Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 197€
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Almannatryggingar
og lífeyrir
Hafréttarráðstefna S.Þ.:
Gerðardómsákvæði
og sögulegur réttur
Sú öra verðbólga, sem
geisað hefur hérlendis um
árabil, hefur fáa, ef nokkra,
leikið verr en aldraða og ör-
yrkja, sem ekki hafa úr öðr-
um lífeyri að spila en þeim,
sem þeir eiga rétt til sam-
kvæmt lögum um almanna-
tryggingar Sparifé þeirrar
kynslóðar, sem lagði grunn-
inn að velmegun okkar I
dag, er löngu brunnið á verð-
bólgubálinu; þetta sama spari-
fé, sem gerði lánastofnunum
þjóðfélagsins kleift að fjár-
magna að sínu leyti atvinnu-
lega og félagslega uppbygg-
ingu i þjóðfélaginu á liðnum
áratugum Þetta sparifé, lagt
fyrir til efri ára, varð að litlu
sem engu í okkar höndum,
sem þó erfðum afrakstur þess
og njótum árangurs af ævistarfi
hinna öldnu Lífeyrissjóðir, sem
ýmsar starfsstéttir þjóðfélags-
ins hafa verið að byggja upp á
liðnum árum og áratugum,
standa og mjög höllum fæti,
vegna verðbólguágangs,
þ.e.a.s. lífey rissjóðir allra
annarra en opinberra starfs-
manna, sem eru verðtryggðir.
Misrétti i þjóðfélagi okkar, sem
vissulega er til, er e.t.v.
áþreifantegast og alvarlegast
innan lífeyrissjóðakerfisins
Þrátt fyrir misrétti og verð-
bólguskaða hefur þó margt á-
unnizt í málefnum hinna öldnu
á liðnum áratugum. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur átt hlut
að öllum þeim áföngum í lög-
gjöf og þróun tryggingamála,
sem leitt hafa til réttarbóta á
þessu sviði Enn hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn forystu á
þessum vettvangi í þvi efni
má minna á tillögu til þings-
ályktunar, sem þrír þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, Guð-
mundur H Garðarsson, Pétur
Sigurðsson og Eyjólfur Konráð
Jónsáon, fluttu á siðasta þingi
og fengu samþykkta um könn-
un á því, hvern veg mætti
verðtryggja lifeyrissjóði laun-
þega, er störfuðu á hinum al-
menna vinnumarkaði, til jafns
við lifeyríssjóði opinbera starfs-
manna. Ennfremur á frumvarp
til laga, er Guðmundur H
Garðarsson flutti á yfirstand-
andi þingi um verðtryggðan lif-
eyrissjóð fyrir alla landsmenn
Það hefur hlotið jákvæðar
undirtektir þingmanna úr
öðrum flokkum
Heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, Matthias Bjarnason, gaf
í gær út reglugerð um 10%
hækkun á bótum almanna-
trygginga, en hún kemur til
viðbótar þeirri 5% hækkun
bóta, sem ákveðin var með
reglugerð frá 1 janúar 1976.
Samkvæmt þessu verða helztu
bótaflokkar eftir hækkunina
sem hér segir: ellilifeyrir og
örorkulifeyrir verður 18 640
krónur, ellilifeyrir og örorkulíf-
eyrir að viðbættri tekjutrygg-
ingu 33 752 krónur, barnalif-
eyrir 9 539 krónur, mæðralaun
(3 börn eða fleiri) 1 7 752
krónur, ekkjubætur i sex
mánuði 23 356 krónur
Á fjárlögum ársins 1976 var
heildarkostnaður lífeyris-
trygginga talinn rúmlega 8000
milljónir króna. Hækkunin 1
janúar nam 400 m kr og
hækkunin nú 600 m.kr Rikis-
sjóður greiðir 86% lífeyris-
trygginga, þannig að
kostnaðarauki hans verður 860
m kr. umfram áætlun fjárlaga
en hlutur atvinnurekenda um
1 40 m.kr
í tíð núverandi ríkisstjórnar
hafa bætur almannatrygginga
hækkað 7 sinnum Elli- og
örorkulífeyrir einstaklings hefur
hækkað úr kr 12.215,-, eins
og hann var 1.7 '74 i kr
18.640,-, eins og hann verður
i apríl í ár, og með tekjutrygg-
ingu úr kr 18 886 - i kr
33.752 - eða um kr 14.866 -
og aðrar bætur samsvarandi.
Hækkun bóta einstaklings með
fullri tekjutryggingu frá í júli
1 974 nemur því tæpum 80%.
Tryggingakerfið er lang
stærsti útgjaldaliður fjárlaga
Með hliðsjón af því, sem og þvi
misrétti, er núverandi lifeyris-
sjóðakerfi býður upp á, er óhjá-
kvæmilegt, að kerfið i heild
verði skoðað enda stendur nú
yfir heildarendurskoðun á því,
á vegum heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins, er sér-
stök nefnd vinnurað undir for-
ysto Guðjóns Hansens trygg-
ingafræðings. Stefnt er að því
að þeirri endurskoðun Ijúki á
þessu ári og niðurstöður
hennar verði lagðar fyrir Al-
þingi á næsta vetri. Samhliða
þessari endurskoðun liggur nú
fyrir Alþingi vel unnið og
grundað frumvarp Guðmundar
H Garðarssonar sem áður er
getið um lífeyrissjóð fyrir alla
landsmenn, sem einnig
spannar yfir almannatrygg-
ingakerfið Það er því ástæða
til að ætla að mál þessi öll fái
vendilega athugun og endur-
skoðun á næstu mánuðum og
misserum og vonandi tekst að
búa þann veg um hnúta, að
afkomuöryggi aldraðra og ör-
yrkja verði tryggt á verðugan
hátt í þjóðfélagi okkar. Fyrir þvi
er fullur vilji í núverandi ríkis-
stjórn.
ÞAÐ sem einna mesta athygli
hefur vakið á Hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna,
sem nú situr í New York, eru
þær tillögur, sem þar hafa í
fyrsta sinn komið fram um
bindandi gerðardómsákvæði í
deilum ríkja, sem upp kunna að
koma á grundvelli væntanlegs
hafréttarsamnings. Tveggja
daga umræður um þessar tillög-
ur munu fara fram á ráðstefn-
unni strax að loknum páskum.
Mörgum þykir sem með gerðar-
dómsákvæðum væri fjötur
knýttur frelsi strandríkisins til
þess að nýta auðlindalögsögu
sína á þann hátt, sem það bezt
kýs. Þess hefur verið óskað að
hér verði gerð I stuttu máli
grein fyrir efni þessara gerðar-
dómsákvæða og nokkrum
öðrum atriðum, sem það mál
varða
Nú, i upphafi ráðátefnunnar i
New York, er að vonum ekki
hægt að spá með neinni vissu
um það hve langt muni sækjast
í samkomulags átt á þessum
fundi. Næsti fundur hef-
ur þegar verið ákveðinn í
Genf um miðjan júlí í sumar.
Meðal helztu ágreiningsatrið-
anna varðandi fiskveiðar er
spurningin um eðli réttinda
strandríkisins innan 200 milna
auðlindalö^sögunnar. Nátengd
því atriði eru söguleg réttindi
annarra ríkja og það hvort
gerðardómsákvæði þau, sem
fram hafa komið, frá hljóm-
grunn hjá sendinefndum. A
niðurstöðu í þessum efnum
getur það oltið hvort hags-
munum isiands í hafréttar-
málum verður borgið á ráð-
stefnunni eða ekki.
Tillögurnar um
einhiiða rétt
strandríkisins
En áður en að þessum tveim-
ur atriðum verður vikið er rétt
að gera grein fyrir stöðunni í
fiskveiðimálum á ráðstefnunni
í fáum orðum og rétti strand-
ríkisins í því efni.
í lok síðasta fundar ráðstefn-
unnar í Genf i maímánuði 1975
var dreift grundvallartillögum
frá formönnum þeirra þriggja
nefnda, sem á ráðstefnunni
starfa. Hér var þó ekki um
formlegar tillögur sendinefnda
að ræða, heldur texta, þar sem
öll helztu sjónarmið voru sam-
ræmd, sem fram höfðu komið í
umræðum á ráðstefnunni og að
mati formanna gátu myndað
samkomulagsgrúndvöll á þeim
fundi, sem nú er hafinn i New
York. Sá grundvallartexti, sem
mesta þýðingu hefur fyrir
okkur islendinga kom frá for-
manni annarrar nefndarinnar
og fjallar um landhelgi ríkja,
auðlindalögsöguna, landgrunn
og sund. 1 fáum orðum sagt
gekk tillögutexti þessi mjög til
móts við hagsmuni og sjónar-
mið strandríkja á borð við Is-
land, sem jafnan hafa lagt á það
megináherzlu að öðlast
óskoraða lögsögu yfir fiski-
miðum innan 200 mílna lín-
unnar.
Meginatriði tillögunnar eru
þessi;
1) Strandríki megi ákveða auð-
lindalögsögu sína allt að 200
milur frá grunnlinum. (46.
grein)
2) Strandríkið skuli sjálft
ákveða hvert sé leyfilegt
hámarksaflamagn innan
auðlindalögsögunnar (50.
grein)
3) Strandríkið skuli einnig
sjálft hafa rétt til þess að
ákveða getu sína til þess að
hagnýta aflamagnið innan
auðlindalögsögunnar. (51.
grein)
Svo sem hér má glöggt sjá
felst í þessum ákvæðum
ótviræð viðurkenning á ein-
hliða rétti strandrikisins til
þess að fara með forræðið í
öllum þeim málum, sem varða
fiskveiðar og nýtingu miðanna
innan auðlindalögsögunnar,
þ.e. 200 mílnanna.
Strandríkinu er fenginn
fullur réttur til þess að ákveða
sjálft hver skuli vera hámarks-
aflinn ár hvert I auðlindalög-
sögu þess. Ekki þarf að leitaum
það álits eða úrskurðar alþjóða-
stofnana eða svæðisbundinna
fiskveiðinefnda. i öðru lagi
hefur það eitt úrskurðarvald
um það hve mikið aflamagn það
telur sig sjálft geta nýtt innan
lögsögunnar af hámarksafla-
magninu. Ef strandríkið telur
sig geta nýtt allt það aflamagn,
sem þar er heimilt að veiða af
ákveðnum fiskistofni, á þaó eitt
kröfu til heildaraflans og
ekkert fellur þá í hlut útlend-
inga.
I þeim tilvikum, að strand-
rikið telur sig hinsvegar ekki
þurfa leyfilegan hámarksafla í
sinn hlut, ber því skylda til að
veita erlendum ríkjum aðgang
að fiskimiðum auðlindalögsög-
unnar þar til hámarksaflinn er
fenginn. Skal það gert með
samningum við önnur ríki, sem
til veióanna vilja koma, en i
öllu verða þau ríki að hlita
þeim fiskveiði og verndarregl-
um, sem strandríkið setur um
veiðar innan lögsögu sinnar.
Við úthlutun leyfanna skal
strandríkið taka m.a. tillit til
mikilvægis fiskimiðanna, sem i
hlut eiga, fyrir efnahag
nálægra ríkja sem enn teljast í
hópi þróunarlanda. Jafnframt
skal í þessum tilvikum einnig
tekið tillit til nauðsynjarinnar á
þvi að draga sem mest úr efna-
hagsörðugleikum þeirra ríkja,
sem lengi hafa veitt á svæðinu
og hinn nýi auðlindalögsögu-
réttur strandríkisins er valdur
að. Skýtur hér upp veiðiréttind-
um, en á hógværan hátt þó.
Söguleg
fiskveiðiréttindi
Það vekur sérstaka athygli að
ekki er i grundvallartextanum
— eftir
Gunnar G.
Schram
prófessor
nein önnur ákvæði um söguleg-
an fiskveiðirétt ríkja að finna
en það ákvæði, sem hér er
nefnt. Ymsir bjuggust við að
fram myndu koma itarlegar til-
lögur á fyrri fundum ráðstefn-
unnar um viðurkenningu á
sögulegum rétbndum ríkja til
fiskveiða undan ströndum
annarra rikja, sérstaklega þar
sem slíkum kröfum hefur verið
mjög á lofti haldið við gerð
milliríkjasamninga um fisk-
veiðimál og við Íslendingar
þekkjum af eigin reynslu.
Raunin hefur hinsvegar hér
orðið önnur og slíkar raddir
vart heyrst. Þó er vitanlega
ekki hægt að útiloka að kröfur
um viðurkenningu sögulegra
réttinda komi fram á siðari stig-
um ráðstefnunnar, en vegna
þeirrar þróunar, sem þegar
hefur þar átt sér stað, munu
slíkar tillögur eiga örðugt upp-
dráttar.
i grundvallartextanum, sem
nú er ræddur í New York,
hvílir sú skylda aðeins á strand-
ríkínu að virða söguleg réttindi
ríkja til fiskveiða undan strönd-
um þess, svo framarlega sem
það þarf ekki sjálft á fiski-
miðunum að halda. Er það
vitanlega mjög léttbær kvöð,
miðað við að þurft hefði að
viðurkenna rétt erlendra þjóða
til ákveðins hluta heildaraflans
um alllangt árabil.
A það skal þó bent að ef
ákvæði um bindandi gerðar-
dóm i fiskveiðideilum ná sam-
þykki á ráðstefnunni veróur
sjálfsákvörðunarréttur strand-
ríkisins mjög skertur í þessu
efni sem öðrum, er ákvæðin
taka til. Gæti á þann hátt feng-
ist fram viðurkenning á hinum
sögulega rétti annarra ríkja,
gegn vilja strandríkisins, þótt