Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976
7
Hver skrökvaði
að Alfreð?
Einhver hefur fært sér í
nyt trúgirni og sakleysi
Alfreðs Þorsteinssonar,
sem ritar þáttinn Á víða
vangi í Timann i gær, og
skrökvað þvi að honum,
að þrir nafngreindir ein-
staklingar, sem voru é
ferð i Osló og Brússel fyrir
skömmu, hafi haft þai
uppi þann boðskap
Timans, að hóta bæri úr-
sögn íslands úr Atlants-I
hafsbandalaginu vegna
landhelgisdeilunnar via
Breta Um þetta segir j
Timanum í gær: „Nýlega
voru þrir áhrifamenni
Sjálfstæðisflokksins á|
ferð i Brussel og Osló ogl
ræddu þessi mál við
æðstu menn Atlantshafs
bandalagsins og áhrifa-l
menn í Noregi. Er ekkí
annað vitað en þessir
áhrifamenn i Sjálfstæðis-
flokknum hafi túlkað ná-
kvæmlega sömu skoðun
og ráðherrar Framsóknar-
flokksins, þ.e. að áfram-
haldandi ofbeldisaðgerðir
Breta gætu valdið því, að
íslendingar slitu varnar-
samstarfi við aðrar
Atlantshafsbandalags-
þjóðir." Síðan segir Tim-
inn, að þessir þrir svo-
nefndu „áhrifamenn" i
Sjálfstæðisflokknum hafi
verið Guðmundur H.
Garðarson alþm., Björn
Bjarnason, skrifstofustjóri
í forsætisráðuneytinu, og
annar af ritstjórum
Morgunblaðsins. Það er
ósköp einfaldlega lygi, að
þessir þrir einstaklingar
hafi Í viðtölum á erlendri
grund haft i hótunum um,
að ísland mundi segja sig
úr Atlantshafsbandalag-
inu vegna landhelgisdeil-
unnar við Breta. Tveir
hinna síðastnefndu fjöll-
uðu aldrei i viðtölum i
Osló eða Brússel um þetta
mál á þann veg að til
stæði að ísland segði sig
úr Atlantshafsbandalag-
inu vegna þess, enda
hefur það aldrei legið fyr-
ir. Guðmundur H.
Garðarsson var oddviti og
talsmaður þeirra íslend-
inga, sem þarna voru á
ferð. í viðtölum þessum
vakti hann athygli á þvi,
að reynt væri á íslandi að
nota landhelgisdeiluna
við Breta til þess að draga
úr stuðningi við Atlants-
hafsbandalagið en lét
aldrei i Ijós þá skoðun, að
ísland ætti að segja sig úr
Atlantshafsbandalaginu
vegna þessa máls. En á
þvi tvennu er að sjálf-
sögðu grundvallarmunur,
að hafa áhyggjur af til-
raunum annarra til þess
að hafa neikvæð áhrif á
aðild okkar að Atlants-
hafsbandalaginu vegna
landhelgisdeilunnar við
Breta eða telja, að það
eigi beinlinis að nota
hótun um úrsögn úr Nato,
sem vopn I baráttunni við
Breta. Einhver grunur
læðist að Alfreð Þor-
steinssyni um, að hann
kunni að hafa farið rangt
með, því að í Viðavangs-
þætti sinum segir hann i
gær: „Sé hér ekki rétt
með farið, skal það fús-
lega leiðrétt." Væntan-
lega stendur ekki á leið-
réttingunni en jafnframt
væri ástæða til að Alfreð
upplýsti, hver skrökvaði
að honum.
Eftir að hafa sett tóma
vitleysu á prent dregur
höfundur Viðavangs siðan
svofellda ályktun af vit-
leysunni: „Burtséð frá
þvi, hvort Mbl. heldur
áfram að túlka þá óraun-
hæfu skoðun, að land-
helgismálið og öryggismál
þjóðarinnar séu tvö
óskyld mál, skiptir vitan-
lega mestu máli, að ráða-
mönnum Atlantshafs-
bandalagsins sé gert Ijóst,
hvað í húfi sé. Og það eru
ánægjuleg tiðindi, að svo
áhrifamiklir fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins skuli taka
í sama streng á bak við
tjöldin. Eftir stendur þá
Gylfi Þ. Gislason einn
með sínar yfirlýsingar við
erlenda fjölmiðla . . ."
Þeir menn, sem timinn
kallar „fulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins", þótt þeir
færu ekki til Osló og
Brússel sem slikir, sögðu
ekki annað „bak við tjöld-
in" en þeir hafa sagt opin-
berlega hér. Kjarni máls-
ins er sá, að útfærsla fisk-
veiðilögsögunnar er
sprottin af allt öðrum
rótum en aðild okkar að
Atlantshafsbandalaginu
og varnarsamningurinn
við Bandarikin. Ákvarð-
anir verða menn að taka Í
samræmi við það. Og þvi
fer fjarri, að Gylfi Þ. Gísla
son standi einn með sinar
skoðanir i Nato-málum.
Meirihluti íslendinga er
sömu skoðunar.
Skoðanamunur Morg-
unblaðsins og Tim-
ans í þessu máli, að svo
miklu leyti, sem hægt er
að átta sig á stefnu Tim-
ans er sá, að það er skoð-
un Morgunblaðsins, að
það sé nauðsynlegt vegna
öryggis íslands að vera i
Atlantshafsbandalaginu
og varnarsamstarfi við
Bandaríkin. Morgunblaðið
er reiðubúið að berjast
fyrir þessari skoðun með
rökum og gerir það,
jafnvel þótt á móti kunni
að blása á stundum, en
enginn vafi leikur þó á
því, að meginþorri þjóð-
arinnar er fylgjandi sömu
stefnu og Morgunblaðið í
þessum efnum. Þeir fram-
sóknarmenn, sem hafa
verið taldir stuðnings-
menn þessarar sömu
stefnu, sýnast hins vegar
hafa tilhneigingu til að
hlaupa eftir einhverju
meintu almenningsáliti og
gefa undir fótinn um frá-
hvarf frá ofangreindri.
stefnu í öryggismálum
þjóðarinnar, ef þeir telja
það henta pólitlskum
stundarhagsmunum sln-
um. Það er aumingjaleg
afstaða og undir hana
verður aldrei tekið, hvorki
af Morgunblaðinu né
Sjálfstæðisflokknum.
Að berjast fyrir
skoðunum sínum
JÚDÓDEILD
ÁRMÚLA 32
1976
1976
Önnur sendingin
af baðfötum nýkomin:
Frúarsundbolir í stærðum 44—52
Velour sundbolir í stærðum 38—44
Velour bikini í stærðum 38—44
Velour stuttbuxur í stærðum 38—44
Velour toppar í stærðum 38—44
Bikini með háum buxum í stærðum 40—46.
DR^MA
Tvinninn
sem má treysta.
Hentar fyrir allar gerðir efna.
Sterkur — lipur.
Óvenju mikið litaúrval.
DRIMA — fyriröllefni
Heildsölubirgðir:
Davíð S. Jónsson
&Coh.f.
Skíðabakterían
er afbragðs
fermingargjöf
Gefið fermingarbarninu skíðanámskeið í
Kerlingarfjöllum í sumar.
skíðanámskeiðin 1976
Nr. Frá Rvfk Tegund námskeiðs Lágm.gj.
1 22. júni 6 d. Ungl 1 2— 1 6 ára 19 800')
2 27. júnl 6 d Ungl. 1 2 — 1 6 ára 19 800')
3 2 júli 6 d Fjöískyldunámskeið 21.000
4 7. júll 6 d. Fjölskyldunámskeið 21.000
5 12. júll 7 d Almennt námskeið 23.900
6 18. júll 7 d. Almennt námskeið 23 900
7 24. júll 7 d Almennt námskeið 23 900
8 30. júll 5 d Almennt námskeið 17.900
9 3. ágúst 6 d Fjölskyldunámskeið 21 000
10 8 ágúst 6 d. Fjölskyldunámskeið 21 000
1 1 1 3 ágúst 6 d Ungl 14—18 ára 19 800')
12 1 8 ágúst 6 d Ungl 14—18 ára 19.800')
13 23. ágúst 7 d Þjálfun f keppnisfúlk 2)
') Fargjald innifalið
J) Sérverð Hópafsláttur f iþróttafélög
Bókanir og miðasala:
Ath.biðjið um upplýsingabækling.
FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTI 5
Sm Skíðaskólinn
í Kerlingarfjöllum