Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976
Á hættu-
slóðum í
ísraelE'uKSre
Sigurður
Gunnarsson þýddi
seint á kvöldin. Dagsverkið er oftast ekki
fólgið í öðru en því að sitja og svipast um,
— sitja og gefaöllu nánar gætur.
En sjáið þið nú til, — engu að siður
gerist sitt af hverju: Við erum í raun og
veru alltaf í erfiðu hugarástandi, —
alltaf ónotalega spenntir. Við horfum og
horfum. — Skyldi kannski einhver vera
þarna á ferli í sólmóðunni? Sjáum við
kannski mann með byssu, eða einhvern,
sem er að leggja jarðsprengjur? Er
þarna kannski Arabi að laumast yfir
landmærin til ísraels, eða varðmenn Gyð-
inga að fara inn í Sýrland um hábjartan
dag? En það gerist yfirleitt ekkert. Við
erum hér til þess að veita upplýsingar, —
og ekki getum við birt fregnir um leið-
indi. — Og þannig líða dagarnir, hver af
öórum, með aðgerðarleysi sínu, óþolandi
hita, sandryki, sólmóðu og þorsta, — þar
sem vatn fyrirfinnst ekki, — og við finn-
um að taugarnar eru háspenntar, af því
að það gerist ekki neitt. í gær drápum við
eina slöngu, — það var allt og sumt. Og
nýlega rauk McLean á mig í einhverju
sjúkdómsæði, en svo gerðist heldur
ekkert annað. Ég verð alveg frá mér af
einhverri taugasprennu, ef ekkert ger-
ist.“
Petterson stóð upp og benti: „Þið sjáið
steininn, sem er þarna hinum megin við
mýrina, — er það ekki? Hún kom þaðan.“
„Hún?... Við hverja áttu?“ spurði
Óskar. Hann hugsaði ósjálfrátt til Maríu.
„Já, Arabakonan kom þaöan. Við sáum
hana þarna rétt eftir sólsetrið. Og svo
varð fljótt aldimmt, eins og venjulega, og
við vissum ekkert frekar fyrst um sinn.
Ég þorði ekki að horfa á McLean, þegar
við borðuðum kvöldmatinn hér í tjald-
inu. Ef þetta hefði verið karlmaður, —
þorpari með byssu eða þjófur, þá hefðum
við verið með á nótunum. En konuvesal
ingur, — hún gerði okkur alveg ráðþrota.
Hver veit, nema hún kynni að laumast að
tjaldinu í myrkrinu? Þetta var fjarska
venjuleg nótt: niðamyrkur, stjörnu-
bjartur himinn, heitt í veðri, hýenuvæl í
fjarska. Og svo kom hún.
„Kom þessi kona til ykkar?“
„Já, hún kom inn í tjaldið til okkar.
Þetta var ung stúlka, óhrein og illa til
fara og föl í andliti. Sennilega hefur hún
ekki verið með réttu ráöi, — ég veit það
ekki með vissu. Hún rétti fram handlegg-
ina til okkar og sagði eitthvað, sem við
skildum ekki, því að við kunnum ekki
arabísku. En svo fleygði hún sér niður í
sandinn, velti sér og hljóðaði eins og hún
fyndi mikið til. Því næst stóð hún upp og
gekk til okkar með eitthvað, sem hún
virtist halda á, en var þó ekki neitt, — og
auðvitað skildum við ekki neitt í neinu.
Við reyndum að gefa henni kóka kóla,
en það vildi hún ekki, — hún spýtti því
strax út úr sér. Og nú fór hún að gráta,
þegar henni varð ljóst, að viö skíldum
ekki, hvað hún átti við. Vesalings stúlk-
an, — hún var eins og barn, sem fengið
hefur hirtingu. Að lokum tók hún hring
upp úr vasa sínum og rétti okkur hann,
en auövitað snertum við hann ekki. Síðan
læddist hún aftur út, en við vorum einir
Þetta blásturshljóð er óskiljan-
legt — þegar þér dragið and-
ann að yður?
— Þú veist að þú ert ekki
ólagleg stúlka.
— 0 þú niyndir segja það
jafnvel þótt þér fvndist það
ekki.
— Þá er jafnt á komið með
okkur, þér myndi finnast það
þótt ég segði það ekki.
X
Sko/.kt máltæki: — Ég get
ekki selt kúna og fengið mjólk-
ina.
X
Hann: — Mig hefur langað til
að spyrja þig að nokkru í heila
viku.
Hún: — Og ég hef haft svarið
til í heilan mánuð.
X
Sigríður: — Mundi eiginmað-
ur þinn eftir hjúskaparafmæl-
inu vkkar I ár?
Guðrún: — Nei, ég minnti
hann á það í janúar og aftur ■
» /
júní — og fékk tvisvar sinnum
gjafir frá honum.
X
— Jæja, þetta er orðin löng
og þrevtandi ferð, sagði Eng-
lendingur við Skota, þegar þeir
komu til Glasgow eftir að hafa
ferðazt með lestinni frá Lond-
on.
— Það á hún að minnsta kosti
að vera eftir verðinu á farseðl-
inum að dæma, svaraði Skot-
inn.
X
Móðirin: — Hvað sagði pabbi
þinn, þegar þú skemmdir nýja
bílinn?
Sonurinn: — Á ég að sleppa
blótsyrðunum?
Móðirin: —Já, auðvitað.
Sonurinn. — Þá sagði hann
ekkert.
X
Spakmæli: — Það er betra að
eiga en-óska.
Arfurinn í Frokklandi
32
Nicole var Æumdeilanlega hinn
skemmtilegasti félagi. Það var
vissulega með Öðrum brag að hafa
hana við hlið sér en Helen,
dulúðuga og heillandi. en hún var
ágætur staðgengill, fvrst svona
þurfti að fara. Ekkert gæti
nokkru sinni jafnazt á við að aka
með Helen um þessar fögru sveit-
ir hér. En hann fann að honum
var þó léttara I skapi að hafa
Nieoleen ekki neitt.
Þau óku um víðáttumiklar vfn-
ekrur og gegnum nokkur hlýleg
smáþorp.
— Ég verð að treysta á að þú
vfsir mér leiðina, sagði hann.
— Hvernig ætti ég að geta það?
— Þú átt heima hér.
— Ég hef engan áhuga á að
rata um þessar slóðir hér.
— A hverju hefur þú áhuga.
Nicole?
— Lifa Iffinu. Að láta eitthvað
gerast.
— Nú skil ég hvers vegna þú
ákvaðst að koma með mér. Ég er
skárri en ekkert á leiðinlegum
degi.
— Efgum við að orða það svo að
ég sé að fvlgjast með þér og hafa
auga á þér fvrír hönd Helenar.
— Já, við skuium endilega
segja það, samþvkkti David. —
Það hljómar að minnsta kosti
ólfkt betur en að þú sért að
fvlgjast með mér fvrir hönd
Marcels.
Hún hljóðnaði svo mjög að
hann leit forvitnislega á hana.
— Þér er brugðið. sagði hann.
— Ég var að velta fvrir mér
hvernig þú veizt... sagði hún.
— Hverníg ég vissi hvað?
— Að Marcel vildi að ég kæmi
með þig til hallarinnar f kvöld.
Hann ætlar að halda kvöldverðar-
boð fvrir fáeina nána vini. Hann
er mjög áfjáður f að þú komir
þangað.
David sveigði út f kantinn og
slökkti á vélinni og sneri sér að
Nicole.
— Nú skulum við fá þetta á
hreint f eitt skipti fvrir öll sagði
hann. — Hvað er eiginlega á
sevði?
— Hvað áttu við? Hann ætlar
bara að halda smáboð...
— Éyrir nána vini. Já, ég
heyrði hvað þú sagðir. Og það
mikið veit ég um Prakka að þeir
eru ekki sérlega gefnir fvrir að
bjóða alókunnugu fólki f sam-
kvæmi sem þeir halda nánum vin-
um sfnum. Vel má vera að Frakk-
ar séu gestrisnir og góðir að vissu
marki, en hitt er jafn öruggt að
þeir bjóða ekki bláókunnugum
inn á heimili sitt eins og ekkert
sé. Þeir eru ákaflega varfærnir og
vandlátir I þeim sökum. En ég er
ekki fvrr kominn f bæinn en
Marcel Carrier, auðugasti maður-
inn I héraðinu og sá frægasti og
ástsælasti, býður mér til hádegis-
verðar, býður mér að búa I höll-
inni og sendir bflstjóra til að
sækja mig i fjölskylduhoð. Og
elskulegheitin eru eins og við
höfum þekkzt alla mína ævi. Nei,
þetta er meira en Iftið skrftið.
— Þú gerír þér grein fvrir að
þú hlauzt meðmæli bæði frá
Gautier og Helen, sagði Nicole. —
Og ef út f það er farið ertu ekki.
bláókunnugur...
— Attu við vegna þess að
Marcel var kunnugur móður
minni í striðinu? Hann hefur
einnig látið kurteislega f Ijós
virðingu sfna f hennar garð, en
þar sem hún nefndi aidrei svo
mikið sem nafn hans við mig,
rfreg ég vissulega f efa að mikil
vinátta hafi verið millum þcirra?
Eðaætlarðu kannski að segja mér
að svo hafi verið?
Hún forðaðist að Ifta f augu
honum.
— Ég veit ekkert um málið.
Hann bað mig bara að taka þig
með mér f kvöld. Hann sagði það
skipti engu máli þótt þú værir
ekki samkvæmisklæddur.
— Og ef ég kæri mig ekki um
að koma?
Henni brá f hrún.
— Þú ætlar að koma vona ég?
— Mvndi hann verða reiður út
f þig. ef ég kæmi ekki? Hætta að
borga þér?
Hún stirnaði upp.
— Nú vildi ég sannarlega óska
ég hefði farið beint heim. Þetta
þvkir mér ekkert skemmtilegt.
— Þegar ég kom frá Parfs og
fór til hússins míns, Nicole, fann
ég dána konu þar. Ég fór að segja
Gautier frá þvf. Þegar við komum
aftur til hússins klukkustundu
sfðar, hafði líkið verið fjarlægt.
Hefurðu hugmvnd um hver þessi
kona gæti hafa verið.
Hún hafði gripið hönd fvrir
munn sér og lá við hún biti f
sjálfa sig til að koma i veg fvrir
hún talaði.
— Og í gærkvöldi, hélt hann
áfram — revndi bfll að aka
okkur Helen f klessu. Það var
heldur ekkert skemmtilegt. Sagði
hún þér frá þvf?
Hún hristi höfuðið.
— Þá getur þú sagt Marcel að
vegna þess að ég þarf að tala við
hann, muni ég koma f kvöld. Og
ekki af neinni annarri ástæðu. Ég
vona þú skiijir hvað ég er að
fara?