Morgunblaðið - 31.03.1976, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976
Kœrumálin
blossa
í 3ju
deildinni
KÆRUMALIN hafa nú í lok
Islandsmótsins blossað upp í
þriöju deildinni í handknatt-
leik. Liðin sem urðu í 2. sæti í
riðlunum tveimur hafa kært
leiki sina við sigurvegarana í
riðlunum. HK hefur.kært leiki
sína við Stjörnuna vegna þess
að dómarar að minnsta kosti í
öðrum leiknum hafi verið of
ungir, en annar þeirra sem
dæmdi er landsliðsmaðurinn
Ingimar Haraldsson. I hinum
riðlinum hefur Leiftur frá
Olafsfirði kært leiki sína við
Isfirðinga á þeirri forsendu að
með IBI hafi leikið leikmaður,
sem félagsbundinn sé í Stjörn-
unní.
Hæpið er að þessi kærumál
nái fram að ganga, en það
Agnes Bragadóttir stjórnaði
strákunum sfnum af festu í
keppninni i þriðju deildinni í
handknattleiknum. A mynd-
inni er hún þó eitthvað hugsi
en hefur greinilega fundið
rétta svarið því ÍBl sigraði
Leiftur f síðasta leiknum f
keppninni í riðlinum.
kemur þó ekki í Ijós fyrr en
dæmt hefur verið í málunum
bæði í héraði og fyrir dómstóli
HSI. Nú þegar hafa þessi
kærumál þó dregið keppnina I
þriðju deildinni á langinn því
úrslitaleikurinn átti að fara
fram á mánudaginn á milli
Stjörnunnar og IBI, en þessi
lið voru talin sigurvegarar í
riðlunum þar til kærumálin
komu til sögunnar.
í „dreifbýlisriðlinum'* fór
seinni umferðin fram um síð-
ustu helgi og urðu úrslit leikja
þá sem hér segir:
Leiftur — UlA 19:20
ÍBl — Dalvik28:19
Dalvík — Leiftur 16:22
UIA — IBÍ 15:12
Dalvík — UlA 14:23
IBI — Leiftur23:20
Isfirðingarnir urðu i 1. sæti í
ríðlinum, Leiftur frá Olafsfirði
í 2. sæti, Austfirðingarnír
þriðju og lið Dalvíkinga rak
lestina. Spurningin er nú sú
hvort kærumálin breyti ein-
hverju hér um.
áij.
LIÐ BREIÐABLIKS úr Kópavogi sem sigraði f 2. deildinni körfuknattleik. Þjálfari liðsins og fvrirliði.
Guttormur Ólafsson er fyrir miðju í fremri röð.
Góður enðasprettur
kom FH í undanúrslit
Með góðum endaspretti f
leiknum við Fram f gærkvöldi
tryggði FH sér sæti f undanúr-
slitum bikarkeppninnar. FH-
ingar höfðu verið undir 14:11
er sfðari hálfleikurinn var
rúmlega hálfnaður en þá sneri
liðið dæminu við og skoraði 7
mörk gegn 2 á sfðustu
Framhald á bls. 31
Liverpool
í úrslit?
Liverpool tók f gærkvöldi
stórt skref f átt að úrslitunum
f UEFA-keppninni f knatt-
spyrnu. Liðið sigraði þá
Barcelona 1:0 á útivelli og
hæpið verður að telja að Spán-
verjar nái að sigra í seinni
leiknum, sem fer fram f Eng-
landi eftir hálfan mánuð. Það
var John Toshack, sem skoraði
mark Liverpool á 13. mfnútu
eftir góðan undirbúning
Kevins Keegan, en hann átti
frábæran leik f gær. Sömu-
Framhald á bls. 31
Blikarnir í fyrsta skipti
í 1. deild í körfuknattleik
Breiðablik úr Kópavogi trvggði sér rétt til að leika í 1. deild að ári
með því að sigra UMFG í aukaleik um það sæti með 68 stigum gegn 61.
Verður það f fyrsta skipti sem Breiðablik á fulltrúa í 1. deild í
körfuknattleik, enda hefur félagið hingað til verið þekktara fyrir
afrek á öðrum vígstöðvum í íþróttum.
Það er óhætt að segja að sigur
Breiðabliks i 2. deild hafi komið
mönnum nokkuð á óvart. En eftir
að Guttormur Olafsson hinn
kunni leikmaður úr KR og lands-
liðinu tók við liðinu hefur vegur
þess vaxið mjög og liðið verð-
skuldaði fyllilega að ná þessum
áfanga. Annars hefur það vakið
mikla athygli að þau lið sem spáð
var að berjast myndu um efsta
sætið, Þór og UMFS, hafa staðið
sig mun verr en reiknað var með.
Þórsarar eru um miðja deild, en
UMFS, er í mikilli fallhættu. Þeir
eru á botni deildarinnar ásamt
Isfirðingum með 6 stig, en isfirð-
ingar eiga eftir tvoleiki.
I úrslitaleiknum hafði Grinda-
vík ávallt forustuna í fyrri
hálfleik, en í síðari hálfleiknum
tókst Blikunum fljótlega að síga
framúr og ná forustu sem þeirj
héldu síðan. Var það mest fyriri
tilstilli Guttorms og Öskars
Baldurssonar sem átti mjög góðan
leik.
„Það er nú ekki farið að ræða
það mál af neinni alvöru, en það
kemur fyllilega til álita hvort við
fáum okkur erlendan leikmann
eða tvo í haust," sagði Guttormur
Ólafsson við undirritaðan eftir
leikinn. „Breiðablik hefur ekki
yfir mikilli breidd að ráða, og í
hinni hörðu keppni í 1. deild
verður liðið e.t.v. undir ef eitt-
hvað róttækt verður ekki gert."
Guttormur var stighæstur í
leiknum með 27 stig, Öskar var
með 23. Hjá Grindvíkingum var
Ólafur Jóhannsson hæstur með 18
stig, Magnús Valgeirsson 16. —
gk-.
ÍSLANDSMEISTARAR ÞORS — Þessar föngulegu stúlkur færöu félagi sínu, Þór frá Akureyri, íslands-
meistaratitilinn í körfuknattleik kvenna um síðustu helgi. Sjálfar fengu þær afhentan veglegan farandgrip,
en þjálfara sínum gáfu þær blómvönd. Ekki kunnum við að nafngreina stúkurnar, en frjálsíþróttakonan
María Guðnadóttir og sú Þórsstúlknanna, sem hvað drýgst hefur verið í vetur, er þriðja frá hægri.
Hörkuleikur er Víkingur
seníi Gróttu úr bikarnum
ÞAÐ kostaði, átök, svita og jafnvel
blóð er Víkingar sigruðu Gróttu í
Bikarkeppni HSÍ í fyrrakvöld. Hart
var barizt í þessum leik eins og
sæmir í góðum bikarleik — ef til þó
einum of hart. Skarphéðinn Óskars-
son hafði átt í brösum í fyrri hálf-
leiknum og i byrjun þess siðari varð
hann fyrir þvi óhappi að nefbrotna
það illa að flytja varð hann á Slysa
varðsiofuna, þar sem gert var að
meiðslum hans.
Leikur þessi var lengst af mjög jafn
og skiptust liðin á um að hafa foryst-
una Gróttumenn höfðu þó oftar frum-
kvæðið og voru þeir yfir í leikhléi
10 8. í seinni hálfleiknum var mikil
spenna i leiknum og þá ekki síður í
leikmönnum Jafnt var 1 4 1 4 og siðan
1515, en Víkingar tóku á sig rögg
undir lokin og skoruðu þrjú síðustu
mörkin Sigruðu þeir því 1 8 1 5 og eru
komnir í undanúrslit bikarkeppninnar
Þeir leikmenn, sem mesta athygli
vöktu í þessum leik voru Gróttu-
mennirnir Stefán Stefánsson mark-
vörður (sonur Stefáns Ágústssonar) og
hornamaðurinn skemmtilegi, Gunnar
Lúðvíksson Fleiri ungir leikmenn
gerðu þó góða hluti i þessum leik í
fyrrakvöld og má þar nefna Víkinginn
Þorberg Aðalsteinsson.
Mörk Víkings: Þorbergur og Stefán
6 hvor, Erlendur 3, Viggó 2, Skarp-
héðinn og Jón 1 hvor
Mörk Gróttu: Gunnar 4, Björn og
Árni 3 hvor, Axel og Magnús 2 hvor,
Hörður Már 1 — óij.
Bikarslagur
TVEIR leikir fara fram í bikarkeppni
HSÍ í kvöld og verða þeir háðir í
Laugardalshöllinni. Fyrri leikurinn
hefst klukkan 20.15 og eigast þá við
Valur og Fylkir. Að honum loknum
mætast síðan KR og ÍR.
Fram
Aðalfundur Handknattleiksdeildar
Fram hefur verið frestað um eina
viku. Fer hann fram miðvikudaginn
7. april i Félagsheimili Fram i félags-
heimili Framara við Safamyri.
Gunnar fœr aðstoð Ölafs til að bjarga Göppingen
ÓLAFUR Einarsson handknattleiksmaðurinn sem I vetur
hefur leikið með þýzka liðinu Donzdorf heldur á föstudag-
inn til Þýzkalands. Ekki til að leika með Donzdorf, heldur
til að gera sitt svo erkióvinur Donzdorf-liðsins, Göppingen,
haldi sæti sinu I 1. deildinni Göppingen ð eftir að leika tvo
leiki í deildakeppninni, en eigi að siður er liðið dæmt ?il að
þurfa að berjast við þriðja neðsta iiðið i norðurriðlinum um
hvort liðið fellur niður i 2. deild.
Göppingen og Donzdorf eru bæði frá sama svæði i
suðirhluta Þýzkalands og með Göppingenliðinu hefur
Gunnar bróðir Ólafs leikið I vetur. — Það verður örugglega
ekki vel séð að ég skuli ætla að leika með Göppingen i
falibaráttunni, sagðí Ólafur i viðtali við Morgunblaðið í
gær. — Blöðin munu örugglega ráðast á mig fyrir að gera
þetta og þvi er ekki að neita að ég hálfkviði fyrir þeim
skrifum
Aðspurður um það hvað hann og Gunnar hyggist fyrir
næsta vetur sagði Ólafur: — Við höfum mikinn hug á að
leika í sama liði næsta vetur og koma ýmis lið til greina.
Þannig er Göppingen inni í dæminu, en þó ekki nema liðið
verði I 1. deild, þvi I þeirri deild ætlum við okkur að leika.