Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976 Valdimar Hergeirsson: Sérhæfð starfsþjálf- un verzlunarfólks Hér fer á eftir kafli úi erindi Valdimars Hergeirs- sonar um fræðslumál verzl- unar á verzlunarmálaráð- stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir skömmu: Fræðslumál verzlunarinnar Eg geri ráð fyrir að flestir þátttak- endur í þessari ráðstefnu starfi við vörudreifingu í einhverri mynd þ e a s. við heildsölu eða smásölu eða starfsgreinar, sem eru nátengd- ar vörudreifingunni þ.e.a.s. þjón- ustu í sambandi við að koma fram- leiðslunni í hendur neytenda Viðskiptastörf i svo viðtækum skilmngi geta verið mjög marg- breytileg og menntun til slíkra starfa yfirgripsmikil Skilningur manna á þvi hvað beri að telja verzlunarmenntun er því nokkuðáreiki og mismunandi hugmyndir hafa komið fram um það hvtr eigi að vera tilgangur slíkrar menntunar. Sú verzlunarmenntun sem stendur til boða í þjóðfélaginu í dag, ber gremileg merki þess, að hún byggist ekki á fastmótuðum hugmyndum um tilgang og efni slíkrar fræðslu, eða a m k virðast verzlunarmenn hafa mismunandi skoðanir á þýðingu og gildi hennar fyrir verzlunarstörfin Þegar Verzlunarskóli Islands var stofnsettur árið 1905, sem fyrsta tilraun til að veita sérstaka verzlunar- menntun voru starfshættir vörudreif- ingarmnar með allt öðrum hætti en í dag Kaupmaðurinn sá þá um margs konar störf, sem siðar þróuðust í sjálfstæðar starfsgreinar Innan starfsgrema mynduðust sérhæfð störf, sem starfsmaðurinn þarf að einbeita sér að Afkoma fyrirtækisms getur verið háð því að starfsmenn- irnir nái öryggi og hraða í tiltölulega einföldum starfsrútínum. Verzlunarskólarnir hafa hins vegar fyrst og fremst þróazt sem almenn ar verzlunarmenntastofnanir, sem taka takmarkað tillit til sérþarfa ein- stakra sérhæfðra verzlunarstarfa. Telja má ólíklegt að slík sérhæfing hefði reynzt hágkvæm fyrir þá, sem stundað hafa nám í þessum skólum, þar sem nemendurnir þeirra hafa aðallega verið unglingar, sem ekki voru búnir að velja sér ákveðið lífs- starf Hugur þeirra hefur beinzt að til- tölulega hagnýtu almennu fram- Hvað e haldsskólanámi. sem gefur atvinnu- möguleika i viðskiptalífinu og mögu- leika á framhaldsnámi eftir því sem aðstæður og áhugi leyfir Segja má, að í reynd hafi verzlunarskólarnir þróazt út á þessa braut almennrar verzlunarmenntun- ar vegna þeirra viðhorfa aðstand- enda skólanna. að almennar náms greinar hefðu meira menntunargildi fyrir nemendur skólans. Þannig er gert ráð fyrir að nemendur, sem hlotið hafi slika undirbúningsmennt- un geti tiltölulega auðveldlega til einkað sér sérhæfðari störf i við- skiptalifinu, að námi loknu. Námsefni skólanna hefur því ekki verið við það miðað að vera mark- viss uppbygging starfsfræðslu fyrir verzlunarstörf í þrengri skilningi, þ.e.a.s. starfsþjálfun fyrir störf í heildsölu, smásölu eða við sérhæfða skrifstofuvinnu þótt þessi störf séu höfð í huga við mótun námsefnisins. Að sjálfsögðu væri hægt að færa námið meira inn á þá braut, en það verður ekki gert nema með því að draga úr almenna náminu í skólun- um t d tungumálakennslunni og gæti það breytt stöðu skólanna í núverandi skólakerfi r fram- úndan í verzlun lands- manna? Eftir að Verzlunarskólinn tók að brautskrá stúdenta hefur vaxandi hluti nemenda hans (og sama mun væntanlega koma i Ijós hjá Sam- vinnuskólanum) farið i háskólanám jafnvel i öðrum greinum en snerta viðski ptalíf ið og skilar sá hluti nemenda sér því ekki sem starfs- kraftar á viðskiptasviðinu Verzlunarskólarnir hafa þvi aðeins getað uppfyllt þarfir viðskiptalífsins fyrir verzlunarmenntun að takmörk- uðu leyti Hins vegar hafa aðrir framhaldsskólar farið nokkuð inn á braut viðskiptamenntunar með því að starfrækja sérstakar verzlunar- deildir i gagnfræðaskólunum og við- skiptakjörsvið í menntaskólunum. Námsefni þessara námsbrauta er þó i aðalatriðum hliðstætt námsefni verzlunarskólanna á sama stigi, en ef til vill er nokkur áherzlumunur á yfirferð og námskröfum til prófs Niðurstaðan af þessum inngangs- hugleiðingum verður því sú að sú Framhald á bls. 11 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í aprílmánuði. Fimmtudagur 1. april R 9901 til R 10200. Föstudagur 2. april R-10201 til R10500 Mánudagur 5. apríl R 10501 til R 10800. Þriðjudagur 6. april R 10801 til R11100. Miðvikudagur 7. apríl R11101 til R 11400. Fimmtudagur 8 april R-11401 til R 11700, Föstudagur 9 april R-11701 til R 12000. Mánudagur 12 apríl R 12001 til R 12300. Þriðjudagur 13. april R12301 til R 12600. Miðvikudagur 14 april R12601 til R 12900. Þriðjudagur 20 april R 12901 til R 13200. Miðvikudagur 21. april R13201 til R-13500. Föstudagur 23 april R 13501 til R 13800 Mánudagur 26 april R13801 til R 14100. Þriðjudagur 27. april R14101 til R-14400. Miðvikudagur 28 apríl R-14401 til R-14700. Fimmtudagur 29. apríl R14701 til R 15000. Föstudagur 30. april R 15001 til R 15300. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins Borgartúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 8.45 til 16,30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr um- ferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Lögreg/ustiórinn íReykiavík, 25. mars 1976. Sigurjón Sigurðsson. Við Hraunbæ 2ja herb. góð íbúð á jarðhæð. Útb. 3,0—3,3 millj. sumarbústaðir í kjósinni Höfum til sölu tvo nýja sumar- bústaði i Eilífsdal i Kjós. Stærð bústaðanna er um 40 fm. Verð 1700 þús. Greiðslukjör. Ljósmyndir og allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. VIÐ VÍÐIMEL 2ja herb. ^óð risibúð við Víðimel. Útb. 3 millj. EicnMmuriín VONARSTRÆTI 12 Simi 27711 Sölustjóri: Sverrir Kristinsson Jörð í Árnessýslu Til sölu er mjög góð bújörð í Árnessýslu. Jörðin er 250 ha. að stærð og hentar vel til mjólkur- framleiðslu. Vélar og bústofn geta fylgt. Laus til ábúðar nú í vor. Fasteignir S F., Austurvegi 22, Selfossi, simi 1884 eftir hádegi. Jörð í Rangárvallasýslu Til sölu jörð í Þykkvabæ. Hefur að mestu verið notuð til kartöfluræktar. Útsæði og vélar geta fylgt. Fasteignir S-F. Austurvegi 22, Se/fossi, sími 1884 eftir hádegi. Jörðin Haukatunga 3 í Hnappadalssýslu er til sölu. Vélar og áhöld geta fylgt. Nánari uppl gefur Páll Kjartansson í Haukatungu, sími um Haukatunqu. ---------------------------------28440■ Hraunbær Sérstaklega vönduð 100 fm 4ra herb. íbúð á 1. haeð við Hraunbæ. Allar innréttingar sérstaklega vandaðar. Verð 8.5 millj. Útb. 6 millj. Hús og eignir, Bankastræti 6, sími 28440, kvöldsimar 28833—72525. Til leigu Nýtt verzlunar og skrif- stofuhúsnæði Hamraborg 1 —3, Kópavogi. Uppl- á staðnum og í símum 40159 — 41430 — 40191.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.