Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976 Greinar úr brezka blaðinu The Guardian, franska blaðinu L’Express og þýzka blaðinu Siiddeutche Zeitung um hafréttar Bretland vegur salt vi<5 Kína. sem 1 — þegar hafréttarráðstefnan i New York er að byrja — segir í grein í The Guardian BREZKA blaðið The Guardian birti eftirfarandi grein eftir David Fairhall, þegar haf- réttarráðstefnan var að hefjast í New York: Ráðstefna Sameinuðu þjóð- anna, — sem átti, en mun ekki binda enda á öll þorskastríð — hófst í New York á mánudag. Sennilega mun hún ná fram liósara línum í alþjóðlegu sam- komulagi um ný hafréttarlög, sem byggist á 12 mílna iand- helgi og 200 mílna efnahagslög- sögu (fiskveiðar innifaldar), en ekki er líklegt að neinn sáttmáli sjái dagsins ljós fyrr en eftir að minnsta kosti tvær langar ráðstefnur í Genf og Caracas. Arangurinn er með öðrum orðum líklegastur til að verða einhvers konar samkomulag, nægilega stefnumarkandi til að ýta undir lönd eins og Island, Noreg og Bandaríkin, sem ann- að hvort eru að taka einhliða ákvörðun eða búa sig undir að gera það, en samt nægilega óákveðinn til að fá varfærnar þjóðir, sem vilja fara samnínga- leiðina, til að halda að sér hönd- um. Bretland gæti þannig allt eins setið uppi með versta kost- inn af mörgum. Sýnilega eru fiskveiðarnar versta gröfin að falla í. Fram- kvæmdastjóri Félags togara- eigenda, Austen Laing, hefur varað við því að Bretland og Efnahagsbandalagsþjóðirnar, sem það á nú allt sitt undir hafi misst af strætisvagninum vegna þess hve skelfilega hægt hefur gengið að móta sameigin- lega fiskveiðistefnu. Meðan haldið er áfram í Bruxelles að þrasa um stefnu, sem var skellt saman rétt áður en Bretland kom inn — ákaflega óhagstæð stefna, sem jafnvel kurteisustu embættismenn í Whitehall kalla brögð og trúnaðarbrot — þá hafa aðrar fiskveiðiþjóðir náð góðum kostum. Mr. Laing benti á ýmis dæmi: tvíhliða samninginn frá því í siðustu viku, sem veitir spönsk- um togurum aðgang að kana- dísku 200-milna lögsögunni, þegar hún gengur í gildi; svipaðir samningar Kanada við Pólland og Sovétríkin; og samningurinn við Sovétríkin, sem nýbúið er að undirrita í Washington um fiskiveiðar og verndun uppeldisstöðva á bandaríska landgrunninu. „Það er smám saman verið að ýta okkur upp að vegg. Þegar búið er að ganga frá Vestur- Atlantshafi og Noregur fer að gera svipaðar ráðstafanir, þá geta aðrar fiskveiðiþjóðir látið tímann vinna fyrir sig. Þar til Efnahagsbandalagslöndin fara að dæmi Bandaríkjanna, Kanada og Noregs, mun fisk- veiðiflotum frjálst að snúa sér að nýjum veiðisvæðum — mest kring um Bretlandsstrendur — eins og þeir hafa verið að gera undanfarin tvö ár. Fram undir þetta leit út fyrir að Bretland mundi að minnsta kosti geta komist að tvíhliða samkomulagi við Noreg, þar sem löndin hefðu aðgang að hafsvæðum hvors annars. En Noregur vill 200 mílna lögsögu I lok þessa árs, hvernig sem ráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer, og er óðum að missa þolin- mæðina með Bretum, þegar þeir halda þvi fram eða að minnsta kosti sætta sig við að allt verði þetta að ákvarðast i Bruxelles. Ástæður liggja til þess að Bretland er nú komið i svo óþægilega aðstöðu. Alltaf virtist ljóst að ráðstefna Sameinuðu þjóðanna yrði ákaf- lega erfið: þar eru 150 þátt- takendur, sem sumir eiga ekki sentimetra strandlínu, en samt allir með ákveðnar og oft ósveigjanlegar skoðanir á þvi að þeir eigi lagalegan rétt. Þarna eru aðallega fjórir and- stæðir hópar: Flotaveldin miklu, eins og Bandarikin, Sovétríkin, Japan og Bretland, sem vilja halda í frelsi til að sigla um heimsins höf — til dæmis gegn um mjó sund, sem mundu lokast af þó ekki væri nema 12 milna land- helgi, hvað þá breiðari; strand- ríkin — Bretiand þar með talið lfka — sem eiga hagsmuna að gæta í fiski- og olíusvæðum út af ströndunum; landluktu rikin sem vilja fá einhverja ihlutun um hina nýju skipan á haf- svæðunum og hlutdeild í hinum málmauðugu svæðum utan 200 milnanna; og loks riki á borð við Kína, sem líta á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem upp- lagðan vettvang til að ýta undir hugmyndafræðilegar deilur milli rótgrónu siglingaþjóð- anna og þriðja heimsins. Vandræði Breta liggja í því, að þeir eiga raunverulega hags- muna að gæta sem rótgróin siglingaþjóð, þó þeir fari minnkandi og séu að breytast: Bretland hefur áhuga á að halda frjálsum siglingum her- skipa og rannsóknaskipa um heimshöfin, jafnframt þörfinni á öllum mögulegum hagnaði sem strandríki. Það gerir ástandið svo enn erfiðara, að embættismennirnir virðast enn telja það siðferðilega skyldu að allt verði þetta leyst með lög- legum hætti. Slikt er æskilegt viðhorf. Það væri ljótur leikur að láta hvern, sem það getur, hrifsa hafsvæðin. En siðferði- leg forusta af því tagi getur orðið dýrkeypt. Til dæmis hefur hún ekki gert lausn á þorskastriðinu við Island auðveldari. Fyrri hafréttarráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa ekki komist nær sameiginlegum sáttmála en með „einu samningsuppkasti", sem sett var saman í Genf í fyrra. Þar er gert ráð fyrir þvi aðalmarkmiði Breta að hafa stjórn á olíu- svæðunum á eigin landgrunni, Fiskamir synda úr höndum Þjó Bonn í veikri aðstöðu í baráttunni um höfin, segir í grein Siiddeutsche Zeitung í upphafi hafréttarráðstefnu t GREIN I þýzka blaðinu „Siid- deutsche Zeitung frá 13.—14. marz er fjallað um 4. lotu hinnar árangurslausu haf- réttarráðstefnu S.Þ. sem var að hefjast íNew York: Ef á það er litið með augum skattgreiðandans, þá hafa ferðir 12 þýzkra nefndarmanna til þátttöku í hafréttarráðstefn- unum f New York, Caracas og Genf aðeins kostað peninga hingað til, en ekki skilað nein- um árangri. Þriðja hafréttar- ráðstefnan, eins og Sameinuðu þjóðirnar hafa opinberlega skfrt hana, sem byrjar fjórðu lotuna á mánudaginn kemur og í þetta sinn aftur 1 New York, er heldur illa á vegi stödd. Hinir svartsýnu gera þegar f upphafi þessarar lotu ráð fyrir hinni fimmtu, af þvf að and- spænis hinum 140 stríðandi sendinefndum muni fjórði fundurinn heykjast á að ganga frá hinum Iffsnauðsynlega samningi um nýskipan alþjóð- legra hafréttarmála og fram- haldsfundur verða úrræðið enn á ný. Þrátt fyrir þetta er sjónarmið skattgreiðandans ef til vill rangt. Risafyrirtækið „haf- réttarráðstefna" með nær þrjú þúspnd fulltrúum frá öllum heimshlutum er að skipta upp að nýju 70 hundraðshlutum af yfirborði jarðar: að koma á skynsamlegu kerfi með hlið- sjón af þörfum þjóðanna á nýt- ingu auðæfa heimshafanna. I stað rólegrar umræðu til mála- miðlunar hefur ráðstefnan fram að þessu einkennzt af æs- ingi, gremju og ítrustu kröfum. Þjóðernisstefna, hvað hafið snertir, og skammsýn eigin- girni þjóða þrúgar ráðstefnuna oft svo mjög, að vestur-þýzka sendinefndin getur fagnað því á stundum, að enginn meiri- hluti næst um sumar tillögur, sem fram eru bornar. Þegar menn skildu f maí í fyrra i Genf stungu formenn hinna þriggja nefnda óform- legu skjali í hendur nefndar- manna (Informal Single Nego- tiating Text) — til þess að geta að minnsta kosti sýnt eitthvað — þar sem ástand mála á ráð- stefnunni var rakið, eins og það leit út frá sjónarmiði formann- anna. Þátttakendum til undr- unar var þetta enn ein viðbót við tugi óopinberra skjala og greinargerða, sem flæða yfir ráðstefnuna og eru ekki likleg til að stuðla að samkomulagi'. A hinum þremur fundum ráðstefnunnar, sem haldnir hafa verið, hafa hópar ýmissa hagsmunaaðilja myndazt, sem annað hvort reyna að treysta hagsmuni sína og aðstöðu eða mynda að minnsta kosti nægi-' lega sterka minnihluta til að hindra samþykkt, sem sé þeim í óhag. Hinir fimm hópar, sem hér er um að ræða, munu því sem næst vera þessir: ir Hópur hinna 77, sem eru fulltrúar meira en hundrað þróunarlanda. ir 49 landfræðilega afskipt ríkí, en mörg þeirra eiga ekki land að sjó. ir 44 strandlengjuríki í öllum heimshlutum. ir 17 ríki, sem eru siglinga- þjóðir, og hin ir 9 ríki Efnahagsbandalags Evrópu. Á þessari ráðstefnu standa einnig oft á tiðum aðeins „risa- veldin" tvö hvort gegn öðru. Vestur-Þýzkaland hefur fram að þessu starfað í öllum hóp- unum nema „hópi hinna 77“. Hið formlega hlutverk ráð- stefnunnar er fölgið í því að koma saman texta, sem tilbúinn sé til undirskriftar og síðan verði Hafréttarsáttmáli Sam- einuðu þjóðanna, gildandi þjóðarréttur, sem öll ríki verði að fara eftir. Hinar 140 sendi- nefndir eiga að ná samkomu- lagi um fjölmörg aðkallandi ágreiningsmál á sviði alþjóða sjóréttar: Hversu langt á landhelgin að ná frá ströndum landanna? Hvenær eru skipaferðir leyfi- legar um sund? Hversu djúp eiga auðlinda- beltin að vera, sem aðliggjandi lönd mega nýta án þess að spyrja aðra að? Hverjum ber rétturinn til vinnslu mangans og annarra málma á botni úthafsins og hverjum til fiskveiða? Hvernig er hægt að stöðva mengun hafsins af völdum olíu- skipa og annarraskipa? Hvenær geta lönd bannað herskipum siglingar um land- helgi þeirra og flugvélum flug um lofthelgina? Fram til þessa hefur ráð- stefnan aðeins gefið fá svör við þessum spurningum. Þannig má þó búast við, að tólf milna landhelgi allra strandríkja verði alþjóðaréttur. Einnig rikir samkomulag um það, hvernig landhelgislínan verði fundin, þar sem eru firðir og flóar. Einnig mun viðtækt sam- komulag hafa náðst um 200 mílna auðlindalögsögu strand- rfkja. En þar með er líka sam- komulaginu lokið. Mjög hefur verið um það deilt, hve langt nýting auðlindabeltisins megi ná. I tveimur af þremur frum- vörpum er krafizt sjálfstæðs og einskoraðs réttar til hagnýt- ingar, eftirlits með mengun, rannsókna, og til byggingar gervieyja og annarra haftækni- legra mannvirkja á þessum haf- svæðum. Ekki er gert ráð fyrir hlutdeild annarra þjóða i auð- æfum hafsbotnsins hjá þeim löndum, sem hafa sérlega hag- stæða legu að þessu leyti. Þá er það einnig all almenn skoðun, að aðrar þjóðir skuli ekki eiga hlutdeild að sjávar- auði, fiskveiðum, á ákveðnu svæði frá ströndum rikja. Fyrir Vestur-Þýzkaland myndi það tákna algjört hrun fiskveiða þess. Skírskotun til hefðbund- ins réttar, hvað fiskveiðar snertir, fær litlar undirtektir. Flest lönd eru algerlega háð þeim fiski, sem syndir úti fyrir ströndum þeirra, og óttast út- rýmingu hans vegna ofveiði og mengunar hafsins. Hin hefð- bundnu, þýzku fiskimið eru nær öll innan hinnar ráðgerðu 200 mílna fiskveiðilögsögu ann- arra landa, svo að þýzka sendi- nefndin hefur það erfiða hlut- verk að bjarga eins miklu og hægt er af þeim fiskveiðirétt- indum, sem enn eru fyrir hendi. Og það mun veróa þeim mun erfiðara sem horfurnar aukast á, að annað skjal hinna 44 strandlengjuríkja vinni fylgi. Þau vilja sem sagt, að efnahags- lögsaga lands nái að mörkum landgrunnsins og alla vega 200 mílur. Þetta myndi tákna, að til dæmis Kanada gæti hagnýtt auðæfi allt að 600 mílur á haf út, án þess að aðrar þjóðir mættu koma þar nærri án leyf- is. Þetta yrði til hagsbóta fyrir lönd eins og Bretland, Noreg, Bandaríkin, Japan og mörg riki í Suður-Ameríku og rýra enn frekar kosti þeirra landa, sem hafa óhagstæða legu að þessu leyti. Efnahagsbandalagíð hefur fram að þessu leikið heldur litilmótlegt hlutverk á ráðstefn- unni. Um fram allt hefur Bret- land horfið frá fyrra samkomu- lagi, Irland hefur haft samúð með þróunarlöndunum og hin löndín hafa verið hikandi og reikul á stundum. En þróunar- löndin krefjast aftur á móti ein- dregið nýrrar skiptingar auð- æfa hafsins tii óþurftar fyrir iðnaðarríkin. Sérstaklega er það áberandi varðandi námuvinnslu á úthöf- um. Með nýrri tækni verður hafsbotninn stöðugt aógengi- legri, og enginn vafi er á því, að auk mangansins hefur botninn að geyma margs kyns verð- mæti. Þróunarlöndin vilja koma á allsherjar hafsbotns- yfirstjórn, sem selji vinnslu- réttindi dýrum dómum eða reki helzt námugröft á hafsbotni sjálf og láti ágóðann renna til þróunarlandanna. Iðnaðarlönd- in hafa áhuga á frjálslegu kerfi. Vestur-Þýzkaland stakk upp á leyfiskerfi, sem þó engar horf- ur eru á nú. Blönduð kerfi og málamiðlanir eru nú til um- ræðu. -s*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.