmæti,
en dróst saman að magni til um 25%.
Munar þar mestu um samdrátt i út-
flutningi áls. Hlutur iðnaðarins í
heildarútflutningi landsmanna nam
nær 1 9% árið 1975.
SKYLDUR OG HLUT-
VERK BANKARÁÐS,
BANKASTJÓRNAR
OGENDURSKOÐENDA
Gunnar J. Friðriksson vék þvi næst
að skyldum og ábyrgð bankaráðs,
bankastjórnar og endurskoðenda
bankans Minnti hann á, að á siðasta
aðalfundi hefðu verið gerðar nýjar
samþykktir og reglugerð fyrir
bankann Með þvi hefði verið stefnt að
því að færa þær til samræmis við
kröfur tímans og byggt á þeirri reynslu,
sem fengizt hefði við yfir 20 ára
rekstur bankans.
Hann sagði, að meðal verkefna
bankaráðs væri ráðning bankastjóra,
aðstoðarbankastjóra og nokkurra
æðstu starfsmanna bankans og að hafa
eftirlit með að endurskoðendur ræki
störf sin óaðfinnanlega. í framhaldi af
samþykkt síðasta aðalfundar á nýjum
samþykktum og reglugerð hefði
þessum aðilum verið sett ný erindis-
bréf á starfsárinu að jafnaði tvisvar í
mánuði og á fundum bankaráðs væru
lagðar fram skýrslur um inn- og útlán
bankans og um annað það, sem banka-
ráðinu þykir nauðsynlegt til þess að
geta haft eftirlit með starfsemi
bankans. Jafnframt hefði formaður
bankaráðs stöðugt eftirlit með starf-
semi bankans
REGLUR UM ÚTLÁN
BANKANS
Gunnar J. Friðriksson ræddi því
næst um útlánastefnu bankans og
skýrði frá því, að samþykki beggja
bankastjóra þyrfti við öll útlán Jafn-
framt væri i erindisbréfi bankastjórnar
kveðið svo á, að henni væri eigi heimilt
að veita einum aðila hærri lánsfjárhæð
en nemur 2% af heildarútlánum
bankans, nema i samráði við formann
bankaráðs og eigi hærri fjárhæð en
nemur 4% af heildarútlánum nema
með samþykki bankaráðs
10 ST/ERSTU MEÐ
9.7% AFÚTLÁNUM
Þá skýrði hann frá því, að um s.l
áramót hefði nettó-fyrirgreiðsla til 10
stærstu viðskiptaaðila bankans verið
aðeins 9.7% af nettó-lánum bankans,
þ e a.s. útlánum að frádreginni endur-
sölu i Seðlabankanum
Gunnar J. Friðriksson ræddi því
næst um hlutverk endurskoðenda og
sagði, að m a könnuðu þeir dreifingu
útlána á einstaka lánþega og þær
tryggingar, sem settar hefðu verið fyrir
einstökum lánum
Formaður bankaráðsins vék að lok-
um að ýmsum atriðum í starfsemi
bankans á s.l ári. Skýrði hann m.a frá
þvi, að á árinu hefði vinnsla hafizt í
Reiknistofu bankanna og væri stefnt að
því, að vélræn ávisanaskipti hæfust
fyrri hluta þessa árs.
STARFSFÓLKI FJÖLGAR
UM 2% EN FÆRSLU-
FJÖLDI EYKST UM 16%
Hann upplýsti, að meðalfjöldi starfs-
fólks 1975 hefði verið 72 4 og hefði
því fjölgað um 1.4 á árinu, eða um
2%. Færslufjöldi jókst hins vegar um
16%. Árin 1972—1975 jókst færslu-
fjöldi um 40.1% en starfsfólki fjölgaði
á sama tíma um 5.2%.
Bankinn opnáði nýtt útibú i Breið-
holtshverfi í maí á siðasta ári. Frá
opnun þess hafa viðskipti vaxið jafnt
og þétt og voru innstæður i útibúinu
um s.l. áramót nær 32 milljónir króna.
Þá skýrði Gunnar J Friðriksson frá
því, að útibú bankans á Akureyri hefði
orðið 10 ára í nóvember siðastliðnum
Húsnæði útibúsins væri orðið þröngt
og því hefði bankaráð haft í athugun
byggingu nýs húsnæðis fyrir útibúið
Starfsmannafélag Iðnaðarbankans
átti 20 ára afmæli á s I. ári og af því
tilefni skýrði Gunnar J. Friðriksson frá
þvi, að bankaráð hefði ákveðið að
leggja til við aðalfund, að bankinn
færði starfsmannafélaginu að gjöf 2
milljónir króna, sem verja skyldi til að
reisa orlofsheimili fyrir starfsfólk
bankans.
ÓÐAVEROBÓLGA
STEFNIR FRAMTÍÐ
ATVINNUVEGA I VOÐA.
Að lokum sagði formaður banka-
ráðsihs, að verðbólga siðustu tvö árin
hefði verið um 1 13% en á sama tima
hefðu innlán i Iðnaðarbankanum að-
eins aukizt um 62% Þetta þýddi, að
hlutfallsleg geta bankans til að sinna
þörfum viðskiptavina sinna hefði
minnkað um helming eða þvi sem
næst Yrði áframhald á óðaverðbólg-
unni, sem þvi miður allt benti til, væri
framtið iðnaðarins og annarra atvinnu-
vega stefnt i hreinan voða.
TEKJUAFGANGUR
29.1 MILLJ. KR.
Pétur Sæmundsen, bankastjóri,
skýrði þvi næst reikninga bankans.
Tekjuafgangur fyrir afskriftir nam 29 1
milljón króna, en var 23 3 millj kr.
árið 1974 Afskriftir nema nú 8.4
millj. kr. en voru 4 4 millj kr árið
áður I varasjóð eru lagðar 7 5 millj.
kr. Til ráðstöfunar á aðalfundi voru þvi
13 3 millj. kr
Reksturskostnaður nam á árinu um
149 millj. kr og hækkaði frá fyrra ári
um 515 millj kr
AUKNING INNLÁNA 25.3%
Heildarinnlán i bankanum námu í
árslok 1 975 samtals 2 651 8 millj kr.
og höfðu aukizt á árinu um 536 millj
kr eða 25 3%. Þar af jukust veltiinn-
lán um 92.1 millj. kr eða 17.7% en
spariinnlán jukust hins vegar um
443 9 millj. kr eða 26.9%
Heildarútlán bankans námu i árslok
2 261 millj. kr. og jukust á árinu um
529 4 millj kr. eða 30 6%. Séu lán
endurseld Seðlabankanum undanskilin
varð útlánsaukningin 24 8%
Bundin innstæða í Seðlabankanum
var um s.l áramót 585.7 millj kr og
jókst á árinu um 1 85.7 millj kr Bindi-
skyldan var hækkuð í febrúar 19 75 og
er nú 23% af heildarinnstæðum í lok
ársins var lausafjárstaðan gagnvart
Seðlabankanum neikvæð um 56.1
millj. kr.
Bókfært verð fasteigna bankans er
nú 139 millj. kr. og jókst á árinu um
57.2 millj. kr Brunabótamat fasteign-
anna er hins vegar 292 millj kr eða
1 53 millj. kr. umfram bókfært ver«V
Pétur Sæmundsen skýrði þvi næst
frá starfsemi veðdeildar bankans, en
frá stofnun hennar hafa lán deildarinn-
ar verið samtals 300 að fjárhæð
.117.3 millj kr Útistandandi lán veð-
deildarinnar um s.l. áramót námu sam-
tals 91 6 millj kr
ÚTLÁNATAKMÖRKUN
OG ENDURKAUP
SEÐLABANKANS
Að lokum vék Pétur Sæmundsen að
útlánatakmörkunum, sem samið var
um við Seðlabankann á síðasta ári, og
ræddi i því sambandi um endurkaup
Seðlabankans, en endurseld lán og
viðbótarlán voru undanþegin útlána-
markinu Taldi hann, að útlánatak-
mörkunin hefði komið mun verr við
iðnað en landbúnað og sjávarútveg,
þar sem mestur hluti rekstrarlána land-
búnaðar og sjávarútvegs væri i formi
endurseldra lána en einungis lítill hluti
af lánum til iðnaðar.
Aðalfundurinn samþykkti að greiða
13% arð til hluthafa og leggja 7 millj
Framhald á bls. 23
Járnabindingamenn
Við óskum eftir að ráða nokkra
járnabindingamenn , sem hafi a.m.k.
2ja ára reynslu í slíku starfi.
Skriflegar umsóknir séu sendar
á skrifstofu vora í Reykjavík,
Suðurlandsbraut 12, þar sem greint
sé frá reynslu umsækjanda, og
tilgreint hjá hvaða vinnuveitanda
viðkomandi hafi unnið við
járnabindingar
Energoprojekt