Morgunblaðið - 31.03.1976, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.03.1976, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi i boöi Verzlunarhúsnæði 140 fm til leigu við Grensásveg. Uppl veittar í síma 1 1 930. þjónusta Verktakar — garðyrkju- menn — húsbyggjendur Góð mold molið á bíla við Flyðrugranda frá 8—10 alla daga. fundir — mannfagnaöir Garðabær Stofnfundur útgáfufélags fyrir blaðið Garða verður haldinn fimmtudaginn 1. apríl kl. 20.30 að Lyngási 1 2. Undirbúningsnefnd. Læknafélagið EIR Félagsmenn, munið fundinn í kvöld í Leifsbúð, Hótel Loftleiðum. Frummælandi Kristján T. Ragnarsson læknir. Stjórnin. einkamál Kr. 1.000.000, Skuldabréf til 5 ára er til sölu. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir föstudag merkt: trúnaðarmál — 3983. Rangæingar Almennur borgarafundur um atvinnumál í Rangárvallasýslu. Verkalýðsfélögin í Rangárvallasýslu, sveitastjórnir og sýslunefnd Rangárvalla- sýslu hafa í sameiningu ákveðið að halda almennan borgarafund um atvinnumál í héraðinu laugardaginn 3. apríl n.k. kl. 14. Fundurinn verður haldinn í Hellubíói. Frummælendur verða: Sigurður Óskars- son, fulltrúi verkalýðsfélagsins Rangæ- ings og Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri á Hellu. Fundarstjórar verða: Hilmar Jónasson, formaður verkamannadeildar Rangæings og Ólafur Guðmundsson, bóndi Hella- túni. Félagsmálaráðherra mun mæta á fundinn og sérstaklega hafa verið boðaðir til fund- arins þingmenn Suðurlandskjördæmis og fulltrúar Alþýðuflokksins og fulltrúar Frjálslyndra og vinstri manna. Athugasemd frá Garðari Mýrdal MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Garðari Mvrdal, fyrrverandi for- manni Stúdentafélags Háskóla Islands: Tilefni þessara skrifa minna er: 1) Fréttaflutningur Morgunblaös- ins frá aðalfundi Stúdentafélags Háskóla Islands (SFHI) sem haldin var 23. mars s.l. 2) Grein eftir Benedikt Ólafsson, Kristinn Björnsson, Hjörleif B. Kvaran, Jón Kr. Sólnes og Hjört Örn Hjartarson í Morgunblaðinu og Timanum 25. feb. s.I.; ,,Þriggja ára kosningabomba". 3) Opið bréf til stúenta eftir Kjartan Gunnarsson, Sigurð Helgason, Geir Waage, Tryggva Agnarsson og Önnu K. Jónsdóttur f Morgunblaðinu 28. mars s.l.; „Voru kosningarnar í Stúdentafé- laginu ólögmætar“. Ég, undirritaður, er oft nafn- greindur í ofannefndum skrifum, og ekki alltaf á geðfelldan máta. Hér verður þó frekar fjallað um það sem máli skíptir varðandi SFHÍ og málefni þess. Ég var kosinn formaður SFHI 16. apríl 1975 og boðaði sem slik- ur aðalfund félagsins 23. mars s.l. Eg álít dagskrárbreytingu þá sem gerð var á fundinum, undir fundarstjórn Kjartans Gunnars- sonar stud. jur., ólögmæta. Þar með skoða ég allar ákvarðanir, sem teknar voru á grundvelli þeirrar dagskrár ómerkar, þar á meðal, kosningu stjórnar með Kjartan Gunnarsson sem for- mann. Samkvæmt þessu er ég því enn formaður SFHÍ og stjórn mín fer þar með völd þar til hún hefur tækifæri til að skila af sér á aðal- fundi, sem fer fram samkvæmt lögum félagsins og boðað er til 1. apríl næstkomandi. Skal þetta nú rökstutt nánar. 6. gr. laga SFHl hljóðar svo: Dagskrá aðalfundar skal vera: 1. Skýrsla formanns. 2. Endurskoðaðir reikningar lagð- ir fram til samþykktar. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning tveggja endur- skoðenda fyrir næsta starfsár. 6. Önnur mál. Eftir þessu lagaákvæði ber að halda aðalfund SFHÍ og ekki er unnt að umturna röð dagskrár- liða. Þessi röð dagskrárliða er rökréttur gangur mála á aðal- fundi. F’ráfarandi stjórn skilar skýrslu og reikningum áður en ný stjórn er kosin. Lagabreyting sem t.d. breytir fjölda stjórnarmeð- lima er tekin fyrir á undan kosningu stjórnar o.sv.fr. Þessi lögbundna röðun dagskrárliða kemur í veg fyrir vitleysur eins og Geir Waage og Kjartan Gunnarsson reyndu að beita sér fyrir á aðalfundi SFHÍ, 23. mars s.l. Ætlast Kjartan Gunnarsson raunverulega til að stjórn mín skili gögnum félagsins til „stjórnar" hans án þess að þau komi fyrir aðalfund fyrst? Sem leikmanni urðu mér þessi atriði fyrst ljós eftir samráð við lögfróða menn, eftir að hin fárán- lega staða var komin upp, þ.e. eftir að Kjartan Gunnarsson sleit aðalfundi fyrirvaralaust við það að hann lenti í minnihluta fundarins. Hvorki tillöguflutningur af minni hálfu né heillaóskir til Kjartans Gunnarssonar með hyllingu klappliðsins megna að breyta lögum SFHÍ. Reyndar gekk dagskrártillaga min ekki út á breytingu á röð dagskrárliða, heldur frestun seinnihluta dagskrárinnar til framhaldsaðalfundar, sem halda skyldi fyrir 1. maí 1976. Þetta felldu hægri menn meðan þeir höfðu enn meirihluta á fundin- um. I opna bréfinu til stúdenta segja Kjartan Gunnarson og fleiri: „Garðar Mýrdal og félagar hafa haldið þvi fram að atburðirn- ir á aðalfundinum standi í sam- bandi við rannsókn svokallaðs „Bollumáls" og ætli nýja stjórnin að stöðva rannsókn þess.“ (Tilv. lýkur). Þetta er rangt. Hvorki hef ég né aðrir stjórnarmenn SFHÍ gefið slíka yfirlýsingu, enda tel ég hana fáránlega og hreina móðgun við sakadómaraembættið. En hvað er „Bollumálið“? 25. febrúar s.l. birtist á síðum Morgunblaðsins og Timans grein undirrituð af stjórn SFHI 1974—75, Benedikt Ölafssýni og fleirum. 1 greíninni kom fram játning þeirra fimmmenninga á að hafa ráðstafað 312 flöskum af áfengi (Bollu) úr eigu SFHÍ, án þess að geta um það í reikningum félagsins. Reikningana létu þeir reyndar innsígla og komu þeim í vörslu rektors H.i., „lögðu félagið niður" á stjórnarfundi (;) og gáfu sjóðinn aðila utan háskólans. Sjóðinn endurheimti SFHÍ hálfu ári síðar. Meðferð þeirra á áfengis- birgðum félagsins var send saka- dómaraembættinu í Reykjavík til rannsóknar í febrúar s.l., enda fengust ekki fullnægjandi skýr- ingar frá þeim, hvorki á aðalfund- um SFHl 1975 né í greinum þgirra í Stúdentablaðinu. Voru þeir þó spurðir um málið í langri grein eftir undirritaðan í Stúd.bl. í nóvember 1975. Það var fyrst við frétt um að málið væri komið til Sakadóms ,ið þeir gáfu „skýringu" á meðferð áfengisins. Þannig sögðu þeir m.a. í Morgunblaðinu og Timan- um 25. feb. s.I.: „Samkvæmt gamalli hefð fékk hver stjórnarmaður í SFHI 2 kassa af Bollu af afgangsbirgðum eftir Rússagildi. Það gerir 10 kassa = 120 flöskur. Endurskoð- endur fengu sinn hvorn kassann = 24 flöskur. Magister bibendi fékk 1 kassa = 12 flöskur. í smökkun kvöldið fyrir Rússagildi, einnig samkvæmt ævafornri hefð, fóru 4 kassar = 48 flöskur. Greiddir voru svo ca 4 kassar í vinnulaun fyrir auglýsingakostn- að, miðasölu og annað = 48 flöskur. Hér eru upptaldar 252 flöskur af 312 sem nefndar eru í margnefndri grein. Þegar með svo er tekin eðlileg rýrnun vegna flutninga og geymslu þykir lík- legt að tala Garðars Mýrdal sé svo til fundin. Það sem á vantar er að sjálfsögðu sök þáverandi stjórnar og gegnst hún sjálfviljug undir það. Stjórnarmenn vilja sérstaklega vekja athygli á því að verðmæti hverrar flösku af Bollu á þessum tíma var aðeins um það bil kr. 200, enda um útþynnt sull að ræða.“ (Tilvitnun lýkur.) Hér skal fullyrt að sú siðblinda sem kemur fram hjá fimm- menningunum í ofanskráðri til- vitnun er ekki algeng meðal námsmanna við H.l. Ekki verður fallist á að hér sé um ævaforna hefð f meðhöndlun eigna SFHÍ að ræða. Margir menn sem voru stjórnarmeðlimir í SFHl á siðasta áratug hafa hrakið að svo sé. Þar eð Kjartan Gunnarsson, endurskoðandi SFHl 1974—5 og gjaldkeri 1973—4, hafði á fjöl- mennum fundi stúdneta í nóv. s.l. neítað að hafa fengið nokkuð fyr- ir störf sín, þótti ástæða til að óska staðfestingar þeirra sem upp eru taldir á hvort þeir hefðu þegið Bollu fyrir sin störf. Hinn endurskoðandinn, Davíð Odds- son, og Magister bibendi, Ellert B. Schram, hafa staðfest þetta hjá rannsóknarlögreglu fyrir sitt leiti. Við bíðum eftir staðfestingu KjartansGunnarssonar. Við rannsókn málsins lagði Kristinn Björnsson fram afrit af reikningum SFHÍ fyrir 1973—74. Hann óskaði þess að stjórn SFHÍ fengi ekki aðgang að afriti þessu. Hvers vegna var ekki lagt fram frumrit reikninga með fylgi- skjölum, eins og óskað var eftir? Hvað megum við ekki sjá í afriti reikninganna sem Kjartan Gunnarssson gerði í gjaldkeratíð sinni? GERRÆÐI LVÐRÆÐI — Hægri menn gerðu áhlaup i SFHÍ þann 23. mars. Það var mikið undirbúið og tókst sam- kvæmt áættun að nokkru leiti. Framkvæmdin varð bara ólög- mæt. Það að vinstri menn náðu meiri- hluta á fundinum á tæpri klukku- stund, olli hroðvirknislegri og gerræðislegri fundarstjórn en ég hef orðið vitni að áður. Kjartan Gunnarsson sleit fundinum við það að hann vissi sig kominn í minnihluta og vantrauststillaga á hann var komin fram. Lýðræðishugmyndir og félags- þroska þessara tveggja fylkinga stúdenta má bera saman á því að stjórn mín hefur boðað framhalds aóalfund fimmtudaginn 1. apríl, kl. 16 í Félagsheimili stúdenta. Hvers vegna hikar Kjartan, ef hann hefur trú á málstað sínum? Hann hefur engan framhaldsaðal- fund boðað. Reykjavik, 29. mars. Garðar Mýrdal — Hafréttar- ráðstefnan Framhald af bls. 17 leyft að veiða þar, ef slíkt er á annað borð heimilað. Ef þetta ákvörðunarvald strandríkisins verður þrengt með gerðardóms- ákvæðum, hve meinleysisleg sem þau kunna að reynast við fyrstu sýn, er hætt við að þjóð- um sem islendingum verði lítill hagur að nýjum hafréttarsátt- mála. Að vísu má halda því fram með nokkrum rökum, að það sé siðaðra manna háttur að fallast á gerðardóm hlutlausra aðila, þegar deila stendur. Og víst munu ýmis fiskveiðiríki geta sætt sig við slík ákvæði, þar sem sjávarútvegur stendur að- eins undir litlum hluta þjóðar- framleiðslunnar. En að því er varðar ríki, sem byggja efnahag sinn að mestu leyti á sjávarút- vegi, horfir málið öðru visi við. Þau geta ekki með góðum rök- um falið úrskurðarvald í lífs- hagsmunamálum sínum óvið- komandi aðila, heldur hljóta að gera þá kröfu að fara með ákvörðunarvaldið sjálf. Reynsla síðustu. ára í fiskveiði- málum á Norður Atlantshafinu undirstrikar nauðsyn þessa Þar hafa alþjóðlegar fiskveiði- nefndir, einskonar gerðar- dómur, lengi tekið ákvarðanir um fiskveiðar. Þrátt fyrir það hefur ýmsum fiskistofnunum þar farið mjög hnignandi og sumum verið nær gjöreytt, svo sem síldarstofnunum. Og skemmst er einnig að minnast úrskurðar alþjóðadómstólsins í Haag, er heimilaði Bretum 1972 að veiða árlega 170 þúsundir lesta á miðunum við island, þótt sú hætta, sem að þorks- stofninum steðjar, væri þá þegar orðin aó nokkru kunn. Horfur ásamþykki En hvaða líkur eru á að bind- andi gerðardómsákvæði, svipuð þeim sem fyrir ráðstefnunni liggja, nái samþykki hennar? Á því leikur enginn vafi að meirihluti ríkja er andvígur slíkum ákvæðum, svo sem einnig reyndist vera á fyrstu hafréttarráðstefnunni árið 1958. En það þarf þó ekki að þýða í reynd að engin slík ákvæði nái fram að ganga Ástæða þess er sú að ýmis mjög áhrifamikil ríki eru eindregið fylgjandi gerðardómsákvæðum. Má þar nefna Bandaríkin, en einn helzti höfundur tillagn- anna er sérfræðingur banda- rísku sendinefndarinnar, Louis Sohn, prófessor í lögum við Harvardháskóla. Þá munu Bretar og flest Efnahagsbanda- lagsríkin vera fylgjandi gerðar- dómsákvæðum. En það sem skiptir hér mestu máli er að hópur landluktra og afskiptra ríkja mun væntan- lega styðja tillögurnar, en þann hóp skipa um 50 ríki. Þau eru í þeirri aðstöðu að þau geta komið í veg fyrir að sam- þykktar verði tillögur á ráð- stefnunni, þar sem krafizt er % meirihluta við allar lokaat- kvæðagreiðslur. Með því er þeim sköpuð oddaaðstaða, sem valdíð getur því að fallist verði á einhverskonar gerðardóms- ákvæði til heftingar frelsis strandríkja, gegn því að þessi hópur ljái tillögum um önnur efni fylgi sitt. I slíkri stöðu er heldur ekki hægt að ganga fram hjá þeim möguleika að tillögur um hefðbundinn, sögu- leg fiskveiðiréttindi skjóti upp kollinum i nýrri mynd. Ekki eru nema fáir dagar síðan þessi rikjahópur ritaði forsætisnefnd ráðstefnunnar bréf og krafðist réttinda sér til handa innan auðlindalögsögu annarra ríkja, bæði að því er varðar fiskimiðin og auðlindir þær, sem á hafsbotni finnast. Er því ljóst, að tillögur grund- vallartextans um rétt strand- ríkisins í núverandi mynd, sæta mikilli andstöðu þessa hóps. Það er vitanlega von okkar íslendinga, og helztu banda- manna okkar, að þróun mála verði ekki á þennan veg, og ég held að það sé ekki of mikil bjartsýni, þótt spáð sé að sú von muni rætast er líður að lokum. En sennilegt er að um fátt verði meira deilt á síðari hluta fundarins en einmitt þessi atriði. Allt mun málið liggja ljósar fyrir eftir þá tveggja daga umræðu um gerðardóms- ákvæðin, sem fara mun fram á ráðstefnunni að loknum pásk- um. Á miklu veltur því, að þar bresti hvergi samtakamáttur þeirra þjóða heims, sem vilja einar og óháóar ráða yfir fiski- miðum auðlindalögsögu sinnar. i þeirri sveit ber Islendingum að hafa forystu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.